Morgunblaðið - 10.05.1947, Page 5
Laugardagur 10. maí 1947
MORGUNBLAÐIÐ
5
Mrjeí irá Alþingi
Von á vantrausti — Þjóðleikhúsið ríkisstofn-
un — Mý skifting skemtanaskattsins — Fjel-
agsheimili — Sigur hreppstjoranna
ANNARI umræðu frumvarps-
ins um fjárhagsráð o. fl., lauk
S þessari viku í neðri deild. —
^oru allar breytingartillögur
Stjórnarandstæðinga við það
ieldar. Samþykt var breyting-
artillaga frá Pjetri Ottesen og
fleirum um að heimila Búnað-
arbankanum ráðstöfun sextán
af hundraði erlends gjaldeyris
landsmanna. Er þar um all-
veigamikla breytingu að ræða
þar sem sá banki hefir ekki áð-
ur rekið verslun með erlendan
gjaldeyri.
Hinar tvær umræður fjár-
hagsfrumvarpsins hafa tekið
langan tíma. Hefir stjórnarand-
staðan beitt um það greinilegu
málþófi. Ræða framsögumanns
minnihluta fjárhagsnefndar,
Einars Olgeirssonar, við 2.
umr. stóð t. d. yfir á fimtu klst.
Mun hún vera meðal lengstu
þingræðna, sem haldnar hafa
verið á seinni árum. i
En nú hafa Sósíalistar kraf-
ist útvarpsumræðu um þriðju
umræðu þessa máls og er ákveð
ið að hún fari fram í næstu
viku, að öllum líkindum á
mánudag. Ennfremur er talið
líklegt að útvarpsumræður fari
fram síðar í mánuðinum um
vantraust á ríkisstjórnina, sem
Sósíalistar hafa ákveðið að
bera fram. Mætti því ætla, að
þjóðinni gæti orðið hin pólit-
íska taflstaða sæmilega ljós að
. öllum þessum umræðum lokn-
um,
IÞjóðleikhúsið ríkisstofnun.
Ríkisstjórnin hefir nú lagt
fram í Nd. frumvarp um Þjóð-
leikhús. Ber nauðsyn til þess
að setja löggjöf um þá stofnun
þar sem sá tími nálgast nú óð-
um að Þjóðleikhúsbyggingin
verði fullbúin og geti tekið til
starfa. Er jafnvel talið líklegt
að það geti orðið fyrir næstu
áramót, ef framkvæmdir tefj-
jast ekki vegna efnisskorts.
Aðalatriði þessa frumvarps
eru þessi:
Þjóðleikhúsið skal vera rík-
Isstofnun og lúta yfirstjórn
mentamálaráðherra. Höfuðhlut
verk þess .skal vera að flytja
Sslenska og erlenda sjónleiki,
söngleiki og leikdansa, vera til
fyrirmyndar um meðferð ís-
lenskrar tungu og halda uppi
skóla til eflingar íslenskri leik-
ment.Leikflokkar frá Þjóðleik-
húsinu skulu eftir því sem við
iverður komið, flytja sjónleiki
Utan Reykjavíkur og vinna að
tflingu leiklistar hvarvetna í
landinu.
Leikstjóri og leikhúsráð.
Mentamálaráðherra skipar
þjóðleikhússtjóra og 5 manna
* þjóðleikhúsráð. . Skulu fjórir
þeirra skipaðir eftir tiliiefnihgu
tfjögra fjölmennustu stjórnmála
* flokkanna á Alþingi, en einn
Samkvæmt tillögu fjelags ís-
lenskra leikara. Hlutverk leik-
">k..
Byggingarnefnd .ÞjóSleikhússins mun ná um næstu áramót
Þ jóóleikh úsið.
húsráðs er að hafa eftirlit með
starfsemi og rekstri Þjóðleik-
hússins, bæði hvað snertir efn-
isval og fjárhag.
Fastir leikrarar leikhússins
skulu ráðnir til fimm ára í
senn. Fjöldi fasráðinna leikara
er háður samþykki leikhúsráðs
og mentamálaráðherra.
Við leikhúsið skal starfa
leikritanefnd þriggja manna. I
henni eiga sæti leikhússtjóri,
fulltrúi leikhússráðs og einn
fulltrúi valinn af fastráðnum
leikurum. Milli Þjóðleikhússins
og Ríkisútvarpsins skal vera
náið samband". Skal leikhúsinu
skylt að láta útvarpinu í tje til
flutnings ákveðinn fjölda leik-
rita á hverju ári.
Þegar leikhúsið ekki er not-
að til leiksýninga má sam-
kvæmt frumvarpinu nota það
til hljómleikaihalds og kvik-
myndasýninga.
Leikár Þjóðleikhússins telst
frá 1. júlí^til 30. júní.
Þetta voru aðalatriði frum-
varps ríkisstjórnarinnar. — En
með því er prentað sem
fylgiskjal frumvarp nefndar
þeirrar, sem undanfarið hefur
starfað að undirbúningi rekstr-
ar Þjóðleikhússins. Er það í
ýmsum atriðum frábrugðið til-
lögum stjórnarinnar. Þar er t.
d. lagt til að fjöldi fastráðinna
leikara verði lögákveðinn 20.
Engin ákvæði eru í því um leik
húsráð. Þar er hinsvegar'greini
lega tekið fram að skemtana-
skatturinn skuli renna óskertur
til reksturs Þjóðleikhússins. '
í fjárhagsáætlun, sem nefnd-
in hefur gert og fylgir frum-
varpi hennar, áætlar hún launa
greiðslur til fastráðinna leikara
og aukaleikara 850 þúsund kr.
á ári, Ijósamanna, smiða, mál-
ará', tjáldamanna o. fl. 300 þús.
kr. á ári.
Heildarútgjöldin áætlar nefnd
in 2,3 milj. kr. á ári.
Tekjur leikhússins áætlar
nefndin 1,1 milj. kr. Er þar að-
eins reiknað með tekjum af leik
sýningum, sem nefndin áætlar
að verði 150 á ári. Meðaltal
á verði aðgöngumiða áætlar
hún 15 kr., en fjölda leikhús-
gesta 500 á hverri leiksýningu.
Reksturshallann á þessari á-
ætlun jafnar nefndin með öll-
um skemtanaskattinum 1,6
milj. kr.
Engin kostnaðaráætlun fylgir
frumvarpi rikisstjórnarinnar.
En auðsætt er að í því ,er leitast
við að draga nokkuð úr áætl-
unarkostnaði nefndarinnar.
Stórviðburður í menningarlífi
Islendinga.
Allir íslendingar fagna þeirri
stund, er hið nýja Þjóðleikhús
verður opnað. Bygging þess hef
ur nú staðið í nær tvo áratugi.
Hornsteinn hennar var lagður
meðan þjóðin enn var sárafá-
tæk og nauðsynlegustu fram-
kvæmdir óunnar sökum fjár-
skorts. En skemmtanaskattur-
inn var lagður á og öll þjóðin
lagði þar með skerf sinn til þess
að Þjóðleikhússhugmyndin gæti
orðið annað og meira en fjar-
læg draumsýn manna, sem
hugsuðu hátt og vildu hefja ís-
lenska leiklist til rýmra og feg-
urra sviðS.
Opnun Þjóðleikhússins verð-
ur einn stærsti viðburður ís-
lenskrar menningarsögu.
Rekstrarnefnd Þjóðleikhúss-
ins, sem undirbúið hefur frum-'
varp ríkisstjórnarinnár, hefur
nú lokið hlutverki sínu. Bygg-
ingarncfnd þess hlýtur hins-
vegar að starfa áfram uns því
er fulllokið og skilað í hendur
ríkisstjórnarinnar. I henni eiga
sæti þeir Ilörður Bjarnason
skipulagsstjóri, Jónas Jónsson,
alþingismaður og Ingimar Jóns-
son skólastjóri.
Ný skifting skemmtana-
skattsins.
Jafnhliða frumvarpinu um
afhenda menntamálaráSherra
Þjóðleikhús hefur ríkisstjórnin
lagt fyrir Alþingi frumvarp um
nýja skiftingu skemmtanaskatts
ins. Er þar lagt til að 45% hans
renni framvegis til rekstrar-
sjóðs leikhússins, 45% til fje-
lagsheimila og samkomuhúsa
út um land og 10% til lestrar-
fjelaga og kennslukvikmynda.
Frumvarp um svipað efni
flutti jeg snemma á þessu þingi
ásamt Ingólfi Jónssyni. Var
það í því einu frábrugðið stjórn
arfrumvarpinu, að þar var lagt
til að 75% skemmtanaskattsins
gengu til stuðnings við sam-
komuhúsabygginga utan Rvík-
ur. En stefna þeggja þessara
frumvarpa er hin sama, að
stuðla að bættum skilyrðum
fjelagslegs samstarfs og skemt-
analífs í bæjum og byggðum.
Reykjavík og landsmenn allir
hafa eignast þjóðleikhús í höf-
uðborginni. Fjöldi bæja, sjáv
arþorpa og sveita á hinsvegar
engin húsakynni, sem boðlegur
samkomustaður geti talist. —
Unga fólkið flýr þessa staði.
Það þráir fjelagslíf og skemmt-
anir og það leitar þangað, sem
þær er að fá, það flytur til
Reykjavíkur. A meðan þetta
gerist, standa menn álengdar
og hjala um ræktarleysi við
ættarbygðir, vantrú á landið
o. s. frv. En allt kemur fyrir
ekki. Jafnvel dráttarvjelar og
jeppabifreiðar fá ekki snúið
straumnum við. Unga fólkið
flytur í fjelagslíf þjettbýlisins,
en fámennið gerir starfið í
sveitum og þorpum að tilbreyt-
ingarlausu og oft tilgangslaus-
um þrældómi. Þessi saga hefur
undanfarin ár vérið að gerast í
hundruðum byggðarlaga á ís-
landi.
Því fer fjarr! að öruggt geti
talist' að þessi vandamál verði
leyst með því einu að- skaþa al-
mermingi sveita og þorpa bætt
skilyrði til fjelagsstarfsemi og
skemmtanalífs. En með því er
áreiðanlega stigið stórt skerf í
áttina til aukins jafnvægis. Það
er mikill misskilningur, sem
sumsstaðar verður vart, að fólk
úti á landi sje mjög frábrugðið
höfuðstaðarbúum í hugsunar--
hætti.
Kvikmyndasýningar, leiksýn
ingar, dansleikir og fjölmargar
aðrar skemmtanir eru ríkur
þáttur í daglegu lífi borgarbú-
ans, þáttur, sem hann ekki vill
vera án. Fólkið í strjálbýlinu
hefur misjafna aðstöðu til þess
að njóta þessara gæða. En flest
af því vill geta veitt sjer þau,
vill tilbreytingu í líf sitt og
störf.
\
Fjelagsheimili. , *
I kjölfar frumvarpsins um
skiftingu skemmtanaskattsins
flytur ríkisstjórnin frumvarp
um fjelagsheimili. Er í því kveð
ið á um hvernig fjelagsheim-
ilasjóð skuli varið til stuðnings,
við samkomuhúsabyggingar í
landi.
Frumvarp um svipað efni;
flutti Páll Þorsteinsson snemma
á þessu þingi.
I frumvarpi stjórnarinnar er
lagt til að styrk til byggingar
fjelagsheimila geti þessi fjelcg
notið:
Ungmennafjelög, íþróttafjelög,
lestrarfjelög, bindindisfjelög,;
skátafjelög og hverskonar onr,-!
ur menningarfjelög' sem standa;
almenningi opin án tillits til
stjórnmálaskoðana.
Styrkur til heimilis fjelag?-
heimilis má nema allt að 40%
af byggingarkostnaði þess.
Sigur hreppstjóranna.
Hreppstjórarnir unnu frægan
sigur í neðri deild í gær. Breyt-
ingartillaga Pjeturs Ottesen um
að fimmfalda laun þeirra var
samþykkt með miklum meiri-
hluta atkvæða. Enn fremur
breytingartillaga frá Skúla
Guðmundssyni um hækkun á
innheimtulaunum hreppstjóra.
En flokkurinn, sem gerði lög-
festingu launalaganna að skil-
yrði fyrir þátttöku sinni í ný-
sköpunarríkisstjórninni, var á
móti þessari rausn við hrepp-
stjórana, sem undanfarin ár
hafa margir haft ejtt hundrað
króna grunnlaun.
Það er margt skrýtið í kýr-
hausnum!
Alþingi, 9. maí 1947.
S. Bi.
Gæfa fylgir
trúlofunar
liringunuin 1
frá !
SIGUHÞÚR )
Hafnarstr. 4
Reykjavik.-i'
Margar gérSir. 1'
Sendir gegn póstkriil’u hýert
á latTd sem er.
— Sendiö nákvœmt mál —>