Morgunblaðið - 03.04.1947, Blaðsíða 1
16 síður
34. árgangur
78. tbl. Fimtudagur 3. apríl 1947
ísafoldarprentsmiðja h.f.
IMÝJA HEfKLIJHRAIIIMIÐ ORÐIÐ TÍL FERKM.
T------------------------$>
Líklegt að aukaþing S.Þ.
¥erði kvatt saman
_____ «-
Bretar vilja
Palestínumálin
rædd sem fyrst
*
New York í gærkvöldi.
Einkaskeyti til Mbl. frá
Reuter.
SIR Alexander Caddogan,
aðalfulltrúi Breta á þingi sam
einuðu þjóðanna, lagði í dag
fram beiðni um það, að sam-
éinuðu þjóðirnar kalli saman
áukaþing til að ræða Pale-
stínumálin. Bretland fer
fram á það, að aukaþing þetta
skipi sjerstaka nefnd, til að
undirbúa skýrslu um málið,
en skýrsla þessi verði svo
lögð fyrir reglulegt þing sam
éinuðu þjóðanna, sem koma
á saman í New York í sept.
En það þing beðið um að
gera tillögur um framtíðar-
stjórn Palestínu.
UmboSsstjórn Breta.
I beiðni Breta kemur fram,
að þeir munu leggja fyrir als-
herjaþing sameinuðu þjóðanna
skýrslu um umboðsstjórn
þeirra í Palestínu.
Skjót lausn nauðsynleg.
Þá er og í beiðninni athygli
aðalritara sameinuðu þjóðanna,
Trygve Lie, dregin að nauðsyn
þess, að lausn fáist sem bráðast
á Palestínumálunum, en verði
ekki aukaþing kallað saman til
að taka þessi vandamál til með-
ferðar, geýi svo farið að næsta
reglulega þing geti ekki afgreitt
málið.
Bretar fara því fram á það,
að aukaþing verði kallað saman |
ejns skjótt og hægt er, til að
undirbúa málið fyrir hið reglu-
lega þing.
Góðar undirtektir
líklegar.
Frjettaritarar benda á, að
Trygve Lie muni nú athuga
möguleikana á því, að orðið
verði við beiðni Breta. Enda
þótt vitað sje, að aukaþing
muni hafa talsverðan kostnað
í för með sjer, er þó talið mjög
líklegt, að farið verði að beiðni
bresku stjórnarinnar, enda
styðja hin stórveldin fjögur —
Bandaríkin, Rússland, Frakk-
land og Kína þessa málaleitan.
Eldgos í Etnu
Áhuginn fyrir gosum er að vonum mikill núna, og birtir Morgun-
blaðið því hjer mynd af gosi, sem varð í Etnu fyrir skömmu
síðan. Skemmdir af völdum gossins munu hafa orðið allmiklar,
en hjer á myndinni sjást nokkrir menn horfa á straumflóðið,
sem meðal annars eyðilagði vínekrur þeirra.
Fregnir um ú unglingar sjeu
dæmdir til dauða á Spáni
LONDON í gærkveldi.
Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter.
BRESKA stjórnin hefir gefið sendifulltrúa sínum í
Madrid fyrirmæli um að rannsaka fregnir, sem borist hafa
um að allmargir spánskir borgarar undir átján ára aldri
liafi af herrjetti verið dæmdir til dauða. Það er Hector
McNeil, innanríkisráðherra Breta, sem gaf þessar upp-
lýsingar í neðri málstofunni í dag, og ljet þess um leið
getið, að ef ofangreindar fregnir reyndust sannar, hefði
sendifulltrúanum verið gefið ótakmarkað umboð til að
reyna að aðstoða þá dauðadæmdu.
Mál þetta hefur vakið®
mikla athygli undanfarna'yngiá en 18 ára, og lýsti því
daga. Hefur því verið lialdið yfir, að mál þeirrahefði ekki
fram, að níu ungir spánskir enn verið tekið fyrir.
andfasistar hafi verið dæmd- _____( t ,_____
ir til dauða.
Ganga á fund spánska
sendifulltrúans
Málverkasýning Þovald-
í dag gengu fimm fulltrú-
ar æskulýðsfjelaga á fund
Marquis de Santa Cruz, sendi
fulltrúa Spánverja í London,
til að mótmæla því sem þeir
kölluðu „dráp Francos á níu
ungum mönnum“. Einn full-
trúanna sagði eftir á, að
sendifulltrúinn hefði neitað
því, að þeir níu Spánverjar,
sem sagt væri að dæmdir
hefðu verið til dauða, væru
ar opin um páskana.
Málverkasýning Þorvaldar
Skúlasonar verður opin þar
til á annan páskadag. Þegar
hafa sjeð sýninguna milli
600 og 700 manns.
Af þeim myndum sem á
sýningunni eru hafa selst 20
vatnslitamyndir og þrjú mál-
verk. Sýningin er opin frá ld.
10 til 10.
.. . • ‘ • 5
Hundrað milj. rúmm.
af vikri og ösku
JARÐFRÆÐINGARNIR, sem unnið hafa að rannsókn
Heklugossins hafa tekið saman bráðabirgða greinargerð
um gosið. í henni segir meðal annars, að flatarmál hins
nýja hrauns sje um tíu ferkílómetrar- Lengstu hraun-
straumar frá gígunum eru nú komnir í um það bil 5 km
fjarlægð frá þeim.
Morgunblaðinu barst greinargerð jarðfræðinganna í
gærkveldi og fer hún hjer á eftir:
Mökkurinn náði
20 km hæð.
Gosið hófst laugardaginn 29.
mars rjett eftir kl. 6,30. Steig
þá ljósleitur gufumökkur upp
úr tindi fjallsins og hækkaði
óðfluga. Kl. 6,47 fannst stuttur
jarðskjálftakippur um allt Suð-
urland og var styrkleiki hans í
byggðum næst Heklu um 4
(eftir styrkstiganum 1 til 12).
I þann mund hækkar mökkur-
inn mjög og dökknaði. Milli kl.
7 og 8 varð hann hæstur og náði
þá upp í um það bil 20,000
metra hæð. Eftir það lækkaði
hann fljótt niður í 8 til 10,000
metra hæð og hjelst í þeirri
hæð fram undir kl. 3 um dag-
inn, en varð þá um 5,000 metr-
ar.
Eftir fyrstu sprenginguna
huldist fjallið gufu og reyk nið-
ur í um miðjar hlíðar. Er lík-
legt að þá hafi opnast sprungur
eftir fjallsegginni og síðar
mynduðust þar a. m. k. 7 gíg-
ar, einn á tindinum en þrír á
hvorri öxl út í frá, er síðar hafa
gosið með mismunandi styrk,
oftast allir, nema miðgígurinn,
sem aðeins hefir gosið öðru
hvoru.
Vatnsmagnið 20 miljón
teningsmetrar.
í upphafi gossins komu vatns
hlaup úr skriðjöklinum og fönn
um í norðurhlíð fjallsins. Fjell
það niður með Litlu-Heklu að
norðan og sunnan, austan með
Norður Bjöllum og niður í Rang
árbotna og í Ytri-Rangá. Mesta
rennslj hlaupsins, lauslega á-
ætlað, var 1500 teningsmetrar.
á sek., en heildarvatnsmagnið
um 20 miljón teningsmetra.
100 milljón rúmmetrar.
Þegar að- morgni hins 29.
mars tók hraun að renna úr
gígunum og hefir síðan runnið
í.mörgum hraunstraumum. Flat
armál hraunsins er nú um 10
ferkm., en efnismagn um 80 til
100 miljón teningsm. Lengstu
hraunstraumar eru nú komnir
um 5 km frá gígunum.
Oskulagið 10 cm.
Þrjá fyrstu dagana var vind-
ur norðanstæður og bar mökk-
inn til S-SV. Öskufall varð mest
0
fyrsta daginn, varð þá allt að
10 cm. á þykkt í austanverðri
Fljótshlíð. Ekki er búið að vinna
úr öskusýnishornunum, en eft-
ir lauslegri áætlun hafa fallið
þrjá fyrstu daga gossins a. m. k.
100 miljón teningsmetra ösku
og vikurs.
Gosdrunur heyrðust fyrsta
daginn allt norður til Gríms-
eyjar og til Vestfjarða.
Það skal skýrt tekið fram, að
hjer er aðeins um bráðabirgða
greinargerð að ræða. Byggð á
mjög lauslegum útreikningum,
þar eð enn hefir ekki unnist
tími til, að vinna úr þeim gögn-
um, sem safnað hefir verið.
Ástondið í Ruhr talið
mjög alvarlegl
ESSEN í gærkveldi.
Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter.
EINN af aðalfulltrúum Breta 1 kolaeftirlitsnefnd Norð-
ur Þýskalands tjáði bandamönnum í dag, að ákvörðun
Ruhrnámumanna um að gera á morgun eins dags verk-
fall, og minkandi kolaframleiðsla undanfarna viku, mundi
þýða tap meir en 500 þúsund tonna af kolum.
Alvarlegt ástand.
Fulltrúinn sagði að það
mundi taka að minnsta kosti
mánuð að vinna upp tap þetta,
og bætti því við, að ástandið
væri geysialvarlegt.
„Jeg hefi ætíð haldið því
Framh. á bls. 2