Morgunblaðið - 22.03.1947, Page 1
16 síður
34. árgangur
68. tbl. — Laugardagur 22. mars 1947.
ísafoldarprentsmiðja h.f.
ÞVSiiALAND VERÐI SAMBAIMDSRÍKI
Kommúnistastjórnir eru hættu-
legar Bandaríkjunum
,,Engin tilviljun hve
komm únistaílokkar
um allan heim
vinna líkt“
WASHINGTON í gærkveldi.
Einkaskeyti til Morgunbl. í gærkvöldi.
DEAN ACHESON, sem gegnir störfum utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna í fjarveru Marshalls, skýrði full-
trúadeild þingsins-frá því í dag, að kommúnistaríkisstjðrn-
ir, sem kæmust til valda í löndum heimsins, væru hættu-
legar Bandaríkjunum og öryggi þess.
„Kommúnistaríkisstjórn í Grikklandi yrði að' telja
hættulega Bandaríkjunum“, bætti hann við.
Gustav Svíakon-
Nissa
París í gær.
•GÚSTAV Svíakonungur
kom til Parísar í dag á leið
■sinni til Nissa, þar sem hann
ætlar að dveljast um hríð sjer
til hvíldar og hressingaib
Hann hefir þrisvar orðið að
fresta för sinni frá Stokk-
hólmi sökum veðurs. Konung
ur ferðast með föruneyti sínu
í sjerstökum járnbrautar-
vagni. Sendiherra Svía í París
tók á móti konungi á j árn-
brautarstöðinni og hjelt hann
og föruneytið til sænska
sendiráðsins þar sem mið-
degisverður var snæddur.
Konungur virtist í besta
skapi og ekki vitund þreytu-
legur eftir hið langa og erf-
iða járnbrautarferðalag. —
Reuter.
Hóti Rússum
Bukarest í gær.
TIL árekstra kom í gær
milli stúdenfa og kommúnista
í háskólabænum Czeged sem
er um 160 km. suðaustur af
Bukarest.
Það hófst með því að um
2000 stúdentar fóru í kröfu-
göngu til að mótmæla því, áð
kristindómsfræðsla yrði lögð
niður við háskólann, en ríkis-
stjórn Rúmeníu, sem er lepp-
ur Rússa, hafði gert tillögu
þess efnis.
„Það vcrður eklti annað
sjeð, en að Kommúnistaflokk
ar um allan heirn sjeu undir
sterkum aga og vinni náið
saman og það kemur ekk4 til
nokkurra mála, að það sje til
viljun ein“, sagði Acheson.
Þolir enga bið.
Acheson var leiddur serh
vitni fyrir nefnd þeirri, sem
er að athuga tillögu Trumans
forseta um að Bandaríkin láni
Grikkjum og Tyrkjum 400 milj
dollara. Ef þingið feldi tillögu
Trumans forseta um lánið
myndi það verða til þess, að
gríska stjórnin myndi falla
næsta morgun og kommúnistar
taka við. Acheson sagði, að það
þyldi enga bið, að gengið væri
frá þessu láni og það samþykt
í þinginu.
Lagt hart að
Tyrkjum.
Um Tyrkland, sagði Ache-
son, að Bandaríkin yrðu að sjá
til þess að Tyrkir hjeldu sjálf-
stæði sínu og sjálfsákvörðun-
arrjetti. Það væri lagt hart að
Tyrkjum frá erlendu ríki og
hættan á að þjóðin misti sjálf-
stæði sitt væri frekar utanað-
komandi, en vegna innanlands
ástands. Hann nefndi ekki með
nafni það erlenda ríki, sem
legði svo hart að Tyrkjum, sem
hann lýsti.
Rigningar og flóð
RIGNINGARNAR halda á-
fram í Bretlandi og víða liafa
flóð orðið í ám ennþá og vald
ið miklu tjóni. Rigningin nær
nú til norður Englands og
allmikil flóð hafa orðið í ánni
Trent og hefir hún flætt yfir
þúsundir ekrur lands. —
Varar við
kommum
DEAN G. ACIIESON,
aðstoðarutanríkisráðherra
Bandaríkjanna, sem segir sitt
álit á kommúnistum í frjetta-
grein hjer á síðunni.
Tillögur Bevins um
framtíðarskipulag
Þýskalands
MOSKVA í gærkveldi.
Einkaskeyti til Morgunbl. í gærkvöldi.
Á FUNDI utanríkisráðherranna í dag bar Ernest Bevin
fram tillögu um framtíðar stjórnskipulag Þyskalands. —
Lagði hann til, að Þýskaland yrði sambandslýðveldi —•
sem stofnað verði smátt og smátt í áföngum. Bevin legg-
ur til, að forseti verði æðsti maður ríkisins, þinginu verði
skift í tvær deildir og hæstirjettur settur á stofn. Hann
lagði til, að önnur þingdeildin yrði valin af hjeruðunum
í Þýskalandi og hefði hún neitunarvald í stjórnlagamál-
efnum.
Fynta ísfisksala
„Ingótfs árnar-
sonar"
INGÓLFUR ARNARSON
hefir selt afla sinn í Grimsby
fyrir 11,540 sterlingspund. Er
þetta fyrsta sala hins fyrsta
nýbyggingarskips og má hún
teljast góð eftir atvikum.
Afli Ingólfs var 4388 kitt
og þar af var 14 hluti ufsi.
Skýrsla um mótteknar
skaðabætur Breta
MOSKVA í gærkveldi.
Einkaskeyti til Morgunbl. í gærkvöldi.
ERNEST BEVIN, utanríkisráðherra Breta, lagði í dag
fram á fundi utanríkisráðherranna í Moskva skýrslu yfir
skaðabætur þær, sem Bretar hafa til þessa móttekið frá
Þjóðverjum. í skýrslunni segir meðal annars, að Skaða-
bótaráð bandamanna hafi afhent bresku heimsveldislönd-
unum vjelar og verkfæri, sem virt er á 4,400,000 ríkis-
mörk samkvæmt gengisskárningu 1938.
Þá hafa bresku samveldis-<®>
löndin fengið 350.000 tonn af
skipastóli Þjóðverja, en þetta er
virt á 6.350.000 sterlingspund.
Þýskar inneignir.
Inneignir Þjóðverja í sam-
veldislöndunum eru virtiar á
15 til 20 miljónir sterlingspund.
Bretar hafa í hyggju að leggja
halda á fje þetta og draga.það
frá skaðabótakröfum sínum.
Einkaleyfi.
I skýrslu Bevins er tekið
fram, að breska stjórnin hafi
engar tekjur haft af einkaleyf-
um uppfinnninga af þýskum
uppruna, en þeir hafa hinsveg-
ar því nær undantekningar-
laust gefið öðrum bandamanna
þjóðum kost á að nota leyfi
þessi.
Norðmenn og
Tjekhéslóvakar
samnmg
Prag í gær. *
TJEKKOSLOVAKAR og
Norðmenn hafa gert með
sjer viðskiftasamning og var
liann undtrritaður í Prag í
dag. Norðmenn selja fisk og
lýsi og feitmeti unnið úr fiski
til Tjekkóslóvakíu, en- fá í
staðinn sykur, kol, timbur og
iðnaðarvörur allskonar. —
Reuter.
Viljum ekki láta sög-
una endurtaka sig.
„Við viljum ekki láta sömu sög-
una endurtakfi sig, eða veita
tækifæri til þess, að einn mað-
ur geti hrifsað til sín völd í
Þýskalandi, eins og fór eftir
fyrri heimsstyrjöld og leiddi til
þeirrar seinni“, sagði Bevin.
Samkvæmt tillögum Bevins
yrðu þau völd, sem ekki er
sjerstaklega getið að skuli vera
í höndum miðstjórnarinnar, hjá
hverju einstöku sambandsríki
fyrir sig. Hann leggur til, að
utanríkismál, svo sem erlend-
an gjaldeyri, hernaðarskaða-
bætur, afvopnun og útrým-
ingu nazismans, skuli áfram
vera í höndum ráðs b^nda-
manna, sem sæti eigi í'Berlín.
Valdalaus forseti.
Forsetinn á, samkvæmt til-
lögum Bevins, ekki að hafa
neitt sjerstakt vald. Bevin
leggur til að hið nýja þýska
ríki verði stofnað í áföngum.
Fyrst verði sett bráðabirgða-
stjórnskipunarlög og þyrftu
þau samþykki eftirlitsráðs
bandamanna í Berlín. Kosning
ar yrðu látnar fara fram til að
kjósa bráðabirgðastjórn, og
þegar bráðabirgðastjórnarskrá
in hefði hlotið reynslu, þá
fyrst væri hægt að ganga frá
endanlegri stjórnarskrá.
Bevin lagði til að stofnsett
verði í Þýskalandi lýðræðiríki,
þar sem lög og reglur eru haldn
ar. Það ætti að leyfa málfrelsi
og prentfrelsi í landinu, ásamt
fullu trúfrelsi. Lagði hann til
að þessi mannrjettindi yrðu nú
þegar veitt öllum Þjóðverjum.
Einustu höftin, sem leggja ætti
á Þjóðverja væru þau, sem
samþykt kvnnu að verða af
eftirlitsráði bandamanna. Til-
lögur Bevins voru lagðar fyrir
fundinn ritaðar og fengu þeir,
sem vildu, prentað eintak af
tillöugunum.