Morgunblaðið - 30.04.1947, Blaðsíða 8
8
MORGUNBliAEiö
IS'IiSvikudagur áU. apnl Í947"
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónssoxi
Ritstjórar: Jón Kjartansson,
Valtýr Stefánsson (SbyrgGarm. )
frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson
Auglýsingar: Ámi Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla,
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskrlítargjald kr. 10,00 á mánuði innanland*.
kr. 12,00 utanlands.
f lausasðlvi 60 aura eintakið, 60 aura með Leabók.
Það værí glæpur
HIN glögga yfirlitsræða fjármálaráðherra við eldhús-
umræðurnar sannar það, sem kunnugir reyndar vissu, að
íjárhagur ríkissjóðs var í stakasta lagi, er fyrverandi
stjórn skilaði af sjer. Tekjuafgangur á s.l. ári nam 24,4
milj. kr., og greiðslujöfnuður mun reynast hagstæður um
14 milj. kr. Erlendar skuldir ríkissjóðs lækkuðu á árinu
um 1,4 milj. kr. og eru nú hverfandi (5,3 milj. kr.). Inn-
lendar skuldir hækkuðu nokkuð, vegna hinna miklu fram-
kvæmda ríkisins. Hrein eign ríkissjóðs var í árslok 1945
talin 126 milj. kr. en mun verða komin upp í 150 miljónir
í árslok 1946.
Þessar tölur sýna, að alt gaspur Framsóknarmanna um
slæma fjármálastjórn í ráðherratíð Pjeturs Magnússonar
var fleipur út í loftið.
★
Það hefir verið mikið gerf að því undanfarið, að spá
hruni og eymd yfir okkar þjóð. En sannleikurinn er sá,
að íslénska þjóðin hefir aldrei haft annað eins tækifæri
og jafn góð skilyrði til þess að tryggja góða afkomu allra
landsins barna og nú. Hjer væri allt í stakasta lagi í dag,
ef þjóðin skildi sinn vitjunartíma. Legði niður hinn gamla
og ljóta ávana, að eyða kröftum sínum í innbyrðis deilur
og þras. Tæki höndum saman um lausn vandamálsins,
sem öll velferð þjóðarinnar í nútíð og framtíð veltur á
— en það er lækkun dýrtíðarinnar. Ef þjóðin bæri gæfu
til að sameinast um raunhæfar aðgerðir í þessu máli,
■ þyrfti enginn þjóðfjelagsþegn að bera kvíðboga fyrir
framtíðinni.
Með hinu farsæla starfi fyrverandi ríkisstjórnar á sviði
nýsköpunarinnar, tókst að bjarga óhemju verðmæti frá
glötun. Og ekki aðeins það, heldur var með nýsköpuninni
— hinum mörgu og stórviritu framleiðslutækjum — lagð-
ur grundvöllur að öryggi þjóðfjelagsins og þegnanna.
Framsóknarmenn tala og skrifa mikið um gjaldeyris-
eyðslu á undangengnum árum, og ásaka fyrverandi stjórn.
Rjett er það, að gjaldeyrisforðinn var gildur þegar fyrv.
stjórn tók við. En hvað hefði orðið úr þeim sjóði, ef
Framsókn hefði fengið að ráða haustið 1944? Hún vildi
þá siga þjóðinni út í illvígar kaupdeilur.
Það hefði máske tekist að lifa eitt ár eða svo á erlendu
innstæðunum. Lengur ekki. Og hvað þá? Þá var allur
sjóður upp etinn. Fyrir atbeina fyrv. ríkisstjórnar tókst að
bjarga frá sóun hundruðum miljóna af hinum erlendu
gjaldeyrisforða þjóðarinnar. Fyrir þessar aðgerðir tvö-
íaldast fiskiskipastóll landsmanna, flutningaskipastóll-
inn margfaldast, afköst síldarverksmiðjanna tvöfaldast,
og ótal vjelar og tæki ljetta og auka framleiðsluna til lands
og sjávar.
Af þessu er ljóst, að það er frekleg fölsun staðreynda
að tala um sóun á þeim gjaldeyri, sem varið var til
þessara hluta.
- ★
Hitt er svo annað mál, að þjóðin stendur í dag á alvar-
legum tímamótum. Sá kaldi veruleiki blasir við, að at-
vinnuvegirnir geta ekki lengur risið undir hinum mikla
tilkostnaði, sem orðinn er við framleiðsluna. Þess vegna
verður nú þegar að hefjast handa um lækkun dýrtíðar-
innar.
Þetta hljóta allir vitibornir menn að sjá og skilja. En
samt eru enn að verki öfl sundrungar, sem vilja æsa
verkalýð landsins til aðgerða í þveröfuga átt. Nú er mark-
vist uhnið að því, að koma af stað verkföllum og kaup-
deilum. Það eru kommúnistar, sem beita sjer fyrir þess-
ari skemdastarfsemi.
Ef verklýðsfjelögin skildu nú sinn vitjunartíma, mundu
þau svara þessari skemdastarfsemi kommúnista með sam-
taka kröfu um virkar aðgerðir í dýrtíðarmálunum. Það er
eina lækningin á meinsemdinni. Ný dýrtíðarskrúfa í dag
væri glæpur gegn þjóðfjelaginu, sem mundi bitna harka-
iega á öllu landsfólkinu.
ÚR DAGLEGA LÍFINU
Hneykslin á Kefla-
víkurvellinum.
HNEYKSLIN Á KEFLAVÍK-
URFLUGVELLI, sem komið
hafa Jyrir nú með stuttu milli-
bili geta ekki stafað af nema
öðru tveggja, annaðhvort eru
það eintómir aular, sem þar
hafa stjórn á hendi fyrir ís-
lendinga, eða það er gert af
ásettu ráði, að láta þar alt
lend? í handaskolum og fálmi.
Mönnum er í fersku minni er
íslenski fáninn var hengdur
þar upp á kassafjöl, er merkir
og velkomnir gestir komu með
fyrstu ferð „Flaggskip Reykja-
vík“ og í Morgunblaðinu í
gærmorgun lýsir frjettaritari
blaðsins í Keflavík síðasta
hnevkslinu á þessum stærsta
og fjölfarnasta flugvelli okkar.
Hier verður að stinga við
fæti og athuga sinn gang.
Svo.tvi getur það ekki gengið
lengur.
•
Þegar skift var
um fána.
ÞANN 25. OKTÓBER í fyrra
haust tóku íslendingar við flug
vellinum til eignar og umráða.
Á undan hafði gengið mikið
veður út af samningum þeim,
sem gerðir voru um völlinn
En það breytti ekki því, að
landsmenn voru hreyknir af gð
geta kallað flugvöllinn sína
eign og meðal annars var það
einn þáttur hátíðahalda í sam-
bandi við afhendingu vallarins,
að ameríski fáninn var dreginn
niður og íslenski fáninn dreg-
inn e* hún í staðinn.
Þeir menn, sem hæst höfðu
gasnrað um föðurlandsást og
sjálfstæði þjóðarinnar í sam-
bandí við flugvallarsamning-
ana rjeðu hverjir valdir voru i
daglega stjórn vallarins af ísl.
hálfu og hefði af orðum þeirra
mátt ætla, að íslenskra hags-
muna og íslensks sóma yrði
gætt í hvívetna.
Hermennirnir tóku
flaggiS niður.
EN ÞAÐ FÓR á þann veg,
að strax fyrsta kvöldið
gleymdu íslendingar að draga
niður flagg sitt á sómasamleg-
um tíma og ljetu það í stað þess
hanga hirðulaust frameftir
kvöldi.
Það voru amerískir hermenn,
sem að lokum drógu flaggið
niður með þeirri viðhöfn, sem
þjóðj.'num er sýndur, en ís-
lendinga vegna hefði flaggið
mátt hanga alla nóttina og fá
það nafn. sem óprenthæft er.
Væri ráð að skjóta
saman í flaggstöng?
EIN ER SÚ skýring ónefnd,
sem hugsast gæti að ætti við
Keflavíkurvallarhneykslin, en
hún ;er sú, að ekki sjeð það
aulaþætti, nje skemdarverka-
tilraunum um að kenna, heldur
fjelevsi. Það er vitað, að flug-
málin eru okkar landssjóði dýr
og lítið fæst í aðra hönd ennþá
af bví, sem leggja verður út.
Segir sig sjálft að dýrt cr að
launa menn, sem ekki gera
neitt, eins og þarna suðurfró.
'Sie sú ástæðan, er jeg sann-
færður um, að tiltölulega auð-
velt væri að fá menn til að
skjóta saman í snotra flagg-
stöng og fána til þess að hafa
á vellinum. En skilyrði ætti
það að vera fyrir slíkri gjöf, að
fánanum yrði fullur sómi sýnd
ur og að hann blakti þar við
hún við öll viðeigandi tæki-
færi.
Sprúttsalarnlr
borga ekki skatt.
FORYSTUMENN ÞJ'ÓÐAR-
INNAR virðast hafa komið
auga á, að eitthvað verður að
aðhafast í áfengismálunum.
Það sýna m. a. hinar mörgu til-
lögur, sem komið hafa fram'á
Alþingi um það mál í vetur.
Þarf ekki að efa að þær sjeu
allar bornar fram af heilum
hug og vegna þess, að ílutnings
menn trúa að þeirra tillögur
gæti bætt úr ástandinu. Skal
ekki fjölyrt um þessar tillögur
í heild, en skynsamleg er sú
tillaga, sem komið hefir fram
um að leyfa fleiru en einu veit-
ingahúsi hjer í bænum að veita
vírt. ✓
Við það missa sprúttsalarnir
vitanlega spón úr aski sínum.
En sprúttsalarnir greiða ,ekki
sk-att, sagði einhver og hitti
naglann á höfuðið.
Skúr, sem þarf að
hverfa.
KONA í Laugarneshverfinu
biður Víkverja að koma þeirri
ó'sk á frarnfæri, að bærinn láti
þegar flytja burtu skúrskratta,
sem stendur á gatnamótum
Hraunteigs og Hrísateigs, en
skúr þessi er stórhættulegur
umfgrðinni, þar sem oft kemur
fyrir að börn hlaupi þar beint
fyrir bíla. Tvö dauðaslys hafa
orðið á þessu horni og 2 önnur
stórslys. — I fyrra kviknaði í
skúr þessum, en „því miður“,
sagði konan, tókst slökkvilið-
inu —ð veria hann. — Einnig
kvað hún fólk í Laugarnes-
hverinu verða þakklát lögregl-
unni, ef lögregluþjónn sýndi
sig þar, að minsta kosti um há-
degisleytið, þegar umferðin er
mest. Ætti slíkt að vera sjálf-
sagt á götuhornum, þar sem
slys eru svo tíð sem þarna.
——————— - - - ■■ - ~ —-- -——— ———«...
MEÐAL ANNARA ORÐA . .
+ • —...................... —
Nýstárfegur KyrrahafsleiSangur
í REUTERSSKEYTI, sem
Morgunblaðið fjekk í fyrra-
kvöld, segir, að fimm ungir
vísindamenn — fjórir Norð-
menn og einn Svíi — sjeu ný-
lagðir af stað frá Perú á 15
tonna fleka, en þeir gera sjer
vonir um að reká á honum
6.400 km. til Marquesas-eyja
í Kyrrahafi. Ætla þeir með
þess,u að reyna að komast að
því, hvað hæft sje í kenningu
dr. Thor Heyerdahl, sem held-
ur bví fram, að Kyrrahafseyj-
ar hafi upphaflega verið bygð-
ar fólki, sem komið hafi frá
Ameríku, en ekki Asíulöndum.
Epginn málmur notaður.
Fleki vísindamannanna er
smíðaður í flotastöðinni í Perú.
Var hann hafður sem líkastur
þeim sem frumbyggjar lands-
ins notuðu. Hann er 50 fet á
lengd og 20 á breidd og reyrð-
: ur saman með tói. Enginn
málmur var notaður við smíði
hans, jafnve1 ekki naglar.
Ævaíornt, ferhyrnt segl, sem
aðeins er hægt að nota þegar
vindur er hagstæður, er á fleyt-
unni. Ár kemur í stað stýris.
Barðist gegn nasistum.
Einn af meðlimum þessa
nýstárlega leiðangurs — Kurt
Haupland- liðsforingi — hefir
verið heiðraður af Bretum fyr-
ir þátttöku hans í eyðileggingu
verksmiðju einnar í Noregi,
sem Þjóðverjar notuðu í sam-
bandi við atomrannsóknir
sínar.
Aðrir meðlimir leiðangursins
eru: Herman Watzinger, sem
stjórnaði smíði flekans4 Bengt
Danielsson, sænskur þjóðfje-
lagsfræðingur, Erik Hesselberg
og Torstein Raaby, rithöfundur
og liósmyndari.
Haugland liðsforingi, er loft-
skeytamaður leiðangursins.
Áður en fleki vísindamann-
anna var dreginn út í Hum-
boldístrauminn, Sem á að fleyta
honum til Marpuesas, var
har.n skírður „Kon Tiki“. Ung-
frú Gei'd Vold, ritari við
norská sendiráðið í Washing-
ton, framkvæmdi skírnarat-
höfnina, en sendiráðið á 'að
hafa loftskevtasemband við
flekann.
„N'on Tiki“ var í fyrndinni
nafn sólarguðs Perúbúa, en það
styður kenningu dr. Heyer-
dahls, að auð landnáms-
manna á Marquesas-eyjum
hjet sama nafni.
FYRIR um það bil mánuði brotnuðu brita: Gírtrðmla qg
síðon var sjúkrabíll sá, er kúplingspressa Sjúkrabíll þessi
Rauði Krossinn notar við utan er af Mercury gerð smíðaár
bæjarflutninga sendur austur.1940.
fyrir Fjall. Ófærð var mikil og | Síðan b'H bessi bilaði hefur
bilaði billinn fyrir austan Sel- Rauði Krossinn ekki getað tek
foss og vár dreginn þangað og, ið ao sjer i tanbæjarflutninga
komið til viðgerðai í bílaverk-' nema með lánuðum bílum að
stæðinu þar. Er viðgerðar- nokkru.
menn höfðu fundið bilunina' Rauði Krossinn hefur beoið
kom í ljós að stykki þau er Morgunblaðið að skora ó þá er
brotnað höfðu erú með öllu. ó- kynnu að eiga þessi stykki, að
fáanleg hvernig sem reynt láta þau R.K. í tje, en slökkvi,
hefur verið. Stykki þau er stöðin veitir þeim móttöku.