Morgunblaðið - 25.03.1947, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.03.1947, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ [ Prlöjudagur 25. mars 1947 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgSarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Ámi Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði innanlanda. kr. 12,00 utanlands. f lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók. Of dýrir forystumenn ÞAU EINSTÖKU tíðindi gerðust á Siglufirði í fyrrinótt, að máttarviðir stærstu síldarskemmu landsins hrundu undan snjó, sem sest hafði á þakið. Þetta var stærsta hús landsins, nýbygt og átti ekki að vera neitt hrófatildur. Hús þetta var eitt af stórvirkjum nýsköpunarinnar, sem landsmenn setja alt sitt framtíðartraust á. Og svo skeður það, að þeir, sem byggingunni rjeðu hafa gleymt að reikna með því, að það kemur fyrir, að snjór fellur á íslandi og leggst stundum þungt á húsþök, ekki síst á Siglufirði, einhverju snjóþyngsta hjeraði landsins. Það hafði verið ágreiningur um þessa byggingu milli byggingarnefndarinnar og stjórnar síldarverksmiðja ríkis- ins. Stjórn síldarverksmiðjanna taldi að byggingin væri ekki nógu traust. Því miður hefir nú komið í ljós, að verksmiðjustjórnin hafði á rjettu að standa. Tjónið af þessu er metið á aðra miljón krónur. Þar bæt- ist álitleg upphæð enn við kostnað þann, sem orðinn er af hinum nýju síldarverksmiðjum og farið hefir svo langt fram úr áætlun, sem alþjóð er nú kunnugt orðið. Okkar litla þjóð hefir ekki ráð á, að hafa jafn dýra for- ystumenn og þá, sem ráðið hafa framkvæmdum við hinar nýju síldarverksmiðjur. Við höfum ekki efni á þeirri ráðs- mensku, sem lýsir sjer svo átakanlega í því, sem skeði norður á Siglufirði, er þakið á síldarskemmunni fjell und- en snjónum, sem hafði setst á það. Með slíkri forystu verður nýsköpunin of erfið og of dýr. Það má segja, að menn geti leikið sjer að „Falkur- útgerð“, eða öðrum æfintýrum upp á eigin spýtur og ábyrgð, en þegar farið er að nota til þess opinbert fje, er gengið feti framar én sæmilegt er, eða þolað verður. Framtíð Þýskalands UTANRÍKISRÁÐHERRAR STÓRVELDANNA hafa nú setið á rökstólum í Moskva í tvær vikur og er ekki sjeð að um mikinn árangur af þeim viðræðum hafi verið að ræða. En vonandi stendur það til bóta og heimurinn væntir þess að þeir valdamenn, sem þar ræðast við, komi sjer saman um hvað gera skuli við Þýskaland og þar með hvernig friðurinn í heiminum verði best trygður. Á Potsdam-ráðstefnunni, sem haldin var skömmu eftir að ófriðnum í Evrópu lauk komu hinir þrír stóru sjer saman um í aðalatriðum hvernig Þýskalandi skyldi stjórnað í framtíðinni. Eitt mesta ágreiningsefnið á fund- inum í Moskva nú er hvernig Þjóðverjum skuli gert að greiða stríðsskaðabætur. í Potsdam varð samkomulag um, að Þjóðverjum yrði gert að greiða skaðabætur í vörum, en þó þannig, að þeir yrðu sjálfum sjer nógir og yrðu ekki byrgði á bandamönnum fyrir, að skaðabæturn- ar yrðu svo þungar, að þeim yrði um megn að greiða þær. Annað, sem samþykt var í Potsdam, var að Þýskaland skyldi verða ein fjárhagsleg heild. Bæði þessi samkomulagsatriði hafa verið brotin. Rúss- ar hafa ekki getað látið sjer nægja, að fá unnar vörur upp í skaðabótakröfur sínar, heldur hafa þeir tekið vjelar og verksmiðjur frá Þýskalandi og flutt þær til Rússlands. Rússar fengust heldur ekki til að ganga inn á, í fram- kvæmdinni, að Þýskaland yrði gert að einni fjárhags- heild og fór því svo, að Bretar og Bandaríkjamenn gerðu sín yfirráðasvæði að fjárhagslegri heild fyrir nokkru. Litu Rússar það óhýrum augum og hafa ekki sparað gagn- rýni á þá ráðstöfun. Það er ekki nema eðlilegt, að nokkur ágreiningur verði milli Rússa og hinna vestrænu þjóða. Lífsskoðanir þeirra eru svo ólíkar okkar lífsskoðunum. En þess er að vænta, að utanríkisráðherrarnir nái samkomulagi síri á milli um framtíð Þýskalands, þótt báðir þurfi að láta eitthvað undan í kröfum sínum. — Á samkomulagi um framtíð Þýskaland'; getur heimsfriðurinn oltið. f-ar: urerji álnja ÚR DAGLEGA LÍFINU Hrakningar skíðafólksins um helgina. HRAKNINGAR skíðafólksins um helgina ætti að vera mönn- um áminning um, að gá betur til veðurs og gæta þess að leggja ekki upp í tvísýnu á fjöll um hávetur. Það getur haft og hefir haft alvarlegar afleiðing- ar. Því miður er það svo, að þrátt fyrir allar aðvaranir gæta menn þess ekki að klæða sig nógu vel í fjallaferðir. Einkum eru það blessaðar dömurnar, sem hugsa meira um útlitið, en heilsuna þegar þær fara í skíða ferðir. Forystumenn skíðafjelaga og skíðafólk alment ætti að gera sjer að reglu, að kynna sjer hjá Veðurstofunni hvernig veð urútlitið er, áður en lagt er af stað í skíðaferð, einkum þegar veðurútlit er þannig. að það getur brugðist til beggja vona. Það hefir hreint ekki verið skemtilegt fyrir skíðafólkið að vera í hrakningi upp á heiðum allan sunnudaginn og mánu- dagsnóttina. En hrakningana hefði verið hægt að forðast, ef forsjáin hefði verið meiri en kappið að komast á skíði. • Waldoza. HVAR, sem komið er í bæn- um um þessar mundir er minst á Ernesto Waldosa og listir hans og hæfileika til að dá- leiða menn og láta þá gera ým- islegt í dáleiðsluástandinu, sem þeim annars ekki dytti í hug að gera. — Waldoza gerir á- hoTfendur sína að fisksölum, lögreglumönnum, kvennabós- um, sem faðma stokka og steina, þegar Waldoza lætur þá halda, að stólarnir sjeu fagrar konur. — Waldoza breytir vatni í vín o. s. frv. Þetta er alt græskulaust gam an. sem engum gerir neitt til. — Dáleiðsla er ekki neitt nýtt fyrirbrigði í heiminum. En það ér fullyrt að ekki sje hægt að láta menn gera neitt í dáleiðslu svefni, sem sje andstætt sam- visku hans og hugmynd um al ment velsæmi. — En það dá- samlegasta við dáleiðsluna er, að það er hægt að nota hana til lækninga og hefir eitt slíkt tilfelli átt sjer stað nú á með- an Waldoza dveliír hjer. — Til þess að fyrirbyggja misskilning og forða slúðri sem vafalaust kemst á kreik, ef að vanda læt ur, þá er best að segja það strax, að hjer er ekki um nein- ar undralækningar að ræða nje straum og skjálfta á "einn eða annan hátt. — Pilturinn með kreptu fingurna. ÞAÐ var á einni kvöldskemt uninni hjá Waldoza hjer á dög unum, að einn áhorfenda, sem gaf sig fram var ungur piltur, sem ekki gat rjett úr fingrun- um á annari hendinni. — Wal- doza tók eftir þessu og piltur- inn sagði, eins og var, að hann væri búinn að vera svona lengi með krepta fingur og það hefði ekki tekist að rjetta þá. Wal- doza reyndi þá með dáleiðslu, að rjetta úr fingrum piltsins og tókst. það sæmilega vel, en þó ekki alveg. Síðan hefir piltur- inn komið nokkrum sinnum til Waldoza og er nú svo komið að hann rjettir alveg úr fingr- unum, en þeir eru nokkuð stirð ir ennþá, en munu verða alveg eðlilegir áður en langt líður. / Ekkcrt yfir- náttúrulegt. ÞAÐ er vitanlega dásamlegt að drengurinn skuli hafa feng- ið heilbrigða hendi, en hjer er ekki um neitt yfirnáttúrlegt að ræða. — ,,Vöðvarnir“ í hand legg piltsins voru heilbrigðir, en það sem ekki var í lagi voru taugarnar, sagði Waldoza við mig er jeg átti tal um þetta til- felli við hann. „Það má segja, að skipunin frá heilanum tM handarinnar um hreyfingu fingranna hafi ekki komist fram. — Það var alt og sumt. Þannig má hjálpa mörgum og menn geta hjálpað sjer sjálf ir, því trúin flytur fjöll. — En Waldoza tekur það fram, að hann sje enginn læknir, þó það hafi komið fyrir að hann hafi getað aðstoðað lækna í einstök um tilfellum. Er lítið um drykjumenn. NOKKRIR ölkærir menn hjer í bænum hafa leitað til hans og spurt hann hvort hann gæti ekki fengið þá til að hætta að drekka. — Telur hann líklegt að það sje hægt. en hann seg- ist ekki vilja eiga við það, því drykkjuskapur sje sjálfskapar- víti, sem menn geti sjálfir van ið sig af, ef þeir aðeins vilja og trúa því, að þeir geti það. Waldoza er enginn galdra- maður, heldur kunnáttumaður í efni, sem vísindin þekkja og viðurkenna. — Hann skemtir fólkinu á græskulausan hátt með kunnáttu sinni og er ekki nema gott eitt um það að segja. • Nýbreytni í skemtanalífinu. SÚ nýbreytni hefir verið íek in upp í veitingasölunum að Hótel Borg, að hætt er að hafa dansmúsik á sunnudagskvöld- um, en í stað þess eru leikin sígild verk og borð sett á dans- gólfið. Teppi var sett á gólf Gylta salsins og veitingasal- irnir gerðir eins vistlegir og frekast var unt, með blómum á borðum o. s. frv. Það hefir oft verið yfir því kvartað, að all sukksamt væri á Borginni á sunnudagskvöld- um vegna dansfólks, sem kem þar aðeins til að fá „sjer snúning“. Allir gangar eru full ir af þessu dansfólki og hvert borð setið, en dansararnir þamba í sig gosdrykki, sem stundum eru ‘bættir með ein- hverjú sterkara. Þeir, sem hafa viljað koma til að gera sjer ' dagamun í mat á sunnudegi hafa ekki komist að. Nú hefir veitingastjórinn hugsað sjer að ' bæta úr þessu og fyrsta til- (raunin gafst einstaklega vel. Það var alt annar svipur á Borginni á sunnudagskvöldið var en verið hefir áður. ,|,. .... - „ m m -_- ,r ,r rn T . •., .... „ __________________^ MEÐAL ANNARA ORÐA . . : . | . , -„n—----------------------„- Norðmenn undirbúa víðtæka upplýsingr larfsemi í OSLOARBLAÐINU „Aften posten“ er nýlega skýrt frá til- lögum og fyrirætlunum Norð- manna til að kynna land sitt og framleiðsluvöru erlendis. I þeim tilgangi er í ráði að stofna sjerstaka upplýsingassjóð, sem útflutningsfyrirtæki í Noregi leggja sinn skerf til og sem notaður verður sem sameigin- legur sjóður til upplýsinga og auglýsingastarfsemi fyrir norskar vörur um allan heim. Til þess , að kynna norskar vörur á erlendum marköðum og vinna þeim nafn er í ráði að selja allar norskar útflutn- ingsvörur undir einu og sama merki og á þetta merki að tryggja kaupendum að aðeins sje um fyrsta flokks vörur að ræða. í greininni segir, að Norð- menn hafi margskonar fram- leiðslu, sem hægt sje að selja á erlendum markaði með góð- um árangri ef rjett sje að farið. Með því að allir útflytjendur slái saman og til verði sam- eigiölegur sjóður til upplýs- inga og auglýsinga erlendis sje hægt að lyfta Grettistaki á þessu sviði. Byrja með landkynningu. SJERFRÆÐINpAR Norð- manna í kynnningarmálum telja, að fyrst eigi að byrja að kynna lahidið og þjóðina er- lendis og nota sjer af frægð þektra Norðmanna með því að nota nöfn þeirra óspart, t. d. eins og Fridtjof Nansen og listamenn Noregs eigi að taka þátt í þessari kynningu, t. d. málarar, myndhöggvarar, tón skáld, rithöfundar, ' arkitektar og verkfræðingar. Það eigi að leggja áherslu á að kynna hina gömlu menn- ingu Norðmanna og minna al- menning erlendis á átak Norð- manna í styrjöldinni. Þegar þannig sje búið að kynna Norðmenn og Noreg erlendis verði hægara að selja norskar vörur. Upplýsingastarfsemi sje nauð synleg til að kynna landið og þjóðina, sem framleiðslan sje frá, en síöan sje hægt að byrja á auglýsingastarfsemi fyrir sjálfar vörurnar og hið sam- eiginlega gæðamerki þeirra. Þegar merkið sje orðið þekt sje svo hægt að selja á erlend- um markaöi allar þær vörur, sem Norðmenn geta framleitt fyrir samoærilegt verð og aðr- ar þjóðír. Norskar stúlkur sem fegurðarfyrirmynd. Þá er gert rað íyrir, að hægt verði að flytja fegurðarmeðul kvenna irá Noregi og auglýsa með því, að norskar stúlkur hafi yfirlit fallegt útlit. -Það sje hægt að nota norskar stúlkur sem fegurðarfyrirmyndir. Er bent á, að það sje fyrst og fremst auglýsingastarfsemi að þakka hve Bandaríkjamönnum hefir gengið vel að útbreiða Framh. á bls. 8.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.