Morgunblaðið - 23.02.1947, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.02.1947, Blaðsíða 12
VEÐURÚTLITIÐ: Faxaflói: Sunnudagur 23. febrúar 1947 Sandgerðisbúar frá rafmagn um næstu raalamót UM næstkomandi mánaðamót fá íbúar í Sandgerði raf- magn til suðu, ljósa og iðnaðar. Fyrst um sinn verður veitt þangað 50—60 kw. Þar munu gilda hinar sömu reglur og hjer í Reykjavík, um takmörkun á notkun rafmagns á vissum tímum sólarhringsins. Rafmagnseftirlit ríkisins hef- ir farið þess á leit við rafmagns stjóra, að Sandgerði verði tengt inn á Reykjaneslínuna, svo og að rafmagn til suðu í Gerða- hreppi verði aukið um 30 til 40 kw til suðu. Mál þetta kom fyrir fund bæjarráðs í fyrradag. Var þar samþykt að heimila rafmagns- stjóra að verða við þessum er- indum Rafmagnseftirlitsins, með þeim skilmálum sem raf- magsstjóri telur rjett að setja. í brjefi rafmagnsstjóra til bæjarráðs út af máli þessu, seg- ir m. a., að þar sem notkun mu.ni nú alment fara minkandi næstu mánuði, en þess vænst að varastöðin við Elliðaár verði komin í notkun áður en álagið vex aftur næsta haust, virðist ekkert vera þessu til fyrirstöðu. Að lokum mælir rafmagns- stjóri með því að bæjarráð verði við þessum tilmælum Rafmagns eftirlitsins. Búist er við að á vori kom- anda verði lokið við að leggja rafmagnið í Grindavík og munu Grindvíkingar þá fá rafmagn. NálíúíSifræilfje- Undirbúninpr að byggingu nýrrar siökkvistöðvar BÆJARRÁÐ hefur falið slökkviliðsstjóra og húsameist ara bæjarins. að hefja undir búning að byggingu nýrrar slökkvistöðvar. Bærinn hefur þegar látið í tje'lóð fyrir bygginguna suð ur við Reykjanesbraut. Þar sem slökkvistöðin er nú er allur aðbúnaður liðsins oið inn óviðunandi^, enda var hús ið byggt árið 1912. Til dæmis má geta þess áð tvejr bílar .slökkviliðsins eru geymdir úti í bæ vegna þess að ekkert pláss er fyrir þá í sjálfri stöð- inni. sr,u Kaiiurugripa- sðim Eimskip vill fá ióð fyrir vörugeymslu- húsið EIMSKIPAFJELAGIÐ sem lengi hefur haft í hyggju að byggja veglegt vörugeymslu- húi við höfnina, hefur sent bæjarráði brjef varðandi fyr irhugaða lóð undir húsið. Málinu var á fundi bæjar- ráðs í fyrradag vísað til um- aagnar skipulagsmanna bæ.jar ins og hafnarstjóra, með þeim tiirnælum að þeir leit? álits skipaafgroiðslna og fje- '■ags botnvörpuskipaeigenda nm nýtingu hafnarsvæðisins. A AÐALFUNDI Hins ís- lenska náttúrufræðifjel., sem haldinn var í gær, var sam- þykt að afhenda ríkinu nú þeg ar Náttúrugripasafnið tiL eign- ar og umráða. Fól fundurinn fjelagsstjórninni að ganga frá samningum við ríkisstjórnina úm afhendinguna á eftiríar- andi grundvelli: ,,Húsasjóður, að upphæð kr. 82.396.21 fylgi safninu, sömu- leiðis' bækur þær, sem safninu hafa áskotnast hingað til. Fuglamerkjastarfsemin og út- gáfa vísindaritsins (Acta nat- uralia islandica) verði einnig áfram á vegum safnsins. Fjelaginu verði látið ókeyp- is í tje herbergi í hinni nýju náttúrugripasafnsbyggingu, sem verði skrifstofa þess og að albækistöð. Ennfremur fái fje- lagið ókeypis hentugt geymslu pláss í safnsbyggingunni fyrir upplög Náttúrufræðingsins, Flóru Islands og Skýrslunnar, svo og annarra rita, sem fje- lagið kynni að gefa út. Fjelag ið fái ókeypis afnot af kenslu- 1 sal hins nýja safns til funda- ; halda. Fjelagsmenri fái ókeypis j aðgang að safninu". Auk þess var eftirfarandi tillaga samþykt: j „Aðalfundur Hins íslenska náttúrufræðifjelags þ. 22. febr. 1947 skorar á ríkisstjórnina að beita sjer af alefli fyrir því, að sem fyrst verði byrjað á bygg- ingu hins fyrirhugaða náttúru- gripasafns. Ennfremur væntir fundurinn þess, að safninu verði sjeð fyrir viðunandi hús- næði þar til hin fyrirhugaða safnbygging er tilbúin“. Við stjórnarkosningu baðst fráfarandi formaður, Finnur Guðmundsson, undan endur- kosningu. Kosnir voru: Gunn- ar Árnason, Sigurður Þórarins son, Guðmundur Kjartansson, Sigurður Pjetursson, Guðmund ur Þorláksson og til vara Árni Friðriksson og Ingimar Oskars son. Um það hefir verið rætt í blöð- um, að hugmynd hafi komið fram um það, að reisa risastyttu af Churchill á kleítunum við Dover, Er til þess ætlast, að Churchillstyttan verði jafn- framt viti, en ljósinu verði þá komið fyrir í hinum fræga vindli forsætisráðherrans fyr- verandi. Hjer að ofan er hug- mynd skoptejknara að stytt- ■ • Bium fer fil Isfambu! ÚTVARPIÐ í Ankara til kynti í kvöld, að Leon Blum,1 fyrverandi forsætisráðheiTa mundi heimsækja Istambu! í maí, eftir að hafa komið við í| Austurríki, Ungverjalandi og Rúmeníu. — Reuter. isr og gallalausir HJERAÐSLÆKNIRINN í Reykjavík tilkynti í gær að rannsókn væri lokið á perum, rúsínum og fíkj- um. Ilefur rannsóknin leitt í ljós, að allar þess- ar tegundir þurkaðra á- vaxta hafa reynst góð og gallalaus vara. Bandaríkjaþing- menn og sendi- herrar sjá kvik- mynd um alóm- orkuna Washington. RÁÐHERRUM, sendiherr- um og þvínær öllum meðlim- um Bandaríkjaþings var í gær boðið að vera viðstaddir frum sýningu kvikmyndar, sem sýnir upphaf og framleiðslu atomorkunnar. Mynd þessi hefur verið gerð af einu af aðal kvikmyndafje lögum Hollywood, en Truman forseti og hermálaráðuneytið bandaríska höfðu áður gefið samþykki sitt til töku myndar innar. í ráði er að sýna hana í kvikmyndahúsum í Bandaí ríkjunum og öðrum löndum. Truman forseti, mun hafa átt hugmyndina að nafni kvik rnyndar þessarar, en það er: Asmundur keppir við Yanofsky aimað kvöíd — Árni vii Wade SÁ, SEM fyrst teflir við Yanofsky á Yanofskymóti iu, scm hefst í dag, verður Ásmundur Ásgeirsson skákmcist- ari íslands. Þeir keppa annað kvöld við aðra umferð mótsins. Eins og getið hefir verið hjer í blaðinu hefst mótið kl. 1,30 í dag í sal nýju mjólkurstöðvar- j inr.ar. Þeir sem taka þátt í mót- inu auk Yanofsky og R. Wade : eru Ásmundur Ásgeirsson, Bald j ur Möller, Guðmundur Ágústs- j son, Guðmundur S. Guðmunds- j son, Eggert Gilfer og Árni Snævarr. I dag keppa þessir menn: R. Wade við Yanofsky, Ásmundur við Eggert, Baldur við Guð- mund S. og Guðmundur Ágústs son við Árna Snævarr. Annað kvöld. Annað kvöld kl. 8 hefst svo önnur umferð að Röðli. — Þá keppir Yanofsky sína fyrstu skák hjer heima við Islending. Það er skákmeistarinn Ásmund ur Ásgeirsson sem hann mætir. Þá keppir R. Wade við Árna Snævarr, Eggert við Baldur og Guðmundur S. við Guðmund Agústsson. —. Sá sem talinn er á undan leikur hvítu. Samvinnubygð að rússneskri fyrirmynd JÓNAS JÓNSSON flytur þingsályktunartillögu í Sþ., um að ákora á ríkisstjórnina að setja á stofn 10 heimila sam- vinnubygð og skal skiplag þess arar bygðar vera eftir fullkomn ustu rússnesku fyrirmyndum. Sósíalistaflokkurinn skal velja sta%, þar sem hann telur heppi- leg" skilyrði til slíks landnáms. Sömuleiðis skulu nýbýlismenn þessarar nýlendu, svo og for- stjóri o. fl. valdir eftir með- mælum frá Sósíaiistaflokknum, Tillagan var á dagskrá í gær og fylgdi Jónas henni úr hlaði. Kvað hann kommúnista vera svo lengi búna að fordæma elstu stjett landsins, bændastjettina, fyrir frumstæða búskaparhætti, að tími væri til kominn að þeir reyndu sig. Því-hefði verið haldið fram, að bændur lifðu einskonar þrælalífi, framleiðsla þeirra væri óæt o. s. frv. Nú væri ekki nema um tvent að gera fyrir kommúnista: ann að hvort ver.ða þeir að taka við þessu tilboði, sem hjer liggur fyrir, eða hætta árásum sínum á bændur. Sigfús Sigurhjartarson talaði af hálfu korpmúnista. Færði hann Jónasi mikið þákklæti fyrir hönd flokks síns. Tillagan var síðan samþykt með 24:6 atkv., og vísað til fjár hagsnefndar. ÍÞRÓTTASAMBAND Íúandá heldur íþróttakvikmynd: ;ýn- ingu í Tjarnarbíó í dse kl, 1.30 e.h. Verður þar sýnd kvikmvnd frá Evrópumeistaramót' nu í Osló oe ennfremur nokkrar fleiri íþróttamyndir, þ. i m. hnefaleikamynd, sundk '.att- leiksmynd og glæsileg mynd frá Holmenkollen-skíð; mót- inu 1946. ■ Utvarpió í DAG. 10.00 Messa í Dómkirkjunni. Prestvigsla. Biskup vígir Pjetur Sigurgéirsson cand. theol. aðstoðarprest til sjera Friðriks Rafnar á Akureyri. 12,10—13,15 Hádegisútvarp. 13.15 Erindi: Súgþurkun é heyi (Sigurður Þórðarson fyrv. alþingismaður). 14.00—16,25 Miðdegistórleik- ar (plötúr): a) Kvartett x Es-dúr Op. 76. nr. 6. eftir "Haydn. b) Kvartett, Op. 59, eftir Beethoven. c) 15,00 Bresk þjóðlög. d) 15,25 Ero- ica-tilbrigðin eftir Beet- hoven. e) Útskúfun Fausts eftir Berlioz. 18.25 Veðurfregnir. 18,30 Barnatími (Þorsteirn Ö. Stephensen o. fl.). 19.25 Tónleikar: Tilbrigði eft- ir Britten (plötur). 20.20 Einleikur á kontr-oassa (Einar B. Waage): a) I iter- mezzo (Vivaldi). b) M nuett (Bach). c) Gigue (san'l). 20,35 Erindi: Deilan um Fuður Slesvík, I (Martin X arsen sendikennari). 21,05 Tónamessa eftir Bach (Páll ísólfsson o. f 1.). Á MORGUN. 18.30 íslenskukensla, 2. 19,00 Þýskukensla, 1. fl. 19,25 Þingfrjettir. 20.30 Þýtt og endursagt' IJm skák og skákmenn (Guðm. Arnlaugsson cand. mr r ) 20.55 Ljett lög (plötur). 21.00 Um daginn og x- ginn (Benedikt Gröndal i íaða- maður). 21.20 Útvarpshljómsv.: Slav- nesk alþýðulög. — Eimöng- ur (frú Guðrún Ágústrdótt- ir): a) Þess bera menn sár sár (Árni Thorst.). b) Á föstudaginn langa (Gnðrún Böðvarsdóttir). c) Fuglinn í fjörunni (Jón Þórarinmon). d) íslenskt vögguljóð á Hörpu (sami). e) Jeg elsker dig (sami). 21.50 Tónleikar: Lög leikin á orgel (plötur). Ljett lög (plötur).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.