Morgunblaðið - 18.05.1947, Síða 5
r Sunnudagur 18. maí 1947
MOEGUNBLAÐIÐ
5
Þrælahald í Rússlandi
EITT af ])ví hræðilegasta,
sem’skeð hefur á okkar dögum,
er upptaka þrælahalds í Sovjet-
Rússlandi. Stalin hefur þar
imeppt í þrældópi landa sína og
útlendinga í stærri stíl en þekkst
hefur nokkru sinni áður í ver-
aldarsögunni.
í dag eru að minnsta kosti
14.000.000 þræla í Sovjet-ltúss-
landi. Þeir lifa innan gaddavírs-
girðinga og er gætt nótt og dag
af vopnuðum varðmönnum, er
hafa blóð'hunda til að elta
s^rokufanga. Þessir fangar vinna
erfiðustu stritvinnuna, svo sem
skógarhögg, vega- og járnbrauta
lagningu, byggingu verksmiðja
og skipaskurða, lagningu flug-
valla o. fl. Vinna þeirra er ódýr
og auðveld að skipuleggja og sjá
sim. Það er hægt að flytja þá í
ílutningavögnum eins og naut-
pening, og engin hætta er á að
eigandinn tapi, þó að þeir týni
tölunni, því þessir sovjet-þrælar
eru hirtir á götunum eða dregnir
fram úr rúmum sínum að næt-
tiriagi af umboðsmönnum eig-
anda þeirra, M.V.D.,1) og kosta
jbá stofnun ekki neitt. Vinna
þessara 14 milljóna er mikil-
vægur þáttur í þjóðarbúskap
Sovjetríkjanna.
Þessi þrælabúskapur brýtur
algerlega í bág við þá fullyrð-
íngu, að ríkiscign útrými at-
vínnuleysi. Það eru fleiri fastir
þrælar í Sovjetrikjunum en
voru atvinnuleysingjar á verstu
árum kreppunnar t. d. í Banda-
ríkjunum. Sums staðar lifa þess-
ir þrælar við verri skiiyrði en
steinaldarmaðurinn bjó við.
Hjer, t. d., fer á eftir vitnisburð-
ur pólsks fanga, er áður hafði
yerið dómari.
„Hálfklæddir, berfættir og
nær dauða en lífi komum við út
á ískalda og eyðilega túndruna
|)ar sem ekkert var nema staur
»neð spjaldi, er á stóð: „Tjald-
búðarstaður nr. 228“. Við átum
rúgmjöl blandað vatni, en ósoð-
ið. Um nætur sváfum við í
gryfjum;* við lágum á blautum
spýtum, sem lagðar höfðu verið
á aurinn, og lágum þjett við
hvorn annan til að ’halda á okk-
ur hita.
Klukkan fjögur vorum við
váktir. Eúginn þurfti að klæða
sig, því enginn hafði afkiætt sig.
Við stóðum b ara upp og átum
fpað sem eftir var af rúgmjöls-
rskammti okkar frá kvöldinu áð-
?.ir. Klukkan fimm kom merkið:
Til vinnu. Hægt skriðu hinir
skítugu, tötrum klæddu menn
1) M.V.D., scm þýðir „ínnanríkis-
fnálaráðuneytið“, er nýtt nafn 4, ríkis-
þgreglunni, sem áður kallaðist N.K.V.D.
Ög þar áður G.U.P.
út úr holum sínum,
af kulda óg byrjuðu á dagsverki
sínu. Lyktin var óþolandi.
Stundum var einhver kyr og
sagðist vera veikur. Ef að að-
stoðarlæknirinn úrskurðaði að
hann væri lygari, eftir að hafa
tekið á púlsi hans, var maður-
inn barinn og sparkað út.
Margir dóu á hverri nóttu og
voru dregnir út í likhúsið, sem
var lítilfjörlegur bjálkakofi, þar
sem haugar af líkum lágu“.
Ur vitnisburði annars þræls:
„Við bjuggum í botnla*sum
tjöldum. Þegar við komUm frá
vinnunni, kaldir og blautir,
sukkum við upp að hnjám í aur-
inn í tjöldunum. Við sváfum í
fötum okkar sjúklingssvéfni og
okkur hafði undii' morgun tek-
ist að þurka hluta af þeim, áður
en verðirnir og hundar þeirra
'komu og ráku okkur til vinnu.
Þegar einhvei' okkar dó földum
við líkið eins lengi og við þold-
um lyktina, til að fá brauð-
skammt hins látna“.
Þessi dæmi eru frá „Dauða-
bústöðunum“ í Austur- og Vest-
uí-Rússlandi. Margar áþekkar
lýsingar á tilverunni í þessum
fangabúðum væri hægt að vitna
í, því nógur er fjöldi þeirra. Hjer
á eftir fer lýsing á venjulegum
fangabúðum.
Þrælarnir sofa í löngum timb-
urkofum á hillum, mannhæðar
breiðum. Þeir liggja þar fast við
hvern annan á berum fjölunum,
hafa kvorki dýnur,
nje ábreiður. Þeir
mora af lús og fló og rottur hafa
þá að fótaskinni. Þeir hafa ekk-
ert va.t-n til að þvo sjer og fá
aðeins að fara í eitt bað á mán-
uði, úr einni fötu af heitu vatni.
Það er aðeins einn ofn í hverj-
| um kofa, sem hitar þeim, sem
eru innan 5 metra fjarlægðar frá
honum, en hinir verða að láta
sjer nægja líkamshitann.
Kl. 4.40 eru fangarn-ir vaktir
af vopnuðum varðmönnum. Ef
þeir gegna ekki strax eru þeir
drégnir úr bælunum og barðir.
Þeir fara með litla trjeskál og
skeið (sem aldrei er þvegið) 'að
heljai'stórum katli og fá eina
slei'f af þunnri súpu og rúg-
brauðsstykki. Eftir þennan
morgunverð er þeim skipað í
raðir, taldir o-g síðan reknir til
vinnu í 25 manna hópum undir
stjórn varðmanna. A hverjum
morgni tilkynnir vörðurinn: „Jeg
aðvara ykkur, eitt skref til 'hægri
eða vinstri og jeg hleypi af án
frekari viðvörunar“. Þetta
standa verðirnir við. og skrokk-
ar fanganna, sem viku'af vegin-
um eða hnutu, eru skildir eftir
við veginn.
Fangarnir vinna tíu til tólf
klukkustundir samfleytt, en fá
um miðdegisbil tvær fullar sleif-
ar af „kasha“ (maís-graut). Um
nóttina er þeim svo aftur raðað
upp og taldir, verðirhir gefa
Framh.' á bls. 11
) Forusta ungra Sjálfstæðismennaf
um hætt skilyrði fjelagslífs
unga fólksins út um fand
RÍKISSTJÓRNIN hefir nú tekið upp hugmynd þeirra
^Jigurðar Bjarnasonar og Ingólfs Jónssonar um að taka
verulegan hluta skemtanaskattsins og verja-honum til
þess að styðja samkomuhúsbyggingar út um land. Hafa
nú verið lögð tvö stjórnarfrumvörp um skiftingu skemt-
anaskattsins og byggingu f jelagsheimila.
Samkvæmt þeim renna 45 % skemtanaskattsins til
stuðnings við byggingu samkomuhúsa út um land. Má
gera ráð fyrir að það verði um 700 þús. kr. á ári. í frum-
varpi því, sem þeir Sigurður frá Vigur og Ingólfur Jóns-
sin fluttu í haust um þessi mál var lagt til að 75% skemt-
anaskattsins rynnu til þess að styðja fjelagssamtök út um
land til þess að koma upp samkomuhúsum og fjelags-
heimilum. Svo langt hefir ríkisstjórnin ekki treyst sjer
að ganga. En engu að síður er mikill sigur unninn með
frumvarpi hennar. Er sjerstök ástæða fyrir unga fólkið
í landinu að fagna því.
Unngir Sjálfstæðismenn um land alt munu fylgjast vel
með afdrifum þessa máls. Fulltrúar þeirra á þingi hafa»
haft um það ágæta forustu. A framgangi þess eru miklar '1
vonir bygðar meðal æskunnar í fjölda bygðalögum út um I
iand. . |
skjálfandi'því þeir
sængurföt
Hvítasunnuferð
Heimdallar
Frá einni að Þingvallaferðum Heimdellinga. — Benedikt
Svcinsson, fyrv. alþm. greinir frá sögu Þingvalla að Lögbergi.
Heimdallur, fjelag ungra Sjálf
stæðismanna, efnir til skemmti-
ferðar austur í Arnessýslu um
hvítasunnuna.
Lagt verður af stað hjeðan
úr Reykjavík kl. 4 e. h. á laug-
ardaginn fyrir hvítasunnu og
ekið austur að Laugavatni og
gist þar um nóttina. A hvíta-
sunnudag verður svo nágrennið
skoðað og ekið síðan til Gull-
foss og Geysis, en um nóttina
verður svo aftur gist á Lauga-
vatni.
Á annan í hvtasunnu verður
farið til Reykjavkur og ekið um
Þingvöll. Verður sennilega kom-
ið til Reykjavkur um kl. 5 e. h.
Þeir Heimdellingar, sem hafa
hug á að taka þátt í þessari ferð,
eru -vinsamlega beðnir að til-
kynna þátttöku sína sem allra
fyrst í 1 skrifstofu Sjálfstæðis-
flo'ksins, sími 2339 og 3315.
Heimdellingar hafa undanfar-
in sumur efnt til margra slíkra
hópferða, er yfirleitt hafa tek-
ist með afbrigðum vel og orðið
þeim er hafa tekið þátt í þeim.
til óskiptrar ánægju. Er einnig
vonandi að svo verði með þessa
ferð. Mjög margt er hægt að sjá
í ofanverðri Árnessýslu og nátt-
úrufegurð óvíða meiri en þar.
(Jngum Sjálfstæðismönnum á
!\lorðurlandi bætist enn góður
fiðsauki
40 nýir meðlimir.
„Vörður“, fjelag ungra Sjálf-
stæðismanna á Akureyri, hjelt
uppi mikilli starfsemi á vetrin-
um, sem leið. Undirtektir æsk-
unnar við stefnumál „Varðar“
hafa verið mjög góðar og gefa
það greinilega til kynna, að
Sjálfstæðisflokkurinn nrá vænta
vaxandi fylgis á Akureyri sem
og víðar á Norðurlandi.
Kommúnistar hafa. jafnan átt
töluverðu fylgi að fagna á Ak-
ureyri. Sjersta'klega fór fylgi
þeirra vaxandi á styrjaldarár-
unum, en nú sjá'st þess glögg
merki, að það er aftur að fjara
út. Æskulýður Akurcyrar veit,
sem er, að Sjálfstæðisflokknum
verður best treystandi til þess
að stemma stigu við vexti og
yiðgangi öfgastefnanna hjer á
landi. Hánn skipar sjer því und-
ir merki hans í baráttunni við
kommúnismann.
Tvöfaldað fjelagatöluna.
Frá því um s.l. áramót hefir
fjelagatala „Varðar“ allt að því
tvöfaldast, og en má gera ráð
fyrir því, að hún hækki til muna
á árinu. Á seinasta fundi fje-
Jagsins voru samþykktar 40 inn-
tökubeiðnir.
„Vörður“ mun nú vera orðinn
langfjölmennasta stjórnmálafje-
lagið á Akureyri og þar með á
Norðurlandi.
Mælskunámskeið o. fl.
Á vetrinum tók „Vörður“ uþp
þá nýbrqjdni að gangast fyfir
mælskunámskeiði fyrir fjclttga,
Framh. á bls. 11 ;