Morgunblaðið - 23.02.1947, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.02.1947, Blaðsíða 6
6 MORGUWBJ.AÐIÐ Sunnudagur 23. febr. 1947 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Simi 1600. Áskriftargjaid kr. 10,00 á mánuði innanlands. kr. 12.00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók. Göíugt starf GÓUDAGURINN fyrsti er í dag — konudagurinn. — Þenna daga hafa líka konurnar í Kvennadeild Slysa- varnafjelags íslands í Reykjavík valið til fjársöfnunar fyrir hió góða og göfuga málefni, sem þær beita sjer fyrir. Það hefir ekki staðið styrr um starfsemi K. V. S. í. í Reykjávík fremur en önnur samtök kvenna til styrktar góðum málefnum. Konurnar hafa kosið að starfa sem mest í kyrþey að málum sínum. En undravert er, hvað þeim hefir orðið ágengt konun- um í K. V. S. í. í Reykjavík í þágu slysavarnanna. Fæstir munu gera sjer fulla grein fyrir þessu. Við vitum, að deildin lagði fram stórfje í „Sæbjörgu“, þegar hún var keypt. Við vitum um sjúkrabílinn, sem deildin gaf björg- unarstöðinni nýju í Örfirisey. Og margs fleira höfum við heyrt getið. * En vita allir Reykvíkingar um skipbrotsmannaskýlin þrjú á eyðisöndunum í Skaftafellssýslumr sem K.V.S.Í. í Reykjavík hefir reist? Vafalaust hefir þetta mikla aírek farið fram hjá mörgum. Hitt vita þeir, sem eitthvað þekkja til, að eyðisandarnir í Skaftafellssýslum hafa mörgum skipbrotsmanni grandað. Þar eru margar hætturnar, enda mörgum skipbrotsmanni orðið hált á að leita til bygða á þessum slóðum. Þeir vita ekkert hvert halda skal. Hafa ekki hugmynd um hinar miklu vegalengdir til bygða, og því síður þekkja þeir hættulegar torfærur, sem eru á leiðinni, ef eitthvað ber út af rjettri leið. Á slíkum stöðum koma skipbrotsmannaskýlin í góðar þarfir. ★ Við getum rjett gert okkur í hugarlund hvern fögnuð það muni vekja hjá hröktum, köldum og viltum skip- brotsmönnum, sem hafa orðið fyrir þeirri ógæfu að sigla skipi sínu í strand á eyðisöndunum eystra, er þeir finna stikur, sem vísa þeim leiðina til skýlis, sem útbúið er ' öllum nauðsynjum, matvælum, þurrum og hlýjum fötum, hitunartækjum, teppum, lyfjum og sáraumbúðum o. s. frv. Þar eru og leiðbeiningar til skipbrotsmanna, hvernig þeir skuli haga sjer, auk margskonar tækja, flugelda og þvíumlíkt, svo skipbrotsmenn geti gert vart við sig. — Mörgum skipbrotsmanni mun finnast hann vera kominn héirrl, þegar hann er kominn í skýlið, svo mikil verða við- brigðin eftir sjóvolkið og hrakningana. Konunum, sem hjer eru að verki, hefir vafalaust aldrei dottið í hug landkynning í sambandi við þetta starf. En er hægt að hugsa sjer fegurri landkynningu en fram kemur í þessu göfuga og óeigingjarna starfi? Hver myndi vera skoðun erlendra sjómanna í þessu efni? ★ K. V. S. í. í Reykjavík setur markið hátt á þessu ári, sem endranær. Deildin hefir ákveðið að verja yfir 100 þúsund krónum í þágu björgunarmálanna á árinu. Hefir deildin margt í huga. Gerðar verða margskonar endurbætur við björgunar- stöðvarnar á söndunum eystra, tæki aukin og endurbætt, stikur reistar. Einnig á stöðinni í Hornvík vestra, sem deildin hefir komið upp. Þá hefir deildin ákveðið að reisa miðunarstöð að Kirkjubæjarklaustri á Síðu og verða keypt til hennar full- komin miðunartæki. Keypt verða einnig svifblys, línu- byssur og dráttartaugar handa skýlunum eystra. Einnig hefir deildin ákveðið að gefa fullkomin radar- tæki í björgunarskipið „Sæbjörgu“, sem nú er verið að stækka, en á síðan að starfa að björgun í Faxaflóa á vetr- arvertíðum. Af þessari stuttu greinargerð geta Reykvíkingar sjeð, að þeim peningum er ekki illa. varið, sem þeir láta af hendi rakna í dag með kaupum merkja deildarinnar. Látum þá líka á sjá, við kunnum að meta þetta starf kvennanna. 'Uíbverji iíri^ar: ÚR DAGLEGA LÍFINU BerhöfSaða fjelagið. í GAMLA DAGA sögðu Reykjavíkurstrákarnir við ein hvern, sem var berhöfðaður .úti á götu: „Ertu í berhöfðaða- fjelaginu“? Þeir þóttust ósköp fýndnir og það var ekki laust við að þeim, sem berhöfðaður var í það skiftið fyndist hálf- gerð hneisa að því að vera ekki með höfuðfat. En í þá daga var berhöfðaða fjelagið ekki stórt. Strákar og stelpur og fullorðna fóíkið líka var ekki bara með höíuðföt og þau þlý, heldur hafði það svell þykka ullarvetlinga á höndum sjer og ullartrefla um hálsinn og það þótti yfirleitt bera vott um fíflshátt, eða fátækt, ef fólk var ekki vel klætt í vetr- arkuldum. • Fjelagatalan eykst. EN NÚ HEFIR berhöfðaða fjelaginu vegnað vel undan- farin ár. Hann var skrambi kaldur hjer á götunum í gær- morgun, en er jeg kom niður Bankastræti. á tólfta tímanum og gerði jeg það svona að gamni mínu að telja hve margir karl- menn, sem jeg mætti væri með höfuðföt. Af 20 karlmönnum á ýms- urn aldri voru 11 í berhöfðaða- fjelaginu, 5 með „enskar húf- ur“, eða derhúfur eins og þær líka voru kallaðar, en 4 með hatta. Berhöfðaða fjelagið er senni lega* æskulýðsfjelag, því yfir- leitt voru það ungir menn, sem virtust vera fjelagar í því. ® Aumingjarnir. EN ÚR ÞVÍ farið er að bolla leggja um fjelagsskap berhöfð aða fjelagsins, þá er best að segja eins og er, að kvenfólkið mun vera þar í meirihluta. Nokkru neðar í Bankastrætinu í gærmorgun fór jeg að gefa stúlkunum hýrt auga. Af 20, sem jeg taldi vera 13 berhöfð- aðar, 5 með skýluklúta og að- eins 2 með hatt. Og það verður að segja hverja sögu eins og hún geng- ur til. Það er engin ástæða. til að vorkenna hraustum strák- um, þótt þeir sjeu illa klædd- ir. Þeir ættu að þola það, en að sjá u.ngar blórnarósir í næf- urþunnum silkisokkum og ber- höfðaðar í norðan garði, koma skjálfandi eftir einni aðalgötu bæjarins, þá er ekki hægt að hugsa annað en aumingjarnir. Ætli þessi þarna laglega, sem hristist upp strætið sje þegar buin að fá lungnabólgu? Eða: það má mikið vera ef bún. £ær ekki einhverntíma giktarkast þessi! En til hvers er að vera að fimulfamba um þetta: Ætli blessað fólkið ráði því ekki sjálft hvernig það klæðir sig! • , Hugleiðing'ír um heita vatnið. EKKI ER MJER kunnugt um hvort B.L.J. ef mikill mat- maður, sem kallað er, en það bregst ekki að sje minst á eitt- hvað matarkyns hjer í dálkun- um bregður- hann við og sendir mjer vinsamlegan pistil í því sambandi. Nú er það hitaveitu vatnið, sem hann ber fvrir brjósti og segir m. a. í brjeíi: „Kæri Víkverji. I tilefni af spjalli þínu í gær um hveravatnið, fluor og.tánn- skemdir. vil jeg biðja þig að reyna að fá svar við einni spurningu. En fyrst vildi jeg leiða athygli þína og lesenda þinna að því, að þótt sannað sje, að í hveravatni sje hæfi- lega mikið af fluor eða öðrum heilsusamlegum efnum, þá er ekki þar með sagt, að vatnið sje holt til neyslu. í bvi geta líka verið skaðleg efni, Og áð- ur en fólki er ráðlagt að nota það í mat, verður að ganga úr skugga urn, að svo er ekki. Nú vill svo til, að samkv. efnagreiningu, sem jeg er hefi sjeð hjá Helga Sigurðssyni, hiiaveitustjóra, eru í heita vatninu á Reykjum 83 milli- grömrn af kísilsýru (Si02) í hverju.m lítra. Fá menn því þar mörgurn sinnurn meira af þessu efni en líke.minn þarfnast. Ætla mætti, að þeir læknar, sem ráðleggja fólki að neyta þessa vatns, hafi sannfært sig um, að þetta geysilega kísil- magn komi ekki að sök, og væri fróðlegt að fá að vita, hvort sú skoðun er bygð á er- lend.um'cða innlendum rann- sóknurn eða hverjar eru for- íendur hennar.“ • Er heita vatnið holt eða óholt? í LOK BRJEFS SÍNS segir ' B.L.J.: ! ,.Jeg veit um marga, sem forðast heiía vatnið til neyslu vegna kísilmagnsins. Þeir veigra sisr líklega við að eta m'eira grjót en þörf krefur. Þótt þeir máske þurfi ekki að ótt- ast, að kísillinn stífli í þeim garnirnar eins og sumar hita- voitupípur, þá halda þeir, að hann geti gert einhvern annan óskuhda innan líkamans. Jeg vil því spyrja: Er full vissa fyrir því, að hitaveitu- vatnið í Reykjavík sje ósak- næmt til neyslu?“ Það er nú einmitt þetta, sem rpurt var að hjer í dálkunum á dögunum. Það þarf að gera ítarlegar rnnnsóknir um heita vatnið og birta almenningi þær niðurstöSur til þess að ekki | þurfi að ganga að bví grufl- j andi, hvort heita vatnið frá i Reykium er holt eða óholt, eða kanski -skaðlaust fyrir líkam- ann. MEÐAL ANNARA ORDA 0f stuff fil þes: I erlendu smáhefti sem ný- lega er komið út, stendur smá- grein á þessa leið: Lífið er of stutt til þess að eyða því í smámuni. Það var spekingurinn Disraeli, sem við hafði þessi orð. En aldrei er góð vísa of oft kveðin. Spakmæli þetta hefir orðið mjer til stuðnings í mörgu and streymi. Altof oft látum við smámunina trufla sálarfrið okkar, smámuni, sem eru ekki þess virði, að hafa þá i huga stundinni lengur. Það kann að vera að einhver náungi, sem við hofum hjálp- að á einhvern hátt, sýni okk- ur ekki verðskuldaðan þakk- arhug, eða kona, sem við treystum til alls hins besta, hafi talað illa um okkur á bak, eða að ökkur er neitað um laun, eða viðurkenningu fyrir það sem okkur finnst að við höfum vel gert, og eigum því skilið þakkir fyrir. Þetta og annað eins getur orkað svo á taugar okkar og sálarró, að við neytum hvorki svefns nje mat- ar af áhyggjum, og ánægjan af vinnunni er rokin út í veð- ur og vind. Hvílík fásinna. Vissulega eru árin ekki svo mörg sem við lifutn á þessari blessaðri jörð, að því sje §ffi að við höfum íírna til, eða efni á, að eyða jafnvel mörgu.m árum samanlagt í áhyggjur og önuglyndi út af smámunum, sem allir aðrir, og jafnvel við sjálfir, erurn búnir að stein- gleyma áður en árið er liðið. Við eigum -að helga. líf okk- ar aðgerðum og hugsunum sem eru þess virði, að eytt sje okk- ar stutta dýrmæta tíma í þær. Menn eiga að nota æíina fyrir miklar hugsjónir, hreinan kær- leik og verk, sem hafa varan- legt gildi. Lífið er altof stutt, til þess að menn sjeu smámuna samir. 'tz Greinin var ekki lengri en þetta, og það er alveg nóg. j Hver einasti einn, nei, það er, kannske heldur mikið sagt, en j óhætt að í’ullyrSa að flestir! sjeu með því marki brendir, | sem sagt er í greininni.. að þeir gera sjer lífið altof erfitt með alskonar smámunasemi. Kennarar og uppfræðarar j ungu kynslóðarinnar ættu að j brýna þær lífsreglur fyrir j nemendum sínum að varast að j eyða æfinni, eða miklum hluta j hennar, í slíkt fánýti og vit- leysu. Fróðelikur um þá hluti. í ímámimaseim er festi r.ætur í hugum manna, kæmi þeim, að mun meira gagni, cn marg't það, sem í ung lingana. er troðið á skólaþekkj unum. - J, Ifibjör Framh. af bls. 2 | Hann hefir um skeið veri'ð 1 ræðismaður Norðmanna á Ak- i ureyri, og hefir rækt það starf ssm önnur, með mikilli kost- gæfni. Því hann er hvor- tveggja í senn, góður Norðmað ur, og velunnari íslands og ís- lenskra framfara og velgengni. Enda hefir hann sem fyr segir staðið framarlega í nýbygging þess atvinnuvegar sem gefið hefir þjóðinni skjótteknastan gróða á undanförnum árum. Stálu víni. LONDON: — Þjófar brutust fvrir skömmu síðan inn í hús Sherwoqd lávarðar í South- Audley.street, London, og kom- ust undan með vín, sem virt var á 530 sterlingspund.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.