Morgunblaðið - 05.06.1947, Side 5

Morgunblaðið - 05.06.1947, Side 5
Fiirnntudagur 5. júní 1947 MORGUNBLAÐIÐ S G JALDEYRISS JÓÐUR OKKAR ÞROTINN í UPPHAFI máls síns gat ráðherrann þess, að hann gæti ekki að svo stöddu gefið neinar tæmandi upplýsingar ufft'horf- urnar í viðskiftamálunum og rjeðu því þrjár ástæður. — í fyrsta lagi, að ekki væri búið iað ganga endanlega frá versl- tmarsamningum, í öðru lagi yrði afkoma þjóðarinnar að ráða stefnunni og í þriðja lagi hefði Alþingi sett lög um fjár- hagsráð, en þau hefðu í för með sjer nokkra breytingu í tindirstöðuatriðum Þar sem undirstaðan undir því, að hægt væri að eiga skifti við útlönd væri gjaldeyristekj- urnar, kvaðst ráðherrann vilja fcyrja á lauslegu yfirliti yfir gjaldeyrisviðhorfið í dag. í ársbyrjun 1946 hefði gjald- eyriseign landsmanna numið kr. 478 milj. Af þeirri upphæð hefði Nýbyggingarráð ráðið yf- ir kr. 258 milj., auk þess sem ábyrgðir bankanna námu kr. 47,8 milj. Þær kr. 177 milj. er umfram voru hafði viðskifja- ráðið til ráðstöfunar á venju- legum innflutningsvarningi. En á árinu 1946 varð sú foreyting hjer á, að í ársbyrjun 1947 nam gjaldeyriseign lands- 1 manna kr. 220 milj., og voru' af þeirri upphæð bundnar kr. ,131 milj. á nýbyggingarreikn- ángi og kr. 59 milj. í ábyrgðum foankanna. Aðeins tæpar kr. 30 , milj. voru þannig eftir ,til ráð-; stöfunar á venjulegum innflutn ingsvarningi. Að vísu urðu sumar ábyrgðir bankanna ó- raunhæfar, þar sem viðskifta- ráð ógilti nokkur þetrra leyfa er ábyrgðirnar grundvölluðust á. —• Þessa minkun á gjaldeyris- eigninni kvað ráðherrann fyrst og fremst stafa af hinum ó- hagstæða verslunarjöfnuði síð- asta árs og sömuleiðis því, að duldu tekjurnar væru horfnar. í þessu sambandi drap ráð- herrann á þá staðreynd, að öll gjaldeyrisinnistæðan ætti ekki rætur sínar að rekja til útflutn- íngs heldur til duldra tekna, en ú't- og innflutningur þeirra 6 ára, er hjer skiftu máli hefði numið kr. 1277 milj. á móti kr. 1270 milj. Það hefði verið deilt úr ýms- tim áttum á viðskiftaráðið og fyrverandi ráðherra fyrir að leyfa of öran' innflutning og dhófslcgan að sumra dómi. Innflutningur ársins 1946 hefði numið kr. 443 milj., og væri hann sá mesti bæði að magni og krónutali, er nokkuru sinni hefði orðið hjer á landi. Arið á undan hefði hann reynst kr. 319 milj. Kagði ráðherrann, að fróðlegt væri að bera saman nokkra að- alvöruflokka með tilliti til þessa mismunar á innflutnings verðmætum. Árið 1946 hefði t d. innflutn íngur á timbri numið kr. 39 milj. en kr. 25 milj. árið áður, á veiðarfærum kr. 7 milj., en 1945 kr. 3 milj., á sementi kr. 11 milj. í stað kr. 8 milj., á munum ur ódýrum málmum kr. 29 milj. í stað kr. 16 milj., á vjelum og áhöldum öðr um en rafmagns kr. 36 milj. í $tað kr. 19 milj., á rafmagns- yjelum kr. 21 milj. í stað 16 Útdráttur úr ræðu Emils Jónssonar viðskiftamálaráðherra á aðalfundi Verslunarráðs íslands farið nefndir bæði til Rússlands og Englands sjerstaklega með sölu íslenskra afurða fyrir aug- um. í vikunni sem leið hefði verið gengið frá samningum við England. Við Rússland væri ekki búið að ganga endanlega frá samningum, en niðurstaða beggja þessara samninga yrði svipuð. Sala á fiski fæli í sjer skuldbindingu af vorri hálfu um sölu á 1 Vi sinnum meira magni af lýsi, þannig að segja mætti, að hraðfrysti fiskurinn sje ekki seljanlegur vð því verði, er vjer þörfnumst nema með lýsigjöf. Sjeð væri fyrir sölu á 22,000 lesta af hraðfrystum fiski, ef allt gengi að óskum. Hvað saltfiskinn áhrærir, þá væri því máli á þann veg hátt- að, að útilokað væri að selja hann við ábyrgðarverðinu. — #Framleiðslan næmi yfir 20.000 lestum og hefði því verið þýð- ingarmikið, ef einhver smuga hefði fundist. Leitað hefði ver- ið markaða um öll lönd álf- unnar, en án árangurs við því verði er vjer krefjumst. Nokk- ur þúsund tonn væru seld, en undir ábyrgðarverði ríkissjóðs. Við Svíþjóð væru samning- ar ekki enn undirritaðir, sagði ráðherrann, en hann kvaðst telja, að samningar mundu kom ast á og þá ekki lakari en við hefði verið búist. Frændþjóðirnar væru okkur erfiðar í samningum, vegna þess athafnafrelsis, er þeir ósk- uðu að fá í landhelgi, en ríkis- stjórnin gat ekki fallist á nein- ar slíkar kröfur, enda samræm- dust þær ekki rjettarvitund vorri. Mjög sterkur vilji væri á því að eiga viðskifti við þau lönd, sem af gjaldeyrisskorti óska vöruskiftaverslunar við oss, eins og t. d. Italíu, Frakkland, Pólland og Tjekkóslóvakíu. - Utflytjendur vildu mjög ein- dregið selja «bæði Itölum og Frökkum, en vöruverð þessara landa á þeim vörum, er vjer kaupum í staðinn væri mjög óhagstætt, og væri af þeim á- stæðum hagnaðurinn fyrir þjóð arbúið í heild minni en enginn. Við Tjekkóslóvakíu hefðum vjer á hinn bóginn átt góð við- skifti, og frá Póllandi hefðum vjer keypt kol í skiftum fyrir ui; og gærur, og voru þau viðskifti sömuleiðis hag- kvæm. Kvað ráðherra landsmenn þurfa að vera við því búna að hefja viðskifti á jafnvirðis- kaupa grundvelli. Um sölumál íandsmanna væri það hinsvegar að segja, að þau hefðu gengið erfiðlega végna þess hversu verðið, er vjer krefðumst væri hátt. Eins og alþjóð vissi, hefðu útgerðarmenn ekki treyst sjer milj., á bifreiðum kr. 33,6 milj., en kr. 15,4 árið 1945. Innflutn- ingur skipa hefði reynst 32,7 milj. en enginn áður og ýmsar aðrar vörur fyrir kr. 18,3, en kr. 15 árið á undan. Mismunurinn á þessum vöru flokkum eingöngu nemur þann ig rúmlega 120 milj. sagði ráð- herrann og taldi að ádeilurnar væru órjettmætar, og að ekki hafi verið varið nokkurri veru legri upphæð til kaupa á mun- aðarvöru, nema ef vera kynni, að bifreiðaflutningur kæmi þar undir. Til fróðleiks sagðist ráðherr- ann vilja taka það fram, án þess að það hefði neina úrslita þýðingu í þessu sambandi, að fyrir stríð þá hefði heildar inn- flutningur landsmanna numið þetta 337 þús. smálesta, á stríðs árunum hefði þessi. tala komist niður í 220—223 þús. smálesta, en síðan stigið aftur og numið 320 þús. smálesta 1945 og 436 þús. smálesta 1946. Ráðstöfun gjaldeyristeknanna sagðist ráðherran telja mjög rjettlætanlega að sínu viti. — Hitt væri svo annað mál, að þegar gjaldeyrissjóðurinn væri fullnotaður þá yrðu tekjur og gjöld — inn- og útflutningur — að standast á, en enga nauð- syn bæri til að gæta þess*með- an gjaldeymsjóður væri fyrir hendi. Þegar þannig væri málum komið væru um tvö ráð að velja áð skera niður innflutninginn eða auka útflutninginn eða báðar þessar leiðir samtímis. — Það sem stefna bæri að væri aukning útflutningsins, og væri fundarmönnum kunnugt hvað hefði verið gert með það fyrir augum og að starf Nýbyggingar ráðs bæri það með sjer. Aukning fiskiskipastólsins, bygging verksmiðja og hrað- frystihúsa, síldarverksmiðja og fiskimjölsverksmiðja allt tal- aði þetta sínu máli og yrði til að auka útflutning landsmanna og gera hann meiri en hann hefir verið á úndanförnum ár- um, eh auk þess kæmi hinn stór aukni kaupskipafloti lands- manna til að spara stórar upp- hæðir erlends gjaldeyris. Nefnd sjerfróðra manna úr ýmsum framleiðslugreinum hefði gert áætlun um útflutn- ingsverðmæti árið 1947, og færi sú áætlun langt fram úr því, sem gj aldeyriseyðslan væri nú. Auk þess hefði verið gerð önnur áætlun, sem væri var- ‘færnari og sennilega nær veru- leikanum, en hún gerði sömu- leiðis ráð fyrir gjaldeyristekj- um, sem færu talsvert fram úr g j aldey riseyðslunnii. Viðskiftasamningarnir. Þá fór ráðherrann nokkrum orðum um samningana vð út- lönd. í febrúarmánuði hefðu 1 til að géra út nema að fengnu ábyrgðarverði, sem Alþingi hefði ábyrgst og það miðað vjð vísitölu. Hversu miklum erfið- leikum þessi mál væru undir- orpin, benti ráðherrann á, að um mánaðamótin febrúar— mars, þá hefði vísitalan hækk- að um 6 stig, ef aðgerðir rík- isstjórnarinriar hefðu ekki komið til, um mánaðamótin mars—apríl um 4 stig. — Um mánaðamótin apríl—maí hefði ekki verið búist við neinni hækkun; og því engar ráðstaf- anir gerðar, engu að síður hækkaði hún um 1 stig og um næstu mánaðamót mundi hún sennilega hækka um 6 stig, ef ríkissjóður gerir ekki einhverj- ar ráðstafanir. Niðurgreiðsla vísitölunnar kostaði hinsvegar ríkissjóð frá %—1 milj. kr. á hvert stig, svo það væri ekki útgjaldalaust að halda henni í skefjum. Á fjárlögum hefði verið á- ætluð hærri upphæð en nokkru sinni fyrr, eða kr 35 milj. til niðurgreiðslu á vísitölunni, en það mætti nú æra óstöðugan, ef borga ætti úr ríkissjóði milj. um hVer mánaðamót í þeim tilgangi. Fjárhagsráð. Þá fór ráðherrann nokkrum orðum um löggjöfina um fjár- hagsráð. Það sem lægi til grund vallar þeirri löggjöf, væri, að eins og vitað væri þá hefðu allar fjárfestingar svifið nokk- uð í lausu lofti, en með lög- gjöfinni ætti að tryggja, að inn- flutnings og fjárfestingarleyfin yrðu veitt eftir fyrirfram gerðri .áætlun. Þá væri og söfnuleiðis gert ráð fyrir því, að nokkur breyt- ing yrði gerð á tilhögun þeirri, ér verið hefði á veitingu inn- ílutningsleyfa, þannig að í stað kvótafyrirkomulags yrði verð innflytjendanna látið ráða um innflutningsleyfi. _ Hvað gjaldeyriseyðsluna snerti væri því máli nú þannig komið, að búið væri að festa 17 milj. umfram það, sem til ýæri utan nýbyggingarreikn- ings, og það væri ástæðan fyrir fyrir því, hversu takmarkaðar leyfisveitingarnar hefðu verið það, sem af er þessu ári. Þá yrði og að háfa það hugfast, að við notuðum stórar upphæðir af er- lendum gjaldeyri algerlega fyr ir utan venjulega verslun og hefði sú upphæð numið^milli 70 og 80 milj. kr. á árinu 1946. Nú væri búið að takmarka ýmsa slíka notkun eftir fyrir- mælum ríkisstjórnarinnar til þess að spara gjaldeyrisnotk- unina. Ó\issar framtíðarhorfur. Framt-íðarhorfurnar kvað ráð herrarin í mesta máta óvissa eins og sakir stæðu. Gjaldeyr- issjóður væri ekki lengur til og yrði því innflutningurinn að vera í hlutfalli við útflutning- inn Ljósi punkturinn væri þó aukning framleiðslutækjanna, en þar í móti kæmi það nei- kvæða, að verð það, er vjer þörfnumst er langtum hærra en verð keppinauta vorra. Það væri okkur hinsvegar huggun, að hinar nýju vörur okkar eins og t. d. hraðfrysti fiskurinn líkaði mjög vel, og að þjóðarbúskapur okkar getur flotið áfram á hinu háa verði lýsisins. í fyrra hefðu fengist £ 62 fyrir tonnið, en nú væri samið um sölu fyrir £ 95, og Rússar mundu sennilega greiða liðlega £ 100, en þá heldur minna fyr- ir fiskinn en Bretar. Kauptilboð hefðu og borist fyrir tvöfaldri upphæðinni frá því í fyrra, en þá án þess að kaupa fisk. Til þess að koma út hinum illselj- anlegu vörum okkar þá hefði orðið að nota lýsið. Að lokum sagði ráðherrann, að það væri vitað, að innflutn- ingsþörfin færi vaxandi. — Hin aukna framleiðsla kallar á aukinn innflutning og það sama gerði kaupgeta þjóðarinnSr, sem væri vöruhungruð. En með því að útflutningur- inn greiddi ekki andvirði hinn- ar innfluttu vöru, þá yrðu brýn ustu þarfirnar að setja í fyrir- rúmi, en aðrar vörur að flytjast inn eftir því, sem getan leyfir á hverjum tíma. I sambandi við erindi þetta kom fram sú fyrirspurn hvað ríkisstjórnin hygðist fyrir til að greiða úr því öngþveiti, er ríkti, hvað snerti greiðslur á öllum þeim innheimtum, sem liggja í bönkunum og innflutn- ingsleyfi eru til fyrir. Þessari spurningu svaraði viðskiftamálaráðherra á þá lund, að hann ætti von á því að þetta lagaðist, þar sem búið væri að ganga frá samningun- um við Breta. Purjöfnun útsvara á ísafirði ísafirði, þriðjudag. ■ NÝLOKIÐ er niðurjöfnun út- svara í Isafjarðarkaupstað. Alls var jafnað niður um 2 millj. krória á 954 gjaldendur. Þessir gjaldendur bera hæst útsvör: Kaupfjelag ísfirðinga kr. 63,300, Marsellíus Bernharðs son h.f. 61,000, Jóhann J. Ey- firðingur 34,000, íshúsfjelag ísfirðinga 25,700, Ágúst Leós- son 25,000 Tryggvi Jóakimsson 24,800, Smjörlíkisgerð ísafjarð- ar 21,300, Bökunarfjelag ísfirð- inga 20,300, tlans Svane. 17,400, Ragnar Bárðarson 17,300, Mars ellíus Bernharðsson 15,500, Helgi Guðmundsson, 16,500, Norðurtanginn h.f. 16,700, Leó Eyjólfsson dánarbú 15,900, Arne Sörensen 14,000, Baldur Jónsson 13,000, Vjelsmiðjan Þór h.f. 13,000, Guðmundur Pjetursson 12,300, Verslunin Björkiri 11,800, Pjetur Njarðí?ik 11,600, Jón O. Bárðarson 11,100, og Jónas Tómasson 10,900. MBJ.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.