Morgunblaðið - 22.05.1947, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.05.1947, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 22. maí 1947] EIGNAKÖNNUNARFRUMVARPIÐ ER ALMENNINGI HAGSTÆTT ÞAÐ ER ÓTRÚLEGT en samt satt, að ósvífnir áróðursmenn viðhafa oft í áróðri sinum þá aðferð, að snúa sannleikanum alveg við. Þeir hugsa sem svo, að jafnvel hálfur sannleikur- inn kunni að skaða þá. Hins- vegar gera þeir ráð fyrir, að alltaf verði einhverjir, er segi sem svo: „Það er ómögulegt, að mennirnir sjeu svo óskamm- feilnir, að þeir ljúgi alveg frá rótum. Þessvegna hlýtur eitt- hvað að vera til 4 því, sem þeir segja.“ # Enn snúa kommúnistar sannleikanum alveg við Áróður gegn betri vitund. Peningarnir bundnir fyrir stóreignamönnuni og þeir fá refsiskatt. Þeir, sem meiru hafa skotið undan, verða hinsvegar að borga fullan skatt samkvæmt skattstiga, sem, er sýnu óhag- stæðara heldur en þessi ákvæði. Eða þeir verða að kaupa skulda brjef og binda þannig fé sitt til 25 ára með aðeins 1% vöxtum. Þessum vöxtum halda þeir þó ekki nema fyrstu fimm árin, nema því aðeins, að þeir þá gefi upp þessa eign sína og gjaldi þá skatt af henni og vöxt unum. Ef þeir gera það ekki, þá verður fjeð bundið fyrir þeim næstu 20 ár vaxtalaust. Um húseignir, byggingar og aðrar framkvæmdir er það að segja, að þeim hefur ekki ver- ið unt að skjóta undan skatti. Þar hefur skattstofan getað fylgst með jafnóðum á alt ann- an veg en um peninga og verð- brjef. Þegar Þjóðviljinn er þess vegna sjerstaklega að hræða þá, sem byggt hafa yfir sig, er í skyn, að frumvarpið .^að eins og annað gegn betri Þessi baráttuaðferð hefur einkum þótt einkenna komm- únista og aðra einræðisflokka, enda sýna kommúnistar hjer á landi, að þeir hafa tileinkað sjer hana. Síðasta dæmið um J>etta eru ósannindi kommún- ista út af eignakönnunarfrum- varpfnu. Kommúnistar vissu fyrir löngu um höfuðefni frum- varpsins, enda er það hið sama, sem ráðgert var þegar þeir tóku þátt í stjórnarsamningum á síð- astliðnum vetri. Þrátt fyrir þessa vitneskju sína og þátt sinn í mótun þeirra hugmynda, sem í frumvarpinu koma fram, hafa kommúnistar undaníarið gefið væri einkum hagstætt fyrir hina ríku og efnameiri en hall- aði mjög á þá, sem litlar eignir eiga. Nú er frumvarpið komið fram og mega þá allir sjá, að þessu er alveg öfugt varið. — Kommúnistar eru samt ekki af baki dottnir, þó að sannleikur- inn liggi nú Ijóst fyrir og al’ir megi hann sjá. Kommúnistar magna einungis áróður sinn og æpa hástöfum: „Þarna sjáið þið. Það á að brennimerkja alla þá, sem litlu hafa skotið undan skatti. Hinir eiga alveg að sleppa.“ Hlunnindi fyrir þá, sem lítið eiga. T* í þessum áróðri er engu skeytt um, þó að ákvæði frum- varpsins sjeu svo greinileg, að ekki verði um villst. Þar er ákveðið, að þéir er skotið höfðu undan 25.000 krón um fyrir 1. janúar 1940, þ. e. a. s. áður en stríðsgróði og verð- bólga hófst, eiga að halda þessu fje sínu án nokkurs skattgjalds. Þetta ákvæði er einkum miðað við, að þarna muni vera um að ræða gamalt fólk, er á þenna ,veg hafi saman sparað til ell- innar. En síðan hafi þeir orðið fyrir verðfalli peninganna og hömlum á húseignum, og þess vegna sje sanngjarnt að láta þá sleppa frá skattgjaldi, enda þótt um skattsvik hafi verið aðí ræða. Um það, sem menn hafa eign ast eftir þenna tíma, fer svo, að þeir sleppa við skattgreiðslu með öllu af fyrstu fimmtán þújundunum. En mjög hóflegur stighækkandi skattur er lagður á hæstu 30 þúsundirnar upp í 45 þúsundir. vitund. Vörubirgðir og aðrar slíkar eignir koma hinsvegar undir sjerstaka rannsókn og er heimil leit að þeim án fyrirvara og dómsúrskurðar. Er ekki á ann- an veg betur hægt að tryggja, að eignirnar sjeu rjett fram- taldar. Fullyrðingar kommún- ista um það gagnstæða eru því staðlausir stafir. .Um það er ekki að villast, að þeir, sem litlum upphæðum hafa skotið undan skatti, sleppa samkvæmt frv. miklu betur en hinir, sem stórum upphæð- um hafa skotið undan. Er það líka sjálfsagt og sanngjarnt. Þeir, sem minni upphæðirnar eiga, en það eru aðallega verka- menn, bændur og launamenn, sleppa annaðhvort alveg við skattlagningu þessa fjár, eða greiða mjög lítinn skatt. Fyrir hinum vefður fjeð bundið um aldarfjórðung á þann veg, að þeir verða árlega í 25 ár að greiða refsiskatt af því, sem þeir hafa undan skotið, á þann veg, að þeir annaðhvort fá enga eða aðeins 1% vexti af því fje. Allir geta keypt brjefin. Kommúnistar svara því til, að hinir njóti ekki hlunnind- anna, nema því aðeins að þeir gefi nafn sitt upp. En hvernig á að veita þeim sjerstakar í- vilnanir, nema-menn viti, hverj ir það eru, sem þær eiga að hljóta? Og ef menn, að einhverj um ástæðum, vilja ekki þessar ívilnanir, þá er hægurinn fyrir þá að kaupa brjefin, sem neyða á þá efnameiri til að gera. Þá sleppa þeir hjá þvi, að gefa upp, að þeir hafi nokkru fje skotið undan skatti. Þessir menn eiga þannig um fleiri en einn kost verða að kaupa brjefin, nema því aðeins að þeir vilji bæði gefa sig fram og láta reikna fullan skatt af tekjum sínum aftur í tímann. Auðvitað verður það svo, að mjög fáir af þeim, sem þess eiga kost að sleppa alveg við skattgreiðslu eða aðeins með litlum hundraðshluta, kaupa hin vaxtalágu eða vaxtalausu brjef. Að sjálfsögðu kjósa þeir hinn kostinn, vegna þess að hann er þeim fjárhagslega miklu hagkvæmari. Sannleikurinn er sá, að helsta raunverulega aðfinning- arefni við frumvarp þetta, er, að samkvæmt því sleppur allur almenningur sem undan skatti hefir skotið, annaðhvort alveg eða með svo lága skattgreiðslu, að tekjur af þessum sökum til handa ríkissjóði verða mun minni en menn gerðu ráð fyrir. Mönnum gefið fteri á að koma framtölum sínum í lag. Þetta getur þó ekki skipt höf- uðmáli. Aðalatriðið er það, að gera í eitt skipti hreint í þess- um efnum. Að gera mönnum fært, að koma framtölum sín- um árekstralítið í það horf, að á því geti orðið byggt heilbrigt skattaframtal í framtíðinni. Frumvarpið hefur fundið hina heillaríkustu leið fyrir þjóðarheildina í þessu efni. — Menn eru hvorttveggja í senn hvattir og neyddir til að koma framtölum sínum í lag. Þetta er gert á þann veg, að öruggari leið til að þetta takist, verður trauðla fundin. Jafnframt er þetta gert með þeim hætti, að hver einstakur þarf ekki að láta stimpla sig sem skattsvik- ara. Hann á nú kost á því að gera upp sakir sínar í þessu efni. Ef hann hefur vit á því, verður hann að vísu fyrir nokk- uð þungum fjárútlátum, ef hann hefur miklu skotið undan. Annars sleppur hann mjög vel. Aðeins eitt tækifæri. Þetta er eftir atvikum sann- gjarnt. Hitt verða allir að hafa í huga, að þetta tækifæri er að- eins gefið einu sinni og nú er ætlast til að menn noti það. Ef þeir hafa ekki manndóm til að telja rjett fram að þessu sinni, þá mega þeir búast við miklu þyngri búsifjum. — Þá verður ekki aðeins gengið í skrokk á þeim um fulla skattgreiðslu fyr ir liðna tímann, heldur mega þeir einnig búast við að þær eignir, er þeir hafa enn skotið undan, verði gerðar upptækar með öllu og þeir hljóti þungar fjársektir að auki. Eignakönnunin óhjákvæmileg. Ðeila má um hvort þessi eignakönnun í heild sje heppi- leg. Úr því sem komið var, varð málaflokkanna, kommúnistar, Alþýðuflokkur og Framsóknar- flokkurinn höfðu allír tekið hana á stefnuskrá sína við stjórnarsamninga. Þess vegna var greinilegur meirihluti á Al- þingi fyrir aðgerðum í þessa átt. Ef sá háttur hefði ekki ver- ið upp tekinn, sem í frumvarp- inu er valinn, hefði áreiðan- lega fylgt þessu miklu meira rask og vandræði fyrir borgar- ana. En árangur fvrir þjóðar- heildina orðið miklu minni. Eignakönnun sú, sem ráðgerð var í hagfræðingaálitinu á síð- astliðnu hausti, var öllum al- menningi miklu óhagstæðari en þessi. Þetta sáu allir við athug- un og þess vegna náðist sam- komulag um þessa leið. Kommúnistar vilja aldrei hafa það, cr sannara reynist. Kommúnistum þýðir þess vegna ekki að reyna að egna menn til andstöðu út af þessU máli. Hvorttveggja er, að þeir eiga sjálfir alt of mikinn þátt í tillögum þeim, sem nú eru fram komnar, til þess að þeim sje fært að blása sig upp yfir ósanngirni þeirra. Hitt er og, að sjálfar tillögurnar eru svo greinilega hagstæðar fyrir allan fjöldann en erfiðari fyrir þá, sem miklu hafa undan skotið, að vonlaust er, að kommúnist- um takist að sannfæra nokkurn skyniborinn mann um hið gagn stæða. Þá er enn komið að því sama, sem kommúnistar ætíð hafa flaskað á í áróðri sínum hér 3 landi. Þeir gera ætíð ráð fyrir, að almenningur sje eins og skynlaus skepna, er hlýði öllu, sem þeir hrópa til hans. Þetta kann svo að vera, þar sem kom- múnismi hefir ríkt um hríð, en á íslandi á það ekki við. Alt frá dögum Ara hins fróða hef- ur það verið einkunnarorð Is- lgndinga, að hafa það fremur er sannara reynist. Þess vegna eru ósannindi kommúnista þýð- ingarlaus. Þess vegna minkar fylgi kommúnista því meir, sem almenningur kynnist þeim bet- ur. „Safn austfirska fræða“ verður gefið út FRAMKVÆMDANEFND söguútgáfu Austfirðingafjelagsins l Reykjavík hefir ákveðið að hefjast handa um útgáfu á „safni custfirskra fræða“ og hefir þegar ráðið Halldór Stefánsson, fyrrv. alþingismann, og Þorstein M. Jónsson, skólastjóra á Akur- eyri, framkvæmdastjóra útgáfunnar, en Þorsteinn verður jafn- framt aðalútsölumaður hennar. að velja, þar sem þeir efnaðril hún; ekki umflúin. Þrír stjórn- Var þetta samþykkt á sam-j ‘ eiginlegum fundi framkvæmd- eru þeir þrír fyrstnefndu. I arnefn'dar söguútgáfu Austfirð- framkvæmdanefnd söguútgáf- ingafjelagsins í Reykjavík og [ unnar. — í sögunefnd Austfirð- ingafjelagsins á Akureyri eru Þorsteinn M. Jónsson, skóla- stjóri, Eiríkur Sigurðsson, kenra[ ari og Helgi Valtýsson, rithöf- undur. sögunefndar Austfirðingafjel- agsins á Akureyri, sem haldinn var nýlega, en sögunefndin á Akureyri mun eftir getu leggja fram fje til útgáfunnar. Einnig verður leitað til sýslunefnda og bæjarstjórna á Austurlandi og annarra aðila, sem líklegir eru til þess að leggja máli þessu lið. Framkvæmdarstjórar útgáf- unnar munu semja um efni það, sem út verður gefið og annast greiðslu fyrir handrit. Ráðgert er að byrja útgáfuna með yfir- litsgreinum um Austurland, sem ýmist hafa verið prentaðar áð- ur, og fyrir löngu, og öðrum, er legið hafa á Landsskjalasafninu m.m. og auk þess^sögu Jökul- dalsheiðar, eftir Halldór Stef- ánsson og sagnaþáttum, er Gísli Helgason, bóndi í Skógargerði, hefir ritað. í stjórn sögusjóðs Austfirð- ingafjelagsins í .Reykjavík eru Halldór Stefánsson, fyrv. alþm., formaður, Sigurður Baldvins- son, póstmeistari, Benedikt Gíslason frá Flofteigi, Jón Ólafs son, lögfræðingur og Jónas Guð mundsson, skrifstofustjóri, og — Sfríðsfangar Rússa Framhald af bls. 1. Handtekinn af Rússum. Mayhew sagði, að Beviis hefði verið ánægður með þess- ar málalyktir, þar sem vitaS var, að Ukrainuher Rússa tók Barrett liðsfo'ringja höndum og ljet hann sæta sömu meðferð og borgaralegir verkamenn í Ungverjalandi voru látnir búa við. Hefir þetta upplýstst af vitnisburði hollensks liðsfor- ingja. sem fylgdist með ferð- um Barretts, eftir að hanrt slapp úr fangelsinu í Ungverjít landi. '• UMBERTO TIL BANDA- RÍKJANNA. LISSABON: — Umberto 2., fyrverandi konungur Ítalíus sem er nýkominn til Lissabon frá Cairo, segist hafa í hyggju að fara bráðlega til Banda- ríkjanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.