Morgunblaðið - 18.05.1947, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.05.1947, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 18. maí 1947 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavtk Framkv.stj.: Sigfús Jónssor; Ritstjórarí Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ftbyrgfarm.) /'rjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Ámi Garðar Kristinesoa Ritstjórn, auglýsingar og afgreiftsla Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskrtftargjald kr. 10,00 á mánuði innanlands kr. li,00 utan-lands. f lausasólu 60 aura eintakið, 60 aura meft Leanftk. Andstaða verkalýðsins AÐFARIR kommúnista í verkalýðsfjelögunum að und- anförnu staðfesta fullkomlega, að þeir eru staðráðnir í að beita öllu því valdi, sem þeir hafa í fjelögunum til þess að knýja fram kaupdeilur og verkfölL — og þar með stöðva allan atvinnurekstur í landinu. Og nú er komið á daginn, að hin kommúnistiska stjórn Alþýðusambands íslands er látin hafa forystuna í þessari þokkalegu herferð. Stjórn Alþýðusambandsins hefir skrif- að öllum verkalýðsfjelögum innan sambandsins og hvatt þau til að segja upp gildandi kaupsamningum við at- vinnurekendur. Nýju tollarnir eru hafðír sem ástæða fyr- ír þessu tiltæki, enda þótt stjórn Alþýðusambandsins viti að þeir hafa engin áhrif á afkomu verkamanna. Meira að segja er það svo, að vegna hinna nýju verðlagsákvæða lækka ýmsar vörur í verði, þrátt íyrir tollana. Og þeir tollar, er lenda á vörum, sem ganga inn í vísitöluna hafa að sjálfsögðu engin áhrif á kjör verkamanna. Vísitalan og kaupgjaldið hækkar að sama skapi. ★ Að sjálfsögðu er verkalýðsfjelögunum Ijóst, að þessi herferð Alþýðusambandsins er ekki hafin í því skyni, að íá bætt kjör verkamanna, heldur er tilgangurinn sá að beita verkalýðsfjelögunum til pólitískra átaka, til stuðn- íngs vonlausum málstað kommúnista. Nokkur verkalýðsfjelög hafa þegar svarað á viðeig- andi hátt þessum vjelabrögðum kommúnista í stjórn Al- þýðusambandsins. Á fjölmerinum fundi, sem nýlega var haldinn í Verkamannafjelaginu Baldri á ísafirði var sam- þykt nær einróma svohljóðandi ályktun: ,,Út af brjefi stjórnar Alþýðusambands íslands frá 23. f. m. þar sem þess er óskað, að verkalýðsfjelögin segi upp kaupgjaldssamningum vegna nýju tollalaganna, þá lýsir Baldur yfir því, að það telur ekki ástæðu vegna umræddra tollalaga að segja upp núgildandi kaupgjaldssamningum fjelagsins og það mun því ekki þeirra hluta vegna segja upp samningum sínum. Jafnframt mótmælir fjelagið því eindregið að verka- lýðssamtökunum sje misbeitt með því að stofna til póli- tískra verkfalla í þeirra nafni og telur Verkalýðsfjelagið Baldur sjer óviðkomandi vinnudeilur og verkföll, sem þannig er til stofnað.“ Verkalýðsfjelagið „Víkingur" í Vík í Mýrdal hefir svar- að á sama veg og neitað að segja upp samningúnum. „Við erum fastráðnir í því, að fylkja okkur ekki undir merki ofstækisfullra niðurrifsmanna, sem telja það helga skyldu að kollvarpa því sem vel er gert, — heldur þeirra, sem vilja byggja upp hag þjóðfjelagsins með skynsemi og glöggri athugun á því, sem okkar unga lýðveldi má gifta af stafa“, segir í brjefi formanns „Víkings“. ★ En þrátt fyrir þessar undirtektir verkalýðsfjelaganna úti á landi munu kommúnistar staðráðnir-í að halda her- íerðinni áfram. Og það er Dagsbrún, sem þeir byggja all- ar sínar vonir á. Að vísu er kommúnistum ljóst, að langsamlega meiri- hluti verkamanna í Dagsbrún er andvígur brölti þeirra. Þetta kom greinilega í ljós við atkvæðagreiðsluna á dög- unum, þar sem ekki einu sinrii þriðjungur Dagsbrúnar- manna fylgdi kommúnistum að málum. Nú mun það vaka fyrir kommúnistum, að smala liði sínu á fund í Dagsbrún og láta það samþykkja heimild til verkfalls, hvað sem meirihluti Dagsbrúnarmanna seg- ir. Þetta væri að vísu frekleg móðgun við fjelagsmenn. En kommúnistum er trúandi til alls. Er því nauðsynlegt fyrir Dagsbrúnarmenn, sem eru andvígir þessu pólitíska brölti kommúnista, að þeir standi vel á verði. Verði af hálfu kommúnista stefnt út í verk- fall, eiga verkamenn að krefjast allsherjaratkvæða- greiðslu, því að hjer er ekki aðeins í húfi þeirra eigin velferð, heldur þjóðarinnar allrar. UR DAGLEGA LÍFINU Erfiðir aðdrættir. „LÁTTU MIG FÁ nokkrar gellur“, sagði sjómaður, sem kom inn til fisksala á dögun- um. „Hvað er þetta maður?“ sagði fisksalinn undrandi. „Varstu ekki að koma af sjó í morgun og hefir ekki einu sinni í soðið. „Blessaður vertu. Ysan er svo horuð að hún er ekki æt núnaxjg þorskurinn er lítið betri. Nei, þá vil jeg held- ur gellur“. Húsmæturnar vita, að það er erfitt með aðdrætti í matinn um þessar mundir. Kjötið hefir legið í ís síðan í fyrrahaust, fiskurinn er horaður og hvað á þá að borða. Það eru tiltölulega fáir, sem hafa vanið sig á signa grá- sleppu, sem er þó mesta kónga- fæoa, að margra dómi og ein- mitt „upp á sitt besta“, um þenna tíma árs. — Það er sannarlega ekki um auðugan garð að gresja. Gleymdur, en góður matur. í GÆRDAG hitti jeg einn af læknum bæjarins og talið barst einmitt að þessum erfið- leikum í matvælaöflun. En hann kunni ráð við að bæta úr því. „Þú skalt segja fólkinu að borða kindalifur“, sagði lækn- irinn. Það er fæða, sem er bæði góð og holl. Það er hægt að fá kindalifur, bæði niðursoðna í dósum og frysta og húsmæður okkar kunna að matreiða hana þannig að þetta er mesta lost- æti. Lifur er hægt að fá hjá hvaða kjotsala sem er, en ein- hvern veginn hafa Reykvíking ar ekki komist upp á að borða hana, því það er fullyrt við mig_, að lifrin sje ekki 'keypt“. Þetta sagði læknirinn og hann veit hvað hann syngur í þessum efnum. Laugardagsfrí. NÚ FER AÐ verða heldur dauft götulífið eftir hádegi á laugardögum. Það er alt lokað, verslanir og flestir vinnustað- ir og varla sjest hræða á ferli um sjálft Austurstræti. nema ef vera skyldi vígabarðalegir ferðamenn, _í ferðafötum og með bakpoka, og á harðaspretti til að ná í rútuna. Það er komið sumar, eða það, sem við köllum sumar og laug ardsTsfríi11 eru byrjuð fyrir alvöru. Sunnudagsblöðin fara í pressuna snemma á laugardög- um og þótt Vatnajökull tæki upp á því að gjósa á laugar- dagskvöldi væri ekki hægt að koma frjett um það í blöðin fyr en eftir helgi. • Raunaleg reynsla. ޣРHLÝTUR AÐ VERA raun að vera útlendingar á Is- landi, kunna ekki staf í mél- inu, en eiga að fylla út skýrslu um dvalarleyfisbeiðni. Það er svona álíka og fyrir íslending, sem kæmi til Tyrk- lands, eða Abyssiníu og honum væri fengið plagg, sem á væri prentað eitthvað á máli þar- lendra og hann ætti að svara þessu samviskusamlega og að viðlögðum drengskap. Þetta er sú raunalega reynsla sem fellur í skaut erlendra manna, er hingað koma. Plögg þau, sem útlendingar eiga að fylla út er þeir koma hingað til dvalar, eða er þeir sækja um framlengingu á dval- arleyfum eru eingöngu á ís- lensku. — í öðrum löndum flestum eru slík eyðublöð á tveimur eða fleiri málum, að minsta kosti hjá hinum fámenn ari þjóðum. Þannig hafa Svíar slík eyðublöð á fjórum tungu- málum. • . Lítil hugsunarsemi. ÞAÐ þarf ekki nema dulitla hugsunarsemi til að skilja hvað það veldur útlendingum mikl- um erfiðleikum að glíma við þessi eyðublöð og jafnvel ís- lenskum vinum erlendra manna miklum heilabrotum, að þýða spurningarnar fyrir þá á erlend mál. Og alt þetta mætti bæta með því að hafa spurningarnar á ensku óg einu Norðurlandamál inu, auk íslenskunar. Það er ekkert dýrara og kostar litla fyrirhöfn. • Durgsháttur. SVONA GETUM VIÐ íslend ingar stundum verið durgsleg- ir, eins og við viljum nú annars vera gestrisnir og þýðir við er- lenda gesti, sem að garði ber. Og. þetta er hættulegt fyrir álit okkar hjá ferðamanninum. Hann dæmir þjóðina og landið oft á tíðúm eftir smáatriðun- um. Þetta vitum við, sem höf- um ferðast, hvort sem það ér innanlands, eða utan. Við dæm um hvern stað, sem við kom- um til eftir smáatriðunum. • Ekkert Heklupóstkort. Á JEG að segja ykkur nokk- uð, segja börnin og mig lang- ar til að hafa sama formála fyr ir því, sem jeg komst að í gær. Það er enn ekki til í neinni verslun póstkort af Heklu, og gosinu. Þetta er ósennilegt en satt. Það er hægt að kaupa ljósmyndir, en ekki póstkort. — Það er ábyggilega ofsögum sagt af kaupmarinshæfileikum íslendinga. ... .... . I MEÐAL ANNARA ORÐA .... Svissland er Paradís ferðamannsins. FERÐALANGUR, sem bygg- ir hugmyndir sínar á fyrstu sjón. gæti vel haldið að Sviss- land væri Paradís á jörðu. Styrjaldarvofan hefir ekki far- ið þarna yfir, allir hlutir eru fágaðir og hreinir og hver ein- asti fermeter lanc^s virðist vera ræktaður. I augum margra er Svissland einna áþekkast vel- hirtum, geysistórum golfvelli, og ferðamaður í landinu fær meir en nóg að borða, enda þótt erfitt geti stundum verið að komast yfir sykur og smjer. Rjett er það að vísu, að skömt- unarseðlar eru notaðir í land- inu. en ferðamaðurinn fær ríf- lega sinn skamt og í verslun- unum er furðumikið val af vör um. Iðnaðurinn virðist einnig vera með miklum blóma. Ursmíði. Svissland flytur_úr landi um ■95% af öllum þeim úrum, sem þar eru framleidd. Um helm- ingur úranna fer til Bandaríkj- anna, en útflutningur þeirra hefir aldrei verið jafn mikill. Má geta þess hjer, að 1945 voru flutt út úr fyrir 492.000.000 franka, en sex árum áður fyrir aðeins 195.000.000. En á bak við alt þetta ríki- dæmi -dyljast alvarleg vanda- mál. Matar og klæðaskamtur svissnesjtra borgara er min-ni en ferðamannsins. Sjerstakir matvælaseðlar eru fyrir sykur," sultutau, kökur, rúgmjöl, ost, smjer, feitmeti, kjöt, brauð og mjólk. Heildsöluverð hefir meir en tvöfaldast frá því 1938. — Framfærslukostnaður hefur á sama tíma aukist um meir en 50% þrátt fyrir strangt verð- lagseftirlit. Utflutningur nauðsyn. Viðskiftahömlurnar eru eitt af aðalvandamálum Svisslend- inga, enda byggja þeir tilveru sína að miklu leyti á erlendum viðskiftum. Þeir verða að flytja út vörur, eða deyja ella. En enda þótt eftirspurn eftir sviss neskum vörum sje eins og stend ur geysimikil, hafa Svisslening ar í dag ekki nema um helm- ing beirra kolabirgða, sem þeim þótti nauðsynlegt að hafa við hendina fyrir stríð. Hráefna- skortur er einnig áberandi. Til að ganga tryggilega frá innflutningsþörf sinni, krefst Svissland þess, að þau lönd, sem kaupa af þeim vörur, kaupi ekki aðeins þær vjelar og á- höld, sem þau þarfnast, heldur einnig ýmsar tegundir af mun- aðarvöru. Mun því mörgum þykja það næsta furðlegt, að Svissland er þvínær eina landið í veröld- inni, þar sem talið er bæði lög- legt og heiðarlegt að versla með gjaldeyri fyrir það verð, sem framboð og eftirspurn á- kveður á degi hverjum. En gengisverðið er birt daglega í blöðunum. Bindindismenn mómæia rýmkun á áíengisleyfum SAMVINNNUEFND bindind- ismanna hefir sent Alþingi mót mæli varðandi frumvarp til laga um rýmkun á leyfum til áfengisveitinga, en skorar aftur á móti á það að samþykkja þingsályktunartillögu um fram kvæmd laganna um hjeraða- bönn. Segir m. a. í greinargerð, sem þessum áskorunum fylgir, að reynslan hafi_ margsannað, að þeim mun rýmra, sem er um sölu og veitingar áfengra drykkja, því meira og almenn- ara sje drukkið, og að slíkar rýmkanir hafi þó aldrei upp- tætt leynisölu eða ýmis önnur áfengisbrot.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.