Morgunblaðið - 06.05.1947, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 06.05.1947, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 6. maí 1947 MOHdUNBLAÐIÐ 0 LeikSgelasj M®ykjsa vákssr: (BLITI-IE SPIRIT) EKKI verður annað sagt, en að Leikfjelag Reykjavíkur fylg jst vel með tímanum og geri sjer far urn kynna mönnum verk þeirra rithöfunda núlif- andi, er ágætastir eru taldir meðal öndvegisþjóða heims. Má fyrst og fremst rekja það til þeirrar staðreyndar, að menn- ingarstraumar umheimsins eiga nú greiðari leið til okkar en nokkru sinni fyrr, en auk þess á fjelagið nú flciri ungum og mikilhæfum áhugamönnum á að skipa, en dæmi eru til áður í sögu þess. í vetur höfum við fengið að sjá bráðskemtilegan og afburðavel saminn gaman- leik eftir ameríska Nobels verð launaskáldið O’Neill, sjerstætt og mjög athyglisvert leikrit eft- ir annan merkan rithöfund ame rískan T. Wilder, og nú ofan- greint leikrit eftir breska rit- höfundinn og þúsundþjalasmið- inn Noel Coward, er frumsýnt var í Iðnó s.l. föstudagskvöld. Ekkert hefir áður verið leikið eftir höfunda þessa hjer á landi, en ^pllir eru þeir víðfrægir rit- höfundar og mikílhæfir leikhús menn. Yngstur þeirra er Noel Coward, — innan við fimmtugt, •— en líklega þeirra mikilvirk- astur og fjölhæfástur. Að vísu stendur hann O’Neill mjög að ba'ki um skáldleg tilþrif og and- ríki, en hann er honum ef til vill fremri um snild í samtölum (Dialog) og einstök leikatvik (situationir). Nálgast hann í því efni jafnvel sjálfan Oskar Wilde, þó að varla sjeu þeir sambærilegir að öðru leyti.. — Leikrit Cowards leiftra af snjöll um orðaskiftum og hann fylgir þeim jafnan eftir til hins ýtr- asta. Hann missir aldrei marks og enginn er honum Ieiknari í að vekja eftirvæntingu áhorf- enda og koma þeim á óvart. En Noel Coward er í senn kald- hæðinn og ljettúðugur í verk- um sínum, og fátt mun honum svo heilagt, að hann geti ekki haft það að leiksoppi, ef svo ber undir. Þó gætir hann jafn- an þess, að draga úr kaldhæðn- inni með glettni og frábærri fyndni, sem enginn fær staðist. Því særir hann sjaldan og er aldrei miskunnarlaus eða gróf- ur. Koma þessir eiginleikar hans hvað best í Ijós í léikriti því, sem hjer er um að ræða, ,,Ærsladrauginum“. Enda þótt Noel Coward sje1 enn maður á besta aldri, á hann langan og merkilegaii listamannsferil að baki sjer, þvi að hann var aðeins barn að aldri, er hann Ijek fyrsta hlutverk sitt. Síðan hefir hann óslitið, að heita má, helgað leik- listinni starfskrafta síná alla, ✓ ýmist sem leikari eða leikrita- höfundur. Hefir hann samið fjölda leikrita og revía, sem leik in hafa verið víðsvegar um heim. Oftast hefir hann sett . leikrii sín sjálfur á svjð og þá -venjulþga farið eínnig méð eitt- hVert af a'Salfúutverkunum í þeim! '; Auk þessa hefir tíann samið morg lög,. og Ijóð, .gerp, Gamanleikur í 3 þáltum Leikstjóri: Miðilsfundurinn í 1. þætti. hann hefir fljettað inn í leik- j rit sín og revíur og 1929 samdi hann óperettuna, Bitter Sweet, — bæði músíkina og textann. j Ber verk það vitni um fjöl-1 hæfni skáldsins, enda vakti það feikna athygli, er það var sýnt fyrst, — og ljóð hans og lög | úr öðrum leikritum hans hafa i hlotið almennar vinsældir bæði | vestan ha-fs og austan. — Sum . af leikritum hans hafa verið i kvikmynduð, þar á meðal leilt- ! ritið Cavalcade, einskonar yfir- . irlit yfir sögu breska heimsveld j isins á 20. öldinni. Var sú kvik- , mynd sýnd hjer við mikla að- sókn nokkru fyrir síðustu styrj j öld. ,,Ærsladraugurinn“ - hefir | einnig verið kvikmyndaður og var sýndur hjer í haust er leið. | Kvikmyndi þessi var um margt pýrðilega úr garði gerð, enda eru mörg atriði leiksins þess eðl is, að kvikmyndatæknin gerir þeim mun betri skil, en komið verður við á leiksviði. „Ærsladraugurinn“ fjallar um d.ularfull fyrirbrigði, (spiri- tisma), af næsta litlum fjálg- leik, en græskulaust, enda þótt hann dragi upp nokkuð ýkju- kenda skopmynd af miðlinum og starfsháttum hans. Annars verður efni, leiksins ekki rakið hjer, en geta má þess, að fram- liðnir ganga ljósum logum é sviðinu, jarðneskir mjög í hugsun og háttum, — beggja handa járn að vísu, en svo bráð skemtilegir, að ekki væri nema ánægjan ein að hafa slíka ,,gesti“ í kringum sig. Haraldur Björnsson hefir sett leikinn á svið og annast leik- stjórn. Hefir honum farist hvort tveggja vel úr hendi, þó að honum hafi ekki tekist til fulls að setja á sýninguna þann enska og sjerstaklega Coward- iska blæ, sem æskilegt hefði verið. A bak við þessa leik- sýningu liggur bersýnilega mÍ{íil,viriria;bæÖi 'áf héridi leik- stjórans og leikénda, enda er hraði leiksins góður og sám- leikur ágætur. Hlutverkin í. leiknum eru ekki mörg, aðeins sjö, en með þau fara margir af okkar -bestu leikendum. Elviru hina framliðnu, fyrri konu rithöfundarins, Charlés I Condomie, leikur frú Herdís-. Þorvaldsdóttir. Fer frúin eink- ' ar vel með hlutverk þetta, er skemmtiléga glettin og ertin og ísmeygileg og mjúk í hreyfing- um, sem særnir íoúa astral- plansins. Þó hefði jeg kosið að hún væri ennþá svifljettari og að hún flögraði hraðar um svið- ið, en játað skal, að því varð varla við komið vegna þrengsla á þessu litla leiksviði í Iðnó. -— Höfundurinn nefnir leikritið á ensku „Blithe Spirit“ og tekur nafnið úr hinu gullíagra kvæði Shelleys, „To a Skylark“, sem byrjar þannig: „Hail to thee, veit jeg ekki af hverju það staf- ar, því að jeg hef ekki orðið var við þennan ljóð á ráði frú- arinnar fyrr en nú upp á síð- kastið. Er að því mikil óprýði. Valur Gíslason fer með hlut- verk Charles Condomine rithöf- undar og gerir hlutverkinu all- góð skil. En lítið örlar á Eng- Iendingnum í leik hans og mál- rómur hans fellur illa við hlut- verki^ ,,Replik“ hans er farin að verða æði tilbreytingarlaus og jafnvel þreytandi og er það illa farið um jafn góðan leik- ara. Ungfrú Arndís Björnsdóttir leikur miðilinn, madame Arcati, vel og skemtilega. Máske er leikUr hennar full ýktiy á köfl- um, og þó ekki til lýta en stundum - virtist mjer sem hún hefði ekki þrek til að halda ofsanum við og var þá sem kenndi ósamræmis í leik henn- ar. Annars skal jeg geta þess, að jeg sá leik þennan í Kaup- mannahöfn síðastliðið sumar og finnst mjer madame Arcati mun betur leikin hjer en þar. Br^njóífur Jóhannesson og ungfrú Emilia Borg fóru með hlutverk læknishjónanna og var leikur þeirra eðlilegur og áferð- afgóður. Edith, aulann og vinnukon- una hjá þeim Condomine hjón- um Ijek frú Nína Sveinsdóttir með mikilli prýði. A undan sýningunni Ijek hljómsveit undir stjórn Þóris Jónssonar. Lárus Ingólfsson hefir sjeð um leiktjöld og búninga. Hallgrímur Bachmann stjórn ar Ijósum, en Finnur Kristinns son leiksviðíT Ragnar Jóhannesson cand. mag. hefir þýtt leikinn og tek- ist það mætavel, alt nema tit- illinn — Ærsladraugurinn. Er hann þar kominn allfjarri „Blithe Spirit“ höfundarins. Að leikslokum hylltu leik- húsgestir ákaft leikendur og leikstjóra með dynjandi lófatakj og venjulegum blómakveðjum. — Allir fóru heim í besta skapi, sem vænta mátti, því leikurinn er bráðskemmtilegur og meist- aralega saminn. Sigurður Grímsson. Shell kaupir nýtt olíuflutningaskip SHELL hefur keypt nýtt oliuflutningaskip og kom þa? hingað til landsins í gærmorgun. Er þetta nýja skip helmingi stærra en Skeljungur að burðarmagni og verður nefnt „Skelj- ungur I“, en gamla skipið mun Verða selt til útlanda á næst- unni. — Valur Gíslason scm Lharlcs Condoraine og Flerdís Þor- valdsdóttir scm Elvira. blithe spirt, bird thou never wert“. Svo „eterisk“ á Elvira að vera og leikur hennar allur. eftir því. Ruth, síðari konu rithöfund- ! arins leikur frú Þóra Borg Ein- arsson með miklum ágætum. Hún hreyfir sig allra kvenna best á leiksviðinu, er örugg í ' öllii íátbfá|ðl; og' hefii? 'góðar ;og eðiilegaf áherslur'. En hún ;er ! smámæit á 'st’únduhi' eins og ' hún væri að, falg fæpitungu og Skeljungur hinn nýi var byggður í Englandi 1944, en síðan seldur’ Norðmönnum fyrir tæpu ári. Shell á Islandi keypti skipið fyrir um 800 þúsund krónur af Norðmönn- um. Var það síðan endurbætt í Englandi m.a. settur í það dýptarmælir og fleiri öryggis- tæki. Skipið hjet áður ,,Scot“. Gamli Skcljimgur of lítill Hallgr. Hallgrímss., forstj. Shell sýndi blaðamönijum ;kipið í gærdag. Sagði hann, ið gamli Skeljungur hefði ver- ð orðinn of íítill, en hann var byggður fyrir fjelagið í EIol- landi 1928 og er því orðinn nærri 20 ára gamall. Olíu- notkun hefur aukist svo mikið hjcr á landi siðustu árin, að nauðsyn bar til að fá nýtt skip. Hafa olíufjelögin Shell og Olíuverslun Islands orðið að notast við leiguskip með gamla Skeljungi nndanfarin ár, en samningar eru unl það milii þessara tveggja fjeiaga að aðstooa hvort annað með oliu- flutninga á hafnir úti á landi þegar svo ber undir. Skipið reyndjst vel á , ' hcinileioinni í Brynjólfur Kjartansson verð ur skipstjóri á hinu nýja skipi en hann var áður skipstjóri i Skeljungi og hefur starfað a< olíuflutningum s.l. 14 ár. — Hann sótti hið nýja skip ti Englands og sagði að þa< hefði reynst hið besta á heim leiðinni þrátt fyrir slæm veður. Skeljungur I. ber um 30* smálestir. Það er búið 330 ha Croesley dieselvjel og gengu um 9 mílur. Það verður útbú ið öllum bestu örvggistækjun ftg sama áhöfn verður á þvi 12 manns, sem var á gaml Skeljung. og launum I GÆR fór fram á Alþingi kosning 4 manna í nefnd, til að skipta fjárveitingu til skálda, rithöfunda og lista- manna. Þessir voru kosnir: Þorsteinn Þorsteinsson, al- þingismaður, Ingimár Jónsson, skólastjóri, Þorkell Jóhannes- you, prófesson, Magnús Kjart- Ánsson, ritstjóri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.