Morgunblaðið - 10.05.1947, Page 8

Morgunblaðið - 10.05.1947, Page 8
s MORUiíW'aiiiiBie Laugardagur 10. maí 1947 Útg.: H.f, Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgSarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og affereiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskríftargjald kr. 10,00 á mánuði innanland*. kr. 12,00 utanlands. W f lausasölu B0 aura eintakið, 60 aura- með Lesbók. \Jiluerjl óhripar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Getsakir kommunista KOMMÚNISTAR hafa um nokkurt skeið verið með þær siðlausu getsakir í garð íslenskra stjórnarvalda, að þau ynnu vitandi vits og með ráðnum hug gegn því, að við r.æðum hagkvæmum viðskiftum við Sovjetríkin. Hafa þeir jafnframt gefið í skyn, að Sovj-etríkin væru reiðu- búin að kaupa megnið af okkar sjávarafurðum fyrir það verð, sem við þyrftum að fá, en þetta hafi altaf strandað á íslenskum stjórnarvöldum, Á meðan fyrverandi stjórn sat að völdum, er í henni attu kommúnistar sæti sem kunnugt er, voru þeir altaf öðru hvoru með þær getsakir í garð fyrv. forsætis- og utanríkisráðherra, að hann ynni markvíst gegn viðskift- um við Sovjetríkin. Alt var þetta staðlaus þvættingur, sem rekinn var jafnharðan ofan í kommúnista. En kommúnistar hafa ekki látið segjast við þetta. Þeir halda uppteknum hætti. Og nú er atlögunni beint gegn núverandi útanríkisráðherra, Bjarna Benediktssyni. Hann á af pólitískum ástæðum að gera alt sem í hans valdi stendur, til þess að spilla fyrir vinsamlegum við- skiftum við Sovjetríkin! í útvarpsræðu, sem utanríkisráðherrann flutti við eld- húsumræðurnar á Alþingi á dögunum, rakti hann þessi mál ýtarlega og studdist þar við skjöl, sem fyrir liggja í utanríkisráðuneytinu. Sýndi hann fram á, að allar stað- hæfingar fyrv. atvinnumálaráðherra' (Á. Jak.) varðandi viðskifti við Sovjetríkin voru fleypur út í loftið. Öll sú saga sýnir, að best færi á, að Áki Jakobsson hjeldi sig sem iengst frá slíkum málum. En hvað kemur kommúnistum til, að vera með þann þvætting, að íslensk stjórnarvöld vinni gegn viðskiftum við Sovjetríkin? Þeir vita þó mæta vel, að íslendingar æskja einskis fremur, en að geta átt vinsamleg viðskifti við hið volduga stórveldi í austri, sem og allar aðrar þjóðir. Allir hljóta að sjá, að kommúnistar eru hjer ekki að vinna að hagsmunum íslensku þjóðarinnar. Verkin tala Lokadag'ur á morgun LOKADAGURINN hefir breytt allmikið um svip frá því sem áður var. Nú má segja að hann sje líkur öðrum dögum og almenningur verði lítið var við að vorvertíð er lokið á Suð urlandi. eins og stóð í alman- akinu 1 gamla daga. En loka- dag«irnn er áfram helgaður sjómönnunum og Slysavarna- fjelagið hefir valið daginn til að minna á, að sífelt þarf að vera á verði fyrir öryggi sjó- mamanna og gera það sem hægt er til þess að auka ör- yggi þeirra. Slvsavarnafjelag íslands vinnur þarft verk og merki- lega og að bættum hag þess og starfsskilyrðum eiga allir lands menn að stuðla. Þegar Slysa- varnafjelagið leitar nú til al- mennings um stuðning og skiln ing er það skylda okkar allra að taka vel undir það. • y Glæsileg byrjun. FYRSTI nýsköpunartogar- inn, Ingólfur Arnarson, byrj- ar vel sína braut og þeir, sem trúðu á að nýsköpunin veitti okkpj betri skilyrði til að korr^; afurðum okkar á er- lendan markað hafa ekki orðið fyrir vonbrigðum. Hugheilar óskir fylgdu In^- ólfi úr höfn er hann lagði í sína fyrstu ferð á miðin. Þær óskir hafa ræst. I þremur veiðiferð- um hefir Ingólfur Arnarson aflað um eina milj. kr. í erlend um "íaldeyri í þjóðarbúið. Það er glæsileg byrjun. • Bílstjórasögur. ÞAÐ eru til margar sögur af MgubíÍÁjófum þessa bæjar og oft eru þær sagðar. Og því mið ur eru þær flestar á einn veg, um ósamræmrí leigu fyrir bíla eða ókurteisi sem farþegum er sýnd. Menn höfðu gert sjer vonir um, að þetta ósamræmi í leigu myndi batna við gjaldmælana. En bað virðist ekki ætla að verða svo. Nú er kvartað yfir því, og það oft með rjettu. að bílstjórar gæti þess illa, að hafa mælinn stiltan á rjettan taxta og reyni á þann hátt að krækja sjer í nokkra aura, sem þeim ekki ber. • Geðstirðir menn. HJER á 1 dögunum kom það fyrir kunningja minn, að hann leigði sjer bíl með öðrum. Er þeir voru komnir af stað tóku þeir eftir því að mælirinn var stiltur á næturtaxta, þótt væri miður dagur. Er þeir kvört- uðu við vagnstjórann brást hann. illur við og sagði að þetta kæmi þeim ekkert við og end- aði með því að hann rak far- þega sína út úr bílnum. Þann- ig vr„r lund þessa manns stirð. • Bílstjórum yfirleitt illa við klæki. FLESTUM bifreiðastjórum er illa við klækótta fjelaga, sem nota hvert tækifæri sem gefst til að hafa meira fje út úr viðskiftavinum sínum en þeir 'eiga. Þeir vita að þetta kemur ómaklegu óorði á alla stjettina. En þeir mega þá ekki láta sitja við orðin tóm, heldur taka málið föstum tökum og segja þeim fjelögum sínum til synd- anhá. . sem eyðileggja nafn stjettarinnar út á við og gera það svo rækilega, að slíkt komi ekki fyrir. • Vatnslaus Sundhöll. ÓÁNÆGJA ríkir hjá sund- hallargestum út af vatnsleysi í böðunum. Er því svarað íil þegar spurt er um ástæðuna fyrir því, að leiðslur sjeu bil- aðar. Er það vitanlega ekkert svar á meðan Sundhöllin er op in og mönnum er gefið í skyn, að þeir geti fengið þar bað fyrir borgun. Ef ekki er hægt að gera við þessar biluðu leiðslur þannig, að vatn fáist til baða verður að loka stofnuninni, eða gefa mönnum til kynna, svo þeir gangi ekki að því gruflandi, að þeir megi búast við að fá ekk- ert vatn í böðunum. Seint gengur póst- urinn enn. ÞAÐ hefir verið sagt að póst- urinn berji altaf þrisvar að dyr um hjá mönnum.. Vafalaust er þetta útlendur siður, sem aldrei hefir komist á hjá okkur. En hitt er víst, að það þarf að berja oftar en þrisvar á hjá póstinum til að þjónustan gangi eins greiðlega og nútíma sam- gönf i’r gefa mönnum vonir um. Fyrir um þrem vikum fjekk sá er þetta ritar símskeyti frá Siglufirði, þess efnis, að brjef hefði þann dag verið sett í póst til hans, og það ofaní kaupið í flugpóst. Brjefið kom með skilum, en ekki fyr en í gær. Það er gagn « í svona póstþjónustu! MEÐAL ANNARA ORÐA SIJelfaskHtingin í Rússlandi ÞRIÐJI nýsköpunartogarinn er nú á leið til landsins, Kaldbakur, eign Akureyringa. Fyrsti þessara togara hefir nú selt afla sinn þrisvar í Englandi. Tvær síðari sölur i-.ans hafa verið metsölur. Hin nýju skip eru þannig tekin að afla þjóðinni gjald- eyris, skapa henni aukna möguleika til þess að fullnægja þörfum sínum. Það verður með hverjum deginum aug- Ijósara, hvílíkt happaspor var stigið er samið var um smíði hinna 32 togara í Englandi. Ætla mætti að íslendingar hefðu verið sammála og samtaka um þá ráð- stöfun. En svo var þó ekki. Álengdar stóð hópur manna og nöldraði. Þessi togarakaup eru óhagstæð, sögðu þeir, það er flanað að þeim í fyrirhyggjuleysi. Það er hægt að íá ódýrari skip, baræ ef við bíðum. Þetta sagði hin hugprúða sveit, þetta voru hennar vís- dóms og varnaðarorð. Ef ráðum þessara manna hefði verið fylgt væri enginn nýr togari kominn til landsins, enginn Ingólfur Arnarson væri kominn til Rvíkur, Kaldbakur ekki á leiðinni til( Akureyrar. Og það sem verra hefði verið, íslendingarj ættu ekki á næstunni von á neinum nýtísku togurum. Þeir j saétu með gömlu skipin og framundan væri fjarlæg von um endurnýjun þeirra. Erlendum innstæðum þjóðarinn-1 ar hefði verið eytt til kaupa á eyðsluvörum, þjóðin hefði jetið þær upp í stað þess að treysta sína framtíð. Nei, hópurinn, sem stóð álengdar og nöldraði var sann- arlega ekki spámannlega vaxinn. Sjálfstæðismenn höfðu forustuna um þá stefnu, sem )•-alin var. Frarpsóknarflokkurinn stóð gegn henrii. Þjóð- ún fagnar hinurri nýju og íullkomnu skípum, fyígist með ferðum þeirra ög nýtur aukinna afkasta þeirra. Verkin' liafa talað. FRJETTARITARI Lundúna- blaðsins „Evening News“, sem nýlega er kominn heim frá Moskva lýsir stjettaskifting- unni í Rússlandi á eftirfarandi hátt: — Það sem vakti undrun mína í Rússlandi, var sú stað- reynd. að þar er ekki stjetta- laust. þjó.ðskipulag. Þvert á móth Stjettaskiftingin er mjög mikil og flókin. Hver stjett fyr ir sig hefir sitt ákveðna hlut- j verk og nýtur lífsgæða eftir, því.- Þegar maður kemur frá | Moskva til London, er eins og 1 að koma úr landi auðvaldsins í land sósíalismans, því það er í Bretlandi en ekki Rússlandi,; sem sijettamunurinn hefir ver ið afnuminn. Vitsmunaverurnar. Efstir á lista stjettanna í Rússlandi eru „vitsmunaver- ■ urnar“ (intelligentsia), en það eru forystumenn Kommúnista- flokksins, háttsettir embættis- menn. hershöfðingjar, forstjór ar iðnfyrirtækja, verkfræðing- : ar, prófessorar, rithöfundar,' blaðamenn, leikstjórar og leik I arar, tónskáld, óperusöngvarar,' ballet-dansarar og þessháttar fólk. Fólk af þessum stjettum hef- ir sömu grunnskömtun og verka menn; ef það fylgir flokkslin- unni. En .það sem gerir gæfu- „ muninn er að þetta, fólk hefir j áukaskamt af brauði, eggjum, kjöti. feitmeti, kartöflum og þukruðum ávöxtum ásamt ýms um öðrum sjerrjettindum. Mismunandi laun. Þeir, sem efstir eru í hópi vitsmunaveranna, kunna að fá alt að því 20.000 rúblur í laun á mánuði, en ein rúbla er rúm- lega einnar krónu virði. En þó er sagan ekki sögð nema hálf, því erlendir sendiherrar og blaðamenn fá helmingi hærra fyrir sína rúblu. en sovjetborg- arinn. Næsta stjettin í mannfjelags- stiganum rússneska við vits- munaverurnar eru verkamenn. Laun „verkamanns“ eru frá 400 upp í 900 eða 1000 rúblur á mánuði. Það fer eftir vinnunni, sem hann vinnur hver launin e^u og hvort hann er faglærð- u'r eða ekki. Hann fær sömu grunnskömtun og vitsmuna- veran, en án aukaskamts, nema ef hann vinnur „hættulega“ vinnu, eða að framleiðslu. sem talin er til þjóðarnauðsynjar, þá fær hann auka matarskamt. En sá aukaskamtur nær hvergi nærri skamti þeim, sem vits- munaverur fá. N^arlega í þjóofjelagsstig- anum eru skrifstofumenn, af- greiðslufólk í búðum (vinnu- þiggjendur, eins og það fólk er nefnt) og þetta fólk fær miklu minni matarskamt en verka- meni), sem vinna líkamjega vinnu. Lang lægsta stjettin í Rúss- landi eru þeir, sem ekki vinna. Laun eftir afköstum. Það er næstum ómögulegt að bera saman laun verkamanna í Rússlandi og laun verkamanna í Evrópulöndum, vegna þess, að verkamannalaunin í Rússlandi eru svo misjöfn vegna sjer- rjettinda og uppbóta. Verka- maður, sem hefir aukið afköst sín á einhverju vissu sviði fær stundum að launum leyfi til að þaupa sjer nýja góða skó fyrri verð, sem honum er ekki um megn að greiða, eða ef til vill fær hann leyfi til að vera fyrstur í biðröð. Yfirleitt fá verkamenn laun eftir afköstum sínum, ef þeir vinna að fram- leiðslu, sem ttalin er þjóðar- nauðsyn. Opinber svartur markaður. Ríkið á verslanirnar þar sem almenningur kaupir út á skömt unarseðla sína og raðar sjer upp í biðraðir frá því snemma á morPnana. Svo eru aðrar versl anirGþar sem hægt er að kaupa skömtunarvörur. en við hærra verði en í skömtunarbúðunum. Loks er svo „frjálsi mark- aðurinn", og er erfitt að skýra það fyrirbrigði, það næsta, sem hægt er að komast er að kalla það hinn opinbera svarta marVag. Yfirvöldin vita af þeim markaði,' ,en láta hann ekki aðeiris afskiftalausan, heldur leýfa' hánn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.