Morgunblaðið - 22.03.1947, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.03.1947, Blaðsíða 11
Laugardagur 22. mars 1947 MORGUNBLAÐIÐ 11 Sambandssíðan byrjar í dag að birta erindi um lýð ræði, sem Jóhann Hafstein flutti á stjórnmálanám- skeiði Heimdallar. Fram- hald erindisins mun birtast á næstu síðum S. U. S. ORÐIÐ lýðræði hljómai-; víða nú á dögum. Menn berj- ast af eldmóði fyrir lýðræði og lýðræðislegum hugsjón- um. Menn tala um lýðræðis- ríki og einræðisríki. Hver er Jnunurinn? Hvað er lýðræði? Jeg hefi látið mjer detta í hug að reyna að svara lítil- lega síðari spumingunni, — hvað lýðræði sje. Víst er það, að ekki er ótímabært, að menn hugleiði málefnið. I Hugtaksskýring Hugtakið lýðræði - er tví- þætt. Það táknar í senn form og hugsjón. f fyrri skilningi táknar lýð l'æðið ákveðið form eða fyr- irkomulag þjóðfjelagslegrar stjórnskipunar, sem grund- yallast á sjálfstjórn fólksins, sem framkvæmist af fulltrúa Samkomum, þar sem þjóðar- fulltrúar eru kjörnir í al- inennum, frjálsum og leyni- legum kosningum. í síðari skilningi táknar lýðræðið fjelagslega hugsjón um persónulegt frelsi ein- staklinganna, jafnrjetti og efnahagslegt sjálfstæði. II. Þróun lýðræðisins A. f öðrum löndum Lýðræði, sem ytra tákn þjóðfjelagsskipunar að meira eða minna leyti er æfa fornt. Orðið lýðræði í flestum Evr- Öpulöndum er komið úr forn grískunni — demokratia, sem var samsett orð úr — „de- mos“, sem þýddi fólk eða þjóð, og „krátos“, sem þýddi stjórn, þ.e. fólkstjórn, eða eins og við segjum — lýð- ræði, þar sem lýðurinn þ.e. fólkið, þjóðin, ræður., Lýðræði í þessum skilningi var alþekt í Grikklandi til forna. Saga forn-Grikkja þeg ar hún stendur með mestum blóma, er saga borgríkja, annarsvegar hinna lýðræðis- legu og hinsvegar hinna ein- l'æðissinnuðu (oligarchic), en Aþena og Sparta voru önd- vegis borgríki hvors flokks um sig. Þetta forna lýðræði var mjög ófullkomið, þar sem innri hugsjón þess um jafn- l'jetti og persónulegt frelsi var vanþroska, sbr. t.d. þræla haldið og forrjettindi bundin við ættir og auð. Það var og í ytra formi ÞRQUN ÞESS QG HUGSJÚNIR Eftir Jóhann Hafstein sínu mjög ólíkt því lýðræði, sem nú tíðkast. Það var „beint“ eða lýðræði í bókstaf legum skilningi, þar sem fólkið sjáft kom saman og setti lög og reglur, en um- bpðsmenska var óþekt eða fulltrúasamkomur, með um- boði fólksins. Gat þetta orðið aðeins vegna smæðar borg- ríkjanna, sjaldan stærri en 10 þús. borgara. Á miðöldum þróaðist lýð- ræðið ekki, en einveldi var þá í algleymingi. Talið er, að baráttan fyrir: lýðræði seinni tíma haldi smát og smátt innreið sína á 17. öldinni, og liafa sumir litið á England 17. aldarinn- ar sem vöggu lýðræðis seinni tíma. í stjórnmálaátökum á öíd- inni var einveldið brotið á bak í Englandi, og enda þótt þróun lýðræðisins væri hæg- fara misti hún þó aldrei fót- anna upp frá því. Síaukin stjórn þjóðmál- anna færðist í hendur þings- ins (Parliament), sem efld- ist að áhrifum og valdi jafnt og þjett og kosningarjettur- inn rýmkaðist smátt og smátt. Lýðræðið endurvaknaði á þessum öldum fremur á grundvelli hinna innri hug- sjóna, vaknandi hugsjónum jafnrjettis og frelsins, held- ur en aukinni fullnægingu hins ytra forms. Þannig var það, að vald þinganna, sem smátt og smátt eru að koma til sögunnar, er mjög tak- markað og kosningarjettur til þeirra ennþá takmarkaðri, bundinn við vissar stjettir, eignir, kyn, embætti og ment un o.s.frv.- í lok 18. aldarinnar koma til sögunnar Bandaríki Norð-. ur-Ameríku, þar sem lýðræð ishugsjónin festi æ dýpri rætur. Um líkt leyti og þó fyrr gerir mikið stormaveður lýð- ræðislegra hugsjóna í Evrópu við frönsku stjórnbylting- una 1789. Mannrjettindayfir lýsing byltingarinnar hafði Igeysileg áhrif, og ekki síst í hinum nýja heimi, Ameríku, þar sem frelsisstríð Banda- ríkjanna og fi’elsissókn hinna ungu ríkja var í deiglunni. Franska byltingin krafðist — frelsis einstaklinganna, jafnrjettis og bræðralags. Að vísu spratt upp úr bylt- ingunni einveldi Napoleons, en hugsjónir hennar lifðu, og breiddust út um álfuna með herjum Napoleons og einnig í löggjöf hans. En þegar liin fjögur stór- veldi, Bretland, Austurríki, Prússland og Rússland, höfðu gjörsigrað Napoleon og sent hann til St. Ilelena, var ráð fyrir gert af þeim, að bylt- ingaraldan skyldi kæfð í álf- unni. Þrjú þessara stórvelda, að Bretlandi undans*kyldu, voru einvaldsríki og beittu á- hrifum sínum til þess að bæla niður frelsishreyfingar fólksins. Samt sem áður ólgaði bylt- ingarhugurinn undir niðri í álfunni, enda braust hann bráðlega út á ný í mörgum löndum. Það eru aðallega þrjú við- horf þessarar ólgu og um- brota í álfunni, sem koma til athugunar. 1. Það er krafan um pólitískt frelsi, skoðana- og mál- frelsi, athafnafrelsi og írjáls viðskipti, og framar öllu öðru krafan um áhrif fólksins á stjórn ríkjanna. 2. Það er í öðru lagi krafan um þjóðerníslegt frelsi og einingu, krafan um sjálf- stæði þjóðlönd. Það er fyrst, er hjer kemur sögu, að sú skoðun tekur að . ryðja sjer til í’úms, að sjerhver þjóð, að eins vegna þess að hún býr yfir sjerstöku þjóð- erni, eigi rjett'á því að vera frjáls og sameinuð. 3. f þriðja lagi byrja svo um þetta leyti að koma fram kröfur um víðtækar þjóð- fjelagslegar endurskipu- lagningar, sem tryggi fjöldanum, verkalýðnum, góða efnahagslega af- komu, sem aðeins fáir sjeu aðnjótandi. Það er upphaf hins theoretiska social- isma. Áhrif hinna fyrstu social- istísku kennisetninga eru lít- il á þessum tíma. Það ‘er aðallega frelsishreyf ingin, krafan um pólitískt frelsi, og þjóðernisvakning- in, sem móta umbrot tímanna og leiða til byltinga og nýrra átaka. . Þegar hjer er komið sögu, dregur óðum að því, að sam- an fári þróun í þá átt, að lýð- ræðið að ytra formi og innri hugsjónum, ryðji sjer til rúms meðal þjóðanna. Tvennar byltingar, á 19. öldinni hafa mikil og víðtæk áhrif. Báðar eiga.upptök sín í Frakklandi, en áhrifa beggja gætir mjög víða um álfuna. Þetta eru júlíbylting in 1830 og febrúarbyltingin 1848. 1848 leiddi tveggja daga uppreins í París til þess, að konungdæmi millistjettanna frá 1830 var að velli lagt og boðað til þings, þar sem karl ar áttu kosningarrjett og skyldi þetta þing setja Frakk landi ný grundvallarlög eða stjórnarskrá. Þingið afgreiddi grundvall arlög eftir amerískri fyrir- mynd og skyldi ko.sinn for- seti lýðveldisins af þjóðinni, með sjálfstæða handhöfn framkvæmdarvaldsins, en löggjafarvald skyldi vera hjá þjóðþingi og forseta. Flest önnur lönd álfunnar inn- leiddu hjá sjer þingstjórnar- fyrirkomulag í einni eða ann arri mynd, með meira eða minna takmörkuðum kosn- ingarrjetti karla. Þó að þingin og raúnveru- leg áhrif fólksins væru víða meira í sjón en raun, hafði þó krafan um pólitískt frelsi þegnanna unnið mikla sigra.. Afturkippir áttu að vísu eftir að gera vart við sig. M.a. í Frakklandi, þar sem bróðurson Napoleons mikla, Lo^is Napoleon, hafði verið kosinn forseti. Hann tók völd in brátt í sínar hendur og endurreisti keisaradæmið, (Napoleon III.). f Þýskalandi, Austurríki og ítalíu lenti alt í sama farinu aftur. En í ýmsum hinna smærri ríkja hjelt hin frjálslyndari stjórnskipun velli. — í Belg- íu, Sviss, Danmörku og Hol- landi. Afturkippirnir voru þó ekki langvinnari en svo, að um 1880 var á ný einhvers konar þingstjórnarskipulag, mis- jafnlega frjálslegt og þrosk- að og misjafnlega lýðræðis- legt, í öllum i’íkjum Evrópu, nema Rússlandi og Tyrk-i landi. Ekki er þó hægt að tala um þingræði í þeirri merkingu, sem nú er átt við með því stjórnarformi, þar sem þing- ið bindur vald þjóðhöfðingj- ans miklu meir en þingstjórn arskipulag 19. aldar ráðgerði. Tilkoma þinganna, sem bundu vald kónga og einvalda og gáfu fólkinu hlutdeiíd í stjórn ríkjanna, var stórt spor í þróunarsögu lýðræðis-* ins. Hitt er augljóst, að í engu landi var þin gstj órnarfyrir- komulag í því formi, sem full nægði ytri kröfu lýðræðisins um raunverulega sjálfstjórn fólksins. Valdsvið þinganna var sumstaðar of takmarkaði og kosningarjetti til þeirra nijög ábótavant. Á síðari hluta 19. aldar og í upphafi 20. aldarinnar mið- ar þeirri þróun hins vegar jafnt og þjett áfram í hinum einstöku ríkjum, að þingin eflist og kosningarrjettur rýmkist, verði almennur og frjáls. En ef okkur verður aðeins litið til Bretlands, sem þá var fyrirmynd þingræðisins, sjáum við, að þróunin þar var hæg. Það er fyrst árið 1867 sem segja má að faglærðir verka- menn (artisans) fái kosning arrjett og árið 1884 landbún aðarverkamenn. Þarna varð bið um lengri tíma. Og við endalok fyrri heimsstyrjald- ar (1914—18) höfðu .aðeins, tæplega % hlutar fullorðinna karla kosningarrjett. En þá fyrst fengu ekki aðeins allir karlar, heldur einnig konur almennan kosningarrjett. í síðustu kosningum í Bret landi fyrir fyrri heimsstyrj- öldina (1914—18) voru að eins greidd rúmlega 6 milj. at kvæði. En í kosningunum 1935 greiddu 22 millj. atkv., og um 25 millj. í júlí s.l. Þó var það svo, eftir 1884, að flestir fullorðnir karlmenn gátu fengið kosningarrjett, ef þeir sóttu um það, eða upp fyltu viss skilyrði. Svipaða sögu er að segja um önnur ríki álfunnar að, þessu leyti. Frh.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.