Morgunblaðið - 03.04.1947, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.04.1947, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 3. apríl lð47 (slenska hjúkrunarkonan, sem Jneimsótti frumskóga Nýju Guineu MEÐ síðustu ferð Flagsrip Copenhagen frá New York hing að tM lands var ung íslensk hjúkrunarkona, ungfrú Ágústa Magnúss að nafni, dóttir Jónas- ar bónda í Stardal í Kjósar- sýslu. Hún hefir dvalið rúm sex ár í Vesturheimi, unnið þar á sjúkrahúsum, verið í ameríska hernum og m. a. starfað í rúm tvö ár á vígstöðvunum í Kyrra- hafi í styrjöldinni og hlotið þar liðsforingjatign í hjúkrunar- sveitunum. Jeg hitti ungfrú Ágústu á La Guardia flugvellinum í New- York og rabbaði við hana á heimleiðinni um hið viðburða- ríka starf hennar á styrjaldar- árunum. Jeg fór til Bandaríkjanna ár- ið 1940, segir ungfrúin, til þess að vinna á Mayoklinik í Minne- sota að hjúkrunarstörfum. Hafði þá lokið námi mínu hjer heima. Jeg ætlaði að læra meira í hjúkrunarfræðum. En árið 1942 gekk jeg í amer íska herinn og var árið eftir send til Kyrrahafsins, eins og fjöldi amerískra hjúkrunar- kvenna. ESt af japönskum kafbáti. -—■ Til hvaða staðar voruð þjer sendar? — Við vissum ekkert um hvert ferðinni var heitið þegar lagt var af stað frá San Franc- isko. En við fórum til Ástralíu. Skipið, sem flutti okkur var hollenskt og með því voru 9 þúsund manns, allt hermenn og liðsforingjar og um það bil 300 hjúkrunarkonur. Þetta var hálf gert æfintýraferðalag. Lengi vel var skipið elt af japönskum kafbát. Um það vissum við þó ekki fyrr en aðalhættan var lið- in hjá. En þegar fólkið fekk að vita það, varð uppi fótur og fit. Við vorum komin á vígstöðv- arnar. Jeg mætti einni vinkonu minni á harðahlaupum til ká- etu sinnar. Hún var afaræst. Hvað gengur á, spurði jeg hana, hversvegna er þessi asi á þjer? Okkur verður kannske sökt, þá getum við orðið alt að þremur vikum að flækjast í bátum, jeg er að ná í varalitinn minn! Annari mætti jeg á hlaupum í svipuðu hugar- ástandi, hún var að sækja krullupinnana sína! Hún ætlaði ekki að vera án þeirra í bát- unum. En sem betur fór komumst við klakklaust til Ástralíu. En flestir ljettust um 15—20 pund á leiðinni. En þó var ferðin eitt æfintýri frá upphafi til enda. Jeg gleymi því aldrei, er við sigldum út frá San Francisko í fegursta veðri og vissum ekki neitt hvert haldið var, kvödd- úm hin gullnu hlið þessarar fögru borgar og sigldum út í framtíðina, styrjöldina, sem um þessar mundir var í algleym- ir.gi. Talaði fornislensku í Sydney. Svo komum við til Sydney, stærstu borgar Ástralíu. — Jeg vann þar á.hermannaspítala. Af Samtal við ungfrúÁgústu Magn úss frá Stardal Ásta Magnúss. seta máladeildar háskólans, á- gætis manni, hann hjet próf. Todd. Hann kom mjer í sam- band við prófessor Georg P. Shipp, sem ásamt grísku og lat- ínu kennir íslensk fræði við háskólann. Mjer fanst mikill fengur að kynnast honum. — Hann var prýðilega að sjer í ís- lenskum fornbókmentum, átti Eddurnar og Islendingasögurn- ar og talaði forníslensku. Mjer þótti nóg um hvað hann var kjarnmæltur. Við gerðum með okkur samning. Hann kenndi mjer ensku, en jeg las með honum íslensku í staðinn. Við lásum t. d. saman Laxdælu. — Hann átti mikið af íslenskum bókum og vissi mikið um Is- landi og hafði mikinn áhuga fyrir landi og þjóð. Jeg hefi ör- sjaldan heyrt útlending tala ís- lensku jafn hárrjett málfræði- lega. Jeg ætla að senda honum Heimskringlu, hann vantaði hana. Honum þykir vænt um Snorra Sturluson. Við háskólann í Sydney stunduðu þá 8 stúdentar nám í íslensku. Það þótti mjer gaman að heyra. Dvölin í Ástralíu var annars mjög skemtileg. Til frumskóga Nýju Guineu. — En svo fóruð þjer til nýrra stöðva? — Já, frá Ástralíu var jeg send til Nýju Guineu. Þar var þá barist af miklum móð. — Dvaldi fyrst á innrásarvígstöðv unum í Lea. Þangað barst þá fjöldi af sárum og veikum her- mönnum. Malarían stakk sjer þarna niður þrátt fyrir ýtrustu varúðarráðstafanir. Það voru engar loftárásir gerðar á okkar stöð þótt barist .væri ekki langt í burtu þaðan. Við komum til þessa staðar um það bil þremur mánuðum eftir að innrásin var gerð. Næsti staður, sem við fórum til var Netzepp á Nýju Guineu. Það var líka innrásarbækistöð. Þar var alt valið í frumskóg- um. Þar kendi ýmsra grasa, fult tilviljun kyntist jeg þar for-af slöngum og allskonar skor- kvikindum, sumum mjög hættu legum. Flugurnar stinga heift- arlega og bera auk þess með sjer malaríuna. En við átum meðal, sem heitir atabrine, eina töflu á dag til varnar henni. Við það urðum við gul eins og sítrónur. Það var skrítinn hör- undslitur. Paradísarfuglinn vildi ekki syngja. En þarna var líka margt fall- egt að sjá, t. d. hinn fræga Para dísarfugl, sem er afskaplega lit fagur. Hann er friðaður, það er bannað að skjóta hann. — Söng hann ekki fyrir ykk- ur? ' — Nei, því miður heyrði jeg han naldrei syngja. Það var skrýtið uppátæki. En jeg hefi aldrei heyrt einkennilegri fugla söng en þarna, allskonar blístur og skræki. Það var ljóti sam- söngurinn stundum. Við sváfum í tjöldum og urð- um að hafa net yfir rúmunum til þess að verjast flugunum. Á daginn urðu þau krök af skorkvikindum. Þegar við fór- um að sofa voru öll ljós slökt í tjöldunum. Flugurnar leita á ljósið, og þessvegna varð að vera kolamyrkur meðan við sváfum. Náttúrufegurð var þarna af- ar mikil .... Allir litir jurt- anna svo skærir og áberandi. En jafnvel blómin voru eitruð. Það var þessvegna varasamt að snerta þau. Sum þeirra orsaka húðsjúkdóma. — Særðust margir hermenn á þessum slóðum? — Já, við tókum oft á móti alt að hundrað sjúklingum á dag í okkar stöð. En hermenn- irnir börðust af einstæðri hreysti og hetjuskap. Heimsótti Hottintotta. — Komust þjer í kynni við innfædda menn á þessum slóð- um? — Já, jeg kom í eitt hottin- totta þorp. Þar bjuggu eintóm- ir negrar. Þeir voru tattóver- aðir og báru hringi í nefinu. Tennur sínar höfðu þeir litað rauðar með því að eta hnetur með rauðu litarefni. Þeir hafa gaman af skærum litum. Við gáfum þeim stundum sígarettur og lærðu þeir að reykja þær. En mest höfðu þeir samt gam- an af að skreyta sig með þeim; báru þær bak við eyrun allan liðlangan daginn og voru anzi montnir af. Silfurlitaðir peningar voru þó þeirra uppáhalds skraut. — Jeg hitti einu sinni einn þeirra og vildi hann ólmur fá mig til þes að skifta, á sterlingspundi og þremur six pencum. Annars þektu þeir alls ekki gildi pen- inga. Framh. á bls. 12 120—130 býli bíða tjón við Heklugosið PaKISSTJÓRNIN hefur til kynt, að eftir því sem næst verði komist, hafi um 120 til 130 býli í Fljótshlíð, Eyja- fjöllum og Rangárvöllum orðið fyrir meiri og minni spjöllum á túnum og beiti- löndum. Flest eru býlin undir Eyjafjöllum, þar sem öll tún sveitarinnar hafa orðið fyrir öskufalli, en í Inn-Fljótshlíð | varð öskufallið frá þriggja itil fjögra þumlunga þykt. Tilkynning ríkisstjórnar- innar fer hjer á eftir: Mánudaginn 31. mars' fór landbúnaðarráðherra, ásamt búnaðarmálastjóra austur á gossvæðin í Rangárvallasýslu til að athuga ástæður í þeim sveitum og sveitahlut- um er öskufallið hafði gjört mestan usla. Þann dag var haldinn fundur í Múlakoti í Fljótshlíð, með 20—30 bænd um úr innhluta Fljótshlíðar. Daginn eftir var farið aust- ur undir Eyjafjöll og haldnir þar tveir fundir með bænd- um, fyrst í Vestur-Eyja- fjallahr. og sátu þann fund 40—50 bændur úr sveitinni, og síðar í Austur-Eyjafjalla- hreppi með hreppsnefndinni þar og stjórn búnaðarfjelags sveitarinnai’. Á öllum þessum fundum voru einnig þingmenn sýsl- unnar, þeir Helgi Jónasson, læknir á Stórólfshvoli og Ingólfur Jónsson, kaupfje- lagsstjóri á Hellu, og sýslu-; maður Rangæinga, Björn Björnsson. Umræður á fundunum snerust um þau vandamál er bygðum þessum höfðu skap- ast vegna Heklugossins og eyðileggingar af völdum þess á gróðurlöndin, og hverra úr ræða skyldi helst leita til að firra bygðina felli og eyði- leggingu. Eftir því sem næst varð komist hafa 120—130 býli í Fljótshlíð, Eyjafjöllum og Rangárvöllum orðið fyrir meiri og minni spjöllum á túnum og beitilöndum. Flest eru býlin undir Eyjafjöllum, þar sem öll tún sveitarinnar hafa orðið fyrir öskufalli, sem við fljótlega athugun virðist nema frá 1 upp í 2 þumlunga vikurlagi á sljett- um túnum, en þó allmisjafn- á hinum einstöku svæðum. Mest var askan þó á hinum svokölluðu Merkurbæjum. Á útjörð bar minna á ösku vegna þess að hana hafði blás ið nokkuð af þúfnakollum ofan í lautir. í Fljótshlíð gætti ekki öskufalls að ráði fyrr en kom inn á Illíðar- endabæina og virtist ösku-t fallið þar svipað því sem var víðast undir Eyjafjöllum. —- Þegar kom í innhlíðina var, öskulagið þykkara og í Múla- koti mældist það að meðal- tali 2—3 þumlungar á sljettri jörð. Eftir því sem innar kom í hlíðina þyknaði lagið og var t.d. um 4 þumlungar að jafnaði er kom inn að Barkastöðum, að sógn sjón- arvotta. Meginhluti öskunnau er stórgerður vikur. Flestir bændur höfðu mik- inn áhuga á því að bjarga fjenaði sínum frá felli eða niðurskurði í vor, ef kleifti reyndist. Þó var það ýmsra bænda mál í innstu bæjuns í Fljótshlíð, að lítil eða engiii tök væru á því að komast hjá niðurskurði á sauðfje á nokkil um bæjum þar, vegna eyði- leggingar á högum og afrjetti um, einkum vegna þess að Fljótshlíðin er talin sýkt aí garnaveiki og því ekki heim- ilt að fytja fje þaðan í aðray sveitir — en landsþrengsll eru þar ærin fyrir. — Reynti mun þó að ráða fram úr þess um vandkvæðum eftir þvl sem tök eru á. Eftir að athugun þessl hafði fram farið, ákvað rík- isstjórnin að skipa nefnd inn; an hjeraðsins til aðstoðar; bændum í þessum sveitum, við að koma fjenaði í fóðun og hagagöngu og afla fóður- bætis til að unt yrði að koma fram sem mestu af búpen- ingi. f nefnd þessari eru þeir* Björn Björnsson, sýslumað- ur Rangæinga, sr. Sveinbjörn. Ilögnason, prófastur, Breiðaí bólstað og Guðmundur Er- lendsson, hreppstjóri á Núpi* Aðstoðarmenn nefndarinnaú verða þeir Sæmundur Frið- riksson, framkvæmastjórí sauðfjárveikivarnanna og Gunnlaugur Kristmundsson, fyrrv. sandgræðslustjóri. —« Ætlast er til að nefnd þessi starfi í samráði við oddvita viðkomandi sveita. Þá hefur ríkisstjórnin fal- ið þeim Steingrími Steinþórsj syni, búnaðarmálastjóra, Geir G. Zóega, vegamálastjóra ogt Pálma Einarssyni, landnáms- stjóra að rannsaka á hvem hátt muni tiltækilegast aðí koma í veg fyrir frekari spjöll á löndum þeim sem lent hafa undir öskufallinu og hvaða leiðir væru líkleg- astar að flýta þar fyrir end- urræktun." Munu þeir síðan leggja tillögur sínar fyriit ríkisstjórnina. —Ruhr Framh. af bls. 1 fram“5 sagði fulltrúinn ennfrem ur, „að ef við hefðum námu- menn á móti okkur en ekki með mundi það auka erfiðleika okk- ar í Þýskalandi. Það er ekkj hægt að vinna kol með byssu- stingum“, bætti hann við. iijt Mótmælavcrkfall. Verkfall Ruhrnámumanna á morgun er til að mótmæla því, hversu lítið af matvælum fjöl- skyldur þeirra hafa fengið að matvælum fjölskyldur þeirra undanförnu. Er þess getið, að mikill fjöldi námumanna munlj ekik heldur koma til vinnu á laugardag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.