Morgunblaðið - 04.03.1947, Blaðsíða 12
VEÐURÚTLITiTÐ: Faxafiói:
NORÐAUSTAN KALDI —
Ljiettskýjað.
ísafjörður vil! bæj-
arrekslur á úl-
og uppskipun
NOKKRAR deilur urðu í
neðri deild í gær um frum-
varp Finns Jónssonar um
eínkaheimild • hafnarsjóðs ísa
fjarQar til út- og uppskipunar.
Sigurður Bjarnason kvaðst
viðurkennk hina miklu þörf
hafnarsjóðsins fyrir auknum
tekjum. En hjer væri farið
inn á vafasama braut. Ekkert
bæjarfjelag hefur fengið slíka
einkaheimild. Ennfremur
yrðu að liggja fyrir greinileg
ar upplýsingar hvort um
nokkurn hagnað yrði að ræQa.
Benti Sigurður á fyrri reynslu
á bæjarrekstri á ísafirði í sam
bandi við kvikmyndahús-
rekstur.
Einnig væri hæpið að svifta
þá menn atvinnu sem áður
hafa unnið að þessu. — Frv.
var vísað til fjárhagsnefndar.
VEGALÖG
Frumvarpið til vegalaga var
afgreltt til Ed. og samþyktar
breytingartillögur samgöngu-
málanefndar. Verður þá lengd
nýrra þjóðvega rúml. 700 km.
Aðrar brt. voru teknar aftur.
---
árni og Yanof-
sky gerðu jafniefli
FIMMTA umferð Yanofsky
mótsins var tefld á sunnudag.
Leikar fóru svo, gð þeir
Yanofsky og Árni Snævarr
gerðu jafntefli og Baldur
Möller og Wade gerðu jafn-
tefli. Jafntefli varð einnig hjá
þeim Eggert Gilfer og Guð'
mundi S. Guðmundssyni. Bið
skák varð hjá þeim Ásmundi
Ásgeirssyni og Guðmundi Ág
ústssyni vegna veikinda Guð
mundar.
í gærkvöldi voru telfdar bið
skákir úr 3. umferð. Árni og
Guðmundur S. gerðu jafntefli
og Ásmundur vann Baldur.
í kvöld verður 6. umferð
mótsins tefld. Þá tefla Yan-
ofsky og Guðmundur S. Guð-
mundur Ágústsson og Baldur,
Ásmundur og Árni og Wade
og Gilfer. Þeir sem taldir eru
á undan leika hvítu.
Mjög goll skaula-
svell á Þingvalla-
vafni
SKAUTAFJELAGIÐ efndi til
skautaferðar austur á Þingvalla
vatn s.l. sunnudag og var þátt-
taka góð, en margir aðrir voru
einnig á skautum á vatninu þá
um daginn.
Er svellið á Þingvallavatni
rennisljett og ágætt til skauta-
ferða. Það er tært sem vatn og
mátti við og við sjá murturnar
skjótast undir ísnum. Ef veður
ekki breytist má gera ráð fyrir
að skautasvellið þar verði mik-
ið notað af bæjarbúum, en þó
þarf enginn að óttast þrengsli.
MÁLLÝSKUR — Grein um
bók dr. Björns GuSfinnssonar.
— Bls. 7.
Þriðjudagur 4. mars 1947
Heiðursborgarar á Akranesi.
FRÁ Athöfninni í Akraneskirkju á sunnudaginn. í fremri röð,
frá vinstri: Sjera Friðrik Friðriksson, Guðlaugur Einarsson, bæj-
arstjóri og Ólafur Finsen læknir. Aftari röð frá vinstri: Sjera
Sigurjón Guðjónsson í Saurbæ, Ólafur B. Björnsson, forseti bæj-
arstjórnar og sjera Jón Guðjónsson sóknarprestur á Akranesi.
Myndin var tekin meðan sungið var „ísland ögrum skorið“. —
(Ljósm. Árni Böðvarsson).
Akurnesingar kjósn
Ivo heiðursborgnrn
Á FUNDI sínum 16. febrúar s.l. kjöri bæjarstjórn Akranes-
kaupstaðar þá Ólaf Finsen fyrv. hjeraðslækni og sjera Friðrik
Friðriksson heiðursborgara bæjarins. Var ákveðið að þessu kjöri
skyldi verða lýst með hátíðlegri athöfn í kirkjunni laugardag-
inn 1. mars.
Athöfnin hófst á tilsettum
tíma kl. 6 e. h. með því, að
prófastur, prestur, heiðursborg-
arar, forseti bæjarstjórnar, bæj
arstjóri, bæjarstjórn og embætt
ismenn bæjarins og sóknar-
nefnd gengu fylktu liði inn
kirkjugólf milli raða 9—13 ára
drengja, sem stóðu heiðursvörð
um alla kirkju. Tólf skírnar-
synir sr. Friðriks 8—9 ára stóðu
og heiðursvörð í kór.
Að upphafi var sunginn sálm
urinn „Heilagur, heilagur“. Þá
flutti prófastur sr. Sigurjón
Guðjónsson bæn frá altari. —•
Næst sunginn sálmurinn „Mikli
Droítinn, dýrð sje þjer“.
Þá gekk forseti bæjarstjórn-
ar Ól. B. Björnsson í kórdyr
og rjett í sama mund heiðurs-
borgarar og bæjarstjóri og
stóðu í kórtröppum gegnt hon-
um. Talaði forseti bæjarstjórn-
ar til hinna kjörnu og afhenti
þeim skrautritað heiðursborg-
arabrjef. Lýsti hann tilefni
kjörsins og verðleikum þeirra
til að hljóta þann heiður og
sæmd sem þeim var hjer veitt.
Að ræðu sinni lokinn bað
hann alla viðstadda kirkjugesti
að staðfesta þetta kjör með því
að rísa úr sætum og syngja öll
sameiginlega ísland ögrum skor
ið. — Var þetta ákaflega áhrifa
mikil stund, er fjöldinn allur
söng, en allir í kór sneru sjer
fram og sungu með.
Næst þökkuðu heiðursborgar
ar með hjartnæmum orðum
þann heiðum sem þeim hafði
fallið í skaut með slíkri við-
höfn. Þá var sunginn sálmurinn
„Vor feðratrú11. Svo las sóknar-
prestur bæn frá altari og lýsti
postullegri blessun. Síðast stóðu
allir upp og sungu „Son guðs
ertu með sanni“. Var þá geng-
ið út á sama hátt og inn, og
börnin í fylkingu á eftir.
Akraneskaupstaður hefir sam
ið við kvikmyndafjelagið Saga,
um að kvikmynda á yfirstand-
andi ári atvinnulíf og ýmsa at-
burði úr lífi bæjarins. — Var
þessi athöfn kvikmynduð og er
byrjun kvikmyndatökunnar.
Athöfn þessi fór vel og virðu
lega fram og mun víst seint
gleymast þeim sem viðstaddir
voru.
Það er ekki óvanalegt, að
bæjir útnefni heiðursborgara,
en það mun víst næsta fágætt
að það sje gert með kirkjulegri
viðhöfn eins og hjer átti sjer
stað.
Síðar um kvöldið var haldið
hóf þeim til heiðurs í ,'Frón‘ og
sátu það um 80 manns. Þar voru
margar ræður fluttar og mikið
sungið af miklu fjöri, verald-
leg kvæði og andleg Ijóð, bæði
á latínu og íslensku.
Hinir hartnær áttræðu heið-
ursborgarar voru ekki síður
fjörugir en þeir, sem yngrivoru
og sögðu marga „brandara“ sem
og alvarleg orð.
ísfiskur fyrir riimar 2 milj.
Á TÍMABILIN frá 20. febrúar til febrúarloka seldu 10 íslensk-
ir togarar og eitt fiskflutningaskip ísvarinn fisk í Englandi. —
Samtals var landað úr skipum þessum 29.992 kit og söluverð
samanlagt var um það bil kr. 2.130.568,05.
Að þessu sinni er afla- og söluhæsta skip Júpíter frá Hafn-
arfirði með rúm 3800 kit, er seldust fyrir nær 11 þús. sterlpd.
<®---------------------------
Fleetwood.
Flest skipanna seldu í Fleet-
wood og eru þau þessi: Þórólf-
ur seldi 3128 kit fyrir 8255 stpd.
Belgaum 2740 kit fyrir 8371
pund, Júní 2748 kit, fyrir 7785
Dund. Tryggvi gamli 2485 kit
fyrir 7450 og ms. Jón Valgeir
589 kit fyrir 2155 pund. Það
skal tekið fram, að þetta skip
seldi í byrjun febrúar.
í Hull seldu: Skutull 2355 kit
fyrir 6453 pund, og Forseti 3058
kit fyrir 8686 pund.
í Grimsby seldu: Skallagrím-
ur 3384 kit fyrir 9612 pund, Jú-
piter 3854 kit fyrir 10.994 pund
og Gyllir 3192 kit fyrir 9482
stpd.
Gylfi úr fyrstu veiðiför.
Gylfi er nýlega farinn af stað
áleiðis til Englands með um
4000 kit af ísfiski og mun vanta
á um 600 kit til þess að full-
fermi sje. Þessi fyrsta veiði-
ferð gekk mjög vel, en skipið
hrepti þó fimm sólarhringa ó-
veður. Það er búist við að Gylfi
landi í Brettlandi á fimmtudag-
inn kemur.
Kjarlan Ó. Bjarnason
sýnir kvikmyndir á
Ferðafjelagsfundi
FERÐAFJELAGIÐ heldur
skemtifund í Sjálfstæðishúsinu
í kvöld. Þar mun Kjartan Ó.
Bjarnason sýna íslenskar lit-
kvikmyndir, sem hann hefir tek
ið mestmegnis á s.l. ári.
Eru þetta margar smámynd-
ir. M. a. verður sýnt brim við
Reykjapes, Hverasvæði í Krísu
vík, Landmannalaugar, Geysir,
Þingvellir, Reykjavíkurhöfn og
ennfremur göngur og rjettir,
hestamyndir og myndir af ís-
lenskum blómum. — Verður á-
reiðanlega fjölment á þessari
Ferðafjelagsskemtun sem þeim
fyrri, og mun margan fýsa að
sjá kvikmyndir Kjartans.
íbúðarskúr í Blesie
gróf brennur
Á sunnudagsmorgun brann
íbúðarskúr í Blesugróf til
ösku.
Slökkviliðið var kallað þang
að inneftir um kl. 12 á hádegi.
Var þá skúrinn alelda og engu
hafði tekist að bjarga af inn-
búi.
Sveinn Jónsson átti þetta
hús. Hann missti 3000 krónur
í peningum í eldinum. Þær
voru í jakka hans, er hann
hafði orðið að skilja eftir.
Eldsupptök voru þau aQ
það kviknaði út frá kolaelda-
vjel.
Kunnur dáleiðari
og sjónhverfinga-
maður kemur III
Reykjavíkur
MEÐ Dr. Alexandrine á
morgun er væntanlegur kunn-
ur dáleiðari og sjónhverfinga-
maður, Ernesto Waldosa að
nafni, og mun hann leika listir
sínar hjer í Tripolileikhúsinu á
næstunni.
Hann skemtir fólki bæði með
kímni og alvörú. Hefir því ver-
ið haldið fram, að honum hafi
tekist að hjálpa sjúklingum
með dáleiðslu. Listir hans eru
margbreytilegar. Einu sinni
kom hann inn í verslun í Kaup-
mannahöfn til að kaupa hatt-
prjóna, sem, hann ætlaði að
nota við fakír, eða yoga-listir
sínar. .Afgreiðslustúlkan sýndi
honum nálar og hann tók þær
og stakk í gegnum kinnar sjer,
án þess að hann blóðgaðist. —
Það var nærri liðið yfir stúlk-
una af undrun, en Waldosa tók
nálarnir úr kinnum sjer og bað
hana að setja þær í umbúðir.
Hann getur „breytt vatni í vín“,
eða látið áhorfendur sína halda,
að þeir sjeu að drekka áfengi,
þótt ekki sje nema blávatn í
glasinu, eða hann lætur ein-
hvern halda að hann sje kúreki
svo viðkomandi fer á þeysireið
í stólnum og ber fótástokkinn
ákaft.
Sýningar töframannsins standa
yfir í hálfa klukkustund.
Yanofsky feflir fjöl-
skák í Hafnarfirði
Kanadameistafinn Yanofsky
tefldi í gærkvöldi fjölskák við
Hafnfirska skákmenn. Skák-
irnar voru tefldar í Góðtempl.
arahúsinu og hófust um kl. 8.
Um miðnætti í nótt hafði
Yanofsky teflt 6 skákir af 29.
Hann hafði unnig fimm og
gert eina jafntefli.
Það var ekki búist við að
fjölskák þessari yrði lokið fyr
en á þriðja tímanum í nött.
Veður hamlar veið-
um
SÍÐUSTU dægur hefir síld
veiðiflotinn legið í höfn. Veð
ur hefur hamlað allri veiði.
Seinnipart dags í gær tók veð
ur að lægja og voru bátarnir
þá sem óðast að búa sig til
brottferðar.
Sjómenn telja að enn muní
vera mikil síld á veiðisvæð-
inu.