Morgunblaðið - 22.05.1947, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.05.1947, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 22. maí 1947! m A FARTINNI crCeyniiöcjvecjluscKja ejtir jf^etev (Sbeuneu 15. dagur V. KAFLI. . Þegar klukkan á arinhyll- unni slær tíu, sit jeg enn hinn rólegasti með fætur uppi á borði. reykjandi, drekkandi við og við og hugsandi um þetta máí. Eitt er jafn augljóst og vínflekkur á borði, að einhver hefir leikið laglega á Schribn- er. Hugsið um það sjálf og vit- ið hvort þið eruð rnjer ekki sammála. Við skulum bara rifja upp fyrir okkur. Setjum svo, formsins vegna, að þessari Júlíu Wayles hafi verið rænt. Að minsta kosti hef ir hún einhvern veginn borist hingað til Englands frá Amer- íku. Við vitum ekkert hvað hef ir komið fyrir hana, nje hvar hún er niður komin, en sem stendur gerir það ekki svo mik ið til. Hitt vitum við að Schribner hefir eitthvað með hana að gera. Getur vel verið að þessi svika Tamara hafi sagt satt, að Schribner eigi að líta eftir Júlíu á meðan hún er hjer og viti þess vegna hvar hún er niður. komin. Alt bendir til þess, að bófa- flokkurinn, sem Jakie Larue er í. hafi rænt henni. Þetta styðst við það, að þegar þeir Charlie Milton, sem þóttist vera Rudj[, og Max Schribner tala um piltana, þá segir Max að Jakie sje í fangelsi í Leaven- worth og muni ekki eiga sjö dagana sæla. Þetta styðst ennfremur við það, að Rudy Zimman og Tam- ara Phelps — þau rjettu á jeg við — voru fjelagar Jakie, og Schribner á von á þeim báðum hingað til Englands til þess að ræða við sig um Júlíumálið. En Schribner þekkir ekki Rudy og hann þekkir ekki Tam ara, og það virðist benda til þess, að ef Schribner er í fje- lagi við Jakie og hefir verið beðinn að taka á móti Júlíu, þá hafa allar ráðagerðir því við- víkjgndi og ákvarðanir farið fram brjeflega, eða með sím- skeytum eftir að Schribner kom hingað. Því hefði hann verið í flokknum áður, þá hefði hann hlotið að þfekkja þau Rudy og Tamara. Það eru því einhverjir fleiri við þetta mál riðnir. Það^er al- veg augljóst. Þarna stendur á bak við einhver, sem veit f>að aðT Schribner þekkir ekki Rudy og .þekkir ekki Tamara heldur. Þessi heiðursmaður, hver svo sem hann er, tilkynnir Schribn er, af ástæðum sem honum eru sjálfum best kunnar, að Rudy Zimraan sje á leiðinni til Eng- lands, og Tamara Phelps sje líka á leiðinni til Englands. En svo er það þessi stúlku- kind, sem ógnaði mjer með marghleypunni áðan og rauk svo burt í fússi. Hún kemur hingað aðvífandi frá Ameríku og íeikur þannig á Schribner, að hún þykist vera Tamara Phelps, og fær undir eins inni hjá honum. Þegar Charlie Milt on hringir svo þangað og hún verður fyrir svörum. heldur hún að þetta sje Rudy Zimm- an, sem hún augsýnilega þekk- ir ekki. Og Charlie er svo hygg inn að hann þykist vera Rudy. Og nú verðum við að leggja fyrir okkur þvær spurningar, sem ekki er svo auðvelt að svara. í fyrsta lagi: Hver hefir gert út þessa svika-Tamara, hver vissi það að hin rjetta Tamara var væntanleg til Eng lands, og hvað ætlaði sá sami að haaf upp úr því að láta þessa stúlku, sem jeg hefi kynst, koma í hennar stað? í öðru lagi: Hvað skeður þegar þáu rjetta Rudy og Tamara koma til Englands og Schribner upp- götvar það að hann hefir ver- ið hafður að fífli? Jeg býst við að þið sjeuð mjer sammála um að þetta er um- hugsunarvert. En þegar maður hefis fundið það út, að marg- ir eru bendlaðir við sama mál- ið, og enginn þekkir deili á öðrum, þá er ekki um annað að gera en vera rólegur og bíða þess að þeir komi upp um sig sjálfir. Það fer ekki hjá því, ef þeir eru látnir einráðir, þá verða árekstrar, sem hjálpa til að koma upp um þá.Það getur nú vel verið að Sherlock sálugi Holmes hafi ekki hugsað þann- ig, en þetta er miklu betra held ur en að þeytast úr einum stað í annan. og hafa kannske ekki annað upp úr því en að finna gamalt jórturleður, sem ein- hver og einhver hefir klest neð an á borð fyrir löngu. Klukkan var fimtán mínút- ur gengin í ellefu þegar jeg reis upp og fjekk mjer heitt bað. Jeg var að hugsa um að fara að hátta. En svo datt mjr í hug að eitthvað kynni að koma fyr- ir, svo að betra væri að vera á fótum. Jeg klæddi mig því aftur og fjekk einn vænan sterkan til þess að drepa kvef- sýklana. Klukkan hálf ellefu var hríngt. Það var dyravörðurinn niðri og hann sagði mjer að þar væri kominn maður, Nik- olls að nafni, sem vildi finna mig. Jeg sagði honum að láta manninn koma upp til mín. Tveimur mínútum seinna vatt Nikolls sjer svo inn úr dyr unum. Hann hengdi hattinn sinn upp á snaga. Svo tók hann Lucky Strike upp úr einum vara og vaxspýtur upp úr öðr- um. Hann kveikti á vaxspýtu utanfótai* á buxnaskálminni sinni og settist svo í hæginda- stól.. Hann er ekki fljótfær þessi Nikolls, hugsaði jeg með mjer. » Hann leit á flöskuna á borcS- inu. „Jeg hefði gott af því að fá bragð“, sagði hann. „Jeg hugsa betur þegar jeg hefi fengið rúg viský.^Sagði jeg yðúr ekki frá því að jeg er að skrifa bók um listina að vera leynilögreglu- maður?“ „Ekki hefi jeg nú heyrt það“, sagði jeg. „Jeg vona að það verði góð bók. Hvað segir hús- bóndi yðar, hann Callaghan, um það?“ Nikolls bandaði frá sjer. „Ó, hann“, sagði hann. „Hann hefir alt aðrar aðferðir en ieg. Og svo er hann máske argur út í mig“. Jeg kinkaði kolli. Svo helti jeg í glas handa honum og hann tæmdi það í einum teyg. Svo sogaði hann firn af reyk upp í sig og bljes honum út um nasirnar. Þá sagði hann: „Jeg býst við því að yður langi til að frjetta eitthvað af þessari stelpu, henni Phelps, eða er ekki svo? Jeg veitti henni eftirför þegar hún kom út frá yður. Jeg held að mjer hafi tekist laglega við hana“. „Jæja?“ sagði jeg. „Hvernig þá?“ „Hún náði sjer í vagn. við endann á Jermynstræti“, sagði hanm „og hún ók að húsi í Mayfield Court, hjerna megin við Hampstead, skratti laglegu húsi. Jeg veitti henni eftirför í öðrum bíl. Og inn í húsið fór jeg á eftir henni. Þar er lang- ur gangur. Jeg sá-að hún gekk á undan mjer. Svo staðnæmdist hún við dyr á neðstu hæð og hringdi bjöllu. Þar fór hún inn. Jeg var að snúast þarna þang- að til jeg hitti lyftumanninn. Jeg laumaði að honum pening og trþði honum fyrir því að jeg væri á njósnum út af hjóna- skilnaðarmáli. Svo spurði jeg hann hver ætti heima þarna sem Tamara fór inn. Hann sagði að það væri kona — kölluð frú Owen. í sama bili kom Tamara út. Jeg faldi mig í krók. Hún kallaði á lyftumanninn og spurði hann hvort hann gæti útvegað sjer bíl út í Dorking klukkan rúmlega ellefu í kvöld. Hann kvaðst ekki vita það, en skyldi athuga málið og láta hana vita. Þá fór hún inn aftur í sama stað. Lyftumað- urinn fór út til að tala við bif- reiðastöðina og þegar hann kom aftur sagði hann mjer að alt væri í lagi með bílinn* hann kæmi hingað klukkan rúmlega ellefu að sækja stúlkuna og fara með hana út í Dorking. En hann vissi ekki að hvaða húsi • bíllinn ætti að fara þar, því að Tamara hafði ekki sagt hon- um það. Hún hefir víst ætlað að skýra bílstjóranum frá því sjálf “. „Þetta er ágætt, Nikolls“, sagði jeg. Jeg þóttist vita hvert hún ætlaði. Svo gaf jeg hon- um annan sterkan. „Heyrið þjer nú NikolIs“, sagði jeg. „Þegar jeg talaði við húsbónda yðar, sagði jeg honum að jeg þyrfti á manni að halda íil þess að njósna svolítið fyrir mig, ekkert annað. En nú getur verið að jeg þurfi á yður að halda í annað skifti, og þá verður verkefnið talsvert örðugra. — Hvernig lýst yður á það?“ Hann leit á mig og glotti. „Ef þjer þekkið nokkuð til Callaghans stofnunarinnar; þá vitið þjer að við látum okkur ekki alt fyrir brjósti brenna“, ságði haríh. „Og jeg er alinn upp við það. Jeg vann hjá einkalögreglu í Chicago 1935. Eru það ekki meðmæli. í yðar augum?“ Eggcrt Claessen Gústaf A. Sveinsson hæstarj ettarlögmenn Oddfellowhúsið. — Sími 1171. AUskonar lögfræðistörf. Sykurnáma Siggu gömlu Eftir ANN RICHARDS 13. af bjöllum heim til Siggu gömlu, og hann vonar að þær eyðileggi fyrir henni alla sykurrófuuppskeruna. Þetta er alveg voðalegt, því Sigga er svo góð kona — hún hjúkraði Gumma íkorna, þegar hann fótbrotnaði í fyrra, og ... Ned greip fram í fyrir henni, um leið og hann klifraði niður úr tré sínu. ,,Við skulum ekki standa hérna og tala í allan dag!“ hrópaði hann. „Við skulum safna saman vinum okkar og leggja til atlögu við bjöllurnar!“ , „Ágætt!“ tísti Ingunn íkorni, og svo þutu þau bæði a£ stað, kölluðu saman alla vini sína, bæði unga og gamla, og sendu jafnvel þeim íkornum boð, sem bjuggu langt x burtu. Ekki leið á löngu þar til löng röð af litlum, rauðleitum dýrum stefndi í áttina til húss Siggu gömlu. Gummi íkorni rak lestina og skoraði á alla að standa sig nú. Hann var Siggu auðvitað ákaflega þakklátur, því ef hún hefði ekki a sínum tíma hjúkrað honum, hefði hann al'teig eins get- að látið lífið. Bjöllurnar höfðu þegar byrjað á eyðileggingarstarfi sínu! Sigga gamla var alveg örvæntingarfull og minstu munaði, að hún færi að gráta. Alli árrisuli reyndi af fremsta megni að drepa bjöllurnar með handklæði, sem hann sveiflaði í kringum sig, en svo fjölmennar voru þær, að þetta var næsta vonlítið. „Það er jeg handviss um, að óþokkinn hann Gráálfur hefur haft hér hönd í bagga!“ hrópaði Alli. En einmitt á sama andartaki, sem alt virtist o'rðið von- laust, komu íkornarnir á vettvang, en fyrir þeim fóru þau Ingunn og Tobbi. íkornarnir ætluðu alt að æra með tísti sínu, þar sem þeir þutu milli sykurrófnanna og beittu klóm og kjafti í baráttu sinni við bjöllurnar. Og bjöllurn- ar komust brátt að þeirri niðurstöðu, að þær háðu voh- laust stríð við þessi rauðlitu, rófustóru, æstu dýr. Því enda þótt rnannfólkinu þyki ginið á íkornunuro lítið, er »(*■ c. HREINLÆTI FYRIR ÖLLU — Nei, nei, góði maður, ekki til að tala um, að þú gangir á óhreinum skóm upp stigann, sem jcg er nýbúin að þvo! + Italskur prófessor gerði eitt sinn tilraun til þess að ræna Shakespeare frá Englending- um. Sagði hann að skáldið hefði verið Itali og heitið Michelangelo Florido. Vegna nokkurra kvæða, sem hann birti. varð hann að flýja land og fór þá til Englands. Þar náði hann heimsfrægð. En úr kvæðunum, sem ollu útlegð hans^ gerði hann smákver og nefndi það Hamlet! ★ — Mamma, manstu eftir manninum, sem datt hjerna fyrir utan dyrnar í gær og þú gafst koniak. — Já. — Nú liggur hann þar aftur. — Hvað gengur að þjer, maður? — Konan mín gerir heiður- lega tilraun til þess að drepa mig.. Nú heimtar hún að jeg gefi henni kápu úr apaskinni. ★ — Jeg er alveg hissa á þjer að þú skulið leyfa stráknum þínum að reykja sígarettur. — Jeg hvet hann meira að segja. altaf til þess, þegar hann er heima, því að hann getur ekki blístrað á meðan hann reykir. ★ — Þeir segja að jeg verði að hafa eitthvað fyrir stafni. Það er sennilega best að jeg byrji á því að safna skeggi. ★ Prófessorinn: — Jæja, frú mín góð, nú hefi jeg skýrt fyrir yður eins vel og jeg get starf okkar stjörnufræðinganna. Er það nokkuð meira, sem yður langar til þess að vita? Frúin: — Já, hvort er vanda sama. að búa til sólmyrkva eða tunglmyrkva? Bílamiðlunin I Bankastræti 7. Sími 6063 i er miðstöð bifreiðakaupa. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.