Morgunblaðið - 25.03.1947, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.03.1947, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 25. mars 1947, — Hrakn.ingarn.ir milli kl. fjögur og fimm. Ekið var í lest og fór snjóýtan fyrir henni. Allir vildu komast í bæ- inn og þrengdi fólkið að sjer sem mest það mátti og mun í sumum bílunum hafa verið yfir 30 manns. Sennilegt er að hinir stóru farþegabílar hafi verið milli 20 og 24. Milli þeirra voru svo jeppabílar og herbílar. Hríðin og veðrið var mikið og sást illa milli bílanna, þó bilið væri aðeins örfáir metrar og í verstu byljunum sá ekki í milli þeirra. Alstaðar meðfram veg- inum sáust bílar sem fólk hafði orðið að yfirgefa og voru sum- ir þeirra hálffenntir í kaf, var talið að lestin hefði ekið fram á 50 bíla. Bensínleysi og bilanir. Öðru hverju alla leiðina tafð- ist lestin í lengri tíma vegna þess, að nú tók bensínleysi að gera vart við sig og nokkrir bíl- ar komust ekki lengra vegna vjelbilana. Fólki úr þessum bíl- um var reynt að koma fyrir í hinum bílunum og sýndu bíl- stjórar og farþegar mikla lipurð x þessu. • A Sandskeiði. Þegar lestin kom að Sand- skeiði voru þar fyrir nokkrir menn er stöðvuðu hana. Sögðu þeir að í vegavinnuskúr þar rjett hjá væri maður er heíði meiðst á skíðum og hafði ver- ið komið með hann þangað of- an úr Jósefsdal. Þar hafði hann marist illa er hann var að stökkva á skíðum. Hinum slas- aða manni var komið fyrir í einum bílanna. En á leiðinni varð bíllinn bensínlaus og varð því að flytja hinn slasaða í ann an bíl. Menn þeir er komu fyr- ir lestina á Sandskeiði höfðu þá sögu að segja, að með þeim væri og lítill drengur, er einn þeirra hafði bjargað nokkuð þar frá. Hann var að því kominn að gefast upp er hann fanst. Var hann borinn heim í skúrinn og hlúð að honum. Barn fæðist í lögreglubíl. Þegar lestin kom að Selási spurðust þau tíðindi, að lög- reglubíll hefði verið þar á ferð og í honum hefði verið kona, sem var að því komin að fæða harn. Sagan er í stuttu máli .þessi: A sunnudagskvöld var hringt til yfirljósmóður fæðingardeild ar Landsspítalans, frá Lögbergi, og hún beðin að koma að Sunnu hlíð við Geitháls. Þar væri kona sem að því væri komin að fæða barn. Sá sem talaði við yfir- Ijósmóðurina var faðirinn. Hann hafði þurft að brjótast fótgangandi alla leið frá Geit- hálsi að Lögbergi til að ná í síma. Um kl. 10,30 var lagt af stað hjeðan úr bænum í stórum lög- reglubíl. Þó færðin væri erfið gekk ferðin sæmilega upp eft- ir. I bílnum var auk Ijósmóður- 'innar ungfrú Guðrún Ólafs- ;<lóttir nemandi við Ljósmæðra- skólann og þeir lögreglumenn- irnir Hjörtur Guðmundsson, Guðm. Brynjólfsson, Einar Ás- grímsson og Leifur Jónsson. Á leiðinni til Reykjavíkur bil aði bíllinn lítilsháttar skamt frá Geithálsi. Var nú haldið áfram uns komið var niður und ir Árbæ. Þar var mjog langur og erfiður skafl. Meðan lög- reglumennirnir voru að koma- bílnum í gegnum skaflinn fæddi konan sveinbarn, sem vóg 14 merkur. Fæðingin gekk vel, því yfirljósmóðirin hafði með sjer allan hugsanlegan út- búnað. Barnið var vafið inn í teppi og utan um þau var frakka eins lögreglumannsins vafið. Móðirin heitir frú Sigríð- ur Sigurðardóttir. Þegar lögreglubíllinn var kominn niður í Ártúnsbrekku brotnaði hann og þurftu lög- reglumennirnir að vekja upp að Útskálum við Suðurlandsbraut. Þar hringdu þeir í lögreglustöð ina og var annar bíll tafarlaust sendur af stað. Konan og barn- ið voru flutt yfir í þennan bíl og komið var á fæðingardeild- ina kl. 2,30 í fyrrinótt. Er blaðið átti tai við yfir- ljósmóðurina í gær, sagði hún líðan þeirra beggja góða. Við Selás. Víkjur nú sögunni aftur að skíðafólkinu við Selás. Þar var nokkuð löng töf. Meðan á henni stóð bar þar að Jón Oddgeir Jónsson fulltrúa Slysavarnar- fjelagsins. Hann var þá á leið- inni upp s£ Lögbergi, því hann hafði grun um að þar myndi vera fólk, sem komið hefði á skíðum ofan frá Kolviðarhól og myndi þurfa aðhlynningar við. Var honum sagt, að þeir sem þar hefðu verið, hefðu komist í bíla og væri því ekki þörf fyrir hann að halda átram. Hafði Jón með sjer teppi og komu þau að góðu haldi. Fólk var orðið bæði þreytt og mörgum kalt og mat höfðu víst fæstir bragðað að neinu ráði síðan á laugardagskvöld og urðu margir aðnjótandi. Þá voru þess líka dæmi að menn gengu milli bílanna og bæðu um tóbak, því það var þrotið hjá mörgum. Síðasta töfin á ferðinni var hjá Árbæ í skaflinum þar. Þar brotnaði öxull í stórum farþega- bíl, sem stóð á miðjum vegi. Fóru margir bílanna þá beint út af veginum og óku eftir móun- um nokkurn spöl og munu flest ir hafa komist heim til sín eftir 12 til 12% klukkustunda ferð. Þrátt fyrir þessa erfiðleika við að komast heim í bólið sitt, voru allir í góðu skapi, og ekki síst bílstjórarnir og ýtumenn- irnir, sem öðru hverju ljetu brandara fjúka og sýndu frá- bæran dugnað og lipurð. Allt að 300 manns. I bílunum bollalögðu menn, sem til „næturstyttingar“ hversu margir myndu vera í bíl unum í lestinni. Þóttust menn ekki áætla of háa tölu, er þeir giskuðu á 300 manns. BRUNALIÐIÐ KVATT Á VETTVANG. SLÖKKVILIÐIÐ var í gær- morgun kallað að Barmahlíð 24. Þar hafði kviknað í rusli í misstöðvarherbergi. Skemdir j urðu þar engar. Hafnarfjarðarbát rekuráland.bann er talinn ónýtur Á SJÖTTA tímanum í fyrri- nótt losnaði m. b. Ásbjörg G.K. 300 frá múrningum sínum, þar sem hún lá á höfninni í Hafn- arfirði, og rauk upp á land, fyrir neðan ,,Hamarinn“ hjá Vjelsmiðju Hafnarfjarðar. — Grjót uppfylling er þarna mik- il sakir lagningar Strandgöt- unnar, og er báturinn lenti í grjótinu rifnaði kjölurinn und- an honum, og báðar síðurnar rifnuðu allmikið. Báturinn var mannlaus. í viðtali er Morgunblaðið átti í gær við framkvæmdar- stjóra Bátafjelags Hafnarfjarð- ar, Jón Halldórsson, en það fje- lag er eigandi bátsins, skýrði hann svo frá: Síðari hluta sunnudagsins var orðið all hvast að norð-vestan í Hafnar*- firði og spáð var áframhald- andi hvassviðri og sjóasamt við bryggjurnar. Voru því all- ir þeir bátar, er múrningar áttu í höfninni fluttir að þeim, þar eð bátaeigendur töldu það tryggara en að þeir lægju við bryggju. Á sjötta tímanum í fyrri nótt urðu menn varir við það að einn báturinn hafði losn að frá múrningum sínum og rekið á land upp undir „Ham- arinn“ sunnar við Vjelsmiðju Hafnarfjarðar. Veltist báturinn þarna til í grjótuppfyllingunni. Við athugun kom í ljós að kjöl- ur bátsins hafði rifnað undan honum, og báðar síður hans brotnað all mikið. Báturinn var fullur af sjó, og þess vegna mjög líklegt að vjel hans sje töluvert skemd, í gær voru athugaðir möguleikar að ná bátnum út, og telja menn að það muni vera mjög erfitt, og mjög litlar líkur á því að það takist. Skoðunarmenn hafa látið það álit í ljósi að ekki muni borga sig að gera við bát- inn, og sje það eina, sem hægt sje að gera að reyna að bjarga því, sem bjargað verður úr vjel hans. Orsök þess, að báturinn slitnaði upp var sú að keðja múrninganna slitnaði. Með hverjum hætti það hefir orðið vita menn ekki. ABA hætlir ilugferð- um til íslands SÆNSKA flugfjelagið ABA hefir ákveðið að leggja niður flugferðir milli Svíþjóðar og Is- lands, sem það hefir haldið uppi öðru'hvoru síðan 1945. Ástæðan til þessa er flugvjelaskortur, að því er talsmaður fjelagsins skýrði Morgunblaðinu frá í gær. ABA hefir í hyggju að hefja flugferðir til íslands á ný í janúarmánuði 1948 og nota þá til flugsins flugvjelar, sem eru stærri, en Skymastervjelarnar. Flugferðir ABA hafa aukist svo til ýmsra Evrópulanda undan- farið, að það telur sjer ekki fært að halda íslandsferðunum áfram, fyr en fjelaginu hefir bæst meiri flugvjelakostur. Starfsmenn ABA, sem hjer hafa dvalið munu nú á förum, eða vera farnir til Svíþjóðar. Aldamótadans Þetta er atriði úr kabarettkvöldi þeirra ungfrú Sigríðar Ár- mann og Lárusar Ingólfssonar, sem þau halda í kvöld í Sjálf- stæðishúsinu. h þríðja hundrað manns gistír ai Kolviðarhólí Um m fóru gangandi að Lögbergi MILLI 4 OG 500 manns var veðurteppt að Kolviðarhóli og öðrum skíðaskálum þar í grend s. 1. sunnudag, er vegurinn þangað tepptist vegna snjóa. Leituðu flestir sjer hælis á Kol- viðarhóli, þótt þar væri þegar fullskipað. Munu hafa dvalið þar á aðfaranótt mánudags hátt á þriðja hundrað manns. Var hjer allmikið um börn og unglinga að ræða. Samningar Dana og Færeyinga Kaupmannahöfn í gær. Einkaskeyti til Morgun- blaðsins. í FRJETTASKEYTI frá Thorshavn í Færeyjum er skýrt frá því, að s. 1. föstudag hafi Lögþingið samþykt einróma uppkast að stjórnarskrá fyrir eyjarnar, sem viðræðugrund- völl í væntanlegum samning- um milli Færeyinga og Dana. Þessi einróma samþykt kom mönnum á óvart, þar sem Lög- þingið hefir jafnan verið skift í þessum málum áður. En það sje samt ekki ástæða til bjart- sýni um fyrirhugaðar viðræður Dana og Færeyinga, þar sem lögþingsmenn hafi greitt at- kvæði með uppkastinu af mjög mismunandi og raunar ólíkum ástæðum og ósamræmanlegum ástæðum. Búist er við samninganefnd frá Færeyjum til Hafnar í lok aprílmánaðar. — Páll. „Sæyar" kominn til Vopnafjarðar í HÁDEGISÚTVARPI í gær lýsti Slysavarnarfjelagið eftir mótorskipinu Sævar frá Norð- firði. Vjelbilun hafði orðið hjá skipinu á Hjeraðsflóa og hrakti það að landi. Milli klukkan fjögur og fimm í gær barst Slysavarna- fjelaginu fregn um það að Sæv- ar hefði komist af eigin ram- leik til Vopnafjarðar og að skipsmönnum liði öllum vel. Matur skamtaður. Eins og gefur að skilja var þar þröngt á þingi, en leitast var við af fremsta megni að koma mönnum fyrir. Sýndu keppendur skíðamótsins, sem þar dvelja, m. a. mikla hjálp- fýsi í því. Þar sem óvíst var, hve lengi menn þyrftu að dvelja þarna, var tekin upp skömtun á mat. Varð að fjór- og fimm-skifta í borðstofuna til þess að allir gætu fengið „sinn skamt“, vá 1 Um 100 manns ganga að Lögbergi. í.gærmorgun var útlit fyriii sama veður og óvíst talið, hvort nokkuð myndi rætast úr með færðina, þannig að margir kusu að leggja af stað gangandi f bæinn. Mun það hafa verið um 100 manns. Gekk því ferðin yf- irleitt vel niður að Lögbergi, en. þangað var þá orðið bílfært úr; bænum. Um sjö leytið í gærkvöldl hafði ýtum aftur á móti tekist að ryðja veginn upp að Kolvið- arhóli, þannig að allir, sem þail voru veðurteptir, komust heim, t Hollensku kaup- sfefnunni fresiað VERSLUNARRÁÐ ÍSLANDS óskar að vekja athygli á því, að sökum mjög erfiðra veður- skilyrða undanfarið hefir kaup stefnunni (Royal Netherlands Indrustries Fair), sem haldai átti í Utrecht dagana 11.—20. mars þ. á., verið frestað til -5. apríl næstkomandi. Mun kaup- stefnan stanaa yfir dagand 15.—24. apríl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.