Morgunblaðið - 18.05.1947, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.05.1947, Blaðsíða 1
12 síður og Lesbók 34. árgangur 104. tbl. — Sunnudagur 18. maí 1947 ísafoldarprentsmi-ðja h.f. MIKIL TÓNLISTARHÁTÍÐ í REYKJAVÍK Jerúsalem í gær. TILKYNNT er hjer í Jerú salem, að skipverjar á bresk- um tundurspillum hafi komið auga á flóttamannaskip undan ströndum Palestínu og sjeu nú á leið með það til Haifa. Álitið er, að um 1500 Gfðingar sjeu um borð í skipinu. Er tundurspillarnir nálguð- ust skipið, hópaðist flóttafólkið út í aðra hlið þess. svo að við lá, að því hvolfdi. Var fólkinu því skipað að fara niður i skipið. Bretar segja, að þetta sje fjnrsta flóttamannaskipið á þrem vikum, sem tekið er. -— Reuter. --------------- Þýskir áriSslofU' menn krefjas! aukins skammls Hamborg í gær. WILHELM DÖRRE, for- maður samtaka skrifstofufólks í Hamborg, tilkynnti í dag, að skrifstofufólk á hernámssvæði Breta og Bandaríkjamanna mjmdu í dag halda samtals 150 fundi til þess að mótmæla mat væla skammtinum. Dörre ávarpaði um 2000 starfsmenn við rafstöðvar og vatnsveitur í Hamborg í' dag, og krafðist hann þess, að mat- arskammturinn væri aukinn. Hann sagði, að yfir 83% skrif- stofufólks á hernámssvæðum Breta og Bandaríkjamanna þjáðust af alvarlegum næring- arskorti. — Reuter. Sólmyrkvi á þrióju- dag Washington í gær. MIKILL undirbúningur er nú meðal vísindamanna, vegna sólmjrrkva þess, sem eiga mun sjer stað n.k. þriðjudag. Sól- myrkvinn mun ekki sjást á norðurhveli jarðar. Vísindastöð hefur verið komið upp rifn 400 mílum fyr- ir norðan Rio de Janeiro, en þar Arerða meðal annars radar- tæki notuð, til þess að rann- saka myrkvann. Enda þótt hann standi ekki yfir nema í fjórar mínútur, vænta vísinda menn þess að taka muni að minnsta kosti þrjú ár ao vinna úr gögnum þeim, sem þeir gera sjer vonir um að afla sjer Bandarískir vísindamenn munu nota sjerstaklega útbúið flugvirki til að rannsaka sól- myrkvann. — Reuter. : IlÍSfi Busch kvartetlinn, tnlið frú vinstri: Ilermann Busch, Ernsf Driicker, Adolf Busch og Hugo Gottesmann. Hver hendin upp á móti annari í Indlandi Morð og rán daglegir viðburðir NEW DEHLI í gær. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. FRJETTAMENN hjer i Indlandi lýsa nú ástandinu þannig, að segja megi að á stjórnmálasviðinu sje allt á ringulreið og hver hendin upp á móti annari. Segja þeir, að almenningur í j landinu telji sig ekki óliultan, enda má heita, að óeirðir og blóðsúthellingar sjeu nú daglegir atburðir, eins og sjá mátti i höfuðborg Panjabfylkis í gær. Ræðir við stjórnmálaleiðtoga ® Mountbatten lávarður, vara konungur Indlands. hefur í dag rætt við leiðtoga helstu stjórn- málaflokka landsins, en hann mun á morgun eða mánudag leggja af stað flugleiðis til London, til að gefa stjórninni þar skýrslu. Verður þá vænt- anlega tekin ákvörðun um það, á hvern hátt Bretar fái Ind- verjum völd landsins i hendur, en margir óttast, að allt kunni að loga upp í óeirðum, þegar Bretar fara frá Indlandi, og að jafnvel komi til borgarastyrj- aldar. Hús varakonungsins umsetið Blöðin í New Dehli birta fregnir af vígaferlum í land- inu undir feitletruðum fyrir- sögnum. En jafnvel í þeirri borg hefur komið til átaka og lögreglan orðið að dreifa mann fjöldanum. Símar emn frjetta- ritari, að nokkrir fylgismenn iHindúa, sem kalla sig Sadúa, liafi að undanförnu þráfald- lega safnast saman fyrir utan hús Mountbattens í borginni, og krefjast þeir þess, að Ind- landi verði ekki skippt í tvö eða fleiri ríki. Lögreglan hefur oft hrakið menn þessa á brott, an aðrir safnast jafnharðan i staðinn. Mountbatten er væntanleg- ur til baka frá London 2. júlí, en í fjarvist hans gegnir land- stjórinn i Bombay varalconungs embættinu. Kesselring áfrýjar dauðadómi KESSELRING marskálkur, sem var yfirmaður Italíuhers Þjóðverja í styrjöldinni, var fyrir nokkru dæmdur til dauða af breskum herrjetti í Feneyj- um. Verjandi Kesselrings til- kynnti í dag, að dómnum myndi verða áfrýjað. — Reuter. f ■ Atta frægir erlendir tónsnillingar koma hingað Beethoven-lónieikar á 15 ára afmæli Tónlislarfjelagsins. TÖNLISTARFJELAGIÐ gengst í næsta mánuði fyrir stór- kostlegri tónlistarhátíð hjer í Reykjavík í tilefni 15 ára afmælis sinsí Koma þar fram átta frægir erlendir tónsnillingar og munu þeir meðal annars leika með íslenskum tónlistarmönn- um í fyrstu fullskipuðu symfóníu-hljómsveitinni, sem fram kemur hjer á landi, og verður hún undir stjórn dr. Urbantsc- hitsch. Tónlistarhátíðin verðu.r einkum tileinkuð Ludwig von Beethoven í tiléfni 120. ártíð hans. Hátíðin mun standa yfir í tvær vikur. Dr. Páll ísólfsson mun setja hátíðina og ávarpa gestina á fyrsta konsertinum, og mun blandaður kór undir stjórn hans syngja þjóðsönginn. Hinir erlendu gestir íslendingar eiga nú á að skipa mörgum ágætum tónlist- armönnum, innlendum og er- lendum, en á tónlistarhátíð- inni berst þeim öflug liðveisla átta erlendra tónsnillinga, sem margir hverjir eru heimsfræg- ir. Meðal þeirra eru meðlimir strokkvartetts Adolfs Busch. — Gestirnir eru þessir: Adolf Busch, sem óþarft er að kynna bæjarbúum. Leikur hann bæði fyrstu fiðlu í strok- kvartett sinum, sem nú skipar fremsta sæti meðal Beethovens kv.artetta í heimi, eins og segir í nýjum dómum frá London, og auk þess einleik með sym- fóníuhljómsveit í fiðlukonsert Beethovens. Prof. Hugo Gottesmann frá Vín. Gottesmann stjórnaði í mörg ár einum kunnasta strok- kvartett á meginlandinu. Hann leikur nú lágfiðlu í strokkvart- ett Adolf Busch. Ernst Drucker er þýskur fiðlusnilhngur. — Hjelt hann hjer nokkra hljómleika fyrir 10 árum við feikna hrifningu og ljek auk þess nokkrum sinn-, um tríó með dr. Edelstein og Árna Kristjánssyni. Hann hef- Reginald Kell ur verið í hljómsveit Adolfs Busch í Ameríku nú í nær tug ára. Prof. Hermann Busch er bróðir Adolf Busch og hefur spilað með honum í áratugi. Hann er nú einn fremsti nú- lifandi celloleikari. Á hátíð • inni hjer leikur hann meðal annars einleik með symfóníu- hljómsveit í Cellokonsert eftir Haydn. G. Holbrooke Reginald Ivell er nú alment talinn besti klarinettleikari x heimi. Margir bestu hljómsveit arstjórar, sem nú\eru uppi, eins og Toscanini og Fritz Busch, sækjast* eftir engum ; meira sakir þess hve undur- fögrum tóni hann nær. Kell hefur oft áður leikið með Busch-kvartettinum. I Gwydion Holbrooke er lang fremsti fagottleikari í Bret- landi. m ' Terence McDougal er fyrsti óbóleikari við hljómsveit breska ríkisútvarpsins. Erling Blöndai Bengtson hinn unga dans-islenska-cello- | snilling þarf ekki að kynna Framh. á bls. 11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.