Morgunblaðið - 22.03.1947, Síða 9
Laugardagur 22. mars 1947
MORGUNBLAÐIÐ
9
Akureyri, 18. mars 1947.
AF því að áður hefur að-
eins verið lítillega minst í
Morgunblaðinu ú sýningu
Leikfjelags Akureyrar á hinu
merka leikriti Guðm. Kamb-
ans, Skálholti, vil jeg nú geta
hennar frekar að nokkru.
Frumsýuing leiksins var
hjer 21. febrúar s.l. Hafði hann
verið æfður af miklu kappi
um all-langt skeið. Leikfje-
lagið samdi áður við frú Reg-
ínu Þórðardóttur, leikkonu í
Reykjavík, um að koma norð-
ur og fara með hlutverk Ragn-
heiðar Brynjólfsdóttur. En svo
sem vitað er, fór hún með það
hlutverk hjá Leikfjelagi Rvík-
ur leikárið' 1945—’46. Leik-
stjórn á Skálholti hjer, hafði
Jón Norðfjörð á hendi, og fór
hann jafnframt með annað
stærsta hlutverkið, Brynjólf
biskup Sveinsson. Hvíldi því
mestur þungi sýningarinnar á
herðum hans, en hann reyndist
þeim vanda vel vaxinn. Helgu
Jón Norðfjörð sem
Brynjólfur Sveinsson.
matrónu Magnúsdóttur í
Bræðratungu ljek frú Svava
Jónsdóttir, prýðilega, Daða Hall
dórsson ljek Gúðmundur Gunn
arsson. Aðrir helstu leikendur
voru: Frk. Freyja Antonsdótt-
ir, ljek Margrjeti biskupsfrú,
Jóhann Ögmundsdsson, ljek
sjera Torfa Jónsson, Hólmgeir
Pálmson, Ijek sjera Sigurð
Torfason, dómkirkjuprest, Júl-
ús Öddsson, Ijek Odd skóla-
meistífra Eyjólfsson. Aðrir leik
endur verða ekki nafngreindir.
en þeir eru margir. Leiktjöld
öll málaði Haukur Stefánsson,
listmálari og voru þau hin feg-
mrstu. Músikstjóri var Jóhann
Ó. Haraldsson. Búninga alla
hafði Leikfjelag Reykjavíkur
lánað, og hefði leikurinn að öðr
usi kosti tæplega eða als ekki
komist upp án þess.
Á frumsýningunni var full-
skipað leikhúsgesta, ér tóku
leiknum með mestum fögnuði.
Eins og vænta mátti vakti leik
ur frú Regínu strax hina mestu
aðdáun og var henni fagnað í
hvert sinn er hún kom inn á
leiksviðið. Ennfremur var og
öðrum aðalleikendum ágætlega
tekið. Þegar tjaldið fjell, í leiks
lok, voru allir leikendur, í ein
um hóp, kallaðir fram með lófa
Kex úr fiskimjöíi
og fiskur í pökkum
Frú Regína Þórðardóttir sem Ragnlieiður og Guðmundur
Gunnarsson, sem Daði Halldórsson.
taki. Var svo frú RegíniT sjer-
staklega hylt hvað eftir annað.
Frú Svava og Jón Norðfjörð
voAi og mjög hylt. Ennfremur
Guðm. Gunnarsson. Var leik-
sviðið svo að segja eitt blóma-
haf. Ágúst Kvaran, leikari,
kvaddi sjer hljóðs úr áhorf-
endasal og ávarpaði frú Regínu
bauð hana velkomna. Gat hann
þess meðal annars, að þegar
hún hefði flutt frá Akureyri'
þar sem hún hóf leikstarf sitt,
hefði við brottför hennar orðið
stórt skarð í leikendahópnum,
því að Ijóst hefði verið, að þar
var strax um óvenjuefnilega
leikkonu að ræða, sem mikil
eftirsjá var að. Að lokum þakk
aði Kvaran leikkonunni sjer-
staklega fyrir snildarlega með-
ferð á hinu vandasama hlut-
verki, Ragnheiði. Var leikkon-
an síðan hylt af áhofendum
með ferföldu húrrahrópi. Eftir
þessa sýningu, var leikurinn
léikinn í mörg kvöld. Urðu
sýningar als 14, sem má teljast
ágætt hjer, en sem þó hefðu
osðið mun fleiri, ef svo óheppi-
lega hefði ekki til tékist, a ferð
ir úr hjeraðinu til Akureyrar
fjellu að mestu niður vegna
samgönguvandræða, er stöfuðu
af miklum snjólögum. Því að
sveitafólk hefði annars komið
til að sjá leikinn. Síðasta sýn-
ing Skálholts var s.l. sunnudag.
Eftir að leikendur höfðu verið
kallaðir fram í leiklok kvaddi
Jón Norðfjörð sjer hljóðs frá-
leiksviðinu og þakkaði leikend
um fyrir góða samvinnu og sjer
staklega frú Regínu fyrir henn
ar mikla skerf, er hún með
komu sinni hingað hefði lagt
leikstarfinu á Akureyri til. Var
listakonan hylt með margföldu
húrrahrópi og bárust henni
blómvendir. Einnig bárust Jóni
Norðfjörð blóm.
Kvöldið eftir síðustu sýningu
Frú Svava Jónsdóttir
sem Helga í Bræðratungu.
Frú Regína Þórðardóttir sem
—Ragnheiður Brynjólfsdóttir.
var frú Regína kvödd af sam-
starfsfólkinu með skilnaðarsam
sæti að hótel K. E. A. Voru þar
ræður fluttar meðan setið var'
undir borðum, kom Ingimund-
ur Árnason með Geysir sinn og
söng kórinn nokkur lög. — Við
brottför frú Regínu var henni
afhent af gjöf frá Leikfjelagi
Akureyrar veglegur lampi úr
íslensku birki, hið mesta lista-
smíði, útskorinn af Karli Guð-
mundssyni í Reykjvík.
Yfirleitt má segja, að sýning
þessá stórbrotna dramatíska
leiks hafi orðið Leikfjel. Akur-
eyrar til mikillar sæmdar. Og
mun einkum hins heillandi leiks
frú Regínu Þórðardóttur, í hinu
erfiða og vandasama hlutverki
Ragnheiðar biskupsdóttur lengi
minst af öllum leiklistarunn-
endum hjer. Það varð mikill
sigur fyrir hana.
H. Vald.
í MORGUNBLAÐINU frá
30. janúar s. 1. er grein með
yfirskriftinni Kex úr fiski-
mjöli eftir James Whittaker,
þar sem hann skrifar að það
sje fullyrt að kex úr fiskimjöli
sje hið mesta lostæti og fisk-
bragðið finnist ekki. Kexið
sje sjerstaklega næringar-
mikið og ráðleggur að gjöra
ttilraunir með tilbúning á kexi
úr fiskimjöli í Reykjavík.
í framhaldi af þessari grein
hafið þjer í blaði yðar frá 31.
s. m. skrifað áskorun þess efn
is að Islendingar þurfi að vera
á verði fyrir nýjungum eins
og þessari o,g mönnum beri að
skiljast það, að ekki sje rjett
að senda fiskinn óunninn á
Jerlendan markað. Þetta er í
alla staði rjett og-vel athug-
að. En málið hefir fyrir nokkr
um árum síðan verið tekið til
athugunar og vil jeg leyfa
mjer að skýra það í aðaldrátt-
um.
Fyrir 10 árum- síðan fjekk
jeg efnarannsókna- og vinnu-
stofu Lerbeck & Holm hjer í
Kaupmannahöfn til þess að
gera tilraunir með tilbúning
á kexi úr ýmsum teg-
undum fiskimjöls og reynd-
ust þær tilraunir eftir atvik-
um mjög vel og komu eftir
því sem mig minnir, fregnir
um þessar tilraunir í Morgun-
blaðinu og Ægi.
í „Aarbog for Fiskeri“ 1937
—38 skrifaði jeg fáorða til-
kynningu um þetta nýmæli
og sýndi þar mjmdir af'fiski-
kexi blandað hveiti og rúg-
mjöli og bárust mjer eftir
það fjöldi brjefa og fyrir-
spurnir frá ýmsum löndum,
þar á meðal -Noregi, Svíþjóð,
Þýskalandi, Suður-Ameríku
og Afríku. Nokkru síðar varð
mjer kunnugt um það, að í
Noregi og Þýskalandi var hug
myndin tekin upp og farið að
gjöra tilraunir með tilbúning
á kexi, brauði og ýmiskonar
spónamat úr fiskimjöli, blönd
uðu ýmsum mjöltegundum.
En svo kom ófriðurinn og
heyrði jeg ekki frekara hvað
gjörðist.
Við tilraunirnar sem gjörð-
ar voru kom.það í Ijós að
ekki mátti blanda fiskimjöli
að ofmiklum hluta saman við
hveitið eða rúgmjölið, bæði
vegna þess að fiskbragð og
lykt verður þá of áberandi og
við langa geymslu er hætt
við að þráakeimur komi af
kexinu af fitunni, sem er í
fiskmjölinu og sem rýrir sölu
möguleika þess. Þar að auki
verður framleiðsukostnaður-
inn á kexinu meiri við að
blanda það of miklu fiskmjöli
þar sem það er verðmeira en
venjulegt hveiti eða rúgmjöl.
En eins og gefur að skilja
verður fiskimjöl til kexgjörð-
ar að vera vel vandað og
gæta þarf hins mesta hrein-
lætis við tilbúning þess.
- Upplýsingar um árangur
hinna ýmsu tilrauna er jeg
ljet gjöra með blöndun og til-
búning á kexinu geta menn
fengið hjá mjer ef þeir óska.
Að öðru leyti vísa jeg til
„Aarbog for Fiskeri" 1937—8
bls. 52—53Í
í sambandi við þetta mál
vil jeg minnast á „Saltfisk í
pökkum“ (% kg. pakkar) í
laglegum umbúðum með á-
letrun, sem jeg bjó út og „Is-
jlandsk Kompani“ seldi á ár-
|unum 1924—30 og fengu tals-
[verða útbreiðsju. Þessar og
jlíkar umbúðir breiddust óð-
um út og mörg verslunarhús
og smáverslanir tóku upp
hugmyndina.
J Viðvíkjandi tilbúningi á
kexi úr fiskimjöli verð jeg að
segja, að mjer finst dálítið
í Framh. á bls. 12
Sjálfstæðismenn Hafnarfirði.
Afmælisfagnaður
Landsmálafjelag'sins Fram er í kvöld kl. 8,30 í Sjálf-
stæðishúsínu.
Sameiginleg kaffidrykkja.
Ræður. Söngur (kvartett). Spil. Dans.
Sjálfstæðisfólk yngra og eldra fjölmennið.
Stjórnin.
jlliiliiiiliiiiliiiiiiiiiiiiiiiiiiivMiiiiiiiiítniimiiiiiiiiiiiii
HÆÐ
t (3 herbergi og eldhús) og hálfur kjallari í góðu I
I timburhúsi við Lindargötu er til sölu. Laus til íbúðar J>
14. maí n.k.
Sigurgeir Sigurjónsson, hrl.
Aðalstræti 8