Morgunblaðið - 22.03.1947, Síða 7
Laugardagur 22. mars 1947
MORGUNBLAÐIÐ
7
Tt-
Til sölu
íbúðarhús i Keflavík
»
gólfflötur 100—108 ferm. 5 herb., eldhús,Jbað, þvotta
hús og geymsla, stór leigulóð fylgir. Einnig hænsna
bú og 350 hænur, hænsnabúið er 250 ferm. að gólf-
fleti. Eignirnar eru til sölu sitt í hvoru lagi eða
saman. Uppl. gefur
Jón j^órariu
orannóóon
Keflavík, sími 99.
mgleg og áreiðanleg
átllíhci
óskast við símavörslu og afgreiðslustörf. —
Tilboð, er tilgreini aldur, fyrri starfa og ment-
un, sendist Morgunblaðinu, auðkent: „Auð-
velt starf“.
OTA
GRYN
WUrre HV1DI HAVRtGWYN j&!Ji|j
r»A. AKTtESEXSKABET.OPr
w,Ý,m
haframjöl í pökkum
fvrirliggjandi.
(Jía^óóon (J íJemhöfít
>«♦♦♦♦♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦»♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦
Kauptaxti
Samkvæmt ákvörðun stofnfundar Fjelags hrein-
gerningamanna skal kaup og kjör fjelagsmanna frá
1. apríl 1947 vera sem hjer segir:
Dagvinna: frá kl. 8—17, kr. 3,35 pr. klst.
Eftirvinna: frá kl. 17—20, kr. 5,00 pr. klst.
Nætur- og helgidagavinna: frá kl. 20 þangað til vinna
byrjar næsta virkan dag og öll vinna eftir kl. 12 á
laugardögum kr. 6,70 pr. klst.
Seld vinna greiðist með 30% álagi á fyrgreint kaup.
Kaup þetta greiðist með fullu vísitöluálagi samkv.
vísitölu kauplagsnefndar, miðað við vísitölu þá, sem
Jbirt er í mánuðinum á undan þeim mánuði, sem
greitt er fyrir.
Taxti þessi gildir til 1. okt. 1947. Uppsagnarfrestur
er einn mánuður. Sje kauptaxta þessum ekki sagt
upp framlengist hann um sex mánuði í senn, með
sama uppsagnarfresti.
Reykjavík, 21. mars 1947.
Stjórn Fjelags hreingerningamanna, Rvík.
■♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦■♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦p
MNHM
Útvegsmenn!
lil sölu
Hleðslu- og losunar vinda (getur verið sem akker-
isvinda), einnig gálgar, ásamt tilheyrandi þilfars-
rúllum. — Alt nýtt. Hæfir fyrir ca. 100 rúmlesta tog
bát. Enn+remur 16 kw. jafnstraumsrafall, 110—220
volt. Nánari upplýsingar gefur Sveinn Jónsson, sími
3806 eða 7632. —
Búnaðarþing vill
rarahhili fyrir jeppa
BÚNAÐARÞING hjelt tvo
fundi á föstudag, stóð annar
frá 11—12, en hinn síðari frá
5—7. Eitt mál fjekk fulinað-
arafgreiðslu, málaleitun um
meðmæli Búnaðarþings með
innflutningi á varahlutum tii
Jeppabifreiða. Var álit Fjár-
hagsnefndar svohljóðandi:
Nefndin hefir tekið til með
ferðar erindi Stillis h.f., þar
scm óskað er meðmæla
Búnaðarþings með því, að
nægileg gjaldeyrisleyfi verði
veitt íyrir innflutningi vara-
hluta til Jeppabifreiða. Sam-
kvæmt greinargerð fjelagsins
voru á s. 1. ári fluttar inn ca.
600 Jeppabifreiðar og levfður
innflutningur á 400 Jeppabif-
reiðum á þessu ári, auk her-
jeppanna, sem áður voru
komnir. Af þessum tölum er
það Ijóst, að bændur og aðrir
hafa nú þegar bundið mikið
fjáimagn í þessum samgöngu
tækjum, og að af því hlýtur
að leiða bæði tjón og mikil ó-
þægindi, ef ekki er hægt að
halda þeim ökufærum. Hitt
er og jafn víst, að mjög marga
af þessum Jeppaeigendum
skortir bæði þekkingu og
leikni í að fara með þessi tæki,
auk þess er þessum bifreiðum
oft beitt á verri vegi en öðr-
iim bifreiðum. Það má því
gjöra ráð fyrir að þörfin fyrir
varahluti til þessara bifreiða
verði mjög mikil nú þegar og
á næstu árum.
Fjárhagsnefnd leggur því
til, að Búnaðarþingið sam-
þykki svofelda
ÁLYKTUN. V
Búnaðarþing ályktar að
mælá með því, að viðskifta-
ráð veiti þegar á yfirstand-
andi ári svo ríflegt gjaldeyris
leyfi til innflutnings á vara-
hlutum til Jeppabifreiða að
örugt sje, að ekki verði skort
ur á þessum varahlutum.
Ályktunin var samþykt og
afgreidd þar með frá Búnað-
aðarfjelaginu.
Mestar umræður urðu um
breytingar á lögum Búnaðar
íjelags íslands, einkum um
það atriði í breytingartillög-
unum að Búnaðarþing skuli
koma saman á hverju ári. Til
þess að breyta megi lögum
Búnaðarfjelagsins þurfa % af
búnaðarþingsfulltrúunum að
samþykkja það, en aðeins 13
greiddu atkvæði með þessu
atriði, en 9 á móti; og var það
því felt, en önnur atriði breyt
ingatillagnanna voru sam-
þyktar og þeim vísað til síð-
ari umræðu. —
templarahúsinu.
Fundur verður í Búnaðar-
þingi kl. 10 í dag — í Góð-
Legubekkir
1 og 2ja manna.
BOLSTRARINN
| Kjartansg. 1. Sími 5102.
BERGMÁL
JJjöllreijtt túnant meJ mjncLim
Ultótjóri: CjuJnl J^óníaróon
Nýtt tímarit, „BERGMÁL“, kemur í bókabúðir í dag.
Mun hið nýja tímarit leggja höfuðáherslu á það, að
flytja lesendum sínum skemtilegt og fróðlegt efni,
0
og þá einkum að verða við kröfum unga fólksins um
ljett og fjölbreytt efni til tómstundalesturs.
í hverju hefti Bergmáls verða skemtilegar og
spennandi smásögur, fróðlegar greinar og ýmsar frá
sagnir um menn og málefni, frásagnir og myndir af
frægum kvikmyndaleikurum o. m. fl., sem of langt
yrði upp að telja.
I þessu fyrsta hefti er meðal annars:
Frásögn um hinn ævintýralega lífsferil Cleopötru.
Ástarsagan: „Jeg átti að vita betur“.
Æfintýraleg frásögn af njósnum síðustu styrjaldar.
Sagai\ Cavalleria Rusticana, sem óperan fræga var
gerð eftir.
„Elskaðu mig aðeins minna“, grein um hjónabönd.
„Skógurinn brennur“, spennandi framhaldssaga, sem
gerist í frumskógum Ameríku.
Ennfremur fjöldi mynda og greina um kvikmynda-
leikara o. fl.
Bergmál kemur út mánaðai’lega og kostar hvert hefti
5 krónur í lausasölu. Áskriftarverð er 60 krónur og
fá kaupendur ritið þá sent heim sjer að kostnaðar-
lausu.
Utanáskriftin er:
*
Tímaritið Bergmál,
Pósthólf 726, Reykjavík.
Iiostaboð til fastra áskrifenda:
Tímaritið Bergmál hefir ákveðið að bjóða þeim
væntanlegum kaupendum, sem að fenginni reynslu við
lestur þessa fyrsta heftis, vilja gerast fastir áskrifend
ur ritsins, alveg sjerstök kostakjör. Þeir sem borga
fyriríram næstu 12 hefti ritsins og senda andvirðið 60
krónur (5 kr. heftið) til afgreiðslu ritsins, Bókaútgáfu
Guðjóns ó. Guðjónssonar, Hallveigarstíg 6A, pósthólf
726, fá ókeypis eina bestu bók, sem út -kom á seinasta
ári, og sem ein sjer kostar nærri því nefnda upphæð.
Er það bókin Kabloona, hvíti maðurinn, eftir franska
greifann Gontran de Poncins, sem varð heimsfrægur
fyrir þessa ágætu bók sína. Er hún ferðasaga greifans
til nyrstu eskimóabyggða Ameríku og lýsir lifnaðar-
háttum og lífsviðhorfum hinna frumstæðu manna alveg
sjerstaklega vel. Höfundurinn fór þessa för skömmu
fyrir seinni heimsstyrjöldina. Flýði hann út á ísbreið
Urnar frá maðksmoginni menningu og bjai’gaði með
þeirri för trú sinni á lífið og gildi tilverunnar. Lýsir
bókin þeim viðhorfum á meistaralegan hátt. Bókin hef
ir verið þýdd á fjölmorg tungumál og hefir hvarvetna
átt hinum mestu vinsældum að fagna, enda fer saman
í bókinni hrífandi frásögn, skemtilegt og nýstárlegt
efni'. ísler.ska þýðingin er eftir Loft Guðmundsson leik
ritaskáld. Kabloona er 280 bls. að stærð í stóru broti,
prýdd fjölda ágætra mynda,
Gerist áskrifendur að tímaritinu Bergmál.
Afgreiðslan er hjá
BÓKAÚTGÁFU GUÐJÓNS Ó. GUÐJÓNSSONAR
Hallveigarstíg 6, Rejkjavík.
Sími 4169.
Jeg undirrit...gerist hjer með áskrifandi að tíma
ritinu Bergmál.
Nafn ...............................
Heimili ..............................
Póststöð..............................
Tímaritið Bergmál, pósthólf 726, Reykjavík.
Sendi hjer með kr. 60,00 og bið um að mjer sje
sent 1 eintak af Kabloona.
u 1 J ■
•♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦<