Morgunblaðið - 06.03.1947, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ
(
Á HEIMILI ANNARAR
yfliýyion g. £LA art
—*
*•—
5. dagur
Það var rökkur í stofunni,
því að enn hafði ekki verið
kveikt. Barton var væntanleg-
ur þá og þegar til þess að
kveikja og draga niður glugga
tjöldin. Út um gluggana sá
kvöldloftið, gult og blátt, en á
gólfið kastaði stórum svörtum
skugga af Richard. — Hann
mælti:
„Mjer þykir vrænt um þenn-
an stað. Jeg átti engan bróður
svo að jeg vissi frá æsku að jeg
mundi eignast staðinn. Og jeg
var alin upp með tilliti til þess
að jeg skyldi gæta hans. Þess
vegna var jeg látinn læra hag-
fræði og alt sem viðkemur fjár
málum. Húsið er of stórt. Eng-
um mundi nú detfa í hug að
kyggja svona stórt hús. En þeg
ar það var bygt þá voru engir
skattar og engar hömlur lagð-
ar á viðskifti. En mörg hús á
líkum aldri eru þó verri. Þetta
hús er viðráðanlegt, jafnvel á
þessum tímum. En það sem
mestu máli skiftir er að það er
heimili mitt“.
Hann þagði nokkra stund en
hjelt svo áfram:
„Langafi minn valdi þennan
stað. Afi minn gróðursetti
trjen. Amma mín ljet gera rósa
garðinn. Mamma gróðursetti
rósirnar“.
Hann benti fram í anddyrið.
„Cornelia frænka gekk nið-
ur stigann þarna fyrir fimtíu
árum, í brúðarkjól mömmu
sinnar og með rós á brjóstinu.
Þá var pabbi tíu ára og heima
í skólafríi sínu. Hann sagði
mjer að hann hefði þá verið
hryggur út af því að sjá Corne
lia frænka átti að fara til Eng-
lands og var orðin aðalskona.
Næst þegar hann kom heim úr
skóla var jólahátíð. Þá sá hann
mömmu í fyrsta skifti. Hún
kom utan úr hríð, dúðuð og
snjóug, en hann sagði mjer að
augun í henni hefði verið eins
Og stjörnur á vetrarhimni“.
Það var viðkvæmni í rödd-
inni er hann sagði þetta.
„Pabbi var laglegur maður,
en dulur og nokkuð harður í
horn að taka ef því var að
skifta. Hann var fljótur að taka
ákvarðanir og enginn mannleg
ur máttur gat fengið hann of-
an af því, sem hann hafði
ákveðið. Hann var rjettsýnn og
fljótur að kannast við það ef
hann sá að sjer hafði yfirsjest.
Hann var kaldur á yfirborðinu,
en hlýr í hjarta, höfðingi í
lund og staðfastur“.
„Eins og þú“, sagði hún bros
andi.
Hann sneri sjer skyndilega
við og það var hálfgerður undr
unarsvipur á honum.
„Er jeg þá staðfastur? Þá
vildi jeg líka að jeg væri jafn
öruggur og hann, því að aldrei
efaðist hann um það að hann
breytti rjett“.
Það kom kökkur í hálsinn á
henni. Mundi hann hafa breytt
öðru vísi í Richards sporum?
„,En mamma var hans góða
leiðarstjarna“, bætti Richard
við.
Henni þótt vænt um að geta
tekið upp annan -þráð svo að
hún sagði:
„Myndin af henni var það
fyrsta, sem Cornelia frænka
benti mjer á þegar við komum
hingað“.
Þessi mynd hjekk í dagstof-
u'nni — mynd af fríðri konu í
kvöldkjól, með perlufesti um
hálsinn og hárið sett upp í
stóran hnút, eftir þeirrar tíðar
tísku. Mynd af Alice hjekk þar
líka. Hún var í brúðarkjólnum
sínum, framúrskarandi fögur.
Brúðarslæðan fell eins og um-
gjörð að andliti hennar, perlu-
festinni og hvítu brjóstinu. —
Fyrst í stað hafði Myra undr-
ast það hvers vegna þess mynd
var ekki tekin niður. Var það
af einhverju stærilæti úr Ric-
hard?
En er stundir liðu vandist
hún við að sjá myndina þarna,
eða öllu heldur tók hún ekkert
eftir henni lengur. Og svo var
dagstofan hjer um bil aldrei
notuð.
Richard sagði:
„Myndin af mömmu hjekk
fyrst hjer inni, yfir arninum.
Jeg var vanur því að koma inn
í þetta herbergi þegar jeg var
í skólafríi. Pabbi kallaði mig
hingað inn til að yfirheyra mig
um það hvernig gengi í skól-
anum. Þegar því var lokið var
hann vanur að núa hendur
sínar, setjast í hægindastól og
tala við mig eins og maður við
marín. Hann var góður dreng-
ur“.
Richard brosti ofurlítið.
„Þetta herbergi var þá öðru
vísi en núna — miklu ljótara
býst jeg við. Hjer voru stórir
bókaskápar með glerhurðum,
og húsgögn, sem höfðu borist
hingað inn úr öðrum herbergj
um hússins. Hjer var stórt og
fornfálegt skrifborð og afar-
mikill leðurstóll, svartur með
kúptu baki. Þá var dökk eik
umhverfis arininn. Þá voru
ekki franskir gluggar, heldur
tvær litlar hurðir út að ver-
öndinni. Útsýnið var að vísu
hið sama, en þó var alt öðru
vísi“.
Rödd hans var líka öðru vísi
en vant var. Hún breyttist alt
af þegar talið snerti Alice að
einhverju leyti. Og auðvitað
var það Alice sem hafði gert
breytinguna á herberginu. —
Alice hafði góðan smekk og
hún var fyrirmyndar hús-
freyja. Hún hafði verið fyrir-
mynd í öllu nema einu.
Richard sneri sjer nú beint
að Myru og sagði:
„Það sem jeg á við er að
þetta er mitt heimili: Því getur
ekkert breytt — ekki einu
sinni morð“.
Myra fitlaði í vandræðum
við silkið á stólnum. Nú var
það sagt, þetta, sem efst var í
hug þeirra allra, þetta, sem
fylgdi húsinu og lá í loftinu
þar, en enginn vildi minnast á.
Eini bletturinn á Alice. Morð-
ið.
Richard helt áfram:
„Menn spurðu mig að því
hvort jeg ætlaði að vera kyr
hjer. Auðvitað var ekki um
annað að gera. Þetta er heimili
mitt. Hvers vegna hefði jeg
átt að yfirgefa það?“
Myra mintist dagsins þegar
Alice var dæmd — þessa hrylli
lega dags. Það var um haustið.
Málið hafði dregist í marga
mánuði. Cornelia frænka hafði
slasast viku áður en morðið
var framið. Hún hafði komist
óskemd úr loftárásunum á
London, en svo hafði henni
skrikað fótur á sljettri gang-
stjettinni hjá sumarheimili
sínu í Dovenshire. Hún varð að
liggja í marga mánuði áður en
hún var fær um að fara í hjóla
stól. Og enn liðu mánuðir áður
en læknarnir töldu hana nógu
hressa til þess að ferðast yfir
Atlantshafið, til Richards. Dag
inn sem dómurinn fell hafði
hún enn verið á landsetri sínu,
og þá kom þetta skeyti:
Dómur Ævilöng fangelsis-
vist — Thorne.
Myra hafði sjálf lesið skeyt-
ið fyrir hana, en lítið hafði
hana grunað þá hverjar afleið-
ingar þessi hræðilegi dómur
hafði fyrir framtíð hennar
sjálfrar. Hún hafði svo sent
svar Corneliu frænku:
Jeg kem eins fljótt og jeg get
— Ástarkveðja — Cornelia
Carmichael.
Þau voru bæði hljóð litla
stund. Skuggi Alice hafði fall-
ið yfir herbergið. Richard
horfði út um gluggann og Myra
sá að það var raunasvipur á
honum. Hún kendi í brjóst um
hann. Og nú varð henni það
enn ljósara en áður að hún
varð að fara hjeðan. Hún varð
að fara þegar á morgun, því að
hún þoldi þetta ekki lengur.
Hún stóð á fætur og í sama
bili kom Barton inn með póst-
inn á silfurbakka.
Richard sneri sjer hvatlega
við og fleygði vindlingastúf í
kolaglæðurnar. Svo sagði hann:
„Við skulum koma út að
ganga. Myra. Það er enn stund
til kvöldverðar. Barton, gjörið
svo vel og náið í kápu hennar“.
Hún vildi þetta ekki. Hún
vildi losna. En hún sagði ekki
neitt. Hún stóð grafkyr, náföl
og alvarleg. Barton kom með
kápuna hennar og Richard
hjálpaði henni í hana. Hann
opnaði franska gluggann —
sama gluggann, sem Jack
Manders hafði komið inn um
fyrir tveimur árum til þess að
spjalla ofurlítið og fá bók að
láni —■ eftir því sem Alice
hafði sagt.
Þau gengu út á veröndina.
Það var farið að kólna og loft
var heiðríkt. Blómin voru að
springa út og trjen að byrja að
laufgast. Það var gróðrarang-
an í garðinum. Nokkrar stjörn
ur sáust. Fuglakvak á trjánum.
Richard lokaði glugganum á
eftir þeim og svo gengu þau
eftir gangstjettinni og niður
breiðar tröppur. Hvorugt þeirra
heyrði að síminn hringdi og
hringdi í sífellu þangað til
Barton kom og svaraði.
III. KAFLI
Þar sem stíginn beygði nið-
ur með grenilundinum, blasti
húsið vel við. Það stóð á hól
fram við sundið. Aldrei hafði
því verið gefið nafn, en allir
kölluðu það Thorne-húsið.
^ • flftln r>»J'
ty» m
Fimtudagur 6. mars 1947
_______________________r
Að jarðarmiðju
Eftir EDGAR RICE BURROUGHS.
101.
Hægra megin við okkur var þykkur skógur, en á vinstri
hönd var landið opið og sást allt fram á ystu endamörk há-
sljettunnar. Þangað lá leið okkar, og við höfðum lagt af
stað á ný, þegar Dían kom við handlegg mjer. Jeg sneri
mjer að henni og hjelt, að hún ætlaði að fara að friðmæl-
ast við mig. En mjer hafði skjátlast.
— Júbal, sagði hún og kinkaði kollinum í áttina til skóg-
arins.
Jeg leit við, og þarna út úr skóginum kom sannkallaður
risi að manni. Hann hlýtur að hafa verið sjö fet á hæð og
eftir því þrekinn. Hann var enn of langt í burtu til að
hægt væri að sjá svip hans.
— Hlauptu, sagði jeg við Dían, jeg get tafið hann,
þangað til þú ert komin svolítið áleiðis. Ef til vill get
jeg haldið honum hjerna þar til þú ert viss um undan-
komu, bætti jeg svo við, og lagði af stað í áttina að
Júbal, án þess að líta við. Jeg hafði gert mjer vonir
um, að Dían ljeti eitthvert góðyrði falla í minn garð,
áður en hún færi, því hún hlýtur að hafa gert sjer
það ljóst, að jeg var um það bil að ofra lífi mínu hennar
vegna, en hún kvaddi mig einu sinni ekki, og það var
því með döpru hjarta að jeg gekk yfir grasbreiðuna
út í opinn dauðann.
Þegar jeg var kominn það nálægt Júbal, að jeg gat
sjeð hann glögglega, byrjaði jeg að skilja, hvers vegna
hann var kallaður hinn ljóti. Einhver ógurleg ófreskja
hafði sýnilega klórað burtu helming andlits hans. Ann-
' að augað var horfið, nefið og allur vanginn, svo að
| skein í tennur hans gegnum þetta hryllilega sár.
I Vera má, að hann hafi á sínum tíma verið eins lag-
j legur og aðrir meðlimir þessa fallega kynflokks, og
; ekki er með öllu loku fyrir það skotið, að hinar voða-
legu afleiðingar sárs hans hafi komið illu blóði í lund-
arfar, sem verið hefir fyrir ákveðið og hörkulegt.
En hvernig sem það kann að vera, er svo mikið víst,
að ekki var hann fallegur útlits, og nú, er andlit hans
■ var afskræmt af reiði yfir því, að sjá Dían í för með
j öðrum karlmanni, var hann sannarlega hryllilegur á að
x líta — og enn hryllilegri að mæta.
| Gestgjafanum á sumarhótel-
'■ inu þótti það einkennilegt, að
kona ein, sem ætlaði að vera
þar í tvo mánuði, fór að búa
sig til heimferðar eftir einn
mánuð.
— Ætlið þjer að fara frá
okkur nú þegar?, spurði gest-
gjafinn.
— Jeg má til með að fara
heim, sagði konan, það hlýtur
eitthvað að vera að þar. Tví-
vegis hefi jeg skrifað mannin-
um mínum og beðið hann um
peninga, og í bæði skiptin hefi
jeg fengið þá.
★
— Það var verið að ræða um
• þig heima hjá Jóni í gær. Það
I var sagt að þú værir asni.
— Og hvað sagðir þú?
— Jeg sagði bara, að það
væri varhugavert að dæma
menn eftir útlitinu.
★
Þjónninn: —Við höfum til
nautasteik, flesk, buff og rifja
steik, kjötkássu, smurt brauð,
ís, tertu og . . . .
Gesturinn: — Já, jeg vil fá
þetta.
★
— Segið mjer, flugmaður,
1 hvað gerum-við, ef flugvjelin
hrapar.
— Þá grípum við til fallhlíf-
arinnar og stökkvum út úr
henni.
— En ef fallhlífin bilar?
— Þá teygjum við úr hand-
I leggjunum og þykjumst vera
fuglar.
★
— Dóttir mín þarf að eiga
nærsýnan mann.
— Hvers vegna?
— Þjer mynduð ekki spyrja,
ef þjer þektuð hana.
*
— Stjömufræðingar hafa
lengi reynt að reikna út, hvað
tunglið er þungt, en þeim hef-
ur aldrei tekist það.
— Er það nokkur furða, þeg
ar tunglið ýmist vex eða mink
ar.
Hafnarfjörður |
Mig vantar húsnæði nú |
þegar eða 14. maí. Þarf |
helst að vera 4 herbergi I
Og eldhús. Kaup á húsi i
af þessari stærð getur i
eins vel komið til greina |
og leigan.
Þorleifur Jónsson I
Hafnarfirði, sími 9152. i