Morgunblaðið - 30.04.1947, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.04.1947, Blaðsíða 16
VEÐURÚTLITIÐ: Faxaflói: NORÐAN GOLA eSa kaldi. - Ljettskýjað. ♦ RÆÐA BJARNA BENE- Miðvikudagur 30. apríl 1947 DIKTSSONAR, utanríkisráS- herra við eldhúsumræður í gær kveldi. — BIs. 2—5 og 12. Knud Danaprins tók á móti íorseta Islands a Kastrupflugvelli Kaupmannahöfn í gærkvöldi. - Frá frjettaritara vorum. ÞEGAR flugvjelin, sem Sveinn Björnsson, forseti íslands, ferð- aðist með, settist á flugvöllinn í Kastrup klukkan um 13, var þar fyrir margt stórmenni til að taka á móti forsetanum. Knud Danaprins var þar sem fulltrúi konungsfjölskyldunnar. Dómkirkjan í Hróarskeldu. Jakob Möller, senáiherra ís- lands og starfsfólk sendiráðsins vár viðstatt komu forseta, svo og C. A. C. Brun, sendiherra Ðana í Reykjavík, Hans Tofte, forstjóri American Overseas Airways, yfirmenn Kastrup- flugvallar og fleiri. Ók til Amalienborgar. Knud prins og forsetinn heils uðust með hands.bandi og hjeld ust lengi í hendur á meðan þeir töluðu saman. Stjórn Kastrupflugvallar tók á móti forsetanum og gestum í móttökusal flugvallarins. Forsetinn og Knud prins óku síðan s-aman til Amalienhallar. A mánudagskvöld hjelt utan-v ríkisráðherrann kveldverðar- boð fyrir forsetann. — Sátu það sendiherra Korðurlanda og embaettismenn utanríkisráðu- neytisins. I boði hjá Friðriki konungi. Forseti íslands fór í dag á fund Alexandrine drotningar og heimsótti síðar Knud prins. Forsetinn og Agnar Kl. Jóns- son skrifstofustjóri sitja kvöld- verðarboð Friðriks konungs á þriðjudagskvöld. Páll. fcúsum íþróftanámskeið á veguiti ÍSl ÍÞRÓTTASAMBAND íslands hefir ákveðið að efna til í- þróttanámskeiðs, sem hest í Reykjavík 5. maí n. k. Verða þar kendar fjórar íþróttagrein- ar, sund,.glíma, frjálsar iþrótt- ir og knattspyrna. Ðómara- námskeið verða einnig haldin í þessum íþróttagreinum og handknattleik. Kenslan, sem bæði verður bókleg og verkleg, miðast við það að nemendur geti veitt til- sögn í greinum þessum að nám skeiði loknu. Erindi um marg- vísleg efni verða flutt á nám- skeiðinu, m. a. um sálfræði, heilsufræði, kenslufræði og fjelagsfræði, auk margs ann- ars. Kennarar iþróttagreinanna verða Jón Pálsson, Jónas Hall- dórsson, Kjartan Bergmann, Eenedikt Jakobsson, Svíinn Eg berg, F. Steel og Karl Guð- mundsson. í. S. í. skipaði nefnd til þess að sjá um allan undirbúning nán^keiðsins, og eiga sæti í henni Kjartan Bergmann for- maður, Benedikt Jakobsson og Þorsteinn Einarsson. !!b! Frá frjettaritara vorum á Raufarhöfn, þriðjudag. SEGULMAGNAÐ ‘ tundur- dufl liefur rekið við bæinn Sig urðarstaðir. En þar sem duílið rak er það aðeins 12 metra frá bílveginum til Raufarhafnar, en um 160 metra frá íbúðar- húsinu að Sigurðarstöðum. Vegna duflsins hefur öll um ferð bíla um veginn í nám- unda við duflið verið bönnuð. Heíur þetta í för með sjer hin mestu óþa'gindi, því nú standa yfir heyflutningar til Uaufar- hafnar. Ekki má sprengja duflið þar' Hróarsheldu dómkirl. a aff innan. HW hvílci Danak sem það ernú, og ekki verður flr og £ þesmrí fö (d>.hju ver&a iaÆneskar l f(l! liægt að aðhatast neitt við þao ., r. , . ... . , ,, , , , , , 1 lasis Danakoiiunfís layöar iú hinslu hvdu i-da<?. uns kur.nattumaour kemur, en ° hann er næst i Borgarfirði------------------------------------------------------------ eystra. onung- ■ Krist- GuSmundur S. lekur ekki þátl í milli- landakeppninni GUÐMUNDUR S. GUÐ- MUNDSSON' héfur neyðst til að afþakka boð hollenska skák sambandsins,. er bauð honum til millilandakeppni sem hefst í Baarn þann 9. maí n.k. Skáksamband Islands sendi Alþingi beiðni um 5000 króna styrk til utanfarar skákmanna á þessu sumri. Sigurður Bjarnason alþm. frá Vigur har fram þessa til- lögu á þingi, en hún var feld með litlum atkvæðamun. I gær var hollenska slcák- sambandinu tilkynt að Guð- mundur S. Guðmundsson myndi tkki geta komið þangað til keppni, vegna fjárhagsörð- ugleika. BRESK-PÓLSKUR VERSLUN ARSAMNINGUR LONDON: — Bretar og Pól- verjar haaf gert með sjer 232 miljón dollara þriggja ára verslunarsamning. VERSNANDI MATVÆLA- ÁSTAND í RÚMENÍU BÚKAREST: — Forsætis- ráðherra Rúmeníu hefur í út- varpsræðu varað þjóðina við því, að matVælaástandið í land inu eigi eftir að versna. Islenskir skákmenn á Norðurlanda skákmót í Helsingíors FINSKA skáksambandið ætlar að gangast fyrir Norðurlanda skákmóti í Helsingíors seinnipart sumars. Hafa Finnar boðið íslenskum -skákmönnum þátttöku og hefur Skáksamband Is- lands tekið þessu boði. Mótið á að hefjast í byrjun ágústsmánaðar. Hefur finska skáksambandið boðið hinu ís- lenska að senda fimm til sex fulltrúa. Skulu tveir þeirra vera landliðsmenn og þrír eða fjórir meistaraflokksmenn. Tveir fulltrúar frá íslandi. Skáksambandið hefur enn ekki ákveðið hverjir skuli fara. Og það er almennt búist við, að ekki verði hægt ao senda nema tvo fulltrúa, vegna þess að styrkbeiðni Skáksambands- ins var feld í Alþingi og horfir því málið öðruvísi við. Þeir tveir íslenskir skák- menn sem fara munu, vcrða Ásmundur Ásgeirsson, sem er núverandi Skákmeistari Is- lands og væntanlegur Skak- meistari íslands 1947. En um þetta sæti er nú verið ao keppa í landsliðskeppni Skáksam- bandsins. 268 bílar eru nú hjá Hreyffi AÐALFUNDUR Samvinnu- fjel. Hreyfils var haldinn í Tjarnarlundi 15. apríl s. 1. Þar voru samþyktir reikningar fje- lagsins fyrir árið 1946 og kosn ir tveir menn í stjórn. Á stöð fjelagsins eru nú um 200 bifreioar og er hagur fje- lagsins góður. í stjórn Samvinnufjel. Hreyf ils eru: Ingjaldur ísaksson, form., Vilhjálmur Þórðarson, varaform., Ingvar Sigurðsson, gjaldkeri, Ingimundur Gests- son, ritari og Tryggvi Kristj- ánsson meðstjórnandi. — Fram kvæmdastjóri fjelagsins er Tryggvi Kristjánsson. ísfiskur fyrir rúma miijón N' I.EGA hafa fimm togar1 ar selt ísfisk á Bretlandsmark- að. Somtals var landað úr þess uia togurum 15.262 kits og scidust þau fyrir kr. 1.180.714. Afla og söluhæst þessará skipa er Gylfi frá Patreksfirði. Óli Garða seldi í Fleetwood 2671 kit fyrir 8181 sterlings- pund, Helgafell í Grimsby 3349 kit fyrir 10.373 pund. Á sama stað seldi Faxi 2785 kit fyrir 8.320 pund. Baldur seldi í Fleetwood 2961 kit fyrir 9037 pund og Gylfi seldi j>ar 3496 kit fyrir 10.502 sterlingspund. Samúðarskeyti þökkuð EINS og áður hefir verið til- kynt. sendi forseti íslands Frið- riki Danakonungi og Alexand- rínu ekkjudrottningu samhrygð arskeyti út af fráfalli Kristjáns konungs tíunda. Hafa forseta borist eftirfar- andi þakkarskeyti þeirra: „Innilegustu þakkir mínar fyrir hinar hlýju kveðjur frá íshmdi“. Alexandrine. „Jeg leyfi mjer að ílytjá yður, herra forseti, innileg- ustu þakkir mínar fyrir hina fögru kveðju yðar og hlut- tekningu í sorg minni út af fráfalli míns ástkæra föður. Jafnframt þakka jeg árnað- óskir yðar“. Frederik R. Stefán Jóh. Stefánsson forsæt isráðherra sendi herra Knud Kristensen forsætisráðherra Dana eftirfarandi samúðar- skeyti: „Ríkisstjórn Danmerkur þakkar innilega hina fögru kveðju yðar og hluttekningu íslensku ríkisstjórnarinnar og íslensku þjóðarinnar í sorg dönsku þjóðarinnar útaf and- láti Kristjáns konungs tí- unda“. Knud Kristensen, forsætisráðherra. Handknatlfeiks- kepni í kvöld I KVÖLD fer frám hand- knattleikskeppni í Iþróttahúsi IBR við Hálogaland, og gengst KR fyrir henni. Keppt verður í sex karlaflokkum og tveimur kvennaflokkum. I meistara-, I. II., og III. fl. karla keppir KR við Hauka, en þau fjelög eru mjög jöfn að siyrkleika. I öðrum og þriðja flokki karla fara fram aukaleikir í B-Iiðum og einnig í I. flokki kvenna, jnilli Ármanns og KR. Byrja þeir kl. 7,30, en aðal- keppnin hefst kl. 8,30.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.