Morgunblaðið - 07.03.1947, Side 2

Morgunblaðið - 07.03.1947, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 7. mars 1947 - FRAMSÖGURÆÐA ‘BORGARSTJÓRA Framh. af bls. 1 bú, sem á að undirbúa þátttöku íslands í Olympíuleikjunum næsta ár, fái 25.000 kr. styrk í ár, er verði fyrri hluti styrk- upphæðarinnar. Kannsóknirnar í Hengli. Þá leggja Sjálístæðismenn til að lagðar -.'írði fram 500.000 kr. til jarðhitarannsókna í Hengli, og til kaupa á jarðbor, eftir ákvörðun bæjarráðs og gegn jafnmiklu framlagi úr rík- issjóði. Skýrt hefir verið frá þessum rannsóknum áður, en nefnd er skipuð af Rafmagnseft- irliti ríkisins, bæjarstjórnum Reykjavíkur og Hafnarfjarðar, er hefir þetta mál með hönd- um. Hefir nefndin skilað ítar- legu áliti, og leggur til að fram- lag bæjarins í ár verði ein milj. króna, gegn jafnháu framlagi ríkisins. Sjálfsteeðismenn telja, að það verði að komast af með 1 milj. samt. 1 ár til þessara rannsókna, en af þeirri fjár- hæð fer 700,000 kr í kaup á jarðbor. Jeg hefi talað við land búnaðarmálaráðh., sagði borg- arstjóri, og raur. hann beita sjer fyrir því, að ríkissjóðsframlagið fáist. Heiðmerkurgirðingin. Þá leggja Sjálístæðismenn til að'veittar verð'i 60.000 kr. til girðingar um Heiðmörk. Kvaðst borgarstjóri hafa rætt við stjórn Skógræktarfjel. Rvíkur um þetta mál, og fengið hjá henni ítarlega greinargerð. Skógræktarfjelagið efndi til fjársöfnunar á árinu 1938, til þess að standa straum af girð- ingu um bett.a fyrirhugaða friðland ag skemtanásvæði Reykvíkinga. Söfnuðust 25.000 kr. í þessu skyni, er fjelagið lagði fram cil kaupa á girðing- arefni, sem er fyrir hendi, þeg- ar hafist verður handa við girð- iriguna. En bærirm þarf að eign ast nokkurn híuta af landi jreirra jarða, sem að Heiðmörk liggja. Verður nú hafist handa um kaupsamninga á þessum löndum. Takist þeir ekki, verð- ur leitað eignarnámsheimildar. Eignarnámsheimild hefir þeg- ar fengist fyrír Iandspildu úr Vatnsendalandi, er verður inn- an girðingarinnar. Borgarstjóri skýrði frá, að það væri skoðun kunnugra manna, að þegar Heiðmörkin sje friðuð, munu fljótlega vera hægt að koma þar upp vísi að myndarlegum skógi. Flutti borgarstjóri svohlj. til- lögu: Bæjarstjórnin ályktar að gera nú þegar ráðstafanir til þess að Heiðmöik verði frið- land og skemtigarður Reyk- víkinga. í því skyni felur bæj arstjórnin bæjarráði og borg arstjóra að leita samninga um kaup á Hólmshrauni sunn an Suðurár, Vatnsendalandi eunnán Hjall'a, beitilandi úr Garða-torfu á Álftanesi og hluta af Vífilsstaðalandi. Ná- 4st samningar ekki, sje leitað til Alþingis um eignárnáms- heimild. Jafnframt ákveður hæjarstjórn að girða Heið- mörk þegar er bærinn hefur fengið umráð þes.sara landa, og að íáta gera áætlanir um framkvæmdir á Heiðmörk og afnot hennar, í samráði við Skógræktarfjelag Reykjavík- ur. Grund. Ennfremur leggur Sjálfstæð- isflokkurinn til, að Elliheimil- inu Grund verði veittar 200.000 kr. til að stækka bygginguna, enda sje fjárveitingin bundin skilyrðum, er bæjarráð setur. Sje þetta fyrri greiðsla af tveim. , ; Biðskýli. Til biðskýla á viðkomustöð- um strætisvagiia verði veittar 100,000 kr. af tekjum strætis- vagnanna. Hyggingamálin, Liðinn til húsbygginga leggja Sjálfstæðismenn til að hækk- aður verði úr 3,3 miljónum í 3,5 miljónir. Því næst ræddi borgarstjóri um ályktunartiliögur Sjálfstæð isflokksins og vjek fyrst að till. í húsnæðismálum. Hann komst m. a. að orði á þessa leið: Húsnæðismálin eru að sjálf- sögðu aðalviðfangsefni okkar. Blandast engum hugur um, að gífurleg þörf er fyrir stóraukn- ar framkvæmdir á því sviði, en örðugt er að gera sjer grein fyr ir tölu nýrra íbúa, sem nauðsyn lcgt er að koma upp. Húsnæðiseklan stafar vitan- lega fyrst og fremst af mann- fjölguninni í bænum, er orðið hefir 10.000 á síðustu 5 árum. Hve mikið aðstreymið verður á næstu árum, fer vitanlega eftir atvinnu og afkomu landsmanna annars staðar á landinu. Rvík og landið. Oft hefir verið talað um ráð til að stöðva aðstreymið tjl bæj arins og þá jafnvel minst á svo óviðfeldna. tilhögun sem átt- hagafjötra, enda mundi erfitt, að setja slík höít á menn. Ýmsar ráðstafanir hafa verið gerðar t. d. hafa mönnum verið sett þau skilyrði, er fá leigu- lóðir, að þeir seidu ekki utan- bæjarmönnum hús þau, sem þar eru bygð, án samþykkis bæjar- ráðs. En dæmi eru til, að farið hafi verið í .^ringum þessi ákvæði. Jeg er á þeirri skoðun, að að- alráðið til að draga úr að- streymi til bæjarins, sje að gera sem lífvænlegast annarsst'aðar. á landinu. Það er því hagsmuna mál okkar Reyk.víkinga, að í kauptúnum og sjávarplássum fái menn sern best og mest at- vinnutæki, svo fólkið haldist þar kyrt. Kemur þar fram sem víða annarstaðar, hve hagsmun ir Reykvíkinga og annara lands manna eru nátengdir. Heilsuspillandi íbúðir. Með rannsókn á bragga -og kjallaraíbúðum, er gerð var í fyrra, var reynt að gera sjer grein fyrir. íbúðaþörfinni. Hefir verið samin um það ítarleg skýrsla, er hjetaðslæknir hefir athugað. Af henni er þegar kom ið í ljós, að athugaðar hafa verið 650 íbúðir í kjöllurum og brögg um, er hjeraðslæknir telur heilsuspillaridi, en auk þess verður að taka tillit til þess fólks, sem vegna íbúðarskorts, hafa orðið að slíta upp heimili sín. . 900 íbúðir í smíðum. Jeg hefi í dag fengið skýrslu frá byggingafulltrúanum, hve margar íbúðir verði í þeim hús- um, sem nú eru í byggingu hjer í bænum, en ekki eru enn þá teknar til afnota. Eru þær 900, er ættu að koma til afnota í ár og á næsta án. En telja má víst, að mikið af því fátæka íólki, sem býr í hinum heilsuspillandi íbúðum komist ekki, sökum efnaskorts, í nýju íbúðirnar, en margt af því ætti að get'i komist í þær íbúðir, sem fólk yfirgefur, þeg- ar það tekur nýju íbúðirnar til afnota. Bærinn hefir nú í smíðum rúml. 100 íbúðir. 72 við Skúla- götu, er koma til afnota á þessu ári, og 32 við Miklubraut, er koma til afnota í árslok 1947 og á næsta ári. Lögin um ríkisaðsfoð. Á síðasta ári voru samþykt lög um opinbera aðstoð við byggingar til þess að útrýma mætti heilsuspillandi íbúðum á næstu fjórum árum. Það er ó- gerningur að ákyeða, og verður matsatriði, hve margar íbúðir þurfi að byggja hjer í bænum frá gildistöku þessara laga, til þess að því marki verði náð. Á síðasta hausti fór bæjar- stjórnin fram á, að Skúlagötu- húsin kæmu undir framkvæmd þessara laga, en samkvæmt þeim á ríkissjóður að veita lán; sem nemur 35% af byggingar- kostnaði. Sje 75% veitt til 50 ára með 3% vöxtum, en 10% vaxtalaust fyrstu árin. Samkv. því þarf bærinn ekki að leggja fram nema 15% af byggingar- kostriaðinum. Ríkisstjórnin hef ir fallist á, að þessi lög næðu til Skúlagötuhúsanna, en bær- inn hefir hingað til orðið að greiða allan byggingarkostnað- inn, sem nú er orðinn hátt í 4 milj. og verður líklega nálægt 6 milj., áður en líkur. Komi þessi lög um útrýming heilsuspillandi íbúða til fram- kvæmda, hefir bæjarstjórnin að sjálfsögðu fullan hug á því, að halda áfram byggingum, en byggingamálin verða að sjálf- sögðu ekki leyst, nema með ná- inni samvinnu bæjarstjórnar og ríkisstjórnar. Mismunandi leiðir. Þegar ákveðið verður, hvern- ig á að haga þessum íbúðahúsa byggingum í framtíðiinni, koma fleiri leiðir til greina. 1) Að byggja fjögra til fimm hæða hús, eins og gert hefir verið. 2) Að byggja átta til tíu hæða hús, sem þá verða að sjálf- sögðu með lengr bili á milli og leikvöHum og þessháttar. 3) Að byggja íbúðarhús með svipuðum slíl og Höfðaborg, nema vandaðri en þau hú^, en þá dreifist byggingin um stærra svæði, svo gatna og holræsagerð verður dýrari. í fjórða lagi, að bæjarstjórnin reyni að hjálpa einstaklingum til að koma yfir sig húsum, en sú aðferð hefir verið notuð víða annars staðar. Ályktunartillaga Sjálfstæðis- flokksins í húsnæðismálunum er svohljóðandi' Bæjarstjórn hefur í smíðum 72 eins og tveggja herbergja íbúðir við Skúlagötp, sem væntanlega verða allar full- gerðar á þessu ári, og 32 íbúð ir við Miklubraut, sem á að verða lokið á þessu og næsta ári. Bæjarstjórninni er Ijóst, að til þess að útrýma sem fyrst heilsuspillandi íbúðum í bæn um, verður bæjarfjelagið að halda áfram byggingum íbúð arhúsa í stórum stíl. Telur hún sjerstaklega brýna þörf á tveggja herbergja íbúðum og ákveður að hefja nú þegar undirbúning að byggingu 300 slíkra ibúða, er byggðar sjeu sapikv. III. kafla laga nr. 44 frá 1946 um opinbera aðstoð við byggingar íbúðarhúsa. Skorar bæjarstjórnin á rík isstjórn, Alþingi og væntan- legt fjárhagsráð að gera þess- ar framkvæmSir mögulegar með því að ríkið standi við skuldbindingar fyrrgreindra laga um lánveitingaf og með því að veita forgangsrjett um nauðsynlegt efni til bygging- anna. Sparnað í rekstri. Talað hefir verið um sparn- að, er fram mætti koma í rekstri ýmsra bæjarfyrirtækja, svo sem um fyrirkomulag. á innheimtu. Jeg hefi, sagði borgarstjóri, beð ið rafmagnsstjóra, hitaveitu- stjóra og gasstöðvarstj. um álit þeirra á þessum málum. — Á grundvelli greinargerðar þeirra mætti síðan heí'ja umbætur. í svo víðfeðmum rekstri sem bær inn hefur, má alltaf búast við, að hægt sje að færa eitt og annað í sparnaðarátt. í þessu skyni flytja Sjálfstæðismenn svohlj. ályktunartillogu: Bæjarstjórn ályktar að fela hagfræðingi bæjarins og for- stöðumanni endurskoðunar- skrifstofunnar að gera tillög- ur um endurbætur og s'parn- að í rekstri bæjar og bæjar- stofnana, í samráði við for- ráðamenn hverrar starfsgrein ar. Er tvéim starfsmönnum bæj arins, sem báðir eru prýðilegir hæfileikamenn, falið að at- huga þessi mál, enda hafa þeir vegna stöðu sinnar, ítarlega þekkingu á bæjarrekstrinum. Skólarnir. Síðan vjek borgarstjóri að skólabyggingamálunum. — Kvaðst hann nýlega hafa feng ið ítarlega greinargerð um þau mál frá fræðslufulltrúa bæjar- ins, þar sem fulltrúinn meðal annars skýrir frá hversu á- hyggjur foreldra eru miklar út af því hvernig þeir geti kom- ið börnum sínum til framhalds náms. Um gagnfræðaskólana þarf að sækja með fongum fyr- irvara, í Menntaskólann kom- ast ekki nema fáir á ári. Kvaðst •fulltrúinn fá daglegar fyrir- spurnir um það, hvar verði hægt að koma 13 ára börnu'm til náms næsta haust. Hann gerir grein fyrir þörfinni fyrir skólabyggingar og hvar sje hagkvæmast að reisa skólana. Þar kemur fram stefnubreyí ing, því hann leggur til, að framvegis verði ekki reistir stórir skólar, að hver skóli verði ekki stærri en svo, að skólastjóri geti þekt hvern ein- asta nemanda. Með því mótl verði náms- og uppeldisskil- yrðin betri en í stóru skólun- um. Hann leggur til, að reistir verði þrír nýir barnaskólar, einn á Kleppsholtí, annar fyr- ir Sogamýri, Elliðaárhverfi, Blesugróf og Fossvog og sá þriðji fyrir Holtin og Hlíðarn- ar. Gagnfræðaskólar verði þrír, í vesturbænum, á Skóla- vörðuholti og í Laugarnes- hverfi, en þegar litlu barna- skólarnir verða komnir upp, verður hægt að nota nokkuð af Laugarnesskólanum fyrir gagnfræðakenslu. Nokkurri gagnfræðakenslu verður líká hægt að koma fyrir í Melaskól- anum, en hve skólaþörfin eykst ört, sjest best á því, að börnum á skólaskyldualdri mun fjölga hjer í bænum næstu þrjú árin um 1600. Sjálfstæðismenn leggja til, að til byggingu í- búðarhúsa, skóla og dagheim- ila sje varið þrem og hálfrl miljón, eins og áður er sagt, en viðvíkjandi skólabygging- unum gerir flokkurinn svohlj. ályktunartillögur: Bæjarstjórn ákveður að haga framkvæmdum og und- irbúningi skólabygginga á' þessu ári sem hjer segir: 1. Ljúka byggingu Melaskóla og Laugarnesskóla. 2. Hefja þegár undirbúning undir byggingu nýrra barnaskóla fyrir Langholts hveTfi, Sogamýri, Elliaðaáij hverfi, Fossvog, Rauðarár- holt og Hlíðahverfi, og hraða framkvæmdum sem mest til þess að á næsta* skólaári verði a.m.k. einn þessara nýju skóla tilbúinn til afnota. 3. Vinna að því, að hraðað verði eftir föngum bygg- ingu gagnfræðaskólans £ í Reykjavík og iðnskóla. 4. Hefja smíði á viðbótarhús* næði fyrir húsmæðraskól-1 ann. 5. Að öðru leyti felur bæjar- stjórn fræðsluráði að gera sem fyrst áætlun um skólai þörf næstu ára, miðað við það, að lögin um barna-i fræðslu og gagnfræðanám komi sem fyrst til fram- kvæmda. Ákaflega brýn nauðsyn er S því, að auka við byggingu hús mæðraskólans á Sólvöllum og leggja Sjálfstæðismenn til, að byrjað verði á þeirri viðbótar- byggingu í ór. j r ’ T| Fávitahæli. Borgarstjóri bar fram svohljóðandi ályktunartillögu um fávitahæli: Bæjarstjórn Reykjavíkun skorar eindregið á Alþingi að veita í fjárlögum þessa árð nægilegt fje til byggingar fá- vitahælis, eins og lög nr. 18 frá 1936 um fávitahæli gera ráð fyrir. Fyrir ellefu árum voru sam- Framh. á bls. 8 ;

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.