Morgunblaðið - 04.03.1947, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.03.1947, Blaðsíða 1
 I 34. árgangur 52. tbl. — Þriðjudagur 4. mars 1947 ísafoldarprentsmiðja h.f. íslendingarnir stóðu sig sæmilega í Holmenkollen , a-- Svíi vann konungsbikarinn. YFIR 100 þús. manns, þar á meðal Hákon Noregskonungur og konungsfjölskyldan, horfðu á stökkkeppnni Holmenkollen- mótsins, sem fram fór s.l. sunnu dag. Hákon konungur hefir ver ið meðal áhorfenda á Holmen- kollenmótinu í 35 skifti af þeim 37, sem mótið hefir verið hald- ið í stjórnartíð hans. Ágætt veður var á þessu 50. Holmen- kollenmóti, en smávegis vind- ur. Mótið byrjaði stundvíslega kl. l, 15 og kepptu þeir fyrst, sem tóku þátt í keppninni. Þar næst komu „drengir", en síðan aðal- stökkflokkurinn. íslendingarn- ir Jónas Ásgeirsson og Jón Þor steinsson voru þar með. Tekið var á móti Jónasi með leik ísl. þjóðsöngsins. Þulurinn tilkynti, að þetta væri í fyrsta sinn, sem hann heyrðist í Holmenkollen. Jónas stökk 53 og 57 m. Annað stökk hans var gott, gott upp- stökk, svif og niðurkoma, en of stutt til þess að teljaSt til „úr- vallsflokks11. Hann tilheyrir frekar tvíkeppnis-flökknum. — Jón stökk 51 m í fyrra stökki en lengdin í öðru stökki var ekki tilkynt. Hann stóð samt bæði stökk sín. Stökklengdin í „úrvalsflokknum" var að jafn- aði yfir 60 m. Það er mjög eðli- legt að báðir íslendingarnir hugsi fyrst og fremst um að standa, þegar þeir keppa í fyrsta sinn í stórri erlendri braut, sem þeir þekkja ekki. Fyrst, þegar Siglufjörður hefir | fengið stóra stökkbraut, 60—70 m. , geta íþróttamennirnir farið að keppa með góðum árangri á alþjóðamótum. Svíinn Israelsson vann í tví- kepninni, en Norðmaðurinn Falkanger vann „drengja“- stökkflokkinn og Norðmaður- inn Georg Thrane vann aðal- stökkkeppnina. Stökkkeppnin gekk mjög vel. Oft stukku fjór- ir á mínútu, og enginn slasað- ist.. Verðlaunaafhending fór fram strax eftir keppnina í Collesse- um í Osló. Mest dáði maðurinn var Svíinn Karlsson, sem vann bæði í 50 km og 18 km gönguna. Hann gekk tvisvar fram til þess að ná í bikar og í seinna sinnið var hann borinn um á „gull- stól“ og. fagnaðarlátunum ætl- aði aldrei að linna. Einnig var Svíinn Sven Israelsson hyltur ákaft. Hann vann Konungsbik- arinn, og er það í fyrsta sinn, sem Norðmaður vinnur hann ekki. Erling Rönæs var sæmdur Holmenkollen-orðunni, „hetj- an“ frá 1906—09 og Lauritz Smith, formaður skíðafjelagsins frá 1939—46 var sæmdur dr. Cato Alls-heiðursverðlaun fyr- ir þjóðhollustu á hernámsárun- um. Honum tókst að hindra að nasistar hjeldu Holmenkollen- mót. Helstu úrslit urðu annars þessi: Tvíkeppni (ganga og stökk): 1. Israelsson, Svíþjóð, 440,20 stig, 2. Stump, Sviss, 431.89 st., 3. Dufseth, Noregi 431,20 st., 4. Rogström, Svíþjóð, 430,30 st., 5. Odden, Noregi, 430,24 st. og 6. Hermansen, Noregi, 417,88 st. 22 verðlaun voru veitt í þessum flokki. „Drengja“-flokkur (stökk): 1. Falkanger, Noregi, 223,3 st., 2. Jaderholm, Svíþjóð, 222,3 st. (10 verðlaun veitt.) Aðal-stökkflokkurinn: 1. Ge- org Thrane, 2. Henry Amdal, 3. Asbjörn Ruud, 4. Birger Ruud, 5. Lindbo-Hansen, 6. Haakon- Framh. á bls. 11 HEITAR UMRÆÐUR 0G HÁVABA SAMT í BRESKA ÞINGINU Churchill ásakar stjórnina fyrir kúgun og stjórnleysi London í gærkvöldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. I DAG skarst í odda milli stjórnarsinna og andstæðinga stjórn- arinnar í neðri deild breska þingsins og það svo; að um tíma heyrðist ekki mannsins mál fyrir ópum, frammíköllum og há- reysti þingmanna. Winston Churchill talaði lengi og varð að brýna röddina og berja saman hnefunum, því lítt heyrðist til þan fyrir hrópum frá stjórnarbekkjunum og hlátri þingmanna verkamannaflokksins og húrrahrópum stuðningsmanna Churc- hills. Eden tók einnig til máls. Hlýviri vænlanlegl í Englandi L'ondon í gær. VEÐURSTOFAN breska skýrir frá því í da,g, að útlit sje fyrir að nú fari að hlýna í veðri um alt England. Er bú- ist við hláku í Suðvestur-Eng landi á morgun (miðvikudag) og að komin verði hláka um alt Eng’iand á fimtudag. DR. ANDREW C. IVY læknir í Chicago hefir fundið upp nýtt lyf við vissum krabbameins- sjúkdómum, sem talið er að muni hafa mikla þýðingu í bar- áttunni gegn krabbameininu. er fundinn Leifað að oíbeldis- mönnum í Jerúsalem Bandalag Breta og Erakka undirrllað í dag London í gær. ÞEIR Ernest Bevin og A. V. Alexander landvarnamálaráð herra Breta leggja af stað í dag til Dunkirk til að undir- Rannsóknarlögreglunni hef skrifa þar bandalagssáttmála ur tekist að hafa hendur í Breta og Frakka, en af hendi hári manns þess er rjeðst á frönsku stjórnarinnar skrifar konuna á Hafnarfjarðarvegi Georges Bidault undir sátt- hjer á dögunum og gerði til-:málann. Þykir þetta mikill raun til að svívirða hana. |viðburður og gera stjórnmála Þar eð maður þessi hefur'menn sjer vonir um, að þetta ekki verið dæmdur fyrr, verð verði upphaf þess, að banda- ur nafn hans ekki birt í blöð- menn úr styrjöldinni haldi áfram á þeirri braut að gerðir verði slíkir sáttmálar milli þjóga til að tryggja friðinn í heiminum og starf sameinuðu þjóðanna. unum. Jerúsalem í gærkvöldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. HERLÖG voru sett í mörgum hjeruðum í Palestínu um helg- ina vegpa ofbeldisverkanna, sem framin voru á laugardaginn var, er um tuttugu manns fórust vegna sprenginga, sem óaldar- flokkurinn Irgun Zvei Leumi stóð fyrir. — Tilkynti herstjórn Breta, að herlögunum yrði ekki afljett fyrr, en búið væri að liafa hendur í hári þeirra, er að ofbeldisverkunum stóðu. Leitað að ofbeldismönnum. Hersveitir Breta og lögregl- an leita nú um alla Jerúsalem að þeim mönnum, sem valdir voru að sprengingunni í liðs- foringjaklúbbnum s.l. laugar- dag. Er leitinni hagað þannig, að tekin eru fyrir bæjarhverfi og leitað þar í hverjum krók og kima. Ekki er látið uppi hvar leitað verði næst og oft kemur það fyrir, að leitað er í sama hverfinu oftar en einu sinni. Breska herstjórnin skýrði frá því í dag ,að hún vissi hvaða mönnum hún væri að leita að. Umferðarbann. Umferðarbann hefir verið sett víða í Palestínu. Veitinga- húsum er lokað og verslanir eru ekki opnar nema stuttan tíma á degi hverjum. Breskar verksmiðj- ur fá rafmagn á ný London í gær. ALLMARGAR verksmiðjur sem lokað hefir verjð um þriggja vikna tíma, fengu loks rafmagn til rekstrar í gærmorgun og við það fengu nokkur tugir þúsunda manna vinnu á ný. Eru nú betri horfur á því en áður, að verksmiðjur geti haldið áfram að starfa óslitiQ á næstu mánuðum. Flestar raforkustöðvar í Bretlandi hafa nú eldneytisbirgðir í 15 -—20 daga og með betra veðri og greiðari samgöngum ættu orkustöðvarnar að fá nægar eldsneytisbirgQir. — ^Mörg óþvegin orð. Mörg óþvegin orð fjellu í um ræðunum og heyrðust oft í ræð um orð, eins og „fasistar“, „of- beldi“, „kúgun“ o. s. frv. Deil- urnar hófust, er þingmaður gerði fyrirspurn út af aftöku fjögurra mbrðingja, sem dæmd ir höfðu verið til dauða á Gull- ströndinni í Afríku. Menn þessir höfðu nokkrum sinnum verið leiddir á aftöku- stað, en aldrei orðið úr aftök- unum af einhverjum orsökum. Churchill sagði í því sambandi, að meðferðin á því máli væri til skammar og blettur á ný- lendustjórn Breta. Heimtaði hann að mál þessara manna yrði tekið fyrir á ný og aftök- unum frestað þar til búið væri að rannsaka málið í þinginu. Nýlendumálaráðherrann lofaði að síma landstjóranum á Gull- ströndinni um málið og leggja svo fyrir að aftökunum yrði frestað. Heitar umræður urðu um Palestínumálin og tók Churc- hill einnig til máls í þeim um- ræðum. Hann spurði hve lengi það ástand ætti að líðast, sem þar viðgengist. Hvaða vit væri í því að eyða 30—40 miljónum sterlingspunda árlega í þá ó- stjórn austur þar og halda fjölda hermanna frá heimalandi sínu. Urðu óp mikil, er Churc- hill ræddi Palestínumálin, frá stjórnarbekkjunum. Churchill komst þannig að orði, að breska stjórnin væri að eyðileggja hið góða nafn Bretlands, hún beitti kúgun og rangindum og víða ríkti mesta stjórnleysi. Óveður verður níu manns bana LONDON: — Nýju manns ljetu lífið og 36 særðust í Argentínu af völdum fárviðris. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.