Morgunblaðið - 23.02.1947, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.02.1947, Blaðsíða 10
10 MORGUNBUVDlb Sunnudagur 23. febr. 1947 GRÍPTU ÚLFXNN y £fti, cjCeitle Ck arterii 42. dagur — Það er heilagur sannleiki, Sir. Jeg leitaði alfs ekki alls- staðar og þeir Lopez og Abbott hjálpuðu mjer. Það er eins og Mr. Bloem sje ekki um borð. — Mr. Bloem er um borð, hreytti Bittle úr sjer. Leitið þjer betur og komið ekki aftur með slíkar afsakanir. Þá heyrðist kallað: — Ahoy, Bittle. ■ Bittle varð náfölur, en Pat- ricia rauk á fætur og fjekk svo mikinn hjartslátt að henni fanst barmurinn ætla að springa. Þessi rödd gat ekki komið nema úr eins manns kverkum, og sá maður hafði biðið bana daginn áður. Bittle hrökklaðist inn í klefann yfir- kominn af skelfingu. Patricia ætlaði að rjúka út, en hann greip í hana og hratt henni ó- þyrmilega aftur á bak í stól- inn. — Pat, kallaði röddin. Ertu heil á húfi? — Já, Helgi--------ó, Helgi, ertu þarna? — Bráðlifandi. Bittle þreif marghleypurnar upp úr vasa sínum. — Grípið hann, öskraði hann. Standið ekki þarna eins og dauðyfli. Náið í vopn. Fljótir nú. Helgi hló, og hláturinn fór eins og lífmagn um Patriciu alla. — Geturðu ekki haft svolít- ið hærra, ijúfurinn, sagði Helgi. Þá sá Patricia hann. Hann stóð efst í stiganum og tveir menn hjá honum. Hún hjelt fyrst að þriðji maðurinn væri Algy, en svo sá hún að hann var alkíæddur, og að Orace hjelt honum sem skyldi fyrir framan sig. Hún heyrði hratt fóíatak margra manna uppi á þilfari. Svo komu þeir hlaup- andi upp stigann, fjórir menn og allir með með alvæpni. Það var auðsjeð að þeir höfðu kom- ist inn í vopnabúrið. Þá gengu þeir Helgi fram og stóðu nú þarna milli tveggja elda. — Segðu þeim, Bittle, að fara varlega með skotvopnin, sagði Helgi. Þessi hjerna, sem við höfum eins og skjöld, er enginn annar en Bloem sjálfur. — Kyrrir, kallaði Bittle. Hann hafði nú náð sjer aftur. Hann greip í handlegginn á Patriciu og dró hana út í tunglsljósið svo að Helgi gæti sjeð hana. Og hánn hafði hana sem skjöld fyrir framan sig. — Farið sjálfur varlega með skotvopn, sagði hann. Verið líka varkár í orðum. Og ef þjer gefist ekki upp áður en þrjár mínútur eru liðnar. þá skal jeg drepa ungfrú Holm með mínum eigin höndum. 19. KAFLI. Ulfurinn. Þremur mínútum seinna voru þeir Helgi og Orace leidd ir spm fahgar inn í klefann, en vopnaðir menn stóðu umhverf- is þá. — Góðan daginn, Bittle minn, sagði Helgi vingjarnlega. Skrítið að hitta yður hjer, eins og presturinn sagði við vænd- iskonuna. Setjist þjer nú niður og segið mjer frjettir. Bittle brosti. — Okkur verður öllum eitt- hvað á, en síst hafði mig grun- að að þjer gleymduð að taka ungfrú Holm með í reikning- inn. — Jeg bjóst við ■ að þjer munduð gleyma því sjálfur, sagði Helgi. Satt að segja hjelt jeg að þjer væruð ekki svona snarráður. En öllum getur okk ur yfirsjest, eins og biskupinn sagði, sjerstaklega okkur ungu mönnunum — en það eru að- eins fáar yfirsjónir, sem hægt er að bæta. — Mjög fáar. sagði Bittle. Það var yfirsjón hjá mjer að halda að þjer væruð dauður, en eins og þjer sjáið, þá er nú bætt úr því. Þjer eruð dauður maður, Mr. Templar. Helgi horfði í kring um sig. — Þetta er mjög fróðlegt að heyra, sagði hann, en jeg hafði nú haldið að vistlegra væri í himnaríki heldur en hjer er umhorfs. Og ekki eru þeir sjer- lega líkir englum þessir (hann benti á mennina) og þjer eruð það ekki heldur, lambið mitt, ef satt skal segja. Getur það verið að jeg hafi mist af rjett- um strætisvagni og lent í víti? Það var ekki sjón að sjá fötin hans og hvíta skyrtan hans var öll útötuð, en samt sem áður bar hann sig eins og höfðingi. Og ekki var að sjá að hann ljeti það mikið á sig festa hvernig komið var fyrir hon- um. En Bittle þóttist hafa ráð hans í hendi sjer og tók ekk- ert mark á því þótt Helgi bæri sig mannalega. — Hefir verið leitað á þeim? spurði hann menn sína, en Helgi svaraði: — Jeg fjekk þeim marg- hleypuna mína um leið og jeg gafst upp. — En hjelduð hnífunum — jeg þekki yður, sagði Bittle. Hann tók nú Onnu af honum og þreifaði síðan um hann all- an þangað til hann fann systur hennar bundna. við fótlegginn á Helga. Bittle varð hróðugur á svip. — Jeg læt mjer ekki verða á fleiri yfirsjónir, eins og þjer sjáið, sagði hann. — 'Gleður mig, sagði Helgi. En má jeg ekki fá vindlinga- hylkið mitt aftur. Anna og Bella eru gagnslausar nema í mínum höndum. En vindlinga- hylkið er úr silfri, jeg fjekk það sem verðlaun í Bourne- mouth árið 1913. Bittle athugaði vindlinga- hylkið, en fann ekki neitt at- hugavert við það. svo að hann rjetti það að Helga, en hann stakk því í buxnavasa sinn. Alt í einu snerist Helgi á hæli eins og skaftkringla. Mennirnir hrukku flemtraðir undan og gripu til vopna sinna. Helgi skellihló. — Þeir eru ekki vel hugaðir þessir menn þínir, sagði hann. Jeg er vopnlaus, en þeir hrökkva undan eins og hrædd- ar geitur. Bíðið þið við. Hann snaraðist að einum manninum og rak honum rckna löðrung, snerist svo á hæli og löðrungaði annan svo rækilega að hann fjell á gólfið. Bittle öskraði af reiði og mið- aði marghleypu á hann. En Helgi brosti góðlátlega og rjetti upp hendurnar. — Þetta var aðeins gert í gamní til að sýna að jeg hefi andlega yfirburði yfir ykkur, og að enn get jeg saumað að ykkur, sagði hann. — Jeg skal koma í veg fyrir að slíkt gaman verði endurtek- ið, sagði Bittle. Sækið bönd — það er best að fjötra þá. — Alveg eins og yður þókn- ast, sagði Helgi. Jeg er annar Houdini, og engin bönd halda mjer. Nú var komið með bönd og hendur Helga bundnar á bak | aftur. Maðurinn, sem það gerði, var hinn sami og Helgi hafði barið og hann þjarmaði óþyrmi lega að honum og reyrði bönd- in sem allra fastast. — Gætið þess að slíta ekki bandið, sagði Helgi rólega. Siðan krupu þeir niður og ætluðu að fjötra hann á fótum. Hann notaði tækifærið og sparkaði hastarlega framan í manninn svo að hann valt um gólfið. — Ef ykkur er það ekki á móti skapi, þá vil jeg setjast áður en fæturnir eru fjötraðir, sagði hann. Svo gekk hann rólega yfir gólfið og tók sjer sæti í stól. Ljet hann svo rólega fjötra á sjer fætur. Það var gert á sama hátt og áður, fjöturinn reyrð- ur eins fast að holdi og unt var. Eftir það hrækti maðurinn beint framan í hann. — Þjer eruð fyrsti maður- inn, sem gerir mjer þetta, sagði Helgi lágt, og jeg vona að í fyrramálið verðið þjer þrett- ándi maðurinn, sem jeg hefi að bana orðið. — Þetta er nóg, sagði Bittle. Fjötrið nú þjón hans. Orace knýtt knefana og var ógurlegur á svip. 1 — Komið ef þið þorið, sagði hann. | En þótt Orace væri kempa mikil, þá var nú of margur um | einn, og þeir fjötruðu hann bæði á höndum og fótum hvern I ig sem hann brauát um. Þeir fóru jafnvel enn ver með hann heldur en Helga. Svo var mað- ur sendur að.sækja Patriciu. Hún gekk hnarreist inn í sal inn, en þegar hún sá Helga fjötraðan á höndum og fótum og blóðugan í andliti, þá fjell henni allur ketill í eld. — Helgi, kjökraði hún og ætlaði að hlaupa til hans, en mennirnir öftruðu því drógu hana fram að dyrum. — Það er alt í lagi, elskan mín, sagði Helgi. Láttu ekki þessa óþokka sjá þjer bregða. Jeg er alveg ómeiddur. Það hefir bara verið farið dálítið illa með mig, en sá, sem það gerði skal sjálfan sig fyrir hitta áður en lýkur .... Heyrðu Pat, líttu á þetta skríml þarna. Það er hann Bittl" sjálfur, og j hann ætlar að fara að halda ! ræðu um sigur sinn — jeg sje það alveg á kjaftinipn á hon- um. Bittle kinkaði kolli. Að jarðarmiðju Eftir EDGAR RICE BURROUGHS. 92. Þarna fannst mjer jeg mundi geta varist heilum her, því aðeins einn óvinanna mundi geta sótt að mjer í einu, og ekki gat hann heldur vitað, að jeg biði hans, fyr en hann hefði farið fyrir beygjuna á troðningunum. I kringum mig lágu steinar á víð og dreif, sem fallið , höfðu úr bjarginu fyrir ofan. Þeir voru misstórir, en margir voru þannig í lögun, að þeir mundu koma sjer vel sem vopn, í stað hinna dýrmætu örva minna. Svo jeg safnaði saman hrúgu af steinum við hellismunann og beið komu Sagothanna. Þar sem jeg stóð þarna, þögull og reiðubúinn og hlust- aði eftir fyrsta hljóðinu, sem gefa mundi til kynna komu óvinarins, dróst athygli mín að lágu hljóði, sem kom út úr myrkri hellisins. Það var ekki ólíkt því sem stór skeppna væri að rísa á fætur. Á næstum því sama augnabliki heyrðist mjer jeg heyra skrjáfið í ilskóm handan við beygjuna á troðningnum. Og næstu sekúnd- urnar beindi jeg athygli minni að þessu. Og þá sá jeg allt í einu tvö glóandi augu stara út úr myrkrinu á hægri hönd. Glyrnurnar voru um tvö fet i fyrir ofan mig. Það er að vísu rjett, að skepna sú, sem I þarna var, gat staðið á syllu í heilinum, eða þá hafa risið upp á afturfæturna, en jeg hafði sjeð svo margar ófreskjur á Pellucidar, að jeg gerði mjer ijóst, að jeg gat þarna hafa rekist á einhverja nýja og hryllilega j risaskepnu, sem verið gat bæði stærri og grimmari en þær, sem jeg hafði sjeð til þessa. Hvað sem þetta var, var sýnilegt, að það nálgaðist hægt hellismunnann. Allt í einu heyrðist frá því djúpt og ógnandi urr. Jeg hafði engan hug á, að deila við þessa ófreskju um eignarjettinn yfir hellinum. Urr henn- ar hafði ekki verið hátt — jeg efaðist um að Sagoth- arnir hafi heyrt það — en í því fólust svo margir mögu- leikar, að jeg var þess fullviss, að það gæti aðeins hafa orðið til í barka einhverrar risastórrar og grimmúðlegrar ófreskju. Jeg hörfaði undan eftir troðningunum og var brátt kominn fram hjá hellismunanum á stað, þar sem jeg gat ekki lengur sjeð þessi óttalegu, brennandi augu, en augnabliki síðar sá jeg andlitið á Sagotha, þar sem hann Dansinn lengir lífið. Ef þjer eruð þreytt, þá dans ið. Það er ekki danskennari, sem hefir gefið þetta ráð, held- ur hjón í London, sem fengu það hjá lækni sínum. Hann er nú 89 ára gamall, en hún 84, og þau dansa enn og haldá sjer ungum í anda. ★ Ölvun við akstur. Það er dýrt spaug að vera ölvaður við akstur í Noregi. Við fyrsta brot missir maður ökurjettindi í minst eitt ár, en við annan brot æfilangt. ★ Hús fyrir einn dollar. Ileimilislaus brunavörður, Fred Fader að nafni, í Teaneck í New Jersey, heyrði sagt að j bæjarstjórnin ætlaði að selja i sex herbergja hús á uppboði, en sú kvöð fylgdi, að það varð að flytja það úr stað. Fader bau einn dollar •—- og honum ; var slegið húsið. * í Leopold vill ekki skilja. i Háværar raddir hafa verið um það, bæði í Belgíu og utan hennar, að Leopold konungur óski eftir því að skilja við konu sína, en nú hefir það verið bor- I ið opinberlega til baka í Brús- sel. Sagt gð það sje‘ uppspuni einn. ie — Þannig er það, þegar mað ur hefir nóga peninga fást eng- ar vörur til þess að kaupa fyrir þá, en þegar vörurnar fást á maður enga peninga. ★ — Síðan Hansen misti eignir sínar, þekkir helmingurinn af vinum hans hann ekki. —- En hvað með hinn helm- inginn? — Hann veit ekki ennþá af því. Kennarínn: — Hvernig stend ur á því, að kvikasilfrið í hita- mælinum stígur og fellur við hitabreytingar? Nemandinn: — Það .... það er leyndarmál framleiðenda mælanna. 1 V(í) Z C r'i tA't t* '''• nrfacÍMá \ -• *«gmaður -- ; 878 I BMS'S \f) \ UGLVSA vjOKíJf nsíí*| \mMTT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.