Morgunblaðið - 06.03.1947, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.03.1947, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 6. mars 1947 ' i MINNING frú Guðrúnar Jóhannesdóttur „Orðstír deyr aldregi hveim sjer góðan getr“. Þessi orQ hafa mjer oft komið í hug' eftir andlát frænku minnar og vinkonu Gtiðrúnar Jóhannes- dóttur, konu— Snorra Sigfús sonar skólastjóra á Akureyri, sem Ijest á sjúkrahúsinu þar 17. janúar, eftir þunga og erf iða sjúkdómslegu. Orðstír Guðrúnar mun lengi lifa í hjörtum okkar skyldmenna herinar og ást- vina, og allra þeirra sem af henni höfðu nokkur kynni. Svo heilstyptri og göfugri konu kynnumst við ekki oft á lífsleiðinni. Með söknuði og sorg i hjarta hugsa jeg til frænku minnar, sem hefir ver iQ mjer hinn traustasti vinur frá því jeg var barn að aldri. Mjer eru mjög kærar hin- ar mörgu minningar frá okk ar samverustundum. Jeg minnist hennar fyrst, sem hinnar ungu og gáfuðu konut þegar hún dvaldi á æskuheim ili mínu og kendi okkur börn unum. Hún hafði þá nýlokið n-tmi við kvennaskólann á Blönduósi. Hún hafði frá mörgu að segja frá námi sínu þar og skólaveru, sem okkur fanst alt mjög æfintýralegt og opnaði fyrir okkur börnunum nýja heima sem þektum og vissum lítið fyrir utan það sem gerðist í okkar fámennu 0g afskektu sveit. Sú skóla- ganga hefur mjer altaf og mun yerga ógleymanleg. Námsbæk urnar sem við lásum og hún útskýrði fyrir okkur voru nýj ir og dásamlegir heimar. Oft spilaði hún á orgelið sitt og kendi okkur lög með ölium röddum sem við sungum svo fyrir heimilisfóikið. Glæddi þetta hjó okkur ást á söng og hljóðfæraslætti og veitti okkur mikinn unað, sem jeg mun ætíð minnast með þakklæti. Næst minninst jeg hennar, sem hinnar ungu húsmóður í litla húsir^u á Flateyri við Ön undarfjörð. Þar var maður hennar nýorðinn skólastjóri við barnaskólann og naut mik illa vinsælda og álits í hjerað inu. Nú höfðu þau hjónin eignast 3 drengi og undu vel hag sínum, þó efni væru ekki mikil. Laun kennara voru ekki há á þeim tímum. . Jeg hef oft spurt sjálfa mig að því, hvað það var sem gerði þetta heimili svo sjer- stætt og unaðslegt, að mjer hitnar ætíð um hjartarætur er jeg minnist veru minnar þar. Lítið var þar um. dýr hús gÖgn nje annan munað, sem fólk nú á tímum telur til lífs- nauðsynja. Yfir þessari björtu litlu stofu hvíldi friður og hreinleiki sem snart mig djúpt og jeg mun ætíð minnast. En þessi einkenni hafa ætíð fylgt heimili Guðrúnar frænku minnar hvar sem þau hafa verið. Friður og hreinleiki fylgja þeim sem hafa hreint hjarta og það hafði þessi kona. Heimili þeirra hjóna á Akureyri er ólíkt ríkmannlegra en litla heimilið við Önundarfjörð, en jeg er sannfærð um það, að aljir vinir þeirra sem hafa notið gestrisni Snorra og Guð rúnar, og þeir eru margir,, munu vera mjer sammála um það, að yfir báðum þessum heimíium hvíldi hinn sami andi, sem verður til fyrir á- hrif hinnar góðu konu, sem telur heimiii sitt helgan stað. Hún elskaði mann sinn, börn og heimili. Henni var það blessun og fullnæging að fórna þeim öllum sínum tíma og kröftum. Síðast er jeg heimsótti þessi mætu hjón, dvöldu þau í litla sum arhúsinu sínu, en það stendur í hárri brekku í vestanverðum Svarfaðardal, og sjer vítt yfir hina fögru sveit. Á þess um degi, sem varð hinn síð- asti samverudagur okkar Guð rúnar varð mjer ljós sá sann leikur að enginn þarf að.kvíða elliárum sem hefir opin augu fyrir því, hvað lífið er dásam legt og tilveran fjölbreytileg, og að það eru til ótal verkefni og hugðarefni fyrir oss þótt vjer verðum gömul að árum. Hún kendi mjer þetta eins og hún hafði kent mjer margt áður. Það var auðsjeð hvað hún elskaði þetta litla heim ili og „græna reit“ sem þau höfðu eignast í dalnum fagra. Það var hennar mesta yndi að annast „blómgaðan jurta- garð“ og lítil börn, en þar nutu sín tveir sterkir þættir í skapgerð hennar sem voru kærleikur og fórnarlund. Guð rún hafði miklar mætur á ljóðum Jónasar Hallgrímsson ar. Efast jeg ekki um að oft hafi henni komið í hug hinar fögru ijóðlínur „listaskáldsins góða“, eftir að hún fór að ann ast sinn eiginn „græpa reit“ í hinum hlýja faðmi norðlenskr ar sveitasælu og hinnar miklu náttúrufegurðar Svarfaðar- dals þar sem hún nú hefur verið lögð til hinstu hvíldar. En það eru þessar ljóðlínur: Smávinir fagrir, toldar skart, finn jeg yður öll í haganum enn; veitt hefir Fróni mikið og margt miskunnar faðir, en blindir menn meta það aldrei eins og ber, og unna því lítt, sem fagurt er telja sjer lítinn yndis-arð að annast blómgaðan jurta garð. Faðir og vinur alls sem er! annastu þennan græna reit, blessaðu faðir! blómin hjer blessaðu þau í hverri sveit. Vesalings sóley, sjerðu mig? Sofðu nú vært og byrgðu þig hægur er dúr á daggarnótt; dreymi þig Ijósið, sofðu rótt, Guðrún var fædd að Þöngla, bakka í Þingeyjarsýslu 24. okt. 1885, dóttir hjónanna Guðrúnar Hallgrímsdóttur og óhannesar Jónssonar Reykja n. Hún ólst upp með oreldr- m sínum á Þönglabakka, en fluttist með þeim er hún var 10 ára að Stærra-Árskógi á Árskógsströnd. Þar var hún til tvítugsaldurs, en fluttist þá til Akureyrar og stundaði nám í orgeíleik hjá Sigurgeiri Jóns; syni' orgelleikara. Seinna fór húnsvo á kvennaskólann á Blönduósi. 1911 gifist hún Snorra Sigfússyni sem þá var nýkominn frá námi við ýmsa skóla í Noregi. Hefir sambúð þeirra hjóna ætíð verið hin elskulegasta. Þau hjón eignuðust 7 börn sem öll eru mjög mannvæn- leg. Þau eru: Öm kennari á Akureyri, Haukur rtstjóri Dags á Akureyri, Jóhannes flugmaður í Rvík, Anna Sig rún stúdent og Gunnhildur stúdent báðar í heimahúsum, hafa stundað nám erlendis, Snorri nemandi við menta- -skólann á AkuVeyri. Hildi, unga dóttur mistu þau er þau bjuggu á Flateyri. Guðrún var jarðsett að Tjörn í Svarfaðardal að við- stöddu fjölmenrii. Blessuð sje minning hennar. Lára Guðmundsdóttir. Shákkeppni Yanof- sky vié Hafnfirð- inga KANADISKI skákmeistar- inn Yanofsky tefldi hraðskák í Hafnarfirði s.l. mánudagskvöld Keppnin fóp fram í G.T.-hús- inu og var teflt á 29 borðum. Áður en kepnin hófst, bauð Þorvaldur Árnason, skattstjóri, skákmeistarann velkominn til Hafnarfjarðar, en að lokinni ræðu skattstjórans hófst kepn- in sem stóð yfir í nálega sjö tíma. Hafði þá Yanofsky unn- ið 22 skákir, gert 5 jafntefli og tapað aðeins tveim skákum. Er þetta álitinn glæsilegur sigur, þar sem lið Hafnfipðinganna var talið mjög sterkt. Lengsta skák keppninnar var milli Yan ofsky og Kristjáns Andrjesson ar, en hún varð yfir 80 leikir. Þeir er báru sigur úr bítum við hinn kanadíska skákmeist- ara voru dr. Bjarni Aðalbjarn- arson og Sigurður T. Sigurðs- son, verkamaður. Að lokinni keppninni var sest að kaffidrykkju. Meðan setið var að borðum, þakkaði Yanofsky Hafnfirðingum góð- ar viðtökur og skemtilega keppni, en af hálfu Hafnfirð- inganna þakkaði Þorvaldur Árnason skákmeistaranum kom una. | Húsmæðrafjelag Reykjavíkur heldur AÐALFUIMD sinn í hinu nýja hóteli Tjarnarlundi, Kirkju- stræti 4, í kvöld kl. 8,30. 1) Venjuleg aðalfundarstörf. 2) Ýms áríðandi mál, er allar húsmæður varða. 3) Skemtileg kvikmynd. 4) Kaffi. — Dans. Konur, fjölmennið! Stjórnin. : Rit íslenskra jazzunnenda á íslandi er nú komið út, í því eru greinar um Woody Her- mann, viðtal við Carl Billich, svo og greinar- flokkur. er nefnist „í stuttu máli“ og margt fleira. Margar myndir eru 1 heftinu. í þessu hefti er leitað álits lesenda á því hver sje besta Jazzhljómsveit íslands og fylgir hverju hefti laust blað, þar sem leitað er álits lesenda Hver verður besta hljómsveit íslands og hverjir bestu jazzhljóðfæraleikar- arnir árið 1947? J A Z Z fæst í flestum bóka- og hljóðfæra- verslunum landsins. Bifreiðaeigendur: Höfum fengið aftur hina velþektu „DUNLOP“ vökvatjakka 3—8 tonna. Bifreiðavöruverslun FRIÐRIKS BERTELSEN Hafnarhvoli. Heildverslun Ungur maður getur fengið atvinnu við skrif- stofustörf, afgreiðslustörf o. þ. h. við heildversl un. Tilboð merkt „6/3., 1947“. I | Höfum fyrirliggjandi: Kartöflumjöl í 100 kg. sekkjum. (Ueneclildóáon (Jo. Hamarshúsinu — Sími 1228. BEST AÐ AUGLÝSA t MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.