Morgunblaðið - 30.04.1947, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 30.04.1947, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 30. apríl 1947 MORGUNBLAÐIÐ 5 RÆÐA DTAMRÍKI8RÁÐHERRA Framh. af bls. 2 samvinnu við og hann ýmist eetlar að kæfa með óhóflegum ástaratlotum eða ofsalegu hatri. Neyðarcpiö Astæðan til þessarar furðu- legu afstöðu Sósíalistaflokksins kom glögglega fram hjá Bryn- jólfi Bjarnasyni í gær. Hún er blind, ofstækisfullt hatur for- yztumanna Sósíalistaflo'kksins til Stefáns Jóhanns persónulega. Hatrið er aldrei góður lciðarvís- ir. Allra sízt má persónuhatur ráða gerðum þeirra manna, sem ráða örlögum þjóðar sinnar. Það varð Sósíalistaflokknum hér að íotakefli. Það opinberaði, að ann arleg sjónarmið voru sett ofar en þjóðarheill. Og það varð einnig til þess, að Sósíalistaflokkurinn lék hatramlegar af sér en nokk- ur annar flokkur hefir gert í stjórnmálum lands og stóð ein- angraður eftir. Neyðaróp Brynjólfs Bjarna- Bonar í gær um að nú vildi háttv. Sósíalistaflokkurinn sameinast hverjum sem við honum vildi líta, alveg án tillits til flokks- hagsmuna, er glöggt vitni þess eymdarástands, sem flokkurinn er í. Þeir, sein ætíð og alltaf hafa sett flokkshagsmuni öllu ofar tala ekki svo, nema að þeim sé sorfið. Er líklegt, að örvænt- ing þessi. stafi rnest frá hirtingu, sem flokkurinn hefir fengið frá öðrum aðila en íslenzkum, aðila, sem hann setur ólíkt ofar öllu því, sem íslenzkt er. Hinir flokkar þingsins gátu auðvitað ekki látið þetta per- sónuhatur forkólfa Sósíalista- flokksins hafa áhrif á aðstöðu sína. Þeir urðu að kanna, hvort málefnagrúndvÖIIur væri til sam vinnu eða ekki. Þær samninga- mnleitanir tóku nærri mánaðar- tíma. Niðurstaðan varð sú, að málefxiasamningur komst á. Var það og ekki óeðlilpgt, því að í málefnasamningsfrumvarpi Stef áns Jóhanns. var samantekinn fqarninn úr umræðunum, sem átt höfðu sér stað milli allra flokka um nærri fjögurra mán- aða Skeið. Síjórnarsamningiarinn Auðvitað er þessi samningur á þann veg líkur öllum öðrum samningum um samsteypu stjórnir, að enginn flokkur hef- tir þar fengið allt sitt fram eða er ánægður með hann til hlýt- ar, en svo verður ætíð meðan enginn einn flokkur hefur meiri- Irluta með þjóðinni og tjáir því cigi um það að fást. Var og ekki margra kosta völ. Þegar hér var komið, var byrj aður febrúarmánuður og með- ferð fjárlaga fvi-ir árið 1947 enn á uppha'fsstigi í þinginu. Þau ekki enn komin til annarrar um ræðu og fundir í fjárveitinga- sie'fnd höfðu legið niðri í margar vikur, vegna þess að tilgangs- laust var talið að halda fundi á incðan þingræðisstjórn væri ekki fjuir hendi til að veita foryztu. Án slíkrar stjórnarmyndunar virtist mjög erfitt, ef ekki ó- mögulegt, að afgreiða fjárlög fyr ir þetta ár. Hefur og raunin orð- ið sú, að það er eingöngu fyrir þrálátar samningsumleitanir af hálfu stjórnarinnar, sem það hef ir tekizt fjust nú í apríl-lok að ljúka samþykkt þeirra fjárlaga, scm eftir stjórnskipun lands- ins eiga að vera til þegar áður en árið hðfst. Þegar sam'komulag varð um myndun þessarar stjórnar í upp hafi febrúar hafði verðbólgan aukizt undanfarið frá mánuði til mánaðar án þess að samkomu- lag næðist á Alþingi um að nokk uð yrði að gert, annað en að tekin var ábyrgð á fiskverði fyr ir bátaflota landsmanna, til þess að hindra algera stöðvun hans, sem ella vofði yfir. Skal ég eigi véfengja, að sú ráðstöfun hafi verið réttmæt, eins og þá stóðu sakir, en ljóst er þó, að ekki tjáir til lengdar sú hækkun á útflutningsverði íslenzkra af- urða að íslenz'ki ríkissjóðurinn ábyrgist hækkunina einmitt og einungis vegna þess að vitað er, að hækkunin samsvarar engan veginn raunverulegu markaðs- verði erlendis. Mínnir sú björg- unaraðferð allt of mikið á ráð Múnchhausens sáluga, er hann dró sjálfan sig upp úr keldunni með því að toga í eigin hártopp. Hitt er augljóst, að einmitt vegna þessarar ráðstöfunar var nauðsynlegt, að vísitalan og þar með framleiðslukostnaður hækk aði ekki enn, svo að jafnvel á- byrgðarverðið reyndist allt of lágt, þannig að stöðvun yrði á framleiðslunni þrátt fyrir þær einstöku ráðstafanir sem gerð- ar höfðu verið. Af þeim sökumj var þess brýn nauðsyn að 'festa vísitöluna í bili með nið urgreiðlum úr ríkissjóði, ef ekki vildi betur til meðan annarra úrræða væri leitað. Marg! kallaði að Þá hafði stjórnarkreppan og orðið þess valdandi, að dráttur varð á að senda sanminganefnd- ir erlendis til að Semja um af- urðasöluna, og átti ríkið sjálft þó meira í húfi um hana en nokkru sinni áður. Þannig mætti lengur telja mál, sem þeg ar í stað varð að afgreiða og hlutu þessvegna öll rök að hníga að því, að meiri drát.tur en orðinn var, mætti ekki verða á því, að ný stjórn kæmist á laggirnar. Mátti raunar segja, að svo mörg aðkallandi mál biði lausnar í upphafi febrúar, að allir þingmenn hefðu orðið þeirra vegna einna, að samein- ast um að koma á einhverri rík isstjórn, sem þingmeirihluta hefði, og þessvegna hefði að- stöðu til að gera Alþingi starf- hætt á ný. Var þó sýnu meira í húfi held ur en lausn-þeásara mála einna. Það er kunnara en frá þurfi að scgja, að staða íslands er nú með allt öðrum hætti en áður var. Einangrun landsins er lok- ið. Vandamálin, sem að höndum ber, eru nú miklu margþættari og víðtækari en áður var og krefjast þó nú skjótari lausn- ar en þá. Samhliða þessuni vanda höfum vér tekizt þann á hendur, sem hverri þjóð er íneztur, en um leið dýrmæt- astur, sem sé að fara að öllu einir með mál vor. Vér fögnum að vísu öll, að vér fengum að lifa er lýðveldið var cndurreist á íslandi 1944 og metum mikils þá hagsæld, sem hér hefir verið hin síðari ár. En vér verðum þó að játa, að ýmsa skugga ber á. - Vér verðum að gera oss þess grein, að auðsæld hinna síðustu ára er ekki nema að litlu leyti fyrr vorn eigin tilverknað. Um hana veldur heimsstyrjöldin mestu og er þess þó að gæta, að veruleg eignasöfnun þjóðarinn- ar á erlendum vettvangi hefði ekki átt sér stað, þrátt fyrir gífurlegt stríðsverð afurðanna, ef erlent setulið hefði eigi dvalið hér og ráðist í stórkostlegar framkvæmdir. Bætt kjör al- mennings og innieignir Iandsins út á við voru fyrst og fremst að þakka setuliðsvinnunni en ekki eðlilegum atvinnurekstri landsmanna. Háttvirtur Brynjólfur Bjama son þakkaði í gær sér og flokki sínum þær kjarabætur, sem al- menningur fékk á þessum árum. Sá góði maður veit miklu betur en þetta. Hann veit full vel, að frumorsök kjarabótanna er ein- mitt ,,landráðavinnan“, sem þeir kumpánar kölluðu svo um skeið. Án hennar hefðu kjarabæturnar aldrei getað átt sér stað og sjálf nýsköpunin því miður að mestu verið ómöguleg. VoðSnn einn effir En því fór fjarri, að hin mikla setuliðsvinna væri einhliða gróði fyrir land og lýð. Til hennar er að mestu leyti að rekja orsakirn ar til hinnar geigvænlegu verð- 'bólgú, sem allar ríkisstjórnir og Alþingi hafa árangiírslaust bar- ist á móti frá 1940. A þessum tímum hefir verðbólgan ekki verið einhliða böl. Hún gerði tekjurnar af setuliðsvinnunni ineiri en ella og hún hefir átt meiri'þátt en nokkuð aiinað í að dreifa stríðsgróðanum. En nú er hvorttveggja búið. Nú stendur voðinn einn eftir. Því tjáir ekki að leyna, að verðlag hér innanlands er nú orðið svo hátt, að miklum vand kvæðum er bundið að selja vör- ur landsmanna með eðlilegum hætti á eflendum markaði. Jeg' tel skyldu mína að skýra þjóð- inni frá því, að verzlunarsanm- ingar við aðrar þjóðir hafa geng ið nmn verr en vonir stóðu til. Mun ég’ að gefnu tilefni frá hátt virtum Brynjólfi Bjarnasyni víkja nánar að þessum málum síðar í kvöld. Nú þegar vil ég aðeins geta þess, að örðugleik- inn hefir allstaðar verjð sá sami: Ilærra verðlag á íslenzk- um vörum cn sambænlegum vörum frá öðrum þjóðum. Þessi hætta er ckki heldur ný. Menn hafa lengi vitað, að hún var þá og þegar yfirvofandi. Sem betur fer tókst fyrrver- andi stjórn undir foryztu Olafs Thors að verja verulegum hluta stríðsgróðans til nýskopunar. Þessvegna stöndum vér nú um atvimmtæki betur að vígi en nokkru sinni áður. Vegna þess- ara ráðstafana fyrrv. stjórnar getur ísland nú átt glæstari framtíð en nokkru sinni fyrr, ef vér kunnuin með að fara. En þótt fyrrv. stjórn ynni með þessu ómetanlegt happaverk, þá sá hún þó ekki.við öllu. Hún náði aldrei taumhaldi á dýrtíð- aróhemjunni, enda var hún þá ekki orðin eins hættuleg og nú, því að atvinnutækin verða gagnslaus, ef verðbólgan gerir ómögulegt að selja afurðirnar, sem með þeim er aflað. i Hin öra evðsla gjaldevrisins undanfarið og súþurð á láns- fjárgetu bankanna, sem ^erði vart við sig þegar um mitt s. I. ár, er hvorttveggja að verulegu Jeyti bein afleiðing verðbólgunn- ar. Þá þegar var því ski'áð á vegginn, að snúast yrði til varn- ar gegn vágéstinum. Núverandi stjórn er ekki að búa til kreppu eins og Sósíalistaflokkurinn seg- ir. Þvert á móti. Hún er mynduð til að berjast gegn þeirri kreppu, sem Sósíalistaflokkur- inn sá, að var í aðsigi, en vildi ekki leggja til raunhæfrar bar- áttu við, Flúði er á móti bljes Sósíalistaflokkuriflli fékkst til að vera í ríkisstjórn á meðan fjárnmnir voru fvrir hendi til að kaupa ný atvinnutæki. En hljópst frá ábyrgðinni, þegar sýnt tar, að verðbólgan og af- leiðingar hennar myndu verða- helzta viðfangsefnið í íslenzk- um stjórnmálum nú um hríð. Sósíalistaflokkurinn hefir mikið talað um verðbólguna fyrr og síðar. En hann hefir aldrei feng izt til að gera neitt, sem orðið gat til raunverulegrar lækning- ar. Á meðan hann átti sæti í ríþisstjórninni átti hann að vísu þátt í að borga vísitöluna niður. Nú, þegar hann er kominnair stjórninni, þá fordæmdir hann hið sama, er hann áður studdi. Slík eru heillindin. En niður- greiðslurnar eru engin varanleg lækning, hvort heldur núver- andi eða fvrrverandi stjórn standa að þeim. Þetta var öðrum flokkum en Só'síalistaflokknum í fyrrv. stjórn fyllilega ljóst. Þeir skildu að sjálf nýsköpunin var að- eins upphaf þess, sem gera þurfti. Þeir töldu að vísu á- stæðulaust að hefja harmagrát vfir of háu verðlggi á meðan af urðir landsmanna seldust er lendis með skaplegu móti. En þeim kom aldrei í hug, að hægt yrði að umflýja áfleiðingarnar, þcgar verðlagið í, raun og veru reyndist of hátt og horfiði til stöðvunar atvinnuyeganna. Þeirri staðreynd vildi bæði Sjálfstæðis- og Alþýðuflokkur-i inn láta taka éins og menn, þeg-j ar á hólminn kæmi. En það var. þá, sem háttv. Sósíalistaflokkur1 inn lagði niður rófuna og flúðií af hólmi. Hinir flokkarnir vildu; að vísu eiga. þátt í, hvernig; stríðsgróðanum væri eytt, ogj réðu að mestum hluta hans var; varið skynsamlega til undirbúnj ings framtíðinni. Háttv. Sósíal-i istaflokkur vill aðeins vera meðI í því að eyða. Þegar möguleik-j inn til þess var í bili búinnti . " i vegna þesS hve þregjast var fari ið um reiðufé, þá var áhugi; háttv. Sósíalistaflokks til þessj að vera í stjórninni á þrotum. Þá sagði hann sig úr leik með yfirskins ástæðum. Hitt játa ég, að núverandi stjórn hefir enn ekki fundið framtíðarráðið í þessu. Mér finnst heldur ekki von, að hún finni á þrem mánuðum þau ráð, sem hvorki almenningur, Al- þingi né ríkisstjórn hafa fundið á s. 1. sjö árum. Á þessu stigi hlýtur aðalvið- fangsefnið að vera það, að vekja þjóðina til vitundar um þá hættu, sem er á ferðum, og reyna að efla þau samtök, sein vænlegust eru til lækningar þessum og öðrum vanda með þjóðinni. Skuggi sundurlyndisins. Eins og skugga verðbólgunn- ar leggur nú yfir fjármálaiif þjóðarinnar, þá hefur skuggi sundurlyndisins um langa hríð hvílt eins og mara á stjórnmál- um landsins. Alþingi reyndist þess' ómegnugt 1942 að mvnda þingræðisstjórn. Þá var utan- þingsstjdrnin sett. Þegar þingið loksins síðari hluta árs 1944 sá að sér og myndaði stjórn’fyrir foryztu Ólafs Thors, vonuðum, vér flestir, sem þá áttum sæti á Alþingi, að ýlik ófermd ætti ekkl eftir að henda oss-á ný, að AI þingi reyndist ómáttugt að gegna þeirri helztu skyklu sinni, að sjá landinu fyrir lögmætri stjórn. En á s. 1. vetri virtist sækja í sama horfið. Ef ekki var að gert, blasti við. sundurlyndi og úrræðaleýsi i einu og öllu. Ef ómögulegt reynist að mynda þingræðisstjórn á íslandi á hverjum tveggja ára fresti, þá er þingræðinu áreiðanlega hætt. Völdum og virðingu þeirrar stofnunar, sem mestum Ijóma hefur varpað yfir ísland og ís- lendinga er búinn vís voði með slíku áframhaldi. í húfi er þó jafnvel ennþá rneira. Enn eru mörg veður í lofti og ekki tryggt, hvort Is- lendingum tekst að halda sjálf- stæðu lýðveldi i landi sínu. Sjálfstæði svo.lítillar þjóðar í jafnörðugu landi er fyrirbrigði, sem gengur kraftaverki næst, ef heppnast. Jeg hefi ætið verið þeirrar skoðunar, að þetta kraftaverk ’yrðum vér að, gera og íslenzku þjóðinni yæri unnt að gera það ef luin hefði sam- Framh. a bls. 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.