Morgunblaðið - 04.03.1947, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.03.1947, Blaðsíða 6
6 / Þriðjudagur 4. mars 1947 MORGUNBLAÐIÐ 'liu W Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði innanlands. kr. 12,00 utan-lands. í lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók. Búnaðarþing BÚNAÐARÞING stendur yfir hjer í höfuðborginni. Það heldur sinn fyrsta fund eftir nýafstaðnar almennar kosn- ingar. Að nokkru leyti hefir það breytt um svip. Þriðj- ungur fulltrúanna eru þar nýir menn. Það mun því vekja mikla athygli um land alt hvernig þetta Búnaðarþing hagar störfum sínum, Svo sem kunnugt er, þá er litið svo á, að Búnaðarþing sje allsherjar fulltrúasamkoma íslenskra bænda. Þegar það byrjar störf eftir nýloknar kosningar, er ástæða til, að bjóða það velkomið til starfs, og óska því allra heilla. Þetta munu allir vinir landbúnaðarins íslenska gera. En þegar þessari samkomu er óskað allra heilla, þá felst það í því, meðal annars, að henni auðnist, að lagfæra þær misfellur sem orðið hafa að undanförnu og taka á málum bændastjettarinnar með víðsýni, óhlutdrægni og dreng- skap. í því efni er altaf þörf, en nú er nauðsyn. • , ★ Búnaðarfjelag íslands er ein af elstu og merkustu stofn- unum þjóðarinnar. Það hefir starfað á annað hundrað ára. Lengst af hafa bændur íslands talið það sitt merkasta og þýðingarmesta baráttutæki í fjelagslífi þjóðarinnar. Þetta hefir nokkuð breyst á síðustu árum og harmar það marg- ur. Fjelagið hefir stundum tekið meiri þátt í pólitískri ílokkabaráttu en skyldi. Þetta hefir þó aldrei orðið eins greinilega áberándi eins og síðustu árin og liggur sökin í því efni nokkuð hjá Búnaðarþingi, en aðallega hjá stjórn fjelagsins. Sönnunin fyrir þessu felst í afstöðunni til margra mála sem deilt hefir verið um að undanförnu. Nægir að minna á búnaðarráðslögin, áburðarverksmiðjuna, búnaðarmála- sjóð o. fl. Það sem mest sker úr í þessu efni er þó það, að vinsæll og þjóðkunnur ritstjóri var hrakinn frá búnaðar- blaðinu Frey, eíngöngu af pólitískum ástæðum. Blaðið hefir síðan verið gert að pólitísku riti og liggur nærri að líta á það sem flokksblað. ★ Stjórn búnaðarfjelagsins er skipuð þrem mönnum og svo hefir lengi verið. Nú eru þeir allir úr einu og sama hjeraði: Mýra- og Borgarfjarðarsýslu. Báðir þingmenn þessa hjeraðs skipa búnaðarfjelagsstjórnina. Þriðji mað- urinn er einn þeirra manna, sem ógæfa hefir af hlotist fyrir íslenskan landbúnað (karakúlpestirnar). — Þessi stjórn hefir dregið fjelagið inn í flokksdeilurnar. Þessu verður að bréyta. Ella nýtur Búnaðarfjelag íslands ekki framvegis þess traust, sem því er nauðsynlegt. Sumir menn munu segja, að engin stór slys hafi borið að höndum vegna pólitískrar starfsemi þeirra manna, sem hjer eiga hlut að máli. Það er ekki rjett. Hitt má með fullum rjetti segja, að þau eru minni en til hefir verið stofnað. Að svo er, stafar af tvennu: Því, í fyrsta lagi, að sá maður sem fyrir ómaklegum árásum hefir orðið, þ. e. fyrverandi landbúnaðarráðherra, Pjetur Magnússon, er vitur maður, hóglátur og góðgjarn. Hann hefir því fremur kosið að beygja af og láta kyrt liggja, heldur en taka upp eðlilega vörn. Hitt er það, að framkvæmdastjóri Búnáðarfjelagsins er vinsæll maður, einnig meðal andstæðinga. Þó hann sje harð-pólitískur flokksmaður, hefir hann fremur sýnt við- leitni til þess að draga úr öfgum, en auka þær. Að svo miklu leyti, sem hægt er að tala um aðalfund í stofnun eins og Búnaðarfjelagi íslands, þá er það Bún- aðarþing. Að vísu nokkuð dýr og all-umsvifamikill aðalfundur, en þess eðlis er þó samkundan. Þýðingar- mesta verkefnið er að kjósa stjórn fjelagsins. Nú rgynir á að hið nýkjörna Búnaðarþing sýni festu og víðsýni, og leysi Bfj. ísl. úr þeim flokksviðjum, sem háð hefir fje- laginu ao úndánförnu og mestum styrr hefir valdið. Verði -þetta ekki gert, er það sönnun þess, að Búnaðarþing þekk- 't ekki sinn vitjurartíma. ÚR DAGLEGA LÍFINU Happdrætti til fyrirmyndar BLAÐ eitt í New York hefur bent O’Dwyer, borgarstjóran- um í heimsborginni á að hann ætti ekki að þurfa að vera í vandræðum með að útvega borg sinni tekjur. Það sje ekk- ert annað en að taka sjer til fyrirmyndar Happdrætti Há- skóla íslands og þá muni milj- ónirnar streyma í borgarsjóð New York borgar fyrirhafnar lítið. Kunningi minn í New York sendir mjer úrklippu úr blað- inu „Daily News“, þar sem áminst ritstjórnargrein birtist. í greininni er sagt frá því, að Islendingar, hin fámenna þjóð, sjeu ekki gefnir fyrir fjárhættu spil, en samt kaupi nærri því hver og einn einasti Islending- ur miða í Happdrætti Háskól- ans. Fyrir happdrættiságóðann hafi verið bygður háskóli o. s. frv. Segir blaðið, að Bandaríkja- menn hafi flestir gaman af, eða sjeu alt að því sólgnir í, að hætta fje í ávinningsvon og þyrfti því ekki að kvarta að New York búar myndu taka þátt í slíku happdrætti. • Já, gott eigið þið EINS og lesendum er kunnugt, birtast ekki að jafnaði hjer í þessum dálkum brjef, sem berast nafnlaus. En jeg get þó ekki stilt mig að bregða út af reglunni í eitt skifti, því að fyrir nokkrum dögum fjekk jeg brjef frá Englandi. Það var nefnlaust, en í því var ein úr- klippa úr ensku dagblaði, þar sem skýrt er frá veðursæld- inni á Islandi og brjefið, sem fylgir er á þessa leið: „Já, gott eigið þið“. • Ekki hægt að rækta grænmeti. FRÁ Sölumiðstöð grænmetis framleiðenda berast þær upp- lýsingar, að ekki sje hægt að rækta grænmeti í gróðurhús- um á íslandi í skammdeginu vegna þess, að ekki sje nógu mikil birta. Það sje núna fyrst, sem hægt sje að byrja að rækta grænmeti í gróðurhúsunum og það komi ekki upp fyr en í maí. Blóm, sem ræktuð sjeu að vetrarlagi sjeu eingöngu blóm af laukum. Það fylgir upplýs- ingunum, að gróðurhúsaeigend ur hafi mikinn hug á að rækta alt það grænmeti, sem þeim er unt. • Skautafólk á sokkaleistum EINHVERNTÍMA fyr í vet- ur var á það'minst hjer í dálk- unum, að skautafólk hafi á- hyggjur af því, að ekki væri til geymsla fyrir skó og fatnað við skautasvellið á Tjörninni. Unglingar töpuðu skóm sínum og fatnaði, sem þeir legðu frá sjer og grunur lægi á að ó- vandað fólk gengi um og stæli flíkum og skóm. Það er nú komið á daginn, að ekki hefur verið stolið frá öllu því skautafólki, sem kemur á sokkaleistunum heim til sín eftir að hafa skemt sjer niðri á tjörn. Umsjónarmaður skauta svellsins hefur beðið mig að koma því á framfæri, að hjá sjer sje talsvert af skóm og flíkum, sem hann hafi fundið hingað og þangað við Tjörnina og vill hann gjarna, að rjettir eigendur vitji dóts síns. Það mun því liggja svo í þessu máli, að unglingar og annað skautafólk hefur iagt frá sjer föt og skó, en ekld munað hvar það setti það og því ekki fundið, er grípa átti til þess. Skömm ÓSKÖP er leiðinlegt að sjá þegar menn, sem ekki eru með öllu heilbrigðir á geðsmunum, eða eru það, sem kallað er aum ingjar, leika lausum hala á göt um Reykjavíkur. Sem betur fer eru þeir ekki margir, en þó kemur það fyrir, að þessir sjúku menn flækjast hjer um bæinn og óvandaðir strákar leika sjer að því að henda gam an, að þessum veslings mönn- um. Þessa dagana er eitt dæmi ljóslifandi á götunum, einkum eftir að kvölda tekur. Lögregl- unni hlýtur að vera kunnugt um þetta og ætti sem fyrst að gera ráðstafanir til að koma mönnum, sem hvergi eiga heima, nema á hæli, fyrir, þar sem þeim mun líða betur en á flækingi. Það er skömm að þeim, sem hafa gaman af að stríða þessu fólki og hafa að leiksoppi og það er skömm fyrir okkur hin, sem eigum að heita heilbrigð, að láta þetta viðgangast. Þakkir fyrir góð- verk FYRIR nokkru hitti jeg síra Eirík Brynjólfsson að Útskál- um. Hann bað mig að koma þakklæti til allra hinna fjölda mörgu Reykvíkinga, sem hefðu rjett fjölskyldunni, sem brann hjá á Miðnesi í vetur hjálpar- hönd, en það var hjer í þessum dálkum, sem minst var á vand ræði þessarar barnafjölskyldu, sem misti alt sitt í eldsvoðan- um. Það er altaf jafn gott að leita til Reykvíkinga þegar í nauðir rekur. Skal hier þakkað öllum þeim, sem sintu þeim tilmæl- um, að rjetta nauðstöddu fjöl- skyldunni hjálparhönd. »----.-------------- , - ....... ...... ...... - — - - - .. i MEÐAL ANNARA ORÐA . . —--------■ .... - Manneldisgildi hveitis. HEILBRIGÐIS- og fjelags-1 málanefnd Nd. flytur að beiðni heilbrigðismálaráðherra frumv' um að tryggja manneldisgildi hveitis. Er ráðherra þar heim- ilt, að fengnum tillögum mann- eldisráðs, að skipa fyrir með reglugerðum ráðstafanir til að tryggja sem best manneldis gildi hveitis, sem selt er á ís- lenskum markaði. Má í því skyni krefjast sjerstakrar til- högunar við mölun hveitisins, svo og að það skuli blandað viðeigandi næringar- og holl- ustuefnum, annars hvors eða hvors tveggja í senn. - í greinargerð er nánar skýrt frá þessu máli. Segir þar svo: I hveitikorni og öðrum korn tegundum er allmikið af B- vítamínum, og kveður einna mest að Bl-vítamíni (Thia- min). Þau eru þó ekki jafn dreifð um allt kornið. í fræ- hvítunni, sem er mestur hluti kornsins, er t. d. lítið af þeim. Langmestur hluti hveitimjöls, sem á markaði hefur verið til skamms tíma a. m. k., er úr fræhvítunni einni eða því sem næst, þar eð hinir hlutar korns ins hafa að mestu verið sáld- aðir frá við mölunina (70—75 % ,,extration“), og er það því mun snauðara af þessum víta- Imínum og fleiri aukaefnum en heilhveitimjöl. Þar sem brauðneysla er mik il og eingöngu um hveitibrauð að ræða, sem víða er, munar allverulega um þessa vítamín- skerðingu, ef alt brauðið er gert úr fínmöluðu og sálduðu hveiti og er þá hætt við, að misbrest- ur verði á öflun nægilegs Bl- vítamíns annars staðar frá. Mátti einkum búast við, að þetta gæti orðið afdrifaríkt á styrjaldarárunum í þeim lönd um, þar sem skortur var ým- issa mikilvægra fæðutegunda, svo að enn meira en áður fór fyrir hveitibrauðinu í fæði al- mennings. Til úrbóta komu aðallega tvær leiðir til greina. Önnur sú að sálda minna frá hveitinu eða jafnvel ekkert, hin að bæta Bl-vítamíni og fleiri efnum í hveitimjölið. Bretar tóku fyrri kostinn og bönnuðu að sálda hveitið meira en svo, að 85% væri eftir (85% „extra ction“). Hveitimjölið, er þa-nn ig fjekst, var aðeins lítið eitt blakkara en hið venjulega hvíta hveiti. Mátti það heita eins yel fallið til bökunar, og vítamínmagn þess var næst- um því eins mikið og heilhveit is. Þetta hveitimjöl virtist halda að mestu þeim kostum heilhveitis, sem mestu varða, án þess þó að það væri svo gróft, að ekki þyldu það allir, og áhrif þess til torveldunar hagnýtingu kalks voru mun minni en heilhveitis (en vegna þessara eiginleika heilhveitis m. a. þótt ekki fært að fyrir- skipa notkun þess eingöngu). Ameríkumenn tóku hinn kostinn, að bæta Bl-vítamíni og fleiri efnum í hveitið. Nokkuð eru skiftar skoðan- ir um það, hvor þessara leiða sje heppilegri. Hefur hvor þeirra nokkuð sjer til ágætis, og skal ekki farið nánar út í það hjer. Hjer á landi efu ástæður talsvert áðrar í þessum efn- um. Fyrst er það, að brauðið hefur ekki- verið eins mikill hluti fæðis landsmanna og al- mennings í áður greindum löndum. En auk þess hefur hvergi nærri alt brauðið verið gert úr hveiti. Talsverður hluti brauðsins hefur verið rúg- brauð, en rúsmjölið, þótt sáld- að sje, heldur Bl-vítamíninu að mestu leyti. Af þessum á- stæðum m. a. virðist — svo sem manneldisrannsóknir hafa og bent til — ekki mjög hætt Framh. .á bls. 8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.