Morgunblaðið - 18.05.1947, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 18.05.1947, Blaðsíða 7
Sunnudagur 18. maí 1947 MORGUNBLAÐIÐ 7 REYKJAVÍKURBRJEF Laugardagur * 17. maí Vantraustið. UMRÆÐURNAR á Alþingi á föstudaginn um, vantraust- tillögu kommúnistanna á ríkis- stjórnina, geta markað tímamót í sögu kommúnistanna hjer á landi. Þar kom greinlegast í ljós hve einangraðir þeir eru orðn- ir. — Eins og við var búist greiddu kommúnistar einir at- kvæði með vantraustinu. Það gat naumast öðru vísi verið. Páll Zophoniasson greiddi ekki atkvæði. Það var líka mjög eðlilegt. Hann hefir oft sjer- stöðu. Ekki síst þegar um af- stöðu til ríkisstjórnar er að ræða. Hann er hálft í hvoru í flokki útaf fyrir sig. Hermann Jónasson lýsti því yfir, að hann væri ekki ánægð- ur með núverandi ríkisstjórn. Þetta vissu menn áður. En það var eins gott að slík yfirlýsing framgengi af hans munni. Ó- ánægja Hermanns Jónassonar með núverandi ríkisstjórn kem- ur til af því að Hermann Jón- asson er ekki í stjórninni. En hann taldi, eftir því sem hann sagði yið atkvæðagreiðsluna á föstudaginn, að ekki væri hægt, einsog stæði, að mynda þá stjórn, sem honum líkaði. Þ. e. a. s. hann treystir sjer ekki til að komast sjálfur í stjórn að svo stöddu. Braskarar. HANNIBAL Valdimarsson kvaðst ekki geta af alhug stutt stjórn, þar sem væru fulltrúar úr flokki braskaranna. Átti hann þar við Sjálfstæðisflokk- inn. Eftir kenningu Hannibals eru ,,braskarar“ allfjölmennir með þjóðinni, ef allir Sjálf- stæðismenn eiga að teljast í þeirra hópi„ þ. e. rúml. 40% af þjóðinni. Og nokkru betur. Því ekki verður hjá því komist að telja Hannibal meðal braskar- anna, sföan hann flutti síðasta frumvarp sitt um innflutning bíla. Samkvæmt því á einhver ríkisstofnun að hafa allan inn- flutning á bílum, eða fá bílana til ráðstöfunar, * jafnskjótt og þeir koma til landsins, til þess að geta braskað með þá, einsog gert er á svörtum markaði. Hannibal mun hafa kynnst lítilsháttar bílabraski, síðan hann ekki alls fyrir löngu fjekk innflutningsleyfi fyrir bíl. En fáir munu vera bílabraskinu kunnugri en Hermonn Jónas son, hinn óánægði formaður Framsóknar. Því kunnugustu menn á sviði bílakaupa hafa að sögn alveg gefist upp á, að hafa tölu á þeim bílum, sem Hermann Jónasson hefir fengið handa sjálfum sjer, til þess að braska með á hinum svarta bíla markaði hjer innan lands. Einstæðingar. JEG var annars að minnast á kommúnistana og tillögu þeirra um vantraust á núverandi ríkis stjórn. Umræðurnar minntu mikið á tillögu-róburð Jónasar Jónssonar, er hann einn flutti vantraust á fyrverandi ríkis- stjórn, og greiddi henni einn atkvæði. Þáverandi ríkisstjórn ómakaði sig ekki við að gefa því vantrausti gaum. Og svip- að var að þessu sinni. Ríkis- stjórnin virti kommúnistana naumlega svars. Sem alveg laukx'jett var. Mjer þótti verst að umræð- unum um vantraustið skyldi ekki hafa Verið útvarpað, sagði Reykvíkingur einn, er hann mintist á þetta tiltæki komm- únistanna, því það er segin saga, sagði hann að í hvert sinn sem kommúnistar taka þátt í útvarpsumræðum uppá síðkast- ið, tapa þeir fylgi. Þetta mun vera alveg hár- rjett. Aðstaða kommúnistanna í þjóðfjelaginu er orðin sú, að eftir því sem almenningur kynn ist þeim betur, skoðunum þeirra og stefnu, og ,öllum hugsana- gangi, eftir því verða það fleiri sem fá viðbjóð á þeim og snúa við þeim bakinu. Þetta er ekkert sjerkenni á okkur Islendingum. Þessi af- staða til kommúnista er hin sama orðin, víðasthvar um heim þar sem skoðanafrelsi fær að njóta sín. Kommúnisíar allra landa. Hvernig á það öðruvísi að vera? . Kommúnistar allra landa eru í einum og sama flokki. Þetta er þó ekki skipulagt á sama hátt og var fyrir síðustu heims- styrjöld. Þá var starfandi al- þjóðasamtök kommúnista fyrir opnum tjöldum „komitern" Miðstjórn sú, er rjeði yfir öll- um kommúnistaflokkum heims, gaf þeim fyrirskipanir um störf og stefnu. Og þegar ein- hver flokksdeildin úti um heim óhlýðnaðist e'inhverju því, sem miðstjórnin í Moskva fyrirskip- aði eSa fór ekki eftir þeim lín-r um, sem þar voru gefnar, þá blátt áfram var sú deild alþjóða samtakanna rekin úr þeim. Svo strangur var aginn. Einsog þeg- ar norski kommúnistaflokkur- inn leyfði sjer að hafa aðra skoðun á lýðræði en hinum háu austrænu herrum þóknaðist, þá var norski kommúnistaflokkur- inn rekinn frá hinu rússneska móðurbrjósti. Burt með þá. í orði kveðnu var ,,komitern“ afnumið sem alþjóðasamband kommxinista árið 1943. Það leit ekki vel út, var ónotalegur blett ur á samstarfinu milli Rússa og Vesturveldanna að frá Moskva skyldi vera stjórnað flokki, fyrir opnum tjöldum, sem ynni beinlínis að því, að koma á upplausn og glundroða meðal þeirra þjóða, er lögðu sig fram, til þess að hjálpa Rúss um í styrjöldinni. Er nasista- herirnir voru komnir lengst inn L Rússland, var „komitern“ þurkað út skyndi. Á yfir- borðinu. En þeir fáráðlingar munu vera næsta fáir í heim- inum, sem halda að starfsemin sje ekki sú sama og hún áður var bak við „járntjaldið“. Ekkert bendir til þess, hvorki hjer á landi nje annarstaðar í heiminum að kommúnistar hafi lagt niður hlýðni sína og full- komna auðsveipni gagnvart hinu austræna valdi. í fámennu þjóðfjelagi sem er að bei’jast fyrir því, að koma undir sig fótum, tryggja sjálf- stæði sitt, er ekki pláss fyrir flokk manna sem lýtur erlendri stjórn. Kommúnistar hjer á landi sem annarstaðar, þykjast vera lýðræðislega sinnaðir(!) Sann- leikurinn er að þeir geta ekk- ert um það sagt, nje neinu um það spáð í dag, hverju eða hverjum þeir eiga að fylgja á morgun. Mönnum er í fersku minni, hvernig kommúnistar, bæði hjer á landi sem og um gervallan heim fylgdu Hitlers-Nasisman- um fram til kl. 6 að morgni þ. 22. júní 1941 er Þýski herinn rjeðist innyfir rússnesku landa- mærin. Fram til þess sögulega morg- uns, höfðu allar kommúnista- deildir í öllum löndum unnið í víngarði Nasismang, það sem af var styrjöldinni. Hjer á landi var það í munni kommúnist- anna kölluð landráðavinna að stinga spaðastungu fyrir breska setuliðið, sem hjer var, *af því setuliðsvinnan hjer var unnin í þeim tilgangi, að torvelda sig- ur Nasismans yfir heiminum. Þeir unnu fyrir Hitler. NÝLEGA hefir norskur þing- maður og formaður sjómanna- sambandsins Hauge að nafni, skýrt frá reynslu sinni og kunnleik á störfum og starfs- aðferðum kommúnista, meðan stríðið stóð yfir og komm- únistar allra landa höfðu þá fyrirskipuðu „línu“ að vinna með Hitler gegn hagsmunum vesturveldanna. Kommúnistaklíka vestur í New-York vann að því, á þess- um árum, að reyna að fá norska sjómenn, til þess að neita að sigla í þjónustu bandamanna. Hjeldu þessir illa þokkuðu kommúnistar þvi fram, er þéir gengu milli samkomustaða sjó- manna þar í borg, að sjómönn- um ætti að standa á sama hvor aðilinn ynni sti'íðið. Og þvi væri alveg ástæðulaust fyrir sjómenn, að hætta lífi sinu á hafinu, fyrir bandamenn. Þetta sögðu norskir kommúnistar ög danskir, eftir að herskarar Hitlers höfðu lagt undir sig Noreg og Danmörku og hjeldu norsku og dönsku þjóðinni að heita mátti í heljargreipum. sjer sannanir fyrir landráða- starfi kommúnistanna, var rænt frá þessum formanni sjómanna- sambandsins. Næsta dag sleppnr hann úr klóm bófanna, er tóku hann höndum, og kemst til þess að kalla saman fund með sjómönn- um að nýju, skýra fyrir þeim málin og hverskonar mannteg- und það er, sem þarna rekur áróður sinn fyrir Hitler meðal sjómanna. En hundruð sjó- manna, sem þarna eru staddir, fordæmdu að sjálfsögðu þessi svik kommanna við hina norsku fósturjörð. Einn þeirra manna, sem þannig vann fyrir Hitler í styrj öldinni, er nú starfsmaður við málgagn kommúnista í Dan- mörku „Land og Folk“. Vesturför. FORMAÐUR norsku sjó- mannasamtakanna, er segir frá, var í London um þessar mund- ir. Hann fór vestur til New- York, til þess að tala við sjó- menn er þar voru og leiða þeim fyrir sjónir, hverskonar starf og áróður kommúnistar þar unnu, er væru í þjónustu Hitl- ers og nasismans. Boðað var til fundar þar í borginni, þar sem áróðursmenn kommúnista er unnu hin þokkalegu verk sín áttu að standa fyrir máli sínu. En þegar norski ættjarðarvin urinn sem kominn var þangað vestur, til þess að leiða lands- mönnum sínum fyrir sjónir, hvernig áróðursstarf kommún- istanna beindist gegn hagsmun- um og frelsi norsku þjóðarinn ar, þá er ráðist á Hauge á götu, og hann fluttur á brott nauð- ugur, en gögnum þeim, er hann Friðarstarf Banda- ríkjanna. í FYRRI viku samþykkti Bandaríkjaþing frumvarp Tru- mans foi’seta um fjárhagslegan stuðning við Grikkland og Tyrk land. Hafði þingið þá haft mál- ið til meðferðar í nál. 2 mán- uði. Var það síðan samþykt með meiri atkvæðamun, en nokk- urt utanríkismál hefir verið samþykt, á því þingi í langa tíð. Voru 287 atkvæði með en 107 á móti. En fullyrt er að ýmsir þeir, sem greiddu at- kvæði gegn frumvarpinu, hafi gert það með tilliti til þess að þeir vissu fyrirfram, að einu gilti fyrir framgang málsins, hvort þeir væru með því eða móti. I Bandaríkjaþingi skiftast menp að jafnaði ekki eftir flokk um þegar um utani'íkismál er að ræða. í þetta sinn voru 127 republikanar með málinu en 93 á móti 160 demokratar með en 16 á móti. Kommúnistar um allan heim, er sagt að kalla aðstoð Banda- ríkjanna við Grikkland og Tyrk land gerða í stríðsæsingaskyni. En sannieikurinn er að hjer eru Bandaríkjamenn, með forsetan- um í broddi fylkingar að beita sjer. fyrir því að friður geti haldist í heiminum. Með því að styðja þessar tvær þjóðir, í andstöðu sinni við yf- irgang Rússa, er öllurfi Evrópu- þjóðum sýnt, að Bandaríkja- menn ætla ekki að sitja þegj- andi og aðgerðarlausir á með- ■n hið austræna einræðisríki sölsar undir sig völdin í hverju landinu af öðru. Fengju Rússar áð halda uppteknum hætti, að sínu leyti einsog horft var á Hitler þenja vald sitt yfir ná- grannaríki sín, er það gefið mál, að hverju stefnir á næstunni. Hjer er spyrnt við fótum. Það gera Bandaríkjamenn, og á þann hátt að allar þjóðir í austanverðri og Mið-Evrópu finna til þess,‘ sem ljettis og sjá að friðvænlegra er í heimin um fyrir bragðið. slóvakíu. I Finnlandi hafa kommúnistar nú nýlegr. beðið mikinn ósigur í kosningum á verkalýðssambandsþing. Annars hafa horfurnar vex ið ískyggilegar um alt sjálfstæði Finnlands. Þar hafa menn bór- ið þann ugg í brjósti að hinxr austrænu nágrannar einn góðan veðurdag lokuðu Finnlandi, ]íkt og þeir hafa lokað Estlandi. Frá Estlendingum hefir ekkert frjest í langa tíð. Landið er lokað, einsog niðursuðudós. — En þeir sem eru kunnugir starfsaðferðum Rússa, gera sjer dapurlegar hugmyndir um, hvernig ástandið er í því landi eftir hina algerðu lokun. Nýsköpun komm- únista. NÆSTA er ótrúlegt, að kommúnistar hjer treysti sjer til þess öllu lengur að japla á áhuga sínum fyrir nýsköpun- inni í atvinnuvegum þjóðarinxi- ar. Þeir löfðu í stjórn á meðan engir erfiðleikar voru. Þeir hlupu á brott undir eins og fór að bera á erfiðleikum við þá nýsköpun atvinnuveganna, sem allir eru sammála um, að sje þjóðinni nauðsynleg. En síðan þeir fóru lir stjórninni, hafa þeir gert alt sem í þeirra valdi stendur, til að torvelda það, að sú aukning á atvinnutækjum þjóðarinnar sem sumpart cr fengin en sumpart er í vænd- um, geti komið að tilætluðu gagni. Til þess að hægt sje að byggja upp heilbrigt atvinnulíf í land- inu verða kommúnistar að vera áhrifalausir í stjórnmálum landsins. Svo er það hjer. Og svo cr það um allar jarðir. Það er þessvegna sem Frakkar eru að hreinsa af sjer kommúnistana úr stjórninni. I Italíu er búist við, að fari á sömu leið. Þar eru kommúnistarnir orðnir smeykir, og sverja nú og sárt við leggja að þeir sjeu hinir tryggustu ættjarðarvinir. En þeim er ekki trúað þar frekar en annarstaðar. í hinni löngu stjórnar kreppu sem vei'ið hefir í P'innlandi haía kommúnistar leikið sviþaðan leik og þeir hugsa sjer hjer. Að koma á pólitískum verkföllum. Það er ,,nýsköpun“ þeiri-a. Og ætli það verði ekki svo hjer, þeir telji sjer hag í að sem mest upplausn og vandræði verði í þjóðfjelaginu. Það verði sá skerfur sem þeir leggi til fram faranna hjer á landi á næst- unni? Frelsisvinir vakna. AÐEINS lítill meiri hluti rúmensku þjóðarinnar fylgir kommúnistum. Þar hafa komm únistar nú um skeið þó ráðið einir öllu. Nú er endstaðan gegn ofbeldi kommúnismans að bær á sjer þar. Svipaða sögu hafði með höndum, og fólu í'segja kunnugir -frá Tjekkó- 75 myrtir í Paie- stínu frá áramétum Jerúsalem í gær. OPINBF.RLEGA var tilkynt hjer í Jerúsalem í gærkvöldi, að hermdarverkamenn af Gyð- ingaættum hefðu als orðið 75 manns að bana síðan i janúar í ár. Meðal fólks þessa voru 13 breskir lögreglumenn, 21 her- maður, 18 Arabar, 15 Gyðing- ar og einn Ungverji. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.