Morgunblaðið - 25.03.1947, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 25.03.1947, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 25. mars 1947 MORGUNBLAÐIÐ 7 Úr dafflegea láiisaa á Höin: Borgin við Sundið er hrdslagaleg og köld eftir tveggja mdnaða frost Kaupmannahafnarbúar hafa ekki í manna minnum lifað annan eins fimbulvet- ur og nú er að líða. Og það er ekki nóg, heldur haf a þeir aldrei verið jafn illa undir það búnir að taka á móti köldum vetri sem nú. Klæð- litlir eftir styrjaldarárin og svo að segja eldiviðarlausir. Þessa vetrar verður ábyggi- lega minst í sögu Danmerk- ur sem kuldavetrarins mikla •—eins og raunar í fleiri lönd um Evrópu. Ofan á kuldann, klæðleysið, eldiviðarleysið og vöruþurð yf- irleitt bætist svo það, að að- drættir allir til Kaupmanna- hafnar hafa verið örðugir. — í tvo mánuði hafa sundin verið ísi lögð og í tvo mánuði hefir verið stöðugt frost, alt frá frost marki upp í 25—30 stiga frost. Það er ekki að furða þótt hinir fyr svo glaðlyndu Kaupmanna- hafnarbúar sjeu prðnir hálf- súrir á svipinn. Brandararnir í „Línu 8“, eru ekki lengur jafn liðugir nje sniðugir og þeir voru og hinir orðhvössu og frægu reiðhjólandi sendisveinar, sem Ijetu gamanyrðin fjúka um leið og þeir beygðu við hvert götú- horn, eða blístruðu hvelt, síð- ustu dægurlögin, eru nú þegj- andalegir og niðurlútir og geta ekki komið upp hljóði fyrir munnherpu í kuldanum. Eins og áhorfendur á skíða- móti. Eitt af dönsku blöðunum komst svo að orði fyrir nokkru, að Kaupmannahafnarbúar væru klæddir eins og Norðurpólsfar- ar og það er að nokkru leyti satt, en þó væri því betur lýst með því að segja, að fólkið á götunum í Höfn vaeri til fara eins og áhorfendur á skíðamóti í Hveradölum. En inni í bestu veitingasölum bogarinnar, á Wivex og D’AngÆterre, má sjá virðulega forstjóra, gráhærða, eða sköllótta, eftir atvikum, með brjóstvasann á jakkanum hægra megin, því þeir hafa þeg ar látið snúa efninu í fötunum sínum einu sinni, sökum fata- efnisskorts, og ef ekki tekst að rjetta úr því, sem Danir kalla „Gjaldeyriskryppuna“ á næst- unni, má búast við að brjóst- vasinn verði aftur kominn á sinn stað að hausti, þegar bú- ið er að snúa efninu aftur til síns upphafs. Erfitt að fá í matinn. Það hefði einhvern tíma þótt ótrúleg saga, að sæmilega efn- aðar fjölskyldur í Kaupmanna- höfn þyrftu að lifa á vatnsgraut og hálfþurru áleggslausu brauði frá degi til dags. En það á sjer stað í ótalmörgum heimilum í Kaupmannahöfn þessa dagana. Mjólk fæst ekki í grautinn vegna þess, að aðflutningar til Kaupmannahafnar hafa teppst. Nokkrum sinnum í vetur kefir Kaupmannahöfn verið jafn ein- angruð og sveitabær norður á Eldiviðarskortur — Öflun matvæla erfið vegna aðflutningserfiðleika Eftirívar Guðm undsson Jafnvel lífverðir konungs unnu að snjómokstri. Hornströndum eftir stórhríð. — Það hefir ekki verið hægt að komast til eða frá borginni sjó- leiðis, í bíl, eða járnbraut sök- um snjóalaga og um fyrri helgi týndist bókstaflega Kastrupflug völlurinn við Kaupmannahöfn í tvo daga í snjó. Danir geta ekki lengur leyft sjer að smyrja brauðið sitt, eins og áður, því smjörskammtur hvers einstaklings er lítill í sjálfu smjörlandinu og þegar vinna lagðist piður í Ködbyen og öðrum sláturhúsum var víða lítið um álegg á brauð. í kvennadálki í einu Kaup- mannahafnarblaðinu stóð eftir- farandi klausa fyrir nokkrum dögum: • „Nú er ekki lengur hægt að fá lifrarkæfu í matvöruverslun um, ,,Spege“-pylsa sjest heldur ekki, nema úr sauðakjöti. Svína kjöt og middagspylsur er erfitt að fá og- ennfremur tilbúinn miðdagsmat, hverju nafni, sem nefnist, nema helst hænu í sósu og með kartöflum, en það er aftur rándýr matur. Slátr- ararnir hafa yfirleitt ekki nema fuglakjöt og það er mesta furða hvernig húsmæðurnar fara að því, að hafa mat á borð- um þessa dagana“. Þegar svo er orðið hart í ári hjá Dönum, þá er von að aðrir kvarti. Þeir, sem eru svo heppnir að ná sjer í hrossasteik, eða hænu í sunnudagsmatinn lenda í vand ræðum með að matbúa, því gas- skamturinn. er smár. Tveggja manna fjölskylda hefir nægileg an gasskamt til að geta hitað sjer, sem svarar þremur te- kötlum á dag. „Hún tló fyrir England“. Feitmetisskamturinn er svo rýr vegna þess, að Danir leggja megin áherslu á að flytja út smjör sitt til að afla sjer gjald- eyris, en gleði almennings yfir þeim útflutningi má kannske sjá af því, að nýlega setti kaup- maður einn við Amagertorg smjörkvartil út í sýningar- glugga verslunar sinnar. — Um smjörtunnuna var bundin stór svört sorgarslæða og áletrunin: ,,Hún dó fyrir England“. Danir hafa orðið fyrir mikl- um vonbrigðum eftir styrjöld- ina. Þejr reiknuðu með því, að í sveltandi heimi myndi verða nógur rrjarkaður fyrir hinar dönsku afurðir. Þeir bjuggust við að Bretar myndu greiða vel fyrir egg, smjör og svínakjöt, sem var og enn er í miklu áliti, sem besta matvara af því tagi, sem til er á heimsmarkaðnum. En þeir reiknuðu ekki með því, að Bretar kæmu jafn fátækir úr styrjöldinni og raun hefir á orðið. Nóg rafmagn, en . . . . Rafstöðvarnar í Kaupmanna- höfn hafa til þessa getað fram- leitt nóg ráfmagn fyrir borg- arbúa, hversu lengi, sem það kann að endast, þar sem mjög er farið að ganga á eldisneytis- birgðir rafstöðvanna. En það kemur ekki Kaupmannahafnar- búum að miklu gagni til að hlýja upp hjá sjer, eða til mat- argerðar, því óvíða eru til raf- magnsofnar á heimilum í Höfn og enn færri rafmagnseldavjel- ar. Við það bætist svo, að raf- magn er mjög dýrt og það er farið mjög sparlega með það til Ijósa af þeim ástæðum. Reykvíkingar, sem eru eyðslusamir með rafmagn og láta loga ljós í hverjum kima, ættu bágt með að skilja þann sparnað, sem HafnarbúaE sýna í notkun rafmagns. Því fór það eins og fór fyrir íslenskum hjónum, sem fluttust til Kaup- mannahafnar í haust. — Þau fengu íbúð og höfðu gamla lag- ið, að láta loga glatt á rafmagns pérunum í íbúðinni, eins og sið- ur er hjer heima. En þau lærðu að spara, eftir að þau höfðu fengið rafmagnsreikninginn eftir fyrsta mánuðinn. Kuldinn ætlar alt að drepa. Eldsneyti er skammtað í Danmörku, en það er ekki nóg að ná sjer í leyfi til eldsneytis- kaupa, því að það er ekki nærri alltaf, sem það fæst þó ihn- kaupaleyfi sjeu fyrir höndum. Danir hafa verið mjög óheppnir með þau kol, sem þeir fengu í Ameríku. Þau reyndust mjög ljeleg. Nokkuð hefir það bætt úr, að olía hefir fengist og víða hefir kolamiðstöðvum verið breytt í olíumiðstöðvar. Það er vitanlega mjög mis- jafnt hvernig fólki hefir tekist að birgja sig upp með eldivið fyrir veturinn. Sumir voru for- sjálir og keyptu mó í haust og lifa á því enn. Aðrir eiga kola- birgðir frá fyrra ári, en fjölda margir eiga ekki neitt og þær eru vafalaust jafnmargar íbúð- irnar í Kaupmannahöfn nú, sem alls ekki eru hitaðar upp, eins og hinar, sem fá 'einhverja hlýjU, en yfirleitt þekkist það ekki, að hitað sje upp nema eitt herbergi í hverri íbúð og víða hafa fjölskyldur flutt saman til að spara eldivið. Þeir, sem best eru stæðir, hafa flutt með allt sitt í gistihús, ef þá hefir verið hægt að fá gistihússherbergi, en það er miklum erfiðleikum bundið um þessar mundir að fá inni, þó ekki sje nema fyrir nótt og nótt. Kvikmyndahús og leikhús eru yfirfull á hverju kvöldi og ekki nærri alltaf, vegna þess, að kvikmyndin eða leikritið sje svo eftirsóknarvert, heldur fara menn í leikhús og bíó til að sitja í sæmilegri hlýju á kvöld- in. Sjúkrahúsin eru full af fólki sem vill heldur liggja þar, en vera í kulda-num heima hjá sjer og eru dæmi þess, að heilbrigt fólk hefir reynt að fá rúm i sjúkrahúsunum með prettum. Fyrir nokkrum dögum varð fanga einum á að strjúka úr dönsku fangelsi. Hann kom aft- ur eftir stuttan tíma og sagðist heldur vilja vera í fangelsinu, en í þessum bannsettum kulda, sem allsstaðar væri utan fang- elsismúranna! Kemuj harðast niður á þeim efnalitlu. Eins og ávalt, þegar harðindi ganga og vöruþurð verður í ein hverju landi, kemur það harð- as niður á þeim efnaminnstu. Og það er engin undantekning frá þeirri reglu í Danmörku. Sögur þær, sem blöðin segja um erfiðleika almennings eru oft hryllilegar. Fyrir nokkrum dögum fór blaðamaður eins Kaupmannahafnar blaðsins í heimsókn í nokkur heimili í Kaupmannahöfn til að kynna sjer hvernig fólkið kæmist af. Hann sagði frá heimilum, þar sem fjölskyldan varð að liggja í rúmum sínum, vegna þess, að hún átti ekki nógu hlý föt til að klæðast í. Á einu heimili voru öll fimm börnin í rúminu og þau voru vafin inn í gömul dagblöð til að halda á þeim hita. Sumsstaðar var frost í í- búðunum. Á einum stað fannst gömul, einstæð kona í íbúð sinni, örend af kulda. Kuldinn hefir verið mörgum erfiður í Evrópu í vetur. Danir hafa fengið sinn fulla skerf af ‘ kuldanum og snjónum. Það mun vera óvanalegt, að sjá mann- hæðaháa snjóskafla á götunum í Kaupmannahöfn í miðjum marsmánuði, en skaflar þessir eru að nokkru leyti af manna völdum, því snjómokstursmenn hafa hlaðið á það, sem fyrir var. Og snjókoman er dýr frá pen- ingalegu sjónarmiði, líka í stórri borg eins og Kaupmanna höfn, þar sem þess er jafnan gætt, að ryðja götur og gang- stjettir. Hríðarveðrið í Höfn um fyrri helgi kostaði borgar- sjóðinn hvorki meira nje minna en 100.000 krónur á dag í nokkra daga, en 5000 manns unnu að snjómokstri á götum borgarinnar. Þrátt fyrir það stöðvaðist öll umferð, eða teptist við og við. Leigubilstjórar lögðu ekki bíla sína í að aka um bæinn og spor- vagnar komust ekki áfram, eða töfðust mikið. Sporvagnarnir eru svo yfirfullir þegar færðin er svona slæm, að ekki er hægt að taka alla með, sem bíða við áfangastaðina. Það er kannske af því, sem ekki heyrist lengur „brandari“ í Línu 8. — Það er sennilega lítið pláss fyrir þá. Hugur Dana í garð íslendinga. Fyrsta spurningin, sem ís- lendingar, sem koma frá Dan- mörku eru spurðir um, er jafn- Framh. á bls. 8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.