Morgunblaðið - 16.04.1947, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.04.1947, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 16. apríl 1947 MJÓLK OG MJÓLKURVÖRUR Það er enganveginn nóg að rjómaísinn hafi þessa eða svip- aða efnasamsetningu, því að rjett efnasamsetning er aðeins eitt af skilyrðunum, sem verð- ur að fullnægja, til þess að búa til góða og holla vöru. Það er einnig nauðsynlegt að nota góð- , ar og óskemmdar vörur við framleiðslu rjómaíssins, og fara það hreinlega með rjóma- ísinn, að í honum fullgerðum sjeu ekki fleiri en 100,000 gerl- ar í hverju grammi, og helst engir coli gerlar. Sumir halda að engir skað- legir gerlar geti leynst í rjóma- ís, vegna þess að hann sje fros- inn, en þetta er alrangt. Það er sannprófað, að flestir þeir sýklar, sem finnast í mjólk; geta lifað í frostnum rjómaís um alllangt skeið, og sumir þeirra allt upp í 7 ár. Þess- vegna er það mjög þýðingar- mikið að gerilsneyða alltaf rjóma-íshlaupið við 66—69°C. í 30 mínútur og gæta þess vand- lega, að engin spilling geti átt sjer stað eftir gerilsneyðinguna. Það eru til margskonar gerð-, ir af rjómaís, svo sem vanillu, súkkulaði, hnetu, romm og á- vaxta rjómaís, en flestar gerð- irnar eru svipaðar að efnasam- setningu og að framan greinir. Hjer fer á eftir stutt yfirlit yf- ir þau efni, sem notuð eru í rjómaís og áhrifum þeirra á -hann. Smjörfitan gefur rjómaísn- um einkennandi mjúkt bragð. Ef fitumagnið er of lítið'er ekki hægt að ná þessari mýkt, og , ennfremur bráðnar rjómaísinn of fljótt, þegar hann er fram- reiddur. Það sem mælir á móti því að búinn sje'til mjög fitu- ríkur rjómaís, er fyrst og fremst, kostnaðurinn, því eins og allix vita er smjörfitan mjög dýr. Einnig mætti nefna, að hátt fitumagn minnkar þeytihæfi- leika hlaupsins, og verður rjómaísinn þá of saðsamur að dómi sumra. í Svo mikið af fitusnauðu þur- efni er bætt út í rjómaís hlaup- ið, að það verður um 10% af rjómaísnum fullgerðum. Al- gengast er að nota annað hvort þjettaða undanrennu eða und- anrennuduft til að auka þur- efnið. Þetta er gert til þess að gerð rjómaísins verði betri. Eggjahvítuefni mjólkurinnar hafa sjerstaka eiginleika til að binda-vatn, og þar af leiðandi verða vatnskrystallarnir smæri og gerð rjómaíssins fínni og betri. ú Það er mjög þýðingarmikið að auka þurefnismagnið á rjett an hátt og ekki of mikið, því að annars verður rjómaísinn smákornóttur. Þessi smákorn e'ru mjólkursykur og bráðna ekki strax upp í neytendum. Önnur hætta er sú að viðbrennt bragð finnist af rjómaísnum, ef þurefnismagnið er of hátt, eða vörurnar ekki nógu góðar, sem notaðar voru til þess að auka það. Um sykurinn er það að segja, að magn hans verður fyrst og íremst að miðast við smekk neyt . anda. Því meira sem sykur- magnið er, því! lengur þarf að frjósa hlaupið, og þar sem auk- inn sykur lækkar frostmagn Eftir ÞÖrhall Halldórsson Mjólk urfræ ðin g Síðari grein rjómaíssins, verður að geyma hann við lægra hitastig. Egg eru notuð í rjómaís fyrst og fremst til þess að auka þeyti hæfileika hlaupsins. Það er eggjarauðan, er hefir þessi á- hrif og væri því nóg að nota hana eina. Ef óskað er að ör- lítið eggjabragð finnist af rjóma ísnum verður að nota meira en 0,5%. Er þá venjulega notað 4—5% af eggjum og verður rjómaísinn þá alveg sjerstak- lega ljúffengur. Bindiefni verður að nota í öll um tegundum af rjómaís, en nægilegt er að nota aðeins 0,25%. Það eru til margar teg- undir af bindiefnum, og eru þau algengust, gelatín og natri- um alginate. Þessi bindiefni hafa þann eiginleika að geta bundið vatn í ríkum mæli og verður rjómaísinn við það miklu mýkri og síður grófur við geymslu. Ekki má gleyma að minnast á ávaxtaísinn (sherbet). Hann er frábrugðinn rjómaísnum að því leyti að aðeins lítið af mjólkur þurefnum eru í honum. í stað- inn koma margskonar ávaxta- safar; svo sem appelsínu, sítrónu, grapefruit og berjasaf- ar, þar að auki mikið sykur- magn eða allt upp í 35%. Einnig er það einkennandi fyrir ávaxta ísinn, að af honum er sjerstakt súrt bragð, sem stafar af þvi, að lítið eitt af sítrónusýru er bætt saman við hann. Þjettuð mjólk. Astæðan fyrir því að mjólk er þjettuð eða þurrkuð er sú, að rúmmál hennar minkar mik- ið og geymsluhæfileikarnir aukast. Margskonar gerðir af þjett- aðri mjólk eru til, en algengust er þjettaða nýmjólkin. Hún inni heldur venjulega 7-8% af fitu og 17—18% af öðru þurr- efni. Þessi mjólk er aðallega seld í dósum, sem hafa verið dauðhreinsaðar með mjólkinni í. Eins og áður var getið, er mikið notað af þessari mjólk fyrir ungbörn og er þá bætt í hana bæði vítamínum og sölt um. Þjettuð undanrenna með 28— 34% af fitusnauðu þurrefni er mikið notuð til iðnaðar, svo sem framleiðslu á sælgæti og við kökugerð. Víða er ennfremur notað um 6 % af fitusnauðu þurr efni í brauðgerð og gefast sjer- staklega vel, meira að segja er í sumum ríkjum Bandaríkjanna lögboðið að nota 3—6% af fitu- snauðu mjólkurþurrefni við alla brauðgerð. Þjettuð og sykruð mjólk er nokkuð algeng erlendis. Hún hefir um 40% af sykri og batna geymsluhæfileikar hennar mjög við það, því að sárafáir gerlar geta þróast í svo miklu sykur magni. Ger og myglusveppir, sem þola vel mikinn sykur, eru drepnir með hitun á mjólkinni áður en hún er þjettuð. Sykruð mjólk er aðallega notuð til sæl- gætisgerðar og lítið eitt við framleiðslu á rjómaís. Mjólkur duft. Algengustu mjólk-urvörurnar sem notaðar eru til 'þurkunar eru, fyrst og fremst undanrenna og því næst nýmjólk. Aðferð- irnar til þess að þurrka mjólk eru aðallega tvær; s.ívalnings að ferðin og dreifiaðferðin, verður þeim lýst hjer í helstu atrið - um. Sívalningsaðferðin er meira notuð enn sem komið er, en dreifiaðferðin. Hún er kostnað- arminni og hentugri fyrir lítið mjólkurmagn, en framleiðir ekki eins gott mjólkurduft. Aðal hlutir þeirrar vjelar, sem notuð er við þurkyn mjólkurinnar með þessari aðferð, eru einn eða tveir sívalningar. Þeir eru holir að innan og hitaðir upp með gufu. Þeir snúast um sjálfa sig og taka á sig um leið ör- þunna himnu af mjólk, en mjólk in drýpur á sívalninginn úr þar tilgerðri rennu, eða ef um tvo er að ræða úr trogi, sem mynd • ast á milli þeirra. Allt vatn er gufað burt úr mjólkinni, þegar himnan hefir fylgt sívalningn- um % hluta úr heilum snún- ing. A þeim stað er komið fyrir sjer|tökum hníf, sem skefur mjólku-rhimnuna af sívalningn- um og fellur himnan þá niður í göng eða rennu, sem flytur hana að myllu sem mylur himn una og gerir hana að mjólkur- dufti. Þetta duft hefir verri upplausnarhæfileika en dreifi- duftið og er það aðal galli þess. Mjög er erfitt að framleiða gott nýmjólkurduft með þessari að- ferð, og þessvegna er dreifi- aðferðin notuð meir, þegar búa á til nýmjólkurduft. Dreifiaðferðin þarf mjög stórar vjelar og er mjög kostn- aðarsöm, en mjólkurduftið er líka miklu betra. Mjólkin þarf að vera þjettuð fyrst áður en hún er þurrkuð, það þýðir að fullkomin þjettunartæki; svo sem sjerstök hitunartæki, jöfn- unar og þjettunar vjel, verða að vera fyrir hendi. Þegar búið er að þjetta og jafna mjólkina, er hún leidd í þurkunartækið. Til eru margar gerðir af þess- um þurkunartækjum en í aðal- atriðum eru þau svipuð. Inn í þurrkunargeyminn ligg ur mjólkurleiðsla, en á endan- um á henni er sjerstök loka þannig gerð, að mjólkin kem- ur útúr henni í úða. Mjólkin er undir mjög miklum þrýstingi, í leiðslunni og um leið og hún fer út um lokuna og þrýstingn- um ljettir, dreifist hún í allar áttir og úði myndast. Heitu lofti er stöðugt dælt inn í þurrkun- argeyminn og þurkar það mjólk urúðann, sem um leið verður að mjólkurdufti, sajntímis ber heita loftið mjólkurduftið að útblásturs tækjunum, en hjá þeim er komið fyrir síum, sem sía duftið úr loftinu áður en því er blásið út úr geæminum. Ef framleiða á got mjólkur- duft verður að vanda til fram- leiðslunnar sem best á allan hátt. Aðal bragð-gallinn sem myndast í nýmjólkurdufti er tólgarbragð, sem orsakast af því, að fitan tekur í sig súrefni. Það væri of langt og of flókið mál að fara út í allár þær kenn ingar; sem eru til varðandi þennan bragðgalla, verður því aðeins skýrt frá allra helstu ráðunum til þess að hindra myndun hans. Nýmjólkin sem á að þurka, verður að vera framleidd á hreinlegan hátt og kæld þegar í stað eftir mjaltir. í meðferð mjólkurinnar verður að gæta þess að láta kopar aldrei koma í samband við hana. Aður en landi ætti að verða fjölbreytt- ari og verður hjer því minst á nokkrar tillögur þar að lút- andi. Rjómaísframleiðslu á að auka og bæta, gera hana miklu fjölbreyttari og koma dreifing- unni og sölunni í gott horf. Við eigum að framleiða hjer barnamjólk, en eins og áður er sagt er það niðurs. nýmjólk í dósum; en þeim söltum og vita- mínum er bætt saman við hana, sem venjuleg mjólk hefir ekki nóg af fyrir ungbarnið. Það á að framleiða hjer jafnaða mjólk, sem hefir 75 mg. af C vítamíni og 400 ein- ingar af D vítamín í hverjum lítra, en þetta eru daglegar þarfir okkar af þessum víta-' mínum. Það er sjerstaklega nauðsyn- legt að jafna mjólkina. Þegar mjólkin er seld úr brúsum eða öðrum stórum ílátum í mjólk- urbúðunum, eins og tískast því miður enn hjer í Reykjavík. Það verður ekki komist hjá því að rjómi setjist ofan á mjólk- ina, þar sem hún stendur í mjólkurbúðunum, en afleiðing ing verður sú, að langflestir fá mjólkin er þjettuð, verður að j hálf ða undanrennu í ílátin. + „ í nn na°n { sín, en tiltölulega fáir fa fitú- hita hana upp í 77—79°C. 15—20 mínútur, til þc*s að mynda efni, sem tefur fyrir súr efnistöku fitunnar. Að lokum á að pakka duftinu í dósir, sem öllu súrefni hefir verið dælt úr og köfnunarefni sett í staðinn. Það er að mínu áliíi mjög vafasamt að hægt verði að fram leiða gott nýmjólkurduft hjer á landi, og láta framleiðsluna bera sig, vegna skorts á nægi- legu mjólkurmagni. Skyr. Það væri mjög æskilegt, að skyrneyslan ykist að mun, og eru fyrir því aðallega tvær á- stæður. Sú fyrri er, að með auk inni skyr framleiðslu myndi undanrennan notast betur, og þar af leiðandi verða verðmæt- ari, en um lejð ætti smjörverð- ið að geta lækkað. Síðari ástæð- an er sú, að skyr er mjög holl fæða, sjerstaklega ef nýmjólk er höfð til þess að hræra út skyrið og einnig til útáláts. Nú er spurningin sú, á hvern hátt er hægt að auka skyr neysluna. Besta og sjálfsagð- asta leiðin til þess að riá þessu takmarki, er aðeins gott skyr. Það er alls ekki erfitt að búa til gott skyr, enda hefir altaf vér- ið einhver framleiðandi hjer á landi, sem hefir búið til gott skyr, en því miður hefir mikill hluti skyrsins ekki alltaf verið jafn góður. Það eru þrír gerlar, sem eru nauðsynlegir við framleiðslu á góðu skyri, en þeir eru, Strep- tococcus thermophilus, Lac- tobacillus bulgarícus og Lac- tobacillus yogurt. Lang heppi- légast væri að nota þessa þrjá gerla sem þjetta, við alla skyr- framleiðslu á mjólkurbúunum. Skyrið verður miklu betra á því, og altaf jafn gott. Skyrinu á að vera dreitft til neytenda í góðum og smekklegum um- búðum, en það myndi auka neysluna að miklum mun. Meiri fjölbreytni nauðsynleg. Mjólkuriðnaðurinn hjer á ríka mjólk eða rjómabland. Eins og að framan greinir.á að bæta og' auka skyrfram- leiðsluna. Nýbreytni, se,m mætti taka til athugunar er sú, að selja skyrið hrært og með sykrinum í. Jeg veit, að margir munu efast um að slíkt s;je hægt, vegna þess að skyrið muni ekki geymast, en jeg héfi gert tilraunir með þetta og veit að það er mögulegt. Þeytirjóma, sem hefir 30-— 35% fitu, og framleiddur er á þann hátt, sem lýst hefir verið hjer í greininni á undan, ætti eitthvert kúabú í nágrenni Reykjavíkur að fá leyfi til þess að framleiða. Jeg vildi leggja til, að til- raun yrði gerð með að fraip- leiða þjettaða og jafnaða ný- mjólk. Mjólkin yrði þá þjettúð á venjulegan hátt, á öðru hvoru mjólkurbúana, sem send ir mjólk til Reykjavíkur. Þessi þjettun myndi nema 1 á móti 3, eða 3000 lítrar af mjólk yrðu þjettaðir niður í 1000 lítra. Mjólkin yrði síðan flutt kæld til Reykjavíkur og sett strax á flöskur og dreifð til neytenda. Þegar húsmóðirin notar þessa mjólk, hellir hún tveimur boll- um af köldu vatni saman við hvern bolla af þjettuðu mjólk- inni og hrærir vel í. Þessi mjólk er bragðgóð og er mjög erfitt að þekkja hana frá ann- ari óþjettaðri mjólk. Sjálfsagt væri að nota þá mjólk til þjettunar, sem fram- leidd er í mestri fjarlægð frá mjólkurbúunum. Með þessu móti yrði hún gerilsneydd og kæld talsvert fyr en ef ætti að senda hana til Reykjavíkur ó- gerilsneydda. Þetta myndi svo hafa í för með sjer að betri -ó- gerilsneydd mjólk kæmi hjer í stöðina, vegna þ’ess að elsta mjólkin, og um leið oft sú Ije- legasta, væri þá ekki blandáð saman við nýrri og oftast betri mjólk. Þessi aðferð myndi Framh. á bls. 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.