Morgunblaðið - 10.05.1947, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.05.1947, Blaðsíða 1
16 síður S4. árgangur 103. tbl. — Laugárdagur 10. maí 1947 íialoldarprentsmiðja h.l. STJORNMALANEFND S.Þ. VILL FULLVELDI PALESTINU LandsliS íslendinga í bridgekeppninni (talið frá vinstri). Sitjandi: Gunnar Pálsson, Árni M. Jónsson, og Lárus Karlsson. Standandi: Benedikt Jóhannsson, Einar Þorjinnsson og Hörður Þórðarson. ^ Siprvepramir í brigdekeppninni Islendingar unnu Breta í landskeppninni .. o------- Höfðu 7720stig umfram MILLILANDAKEPPNINNI í bridge milli íslendinga og Breta lauk klukkan eitt í nótt með stórglæsilegum sigri Islend- inga. Höfðu þeir 7720 stig umfram hið breska lið, fen spilin voru alls 100. Bretar unnu í 38 spilum, íslendingar í 37, en jöfn á borðunum urðu 25. I gær voru spiluð sextíu spil, en fjörutíu í fyrradag, en eftir spilin í fyrradag höfðu íslend- ingar 2480 stig yfir. Keppnin í gær ® I gær hófst keppnin kl. 2 e. h. og var spilað til kl. 6,30. Spiluð voru 32 spil. 1 þessar fjórar og hálfu klukkustund stóttu Bretarnir á og stóðu leikar þannig, er matarhlje varð, að Islendingar áttu eftir 1090 stig af vinning frá því í fyrradag. Keppnin hjelt svo áfram kl. 8,30. — Hófu þá Islendingarn ir stórsókn og unnu stöðugt á, uns keppninni lauk, og höfðu þeir þá unnið eins og fyr segir 7,720 stig. Mikill spenningur Keppnin fór fram í Tjarnar lundi, og var þar svo margt áhorfenda, sem frekast gat rúmast. Fylgdust menn, eins og vænta mátti með keppn- Framh. á bls. 15 Brefar óbugaðir enn London í gærkvöldi. MATVÆLAÁSTANDIÐ í Bretlandi var enn til umræðu í lávarðadeild breska þingsins í dag, og mun ræða Addisons lávarðar haía vakið einna mesta athygli. Lávarðurinn sagði meðal annars, að allir vissu, að á- standið væri mjög erfitt í mat- vælamálunj þjóðarinnar, en enginn skyldi þó óttast hung- ursneyð, nje nokkuð, sem nálgaðist slíkt. Addison harmaði það, að sú skoðun virtist vera að breiðast út erlendis, að matvælamál Breta væru komin í algera ó- reiðu. Mótmælti hann þessu og sagði, að breska þjóðin stæði uppi óbuguð. Sjálistæðishreyfing Tahitibúa vaxandi París í gærkvöldi. FRANSKI þingfulltrúinn Maurice Violette sagði á þingi i gær, að sjálfstæðishreyfing Tahitibúa færi vaxandi með degi hverjum. Tahiti, sem er í Kyrrahafi, lýtur stjórn Frakka. „Samkvæmt brjefi, . sem mjer hefur borist frá Tahiti“, sagði Violette, „er ástandið á eynni stöðugt að versna og Tahitibúar eru að búa sig undir það að lýsa yfir sjálf- stæði sínu“. — Reuter. Fjórir dæmdirfil dauða í Madrid Madrid í gærkvöldi. HERRJETTUR í Madrid hefur dæmt þrjá karlmenn og eina konu til dauða, on fólk þetta er borið þeim sökum, að hafa komið fyrir sprengju þeirri, sem á dögunum sprakk í sendiráði Argentínu í Mad- rid. — Tveii* meðsekir voi’u dæmdir i tveggja ára fangelsi hver. — Reuter. Fulltrúar Gyðinga og Araba flytfa mál sitt fyrir nefndinni NEW YORK í gærkvöldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. FULLTRÚAR umboðsráðs Gyðinga í Palestínu og æðsta ráðs Araba sátu í dag í fyrsta sinn fund stjórnmálanefndar Sam- einuðu þjóðanna, en samkvæmt ákvörðun aukaþings S. Þ. eiga fulltrúar þessara aðilja að fá að flytja mál sitt fyrir nefnd- inni. Nefndin var í dag að ræfra um verkefni nefndar þeirrar, sem á að rannsaka Palestínumálin og gera tillögur til úrbóta. Var rætt um það innan nefndarinnar, að sjálfstæði Palestínu skyldi vera það takmark, sem rannsóknarnefridin ætti að hafa i huga, er hún legði á ráðin um aðgerðir í Palestinumálunum. Métmælaverkfel! í Hamborg Hamborg í gærkvöldi. UM 100,000 verkamenn í Hamborg gerðu verkfall í dag til þess að mótmæla matvæla- skammtinum, sem þeir segja, að sje ekki meiri en svo, að fólk þurfi raunverulega að svelta. Krefjast þeir, að Ham- borg og Ruhr verði yfirlýst sem „neyðarsvæði", og allur matur, sem þar fyrirfinnst sje látinn koma til úthlutunar. Af hálfu hernámsyfirvaldanna var því svarað til, að allar um kvartanir, sem snertu mat- væladreifingu, bæri að bera fram við þýsk yfirvöld, því að þau mál heyrðu undir þau. — Er verkfallið hafði staðið nokkra stund, hurfu verka- mennirnir aftur til vinnu sinnar. — Reuter. 8,000 gesfir á bresku iðnsýningunni London í gærkvöldi. UM 8000 erlendir kaup- sýslumenn hafa skoðað bresku iðnaðarsýninguna i London og Birmingham, og er fjöldi sýn- ingargesta þá orðinn meiri en hann var á bresku iðnaðarsýn- ingunni 1939. Sir Stafford Cripps, viðskiptamálaráðherra Bretlands, sagði, að þetta bæri vott um það, að sýningin hefði verið vel kyiint erlendis. — Sagði ráðherrann, að vefnaðar vörurnar á sýningunni hefðu einkum vakið athygli, enda ljet formaður ráðs breskra vefnaðarvöruframleiðenda svo ummælt í dag, að. á sýning- unni gæfi að líta hið mesta úr- val vefnaðarvarnings, sem nokkurn tíma hefði verið sam- tímis á einum stað. — Reuter. Tillaga Gromykos Áður en stjórnmálanefndin kom saman, hafði undirnefnd fulltrúa frá 11 rikjum fjallað um verkefni rannsóknarnefnd arinnar. I þeirri nefnd bar Andrei Gromyko, fulltrúi Sovjetríkjanna, fram tillögu, þess efnis, að rannsóknarnefnd inni skyldi fyrirskipað að rannsaka, með hverjum hætti væri heppilegast að binda endi á umboðsstjórn Breta í Pale- stínu. Þegar þetta atriði kom til umræðu í stjórnmálanefnd- inni, þá var hinsvegar gert ráð fyrir því, að rannsóknar- nefndin skyldi hafa það x huga um allar aðgerðir sínar, að markmiðið væri það, að Palestína yrði sjálfstætt ríki. TiIIögur lagðar fyrir næsta þing S. Þ. Stjórnmálanefndin leggur ennfremur til, að rannsóknar- nefndin Ijúki störfum í síðasta lagi fyrir 1. september n.k., svo að* tillögur hennar geti orðið lagðar fyrir næsta alls- herjarþing Sameinuðu þjóð- anna. Ennfremur er gert ráð fyrir því, að rannsóknamefnd- in hafi víðtækt vald til að afla sjer upplýsinga bæði frá umboðsstjórn Breta i Pale- stinu og frá ibúum landsins, hverrar þjóðar sem er. Fulltrúar Gyðinga og Araba Af hálfu umboðsráðs Gyð- inga í Palestínu sat fund stjórn málanefndarinar David Ben Gurion, forseti ráðsins, Henry Kattan af hálfu æðsta ráðs Araba. Lýstu þeir báðir megnri óánægju yfir stjórn Breta i Palestínu, og kröfðust þess, að umboðsstjórn þeirra yrði þegar til lykta leidd. —■ Sir Alexander Cadogan, full- trúi Breta i nefndinni, sagði að Bretar hefðu í mörg ár ver- ið að'reyna að leysa Palestínu- vandamálin á heppilegan hátt og myndu því engir fagna því meir en Bretar, ef farsæl lausn fengist.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.