Morgunblaðið - 04.03.1947, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.03.1947, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 4. mars 1947 Ólafur Ketilsson fyrv. hreppstjóri frá Kalmanstjörn í DAG er jarðsunginn frá Kirkjuvogskirkju í Höfnum, Ó1 afur - Ketilsson frá Kalmans- tjörn. Hann var fæddur 3. júlí 1864 f Kotvogi, sonur hjónanna Ket- ils Ketilssonar, dbrm. og út- vegsbónda, og konu hans, Val- borgar Eiríksdóttur. Föðurætt Olafs er norðan úr Þingeyjar- sýslum, en Vilborg móðir hans va£ af Víkingslækjarætt hjer syðra. Afi Ólafs, er kallaður var elsti Ketill, bjó á Álftanesi, áð- ur en hann fluttist í Hafnirn- ar. Hann var mesta karlmenni og glímukappi, eins og Grímur Thomsen skáld tók fram, er hann kvað um glímuna á Bessa stöðum. Kona hans var Vig- dís,. dóttir JJóns Daníelssonar í Stóruvogum. Ketill, sonur Þeirra og faðir Ólafs, var einn tilkomumesti útvegsbóndi hjer syðra á sinni tíð. Hann var gríð arstór maður, fallega vaxinn og höfðinglegur, bæði í sjón og rraun. Hefir það verið skráð, að hanp hafi einu sinni gefið fá- tækum manni heilan skipsfarm af timbri, nóg efni í góða bað- stofu. Hann var ágætur for- maður ög sjósóknari, en laus við þrásetur og sorg. Hann var mikill framkvæmdarmaður og <511 handbrögð hans báru vitni um stórbrotinn mann, og ætti hann það skilið, að minningu hans væri einhver skil gerð. Sjera Bjarni Þorsteinsson, fyrr- um prestur á Siglufirði, segir, að Ketill hafi haft aðdáanlega fagra og mikla söngrödd og ver ið forsöngvari í Kirkjuvogs- kirkju. Segir sjera Bjarni, að Ketill hafi fengið leiðbeiningu í söng hjá Pjetri organista Guð- johnsen. Vilborg, kona Ketils, var austan úr Árnessýslu. Hún var hin mesta búkona, vitur, hátt- prúð og forspá. Ólafur ólst úpp hjá foreldr- txm sínum í Kotvogi. Hann kvæntist 28. maí 1892, Stein- unni, dóttur hins fræga prests, Odds V. Gíslasonar, sem var brautryðjandi slysavara hjer á landi. Hjónaband þeirra var farsælt alla tíð, enda var Ólafur ágæt- tir heimilisfaðir. Nokkrum árum áður var Ól- afur farinn úr foreldrahúsum og- hafði hafist handa um sjálf- stæða útgerð. Sama ár og hann kvæntist varð hann hreppstjóri í Hafnahreppi og var það eitt- hvað um 40 ár. Sýslunefndar- maður varð hann einnig og for- söngvari í Kirkjuvogskirkju í f jölda mörg ár. Þau hjónin hófu fyrst búskap í Kirkjuvogshverf inu, en 1902 keypti hann Kal- manstjörnina og flutti þangað og bjó þar til 1928, er hann eeldi jörðina og byggði nýbýlið JDsland í sömu sveit, og dvaldi hann þar síðan til4dauðadags. Á Kalmarstjörn hafði hann iitgerð lengst af, stórt heimili, mannmargt á vertíðum og reyndar allan tíma ársins. Hann var gleðimaður og fjör- maður og hið mesta karlmenni, enda kendi hann sjer einskis meins til dauðadags, nema gigt- ar. Það má segja, að allt ljeki í höndum hans. Hann var bráð- greindur maður, vel hagmæltur og söngvinn, eins og föðurætt hans, hann bjargaði sjer í þýsku ensku og dönsku og gekk þó aldrei í sköla. Sktytta var hann ágæt, svo að orð var á gert. Hann hafði ánægju af öllum þjóðlegum fræðum og var prýði lega ritfær, hlaut hann verð- laun fyrir dýrasögur, er hann ritaði fyrir mörgum árum. Hann var sæmdur Arnarorð- unni þýsku af Vilhjálmi keis- ara, fyrir hjálp og aðhlynningu við þýska sjómenn. ■ Hann var í lífi sínu orðlagð- ur fyrir hjálpsemi og greið- vikni og gæti það verið yfir- skrift hins liðna dags hans, það sem blindur maður sagði, er lengi var hjá honum á Kalmans tjörn: ,,Það er aldrei myrkur í kringum hann Ólaf“. Þetta er sannleikur. Líf Ól- afs var þannig, að hann þekkti bæði það blíða og erfiða. Af 6 börnum sínum hafði hann mist 2, annað þeirra efnilega upp- komna dóttur. Og hann þekkti hvað það var að verða að láta þann stað af höndum, sem hann hafði ætlað að dvelja á til dauðadags og verða að hefja nýtt landnám á gamals aldri. En hann var alla tíð hinn glaðlyndi, hressiiegi og þjóðlegi maður, gestrisinn og góður heim að sækja, og er þessi minnsta sveit sýslunnar svip- minni eftir burtför hans. Gamall vinur. Frá Búnaðarþingi Á FUNDI Búnaðarþings í dag, kl. 10 f.h. flutti Pálmi inarsson, * landnámsstjóri, er- ídi um ræktunarsamþykktir húsagerðarsamþykktir og i þyggingarsamþykktir fyrir sveitir og þorp. í dag fara búnaðarþingsfull trúar og stjórn Búnaðarfjclags. íslands og ráðunautar þess í heimsókn að Reykjum í Mos- fellssveit, í boði Bjarna Ás- geirssonar jandbúnaðarráð-, herra. í dag hefjast fundir þingsins kl. 10 árd. Merkt rit um þróun tækninnar á Islandi. Eftir Thorvald Krabbe, fyrv. vitamálastjóra. „Island og det tekniske Ud- vikling gennem Tiderne11, heitir stór og ágæt bók, sem Thorvald Krabbe fyrrum vitmálastjóri hefir ritað, en Dansk-Islandsk Samfund gefið út. Rit þetta er nú komið hingað til landsins. | Bókiri er í stóru broti, 360 blað- S síður að stærð og prýdd miklum fjölda fallegra mynda. M. a. pru þar myndir af öllum stærstu brúm á landinu og öllum vitum ; á aðalstöðum, flestum hafnar- mannvirkjum og ótölulegum fjölda annara mannvirkja. Th. Krabbe mun vera manna fær- astur um að skrifa slíkt rit. — Hann er mikill eljumaður, fróð- ! ur um allar framkvæmdir hjer á landi, og var um langt skeið landsverkfræðingur hjer og síð ar vitamálastjóri. Eins og áður er sagt, gefur Dansk-Islandsk Sambund bók- ina út, en hefir þess notið styrks frá ýmsum aðilum, enda hefir verið vandað til útgáfunnar svo sem frekast var kostur á. — í bókinni eru til dæmis 210 mynd ir af allskonar framkvæmdum hjer á landi, og auk þess 6 stór kort, þar sem sýnt er vegakerfi landsins, vitar, Reykjavíkur- höfn, aðrar hafnir á landinu, símakerfið, og rafmagns og vatnsleiðslur. Á myndunum má sjá margt skemtilegt. Þar er til dæmis sýnd dráttarferjan á Blöndu, kláfferjurnar á Eystri- Jökulsá í Skagafjarðarsýslu og Jökulsá í Skaftafellssýslu, og gamla trjebrúin yfir Jökulsá á Brú. Þar er líka sýndur fyrsti bíllinn, sem kom hingað til lands, Thomsens bíllinn, og standa hjá honum á- myndinni þeir Tómas Jónsson kaupmaður og Einar Erlendsson bygginga- meistari auk eigandans, og eru allir sýnilega hrifnir af þessu merkilega samgöngutæki. Þar eru myndir af póstskipunum Thor, sem bygður var 1850 og var mörg ár í förum til lands- ins, Fyllu gömlu, sem var bygð 1861, Díönu, Láru gömlu og Lýru, en öll þessi skip koma mjög við sögu landsmanna og margar endurminningar við þau tengdar. Mynd er þar af elsta pósthúsinu hjer á landi, póst- flutningi á koffortahestum, hest vögnum,' bílum og flugvjelum. Þar eru líka myndir af mörg- um fegurstu byggingum og mannvirkjum hjer á landi. En auk þessa eru þarna líka mynd- ir af ýmsu því, er menn hafa gaman af að sjá, svo sem hval- veiðastöð Ellefsens á Asknesi við Mjóafjörð og gömlu dóm- kirkjunni að Hólum í Skaga- firði, sem bygð var á árunum 1650—73, en myndin er gei’ð eftir teikningu úr ferð Sir Jó- seps Banks hingað til lands. — Myndin er nú í eigu British Museum. Þetta er í alla staða fróðlegt og eigulegt rit, sem óhætt er að mæla með. “MiiiiiitiiiiiiiniimfiiiiitiiiiiiiiiiHiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiHil { Alm. Fasteígnnasalan i 1 Backsiitræti 7. Síml 6063. i \ er miðstðB f*st*isrnakmip». = UIIIIIIIIHIHIIIHIIIHHIHIIIIIII<ÍIIIIIIIIIIIIIHIIHIUUUIIIM Bifreiðastjórar — Bifreiðaeigendur Easkcó -rafhleðslutækin eru bæði bestu og ódýrustu tæki sinnar tegundar. Notið Easkco-rafhleðslutækin til þess að f hlaða bifreiðageyma yðar yfir nóttina og tryggja þannig bifreiðina altaf í gangfæru lagi. Easkco hleður 2, 6 og 12 volta geyma, en kosta þó aðeins kr. 148,60. Tryggið yður þessi ágætu tæki hjá . ajVim^amenn Skólavörðustíg 22.. Sími 5387. ' TILKYNNING frá Strætisvögnum Reykjavíkur Sökum vagnaskorts breytast strætisvagna- ferðir innanbæjar fyrst um sinn á leiðinni Lækjartorg — Njálsgata — Gunnarsbraut og Lækjartorg — Sólvellir þannig: að ekið verður af Lækjartorgi á 20 mín. fresti frá kl. 7 að morgni til kl. 24 á miðnætti frá og með 5. þ.m. Reykjavík 3. mars 1947 S)trœtióvacjnar l\eijl?javílmv tbúðir 3ja, 4ra og 5 herbergja íbúðir í Kleppsholti til sölu með sanngjörnu verði og viðráðanlegum greiðsluskilmálum. Einnig hálft hús við Hverf isgötu með lausri 3ja herbergja íbúð. FASTEIGN ASÖLUMIÐ STÖÐIN Lækjargötu 10 B, sími 6530 »♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦■£♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦< íbúðir til selu Hæð og kjallari í fokheldu húsi á góðri hornlóð í .,Hlíðahverfinu“ eru til sölu. Mið- stöðvarefni fylgir. Stærð 125 ferm. 4 herbergi og eldhús á hæð og 3 herbergi og eldhús í kjallara. Nánari uppplýsingar í síma 1215 milli 12 og 1 og eftir kl. 7 síðd. U mbúðapappír þunnur 1 örkum nýkominn Caaert CJriót ^cjeri s\nótfanóóon Símiar 1400 — 6592 <& Co. Lf. 6581 Vatnabáíur Vatnabátur, ásamt vjel til sýnis og sölu í fiug- skýlinu Vatnagörðum milli kl. 2 og 6 eh. á f morgun og næstu daga. ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.