Morgunblaðið - 06.05.1947, Blaðsíða 12
12
Þriðjudagur
6. maí 1947
MORGUNBLAÐ.IÐ
&
Aðalfundur Fjelags
matvörukaupmanna
AÐALFUNDUR Fjelags mat-
vörukaupmanna í Reykjavík
var tíaldinn 28. apríl s. 1. Út
stjórninni áttu að ganga Tómas
Jónsson, sem setið hefir í stjórn
fjelagsins frá stofnun þess, og
Sæmundur Jónsson. Báðust þeir
báðir undan endúrkosningu. í
þeirra stað voru kosnir Axel
Sigurgeirsson og Björgvin Jóns-
9 son, og skipa þeir nú stjórnina,
ásamt Guðmundi Guðmunds-
syni, sem var endurkosinn for-
maður fjelagsins.
A fundinum voru samþykkt-
ar eftirfarandi þrjár tillögur:
Gjaldeyris- og
innflutningsleyfi.
„Aðalfundur F.M.R. haldinn
í Kaupþingssalnum 28. apríl
1947 mótmælir eindregið þeim
misrjetti, sem matvörukaup-
menn hafa verið beittir við út-
hlutun gjaldeyris- og innffutn-
ingsleyfa. Fjelagsmönnum er
kunnugt um, að þeir eru eina
sjergrein verslunarinnar, sem
svo að segja engin gjaldeyris-
og innflutningsleyfi hafa feng-
ið, frá því að verslunarhöft
voru tekin upp hjer á landi.
Fjelagar F.M.R. átelja harðlega
það misrjetti, sem átt hefir sjer
stað í þessum málum og skora
á ríkisstjórnina að setja inn í
starfsreglur hins væntanlega
fjárhags- og gjaldeyrisráðs fyr-
irskipi’n um að veita matvöru-
kaupmónnum og innkaupasam-
böndum þeirra öll innflutnings-
og gjaldeyrisleyfi framvegis þár
sem matvörukaupmenn sjálfir
þekkja best óskir og þarfir neyt
enda svo og eftirspurn eftir
vörunni“.
Minkuð álagning
„Aðalfundur F.M.R. haldinn
í Kaupþingssalnum 28. apríl
1947 mótmælir harðlega hinum
sífeldu skerðingum á ómaks-
launum matvörukaupmanna,
sem náðu hámarki sínu þegar
viðskiptaráð ákvað % hluta
lækkun á vinnulaunum mat-
vörukaupmanna við sölu á
kaffi. Ennfremur mótmælir
fundurinn eindregið þeirri ráð
stöfun hins opinbera, að kaup-
mönnum skuli gert að skyldu
að innheimta tolla svo tugum
milljónum skiptir án nokkurr-
ar þóknunar“.
Ávextir.
Aðalfundur F.M.R. haldinn
í Kaupþingssalnum 28. apríl
1947 ^korar á gjaldeyris- og
innflutningsyfirvöld landsins að
veita gjaldeyris- og innflutn-
ingsleyfi fyrir ávöxtum frá
þeim löndum þar sem trygging
er fyrir úrvalsvöru og skilyrði
til flutninga það góð að varan
komist óskemd til neytenda.
Fimm mínúfna krossgáfan
V
8 9
H
18 -)
SKÝRINGAR:
Lárjett: — 1 slá — 6 skip-
stjóra — 8 grátur — 10 eind —
12 vindur — 14 ryk —> fanga-
amrk — 16 gruna — 18 líkams-
hlutann.
Lóðrjett — 2 nytjaland — 3
kyrð — 4 dýramál, 5 burðast
— 7 ljóta — 9 þrír eins — 11
fyrir utan — 13 í beinum þf.
— 16 fangamark ■— 17 tví-
hljóði.
Lausn á síðustu krossgátu:
Lárjett: — 1 bókin — 6 súð
— 8 rok — 10 upp — 12 grann
ar —. 14 E. M. — 15 R. T. —
16 örn — 18 illileg.
Lóðrjett: — 2 óska — 3 kú
— 4 iðun — 5 orgeli — 7 spring
— 9 orm — 11 par — 13 nári
— 16 öl — 17 N. L.
c
Pússningasandu?
frá Hvaleyri, v
Skeljasandur,
Rauðamöl.
i
| Kristján Steingiímsson,
Sími 9210.
Kol 09 salt
Framh. af bls. 7
mikil og dýr tæki og vörustæði
fyrir kol og salt-, sem einstakl-
ingar hafa komið upp og má
þar minna á „hegrann“ svo-
nefnda. Alt þetta, sem einstakl-
ingar hafa komið upp með ærnu
erfiði og áhættu skal nú af
þeim tekið skv. frv. G. Þ. G.
Um þetta skal ekki fjölyrða
en það er vandi að sjá að þessi
maður geti til frambúðar verið
í tölu þingmanna höfuðstaðar-
ins.
Vansmíði G. Þ. G.
Frv. G. Þ. G. er sýnilega hrip-
að í flýti, svo óljóst er það. í
3. gr. er talað um að tap skuli
jafnað úr varasjóði en ef hann
hrekkur ekki til, þá úr stofn-
sjóði en hvergi er minst á
hvernig stofnsjóður þessi skap-
ist en tilætlunin hlýtur að vera
að ríkið leggi hann til þó það
sje ekki nefnt beinum orðum.
I frv. stendur að fyrirtæki,
sem stunda útgerð og sigling-
ar geti fengið heimild til að
flytja kol og salt til landsins á
eigin skipum og til eigin nota,
en í greinargerðinni er bætt
við að þessir flutningar verði
að vera hlutaðeigandi aðilum
hagkvæmir. Það er ekkert um
það talað hver eigi að' meta
slíkt. Það er ekkert nýtt að
útgerðin kaupi sjálf kol og salt
handa sjer, ef hún vill, slíkt
hefir viðgengist.
Frumvarpið er hrösluléga út-
búið og má ef til vill kenna
því um að G. Þ. G. er ekki
vanur frumvarpasmíð en vel
gæti hann þó sótt ráð til ann-
ara.
Skattfrelsi.
Verslunin á að vera skatt-
frjáls og hana á ekki að reka
með ágóða. Það sýnist þó svo,
sem ríkissjóður þurfi á öllu sínu
að halda af sköttum og síst
megi rýra tekjustofnana.
Frv. G. Þ. G. mun vera bor-
ið fram algerlega á hans eigin
ábyrgð enn flokksbræður hans
utan þings og innan munu tæp-
lega gefa því mikinn gaum.
Áttræður:
Guðbrandur Jörundsson á Vatni
Kauphöllin
er miðstöð verðbrjefa-
viðskiftanna, Sími 1710.
1 DAG er áttræður Jörund-
ur Guðbrandsson á Vatni í
Dölum vestun
Hann er sonur Guð-
brandar hins gamla á Hólms-
látri og fæddur þar. Á þriðja
ári missti hann- föður sinn, en
ólst upp hjá móður sinni og
stjúpföður. Jörundur er tvi-
kvæntur. Fyrri kona hans
andaðist eftir mjög stutta sam-
búð. Síðari kona hans, sem
enn qr á lífi, er Sigríður Sig-
urðardóttir frá Litlu-Gröf. Var
Sigurður hreppstjóri á Tjald-
brekku í Hítardal, föðurfaðir
hennar, hinn merkasti maður.
Sigríður þótti framar flestum
öðrum stúlkum í Borgarfirði,
að fríðleik og öðrum kvenkost-
um.
Þau hjón hafa húið á óðals-
jörð sinni Vatni í Haukadal á
fjórða tug ára, við rausn. Nú
hafa þau látið af búskap, fyr-
ir fáum árum, en dvelja þar
hjá Sigurði bónda, syni þeirra.
Tvo aðra syni eiga þau hjón,
Guðbrand, bifreiðarstjóra og
Ingólf, húsameistara.
Jörundur er ern vel og enn
er hann fjörmikill áhugamað-
ur. Hann var ávallt hinn
mesti kappsmaður við hvert
starf og fer jafnan mikinn,
hvort sem hana er á hesti eða
gangandi, þó eru honum fæt-
ur að nokkru bilaðir, enda ver
ið æfi alla við fjalllendi og
fjárgæslu erfiða og langleitir
þar allar lent á honum.
Jörundur hefur ávallt verið
í betri bænda röð. Fljótur til
greiða og framúrskarandi gest-
risinn. Hann hefur gegnt ýms
um opinberum störfum í sveit
sinni, þótt hann hafi ekki sóst
eftir þeim, en dregið sig í hlje,
eins og fært’ var. Hann er mað
ur vinsæll í hjeraði, en enginn
er hann veifiskati í þjóðmál-
um. Hann er hinn gamli og
góði bóndi og hinn tryggi og
trausti drengur í hverri raun.
Hamingja Jörundar er mest
hvílíkan förunaut hann hefur
eignast á lífsleiðinni.
. Jeg ætla mjer ekki að hlaða
oflofi á vin minn, Jörund
bónda, enda múndi honum þli
lítt um finnast. Gjarnan hefði
jeg viljað í dag sækja heim
hinn ráðskjóta og fóthvata
öldung, en verð þó að láta við
það sitja að senda honum, —-
eins og aðrir fjölmargir fjar-
lægir vinir og frændur munu
gjöra, — ágætar hamingju-
óskir.
Lifðu enn um langa tíð sól-
skinsbjarta sumardaga.
Þorst. Þorsteinsson.
Píanó
Wagner píanó til sölu. •—
■ Upplýsingar í síma 5489
kl. 8—10 í kvöld.
Vörubíll
Chevrolet, model ’41, með
vjelsturtum og nýlegum
palli til sölu. — Upplýs-
ingar í síma 5489 kl. 8—10
1 kvöld.
Reikningshald & endurskoðun.
^JÍjartar jpjeturióonar
Cdand. oecon.
Mjóstræti 6 —• Sími 3028
1
X-f
&
&
Efflr Roberf Sform
LIVEFH-1P5, V/V1EAN
THAT 6þV AT TME &AR
J& t3e FED wmat
TA6QED VOU?
MUMT WHAT
DID V0U ZAS 2
V0U CALt-ED
ME OORRiðAN"?
Á OM, C0/AE 0N...I
EXPECTED «W1ETHIN6
'ViORE eiJBTUE FR0/Ó
VOU! BUV V0U A
Áöl OW?
( WAlT! \ /
VOU TMINK \
VOU KNOW 1
ME.,,/VlAVBE !
VOU CAN /
Ók MELPj
W.’-iAT |0 TMlv? Y0U V' T/H
MI6MT TMINK 1 Ai
proa\ aToad O?
i 22VICJ5!
d'.'-'CPf; CÁbl
vVE TALK?
I’/VÍ IN A
UA/K!
Jói: Áttu við.^að fuglinn þarna við þarinn hafi
handtekið þig? Kalli: Jeg gleymi aldrei útliti
manna ... og hans alls ekki. — Kalli gengur að
barnum ogysegir: Jæja: Corrigan, svo þú heyrðir,
að jeg væri kominn úr steininum. Ertu enn að
reýna að finna peningana? Phil (sem hefir misst
minnið): Ha? Hvað sagðirðu? Kallaðirðu mig
Corrigan? Kalli: Æ, vertu ekki að láta svona. Jeg
hjelt þú værir ekki svona þunnur. Viltu snaps?
Phil: Bíddu! Þú heldur þú þekkir mig ... Máske
þú getir hjálpað mjer! Kalli: Hvað áttu við? Értu
að gera að gamni þínu? Phil: Mjer er fyllsta alvara.
Hvar getum við rætt saman í næði? Jeg er í vand-
ræðum.