Morgunblaðið - 18.05.1947, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.05.1947, Blaðsíða 12
VEÐURÚTLITIÐ: Faxaflói: SUÐ-AUSTAN golau____— Síoúrir. Sunnudagur 18. maí 1947 EEYKJAVÍKURBRJEF er á blaösíðu 7. —• Ssgurðifl’ Kordal heið mrsdokior við há- skóiann í Leeds ÞANN 14. maí var Sigurður Nordal prófessor kjörinn heið- urs doktor við háskólann í Leeds. Fór fram hátíðleg athöfn í tilefni þessa í háskólanum. — Hjelt Sigurður Nordal prófessor ræðu við það''tækifæri. Nánari fregnir af þessum vísindamanna frama hans, hafa blaðinu ekki borist enn. Sigurður er fyrir nokkru far- inn til Englands. Hann ætlar að verða þar fram í júlí. Hefur blaðið frjett að áður en hann hverfur hingað muni hann verða kjÖrinn heiðursdoktor við annan breskan háskóla. terinn lil tsafjarðar ísafirði, föstudag. Á fimtudagskvöld kom hing- að til ísafjarðar síðasti bátur- inn af þeim fimm, sem Isfirð- ingar hafa keypt frá Svíþjóð. Þessi bátur heitir Ásúlfur, IS 202, og er hann bygður eftir teikningu Þorsteins Daníelsson ar, en þó hefir nokkru verið breytt frá teikningu um inn- rjettingu á yfirbyggingu og brútn hækkuð. Hann er 103 rúmlestir að stærð með 260 hest afia Polar Atlas Dieselvjel. Báturinn fór frá Gautaborg 9. maí og kom til Vestmanna- eyja 14. maí. Gekk ferðin heim að óskum. Jón Björnsson, skip- stjóri sigldi skipinu til landsins en Haraldur Guðmundsson verður skipstjóri á því. Eigandi skipsins er h.f. Skutull á Isa- firði, en framkvæmdastjóri þess er Haraldur Guðmundsson. Allur frágangur skipsins virð ist vera góður og er innrjettirig allri mjög haganlega komið fyrir. — MBJ. Hæsfu skaffgreið- endur á ísafirði ísafirði, föstudag. SICATTSKRÁ liggur nú til sýnis gjaldendum á skrifstofu sJcattstjórans á ísafirði, og eru þessir skattgreiðendur hæstir: Kaupfjelag Isafjarðar 62, 515,000, Marsellíus Bernharðs- son h.f. 24,637,00, Jóhann .1. Eyfirðingur 20,276,00, Marsel- líus Bernharðsson 19,073,00, Ágúst Leós 18,850,00, Anne Sorensen 12,624,00, Ingimar Ölason 12,397,00, Baldur John- sen 11,655,00, Tryggvi Jóa- kímsson 8,633,00 Björn H. Jóns son 7,495,00, Bökunarfjelag Isafjarðar 7,945,00, Hans Svane 6,777,00, Ragnar Bárð- arson 6,703,00, Jón Auðunn Jónsson 6,054,00, Ragnar Jó- hannesson 6,641,00, Smjörlikis gerð Isafjarðar 5,373,00, Jón H. Sigmundsson 5,042,00, Þor- steinn Finnbogason 5,022,00. - Mbj. Þingmenn á leið til Finnlands Hinn 23. þ. m. efnir þing Finnlands til hátíðvhalda í tilefni af því, a& 40 ár eru liðin sí&an þingið var sameinaö í einni málstofu og frjálsar lýðrœÖiskosningar uppteknar. Var Alþingi hoöiö aö senda fulltrúa tii þessara háúöahahla og fóru fjórir alþingismenn flugleiöis í þessa för. — Myndin var lekin við hrottför þeirra á fiugvellinum í lieykjavík í ga>r. Taliö frá vinstri: Baröi Guömundsson, BernharÖ: Stefánsson, Einar Olgeirsson og Jóhann Haf- stein. Þingfrjellastjóri úívarpsins, Helgi Hjörvar fór einnig og veröur hann ritari ncfndar- innar. Kommúnistar heimta 35 aura grunnkaupshækkun í Dagsbrún 640 börn voru í Barnaskóla Akureyrar STJÓRN Dagsbrúnar og nefnd sú, sem hið kommúnist- iska fulltrúaráð í fjelaginu hafði kjörið til þess að gera tillögur um væntanlegar kröf- ur við nýja samningagerð, hafa að sögn ákveðið að krefjast 35 au. grunkaupshækkunar, þann ið, að hinn venjulegi dagtaxti yrði kr. 3.00 um tímann í stað kr. 2.65 samkvæmt gildandi taxta. Kommúnistar boðuð til fund ar í Dagsbrún síðdegis í gær, og átti að leggja þar fram hin- ar nýju kröfur. Höfðu komm- únistar mikinn viðbúnað fyrir fundinn. Fallist fundurinn á hinar nýju kröfur, verða þær sendar Vinnuveitendafjelaginu. Umberto fer til Lissabon Cairo í gærkvöldi. UMBERTO, fyrrv. konung ur Italíu, lagði í gær af stað flugleiðis frá Cairo áleiðis til Lissabon, en í Cairo hefur hann dvalist lengst af, síðan hann varð að hrökklast frá Ítalíu. Áður en Umberto lagði af stað, ræddi hann við Farouk konung og Nokrashi Pasha, for sætisráðhera Egyptalands. — I viðtali við frjettamenn mót- mælti Umberto kröftuglega þeim fregnum, sem verið hafa á sveimi upp á síðkastið, þess efnis að hann væri að skilja við konu sina, Maríu Jose, syslur Leópolds Belgíukonungs Æfa undir keppni við sænska hand- knattleiksiiðið HANDKNATTLEIKSRÁÐ Reykjavíkur hefir valið úr þá menn, sem æfa eiga undir kepn ina við sænska handknattleiks- liðið, sem hingað kemur í þess- um mánuði. Menn þessir eru: Frá Val: Sveinn Helgason, Stefán Hallgrímsson, Jón Þór- arinsson, Garðar Halldórsson, Þórður Þorkelsson og Karl Jónsson. Frá Ármanni: Sigfús Einars- son, Halldór Sigurgeirsson, Sig. Norðdahl, Skúli Norðdahl, Kjartan Magriússon og Hauk- ur Bjarnason. Frá Víking: Bjarni Guðna- son og Baldur Bergsteinsson. Frá Fram: Kristján Oddsson og Sveinn Ragnarsson. Frá K. R. Björn Vilmundar- son og Þór Elísson. Frá I. R. Ingvi Guðmunds- son og Jón Björnsson. Lóð fyrir beilsu- verndarstöðina BÆJARRÁÐ samþykti á fundi sínum í gærmorgun, að ætla hinni væntanlegu Heilsuvernd- arstöð Reykjavíkurbæjar lóð annað hvort syðst í Hljómskála garði eða á svæðinu milli Sund hallarinnar og Egilsgötu. Akureyri, miðvikudag. BARNASKÓLA Akureyrar var slitið 10. þ. m. I vetur starf aði skólinn í 24 deildum með 640 börnum. Fullnaðarprófi luku aðeins 28 börn 13 ára, en rúmlega 60 börn á þeim aldri -fóru í ungling-adeild Gagnfræða skólans á s.l. hausti. Ársprófi 592 börn. í vetur voru haldnir sex fræðslu og samtalsfundir, með foreldrum tveggja yngstu ár- gariganna. Á vetrinum neyttu börnin 420 lítra lýsis og 6000 kg. gulrófna. Sýning á hand- iðju, teikningum og skrift barn anna og vinnubókum þeirra var 4. maí. Við skólaslit flutti skólastjór inn, Snorri Sigfússon, skýrslu um störf skólans, ávarpaði for- eldra og gesti og kvaddi börnin. Sr. Friðrik Friðriksson var þar og staddur og talaði nokkur orð til barnanna. Börn kveikja í í GÆRMORGUN kom upp eldur í skúr, sem stendur milli hins nýja Landakotsspítala og Sjómannaskólans gamla. Þegar slökkviliðið kom, var talsverður eldur í öðrum enda skúrsins, en þar inni var geymt hey. Slökkviliðinu gekk greið- lega að slökkva eldinn og munu skemdir ekki hafa orðið mjög miklar. Það eru taldar líkur til þess að börn hafi kveikt í heyinu. Handril Jóhanns Sig- orjónssonar gefin í Landsbókasanfninu FYRIR nokkru síðan barst Landsbókasafninu mjög verð- mæt gjöf. Var það handrit öll og brjef og önnur skjöl er Jó- hann heit. Sigurjónsson ljet eft ir sig. Gefandinn er hinn danski rithöfundur Gunnar Hansen. Hann mun hafa keypt handrit þessi af ekkju Jóhanns bein- línis í þeim tilgangi að þau kæmust hingað til lands til varðveislu. í brjefi því til safnsins, sem fylgdi gjöfinni kemst hann m. a. að orði á þessa leið: „Sam- kvæmt erfðaskrá minni hefðu handrit þessi á sínum tíma hafa komið hingað til Landsbóka- safnsins, því það er mín skoð- un, að handrit þau, sem eru af íslenskum uppruna eiga að rjettu lagi heima á íslandi.“ Með handritunum eru brjef þau, sem hann skrifaði konu sinni, allmikið af samningum við leikhús og bókaforlög, sem Jóhann gerði sjerprentanir af og ýmsum greinum eftir hann. Og frumdrættir og frumrit af öllum leikritum hans. Eru þessi plögg og handit mjög merkileg- ar heimildir um æfi hins mæta skálds og ritstörf hans. „Braufin" í Bol- j ungavík heldur leiNsýningu é ísafirðl Isafirði, fimmtudag. KVENFJELAGIÐ Brautin í Bolungavík hafði sýningu ú sjónleiknum „Hrtkkir Scap-i ins“ í Alþýðuhúsinu á Isafirði, á miðvikudagskvöld. Þetta ev gamanleikur í þremur jiáttum, eftir Moliere, og gerist hann ú 17. öld á torgi í stórborg ú Ítalíu. Leikendur eru 11. < Hlutverk Scapins ljek Guð • mundur Pálsson og gerði hami hlutverkinu góð skil. Yfirleitt fóru leikendur vel með hlut- verk sín, þó eru riokkrir nýi liðar á leiksviðinu. Aðsókn að leiknum var góð, og undir- tekir áhorfenda ágætar. Kvenfjelagið Brautin liefutí sýnt þennan leik í Bolungavíki við mikla aðsókn og ágætari undirtektir áhorfenda. — Mbj. -----------~-------- ( 7jamarboðhlaupið fer fram í dag HIÐ árlega Tjarnarboðhlauþ K. R. fer fram í dag. — Fimrrs sveitir, hver tíu manna, taksi þátt í hlaupinu og eru frá þess- um fjelögum: tvær sveitir úri K. R., tvær frá í. R. og ein frá Ármanni. Hlaupið byrjar við Hljóm- skálann og hlaupinn hringur og að barnaskólanum, en þar end- ar hlaupið. í þessu hlaupi er kept' unf Morgunblaðsbikarinn og núver- andi handhafi er í. R. Hlaupið! hefst kl. 3,30.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.