Morgunblaðið - 06.05.1947, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 6. maí 1947
IVý framhaldssagá — íflgist meít frá byrjnn
Á FARTINNI
oCeynilöýrecjíuóa^a ejtu' jf^eter Cfll
e
2. dagur
Jeg híaðaði nú ferðum niður
hæðina, í áttina til hvíta húss-
ins. Og jeg fór að hugsa um
þessa Júlíu Wayles og velta því
fyrir mjer hvernig jeg ætti að
snúa mjer í þessu máli: Jeg fór
að hugsa um hvernig hún væri
útlits .hvernig göngulag henn-
ar væri, hvernig hún talaði, því
að undir þessu er það alveg
komið hvernig konurnar reyn-
ast í lífinu. Það er undir því
komið hvort þær verða ljúfar
og lítillátar og sitja við að staga
sokka á kvöldin, eða þær fara
sinna ferða og finna upp á öll-
um skrattanum. Mig langaði til
að vita af hvorum flokknum
Julia væri. Það gæti sparað
mjer mikið umstang.
Hún mamma mín gamla vissi
mjög vel hvernig kvenfólkið er
og hún var altaf hrædd um mig
eftir að jeg fór að stálþast, því
að hún hjelt að jeg mundi líkj-
ast pabba (en hann varði allri
ævi sinni til þess að berjast um
heiður kvenna og hafði komist
að raun um það, að þegar þær
hafa gefist upp, þá byrjar nú
stríðið fyrst). Hún varqði mig
við öllum þeim, sem væri í
silkisokkum og brostu við karl
mönnum. Hún sagði að það
mundi reka að því að einhver
kvenmaður flekaði mig. Hún
var henni sannspá. ' Jeg hefi
fengist við ótal konur og ef jeg
segði ykkur allar þær sorgar-
sögur, þá munduð þið vikna.
Þegar jeg var seytján ára
hitti jeg eina. Hún var rauð-
hærð og með blá augu. Síðan
hefi jeg alla ævi mína æft mig
í því að losa mig við þær sæt-
ur sem hafa verið að ánetja mig
og mjer hefir tekist það furðan-
lega vel. Svona er jeg. Jeg er
einn af þeim piltum, sem ekki
eru í rónni fyr en þeir hafa
reynt eitthvað nýtt. Það er
máske nokkurs konar þekking-
arþorsti. Jeg veit það ekki.
Sú rauðhærða kendi mjer
ýmislegt. Jeg hitti hana á ein-
hverri góðgerðaskemtun og þeg
ar jeg segi ykkur að jeg fjell
fyrir fyrsta augnátilliti henn-
ar, þá er það bláber sannleik-
urinn. Hún var 35 ára og það
var ekkert að athuga við vöxt
hennar og hreyfingar. Hún
hafði mjúka rödd, og ef hún
hefði horft á þig þá mundirðu
hafa orðið þess fullviss að Ad-
am hefði fyrst orðið maður
þegar hann skifti um laufblað
á Evu í fyrsta skifti.
Og góð var hún. Jeg segi
ykkur það satt að hún var góð.
Hún.var svo góð, að hún hefði
getað umhverft herdeildar-
manni svo. að hann hefði
sprungið. af bræði ef hann
hefði heyrt „Heil Hitler“. Hún
var í einhverju kvenfjelagi
sém starfaði að því að fá unga
menn til þess að vera ekki úti
á kvöldin. Hvað mig sríerti þá
varð mikill árangur af því
starfi fjelagsins, því að þessi
stúlka hafði svo mikil ahrif á
mig, að jeg hætti að vera úti.
Jeg yfirgaf hana ekki í þrjár
vikiþ', nema þegar jeg skrapp
út í áfengisverslun til þess að
fá eitthvað til þess að hressa
okkur á. Þegar jeg kom heim
til mömmu gömlu þá hvessti
hún á mig augun og síðan
skvétti hún fullri könnu af
tómatlegi beint framan í mynd
ina af pabba.
| Mamma trúði á erfðakenn-
inguna.
Jæja, þetta var nú fyrsta ást
arævintýrið mitt, og síðan h*efi
jeg aldrei horft um öxl, nema
1 ef jeg hefi sjeð út undan mjer
! að einhver í fallegum nærföt-
um er að ganga upp brattan
I stiga. Nú hefi jeg sagt þjer
j hvernig jeg er. Og mjer þætti
! gaman ef þú segðir mjer eitt-
hvað um sjálfan þig við tæki-
færi.
Hann gekk að hliðinu og
j hratt því opnu og kom inn á
mjóan gangstíg. Það var byrj-
að að skyggja og sá á brún á
tuííglinu upp úr skýjum. Jeg
var að hugsa um Júlíu og
hvernig hún væri, sá fugl. Jeg
komst að þeirri niðurstöðu, að
ef hún væri öðruvísl en hún er,
þá hefði jeg ekki þurft að vera
að eltast við þennan Schribner,
en hefði getað lifað kóngalífi
með þeirri litlu, sem jeg hitti
í gærkvöldi í amerísku knæp-
unni á Savoy.
| Jeg hryngdi dyrabjöllu og
beið. Eftir Stutta stund kem-
ur einhver sláni og opnar dyrn
ar. Hann er í silkiskyrtu og
með alt og þröngan flibba. Föt-
in hans eru falleg og hann er
með dýra hringa á fingrum.
Hann brosti eins og hann væri
harðánægður með eitthvað.
Hann sagði: „Hvað get jeg gert
fyrir yður?“
Jeg sagði honum að jeg hjeti
Willik — Paul Willik. og að
jeg sje að leita að ungri stúlku,
sem heitir Júlía Wayles. Jeg
spurði hvort hann þekti ekki
mann, sem heitir Max Schribn
er. Jý, hann hjelt nú það. Hann
sagði vera Max Schribner.
Hann stóð þarna í dyrunum
og hallaðist upp að dyrastafn-
um og horfði á mig eins og
hann vildi alt fyrir mig gera.
Andlitið á honum var eins og
tunglið. Það var kringlótt og
feitt og húðin eins og togleð-
ur. Hann var með þykkar var-
ir en ekki ósnotrar, því að þær
mintu hann á kvenmannsvarir (
af því hvernig þær voru í lag-;
inu. Þú skilur. Svo var hann!
með ljósblá augu og snjóhvítar
augabrýr. Það er svo sem ekk-.
ert skemtilegt að horfa á hann
og jeg vildi hgldur horfa á eitt- ,
hvað annað.
Jeg sagði: „Þetta var svei
mjer heppilegt, Mr. Schribner.
Nú vitið þjer hver jeg er og
jeg veit hver þjer eruð. Og þá
getið þjer máske sagt mjer eitt
hvgð um þessa stúlku?“
„Hann sagði: „Sjálfsagt. Ger
ið þjer svo vel að koma inn“.
Hann sneri sjer svo við og
gekk inn ganginn og jeg á eft-
ir. í enda gangsins opnaði hann
dyr og við fórum þar inn í her-
bergi. Það var laglegt herbergi
og þægilega bjart þar inni. Úti
í einu horninu var borð/og á
því hrúga af skjölum.
Jeg settist í djúpan hæginda-
stol og hann bauð mjer vindl-
ing. Hann sagði: „Jæja, hvað
get jeg gert fyrir yður? Þjer
viljið máske vera svo góður að
segja mjer einhver deili á yð-
ur?“
Hann var hálf glottandi og
horfði á mig með yfirlætissvip
eins og stórlax á sendisvein.
Jeg sagði: „Það er mjög auð-
velt, Mr. Schribner. Jeg heiti
Willv eins og jeg sagði yður.
Jeg starfa fyrir ameríska upp-
lýsir^adeild. Og nú vitið þjer
það. En jeg veit ekkert um
þessa Júlíu Wayles. Jeg veit
ekki annað en það að jeg var
hjer í sjerstökum erindagerð-
um og þá símar húsböndi minn
til mín og biður mig að hafa
upp á stúlku, sem heiti Júlía
Wavles og muni hafa farið hing
að frá New York eða annari
höfn í Bandaríkjunum fyrir
svö sem þremur eða fjórum
mánuðum. Hann sagði mjer að
ef jeg gæti náð í mann sem
Schribner hjeti og ætti heima
einhvers staðar í námunda við
Bethsworth, þá mundi hann
máske geta hjálpað mjer“.
Hann sagði: „Sjálfsagt“. Og
svo stóð hann á fætur og tók
vindlakassa af arinhyllunni og
fjekk sjálfum sjer vindli. „En
jeg get ekki frætt yður mikið
um þetta Júlíumál og mjer
finst það undarlegt að jeg skuli
bendlaður við það. En það er
sennilega vegna þess að hús-
bóndi yðar hefur komist að því
að ieg þekti einu sinni stúlku,
sem hjet Júlía Wayles. En jeg
hefi ekki hugmynd um að hún
sje hjer, nje heldur hvað hún
er að gera“. ^
Jeg sagði: „Þetta er ágætt.
Þjer þekkið hana. Hvers kon-
ar stúlka er þetta? Var hún
eitt.af þessum næturfiðrildum,
sem aldrei er hægt að henda
reiður á, eða var þetta stilt
stúlka, sem ekki er líkleg til
þess að hafa strokið úr landi
með einhverjum?“
Hann sagði: „O, þarna ligg-
ur hundurnn grafinn. Þið hald-
ið að einhver hafi hlaupist á
brott með hana“.
Jeg ypti öxlum.
„Ef menn vissu það, eða vissu
hvar hún er niður komin, þá
hefði jeg ekki verið sendur að
leita að henni“, sagði jeg. „En
úr því að þjer hafið sjgð hana
þá vitið þjer hvernig hún lít-
ur út, og þegar maður veit það,
þá veit maður líka nokkurn veg
inn hvernig kvenfólk er. Hald-
ið þær það ekki?“
Hann sagðist ekki hafa athug
að bað. Og mig fór að gruna
að annað hvort væri þetta bölv
aður refur eða þá hálfviti.
„Heyrið þjer nú góði minn“,
sagði jeg. „Það er eins og yður
skorti þekking á sálfræði. Það
er hreint ekki sama hvernig
konurnar eru útlits. Það er ekki
sama hvort þær eru eins og
þær_ sjeu kliptar út af forsíðu
í kvennablaði, eða hvort það
eru heimabakaðar bollur, sem
drevmir dagdrauma. Er það
ekki satt?“
Æfintýrið um Móða Manga
Eftir BEAU BLACKHAM.
22.
Og svona var það allt kvöldið. Hundruð barna skemmtu
sjer á hestunum, en Móða Manga fannst sjer vel launað,
þegar hann sá bros þeirra og kátínu. Mangi hafði þó nóg
að gera, og sannast að segja ljetti tionum töluvert, þegar.
Finntgan tilkynti, að vjelin í hringekjunni mundi verða
kpmin í lag daginn eftir.
Það kvöld, þegar hringekjan hafði verið stöðvuð og
ábreiður breiddar yfir hestana og fólkið var haldið heim
á feið, kom Finnigan til Móða Manga.
— Þakka þjer kærlega fyrir, Mangi minn, sagði hann,
um leið og hann strauk hendinni yfir gufuketilinn hans.
Þakka þjer voðalega vel fyrir. Þú bjargaðir okkur í kvöld,
blessuð eimreiðin mín.
Svo tók hann ofan hattinn sinn, sem hann hafði náð
af hestinum, veifaði höfuðfatinu og hrópaði:
Þrefalt húrra fyrir Móða Manga! Húrra, húrra, húrra!
Og allt fólkið tók undir og svo há voru húrrahrópin, að
Mangi roðnaði við. Sannast að segja,- mundi gufuketill-
inn hans hafa orðið blóðrauður, ef hann hefði ekki þegar,
verið þannig litur.
Eftir að öllu þessu var lokið, ók Mangi hægt yfir á járn-
brautarteinana sína, og lestarstjórinn og lest'arvörðurinn
reyktu gríðarstóra, dökkbrúna vindla, sem Finnigan hafði
gefið þeim.
— Vertu blessaður, Mangi, kali^aði fólkið á skemmti-
staðnum. Þai ka þjer fyrir alla hjálpina. Heimsóttu okkur
aftur, strax og þú getur komið því við!
Og Móði Mangi þeytti flautuna sína af öllum mætti,
og þeir, sem eftirtektarsamastir voru, heyrðu, að hann
sagði: „Verið þið margblessuð, fólk mitt gott“.
Og svo ók hann á brott og var svo ánægður og kátur
yfir því, sem hann hafði gert, — enda þótt hann yrði að
játa- það, að hann var alveg dauðþreyttur, auminginn.
E n d i r .
Hafði ekki áhrif.
Bóndi einn í Suður Slesvík
fjekk einu sinni umkvörtun um
þajð frá yfirvöldunum, að kýrn
ar hans mjólkuðu ekki nógu
vel.
Hann ljet þetta sem vind um
eyrun þjóta, og ljet stjórnina
ekkert frá sjer heyra.
Þá fjekk hann aðra kvörtun.
Hann svaraði þá á þessa leið:
— Jeg hefi þegar hengt um-
kvörtunarskjal yfir upp í fjós-
inu, en það virðist því miður
engin áhrif hafa á kýrnar.
★
— Hinir gömlu trúa á allt,
þeir miðaldra efa allt, en þeir
ungu vita adlt.
★
4000 ára listaverk.
í hinum áður heilaga ind-
verska bæ, Eridu, hefir fund-
ist 4000 ára gamalt listaverk,
ljón í eðlilegri stærð, höggvið
í svart granít. Það hefir hjer
áður fyrr staðið við borgar-
hliðið.
★
Handjárnin hjálpuðu ekki.
Hinn frægi ameríski „base-
ball“-leikari, Connie Mack,
gortaoi eitt sinn af því, að hann
myndi geta ráðið niðurlögum-
-hins heimsfræga hnefaleikara
Jack Dempsey, ef hann notaði
við það handjárn. — Nokkru
seinna hitti Mack, sem nú er
lögreglustjóri, Dempsey í sam-
kvæmi, en þótt hann hefði
handjárnin í vasanum treyst-
ist hann ekki til þess að hand-
sama henfaleikarann.
'it
Páfinn fær sænska orðu.
Gústaf Svíakonungur hefir
sæmt páfann, Pius XII. „Prins
Carl“—orðunni úr gulli. Orða
þessi var stofnuð 1946, og er
veitt þeim, sem vinna mikil
mannúðarstörf.
GóO gleraugu eru fyrlr
öllu.
A/greiBum flest gleraugha
recept og gerum viS gler-
augu.
•
Augun þjer hvílið
með gleraugum frá
TÝLI H. F.
Austurstræti 2(1.
"Sig ú r g£ i rS ig ur j ó n s s on
SVrif$td!útírr.i'• 10-12 og 1-6. ,
>ða stra ?, 8 Simf 1043!'
m ■■ ■ r-: iv. 4