Morgunblaðið - 03.04.1947, Blaðsíða 10
10 x I
MORGUNBLAÐIÐ
Finituflafe'U'r' 3. apríl ;1947 i1
Keflvíkingar
* >
4
4
4
4
o
4
ö
4
4
4
o
Næstu dagí» verður tekið á móti pöntunum í ame-
rískar eldavjelar og heimilisvjelar, sem væntanlegar
verða til afgreiðslu n.k. sumar.
Pantanir þurfa að vera skriflegar og skilast í skrif-
stofu Rafveitunnar eigi síðar en 20. apríl n.k.
Uajueita ^JJejlauíl ut'
Bifvjelavirkfar!
2-3 bifvjelavirkjar eða vanir viðgerðarmenn óskast.
Herbergi geta fylgt.
Bílaverkstæði Hrafns Jónssonar,
Brautarholti 22 — Sími, 3673.
3-4 herbergja íbúð
helst á hitaveitusvæðinu óskast til leigu í sumar eða
fyr. Ennfremur skrifstofuherbergi. Mikil fyrirfram-
greiðsla. — Uppl. gefur Pjetur Þ. J. Gunnarsson, ^
sími 20i2 og 3028.
2—3 herbergja íbúð
með eldhúsi og baði óskast handa frönskum flug-
manni. Upplýsingar gefur Pjetur Þ. J. Gunnarsson,
sími 2012. ; !
BEST AÐ AUGLÝSA
t MORGUNBL* ÐIMU
lls. Dronning
Alexandrine
Athygli farþega og annara
skal vakin á því, að vel getur
komið til mála að skipið fari
hjeðan 8. apríl.
SKIPAAFGREIÐSLA
JES ZIMSEN
Erlendur Pjetursson
Lán óskasf
gegn fyrsta veðrjetti i 2ja |
hæða steinhúsi. ásamt |
tryggingu í byggingu, sem I
nota á þessa peninga í. — |
Einnig væri hægt, hjá f
sama, að tryggja sjer hæð i
í húsi, sem er 120 ferm. og f
yrði tilbúin í sumar. Og i
einnig lóð í bænum ásamt |
samþyktum teikningum. |
Fullri þagmælsku heitið. i
j' Tilboð sendist Mbl. fyrir i
I 8. þ. m. merkt: „550—3— f
í D 272“. I
<MMimMM«M«ii<MiiitiiMnimi-»iMiiiMinimniniHiiMMMt
Kauphöllin
er miðstöð verðbrjefa-
viðskiftanna Simi 1710.
Áttræður:
Guðmundur
Brynjólfsson
GUÐMUNDUR var fæddur
að Sóleyjarbakka í Hruna-
mannahreppi 3 apríl 1867.
Voru foreldrar hans Brynjólf-!
ur Einarsson á Sóleyjarbakka
og Valgerður Guðmundsdótt.ir \
kona hans, fiá Önundarholti í
Villingaholtshreppi í Flóa. En j
móðir Guðmundar í Önundar- j
(eldra) á Hæli Guðrnundur
ólst upp á Sóleyjarbakka, og
átti þar heima til þrítugsaldurs
En eftir tvítugsaldur var hann
þar aðeins um slátlinn, hinn
tímann stundaði hann ýmist
sjóróðra eða smíðar, og á þeim
árum lærði hann trjesmíði.
Annars er hann hinn besti smið
ur bæði á trje og járn. Og hef
ir hann smíðað allmikið um æf
ina, jafnhliða búskapnum, en
það hefir verið hans aðalstarf.
Landbúskap hefir hann stund-
að hátt á fimta tug ára, eða til
ársins 1943. Brá þá Guðmund-
ur búi, og tók við búi, Davíð
sonur hans, en Gu,ðni og kona
hans dvelja áfram í Miðdal,
þau ráku búskap. Eru þau
hjón við allgóða heilsu. Og ekki
mun Guðmundur halda að sjer
höndum á meðan heilsan leifir
að hann megi vinna,' því svo
mikill starfs- og athafnamaður
hefir hann verið um dagana,
enda sýna verk hans það best.
Hann hefir trúlega iðkað þær
fornu dyggðir, þær sem að
mörgum hefir komið að góðu
liði, til efnalegs sjálfstæðis.
Iðjusemi sparsemi og reglu-
semi. Enda hefir Guðmundur,
með aðstoð dugmikillar konu
og tápmikilla barna, staðið
framarlega í fylkingarbrjósti
um ýmiskonar umbætur.
Guðmundur giftist árið 1905
Fyrstu 2 árin eftir það bjó hann
í Reykjavík og stundaði þá
smíðar. Flutti að Melum á
Kjalarnesi 1907 og bjó þar í 4
ár. Flutti svo að Litla-Sandi á
Hvalfjarðarströnd og bjó þar
til ársins 1921. Flutti þá að Mið
dal, og hefir dvalið þar síðan.
Kona Kuðmundar er Guð-
björg Jónsdóttir söðlasmiðs frá
Brennu í Lundareykjadal og
konu hans Sigríðar Snorradótt
ur frá Þórustöðum í Svínadal.
Guðmundur og Guðbjörg hafa
eignast 9 börn, og eru 8 þeirra
á lífi. En þau eru Valgerður
ljósm. í Hvammi í Kjós, Sigur-
jón múrari, Rvík, Brynjólfur,
smiður, til heimilis í Hvammi.
Steinunn, búsett á Blönduósi.
Bergþóra bústýra, Rvík. Davíð
bóndi í Miðdal og þektur er
fyrir glímuafrek frá Hvann-
eyrarmótinu 1943. Njáll barna
kennari í Kjósinni, og Rósa í
Miðdal. Af því sem að framan
er sagt liggur mikið og marg
þætt starf eftir þau Miðdals-
hjónin, og hefir kona Guðmund
ar verið manni sínum mjög
samhent um að ala vel upp
börn þeirra, og gera garðinn
frægan. Nýverið var Guðmund
ur kjörinn heiðursfjelagi í
Búnaðarfjel. Kjósarhrepps í ivð
urkenningarskyni fyrir unnin
afrek í búnaði. Gæfa fylgi góðu
starfi. Heill og heiður Guð-
mundi áttræðum.
St. G.
IXIýtt blek hreinsar penna
yðar er þjer skrifið!
í PARKER QUINK
er solv-x
Komið í veg fyrir penna-
skemdir með því að nota
Quink! í því er solv-x,
sem verndar penna yðar á
4 vegu:
1. Fyrirbyggir málm- og
gúmmískemdir. — Renn-
ur jafnt. 2. Hreinsar penn-
ann jafnóðum og skrifað
er. 3. Hreinsar grugg,
sem orsakast af sterkum
bleksýrum. 4. Verndar
gegn málm- og gúmmí-
tæringu.
Venjulegt blek veldur
65% af öllum penna-
sk-emdum, sem orsakast af
sterkum bleksýrum.
Solv-x í Quink gerir
penna yðar endingarbetri.
Þetta ágæta Quink er til í
4 varanlegum og 5 þvotta-
ekta litum. Bæði fyrir
stál- og lindarpenna.
parker Qu ink
EINA BLEKIÐ, SEM INNIHELDUR PENNVARNA
SOL V —X
TILKYNNING
Jeg undirritaður liefi í dag selt hr. kaupmanni
ísleiíi Pálssyni Verslunina Þórsmörk á Laufásvegi
41. —
Um leið og jeg þakka viðskiptin á liðnum árum,
vona jeg að verslunin njóti framvegis sömu vinsælda
og áður.
Reykjavík, 1. apríl 1947.
Virðingarfyllst,
Sæmundur Jónsson.
Samkvæmt ofanskráðu hefi jeg undirritaður keypt
Verslumna Þórsmörk.
Mun jeg reka verslunina með líku sniði og verið
hefur og gera mjer far um að verða við kröfum við-
skiptamanna minna.
Virðingarfyllst,
ísleifur Pálsson.
X^SxSxSxgXtxi
Húseign
Mjög vandaður sumarbústaður við Elliðavatn til
sölu. — Húsið er 3 herbergi og eldhús, miðstöðvar-
! hitun, getur því verið árs íbúð.
Tilboð merkt: „Elliðavatn“ sendist afgr. Morg- ^
unblaðsins.
Fohheld ibóð
Vil kaupa fokhelda 5 herbergja íbúð í bænum nú
þegar. Mikil útborgun.
Tilboð merkt: „18“ sendist afgr. blaðs fyrir næst-
komandi miðvikudag.