Morgunblaðið - 05.06.1947, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 05.06.1947, Qupperneq 16
VEÐURÚTUTIÐ: Faxaflói: SA-gola eða kaldi. Úrkomu- laust að mestu. VERSLUNARPÖLITÍK Þjóðviljans kemur algerlega í ljós í blaðinu í gær. Með stærstu leturtegund blaðsins er það tilkynnt lesend- uhum, að Landsbánkinn kippi að sjer hendinni með gjaldeyr- isleyfi. Er það talin hin mesta ósvinna. Síðar í blaðinu er það til- kv'nnt, með nærri því eins stóru letri, að gjaldeyrishalli á utanríkisversluninni hafi í apríl verið að jafnaði um það bil 1 milljón hvern virkan dag, eða samtals 25,9 milljónir yfir mán- uðinn. Ekki dettur Þjóðviljanum í hug, að þetta geti vaidið nokk- urri tregðu á veitir.gu gjaldeyr- isleyfa. Allra síst ef kommúnistar gætu gert þjóðinni þann greiða að stöðva vinnu, og alla fram- leiðslu í landinu, svo ekkert fengist af útflutningi upp í það sem inn er flutt. Það er ekki nema vön að kommúnistar sem svona láta, státi af áhuga sínum á nýsköp- un atvinnuveganna. Hverasvæðið í Hveragerði færisf úf ALLT frá því að jarðskjálft- arnir miklu stóðu yfir í Hvera- gerði á dögunum hafa hvera- svæðin smám sáman verið að færast út. Af þessum orsökum hafa orðið allverulegar skemmd ir á gróðurhúsum, einkum þó í Hverahvammi, en þau hús eru eign Gunnars Björnssonar, Álfafelli. íbúðúrhúsin í Hverahvammi og Hverhamri eru nú að heita má orðin óhæf vegna hita. — Fólkið þar er þó ekki enn flutt burt, enda er því talið hættu- laust að vera þar enn um hríð. í sprungunni milli Bláhvers og Svaða hafa myndast nýir hver- ir og gamlir vaxið, einkum þó austan megin við Varmá, en það er þó ekki svo bagalegt; vegna þess að íbúðarhús eru engin á því svæði. • Allmikils öskufalls hefur orð- ið vart í Hveragerði, einkum í gærkvöldi og í nótt. Rigningar- suddi hefur verið í dag, og mun það hafa dregið nokkuð úr öskufalli. wwin i viðgerð erlendis STRANDFERÐASKIPIÐ Súðin fór á þriðjudagskvöid á- leíðis til Englands, en þar á skipið að fara í ,,klössun“. — í leiðinni fór skipið til hafna á Austfjörðum, með vörur og far- þega. Annað af strandferðaskipum ríkisins, sem verið er að byggja í Greenock í Skotlandi, var sjó- sett fyrir nokkrum döguri; 123. tbl. — Fimmtudagur 5. júní 1947 FLOTTAMENN EVROPU. Sjá grein á bls. 9. Gyðinganefnd hjá Sameinuðu þjéðunum GYÐINGARÁÐIÐ í Palesíínu sendi nefnd til Lake Success, til að vera viðstadda umræð- urnar um Palestínu á aukaþingi Sameinuðu þjóðanna. Á myndinni sjást, talið frá vinstri: Or. Mc Kahany forstöðumaður Gyðingaskrifstofunn ar í Genf, Lionel Gelber, Ilarry Torczyner, Do- rothy Adclson, Eliahu Epstein og I. L. Kenen. \É Fram gegn Q.P.R. NÆSTI leikur „Queens Park Rangers“ hjer verður við Islandsmeistarana Fram annaS kvöld. Verður lið Fram skipað sem hjer segir : Marlcmaður Adam Jóhanns- son, hægri bakvörður Karl Guð mundsson, vinstri bakvörður Haukur Bjaraason, hægri fram vörður Sæmundur Gíslason, miðframvörður Valtýr Guð- mundsson, vinstri framvörður Kristján Ölafsson, hægri út- ! herji Þórhallur Einarsson, j hægri innherji Hermann Guð - mundsson, miðframherji Magn ús Ágústsson, vinstri innherjí Ríkard Jónson og vinstri út- herji Gísli Benjamínsson. Varamenn verða: Magnús Kristjánsson, Haukur Antons- son, Karl Bergmann, Öskar Sig urbergsson og Sván Friðgeirs- son. Sjálfstæðisverkameim efna til fandar i Sjálfstæðisbúsina í kvöld SJÁLFSTÆÐISVERKAMENN boða til fundar í Sjálf- ♦ stæðishúsinu í kvöld þar sem rætt verður um verkfalls- ákvörðun trúnaðarmannaráðs Dagsbrúnar. Allir Sjálfstæðjsmenn og aðrir, sem andvígir eru verk- fallsáformum kommúnista, eru velkomnir á þennan fund. 30 danskir vísindamenn ieiðtilGrænlands í Reykjavík í GÆRMORGUN kom hing- að danskt herskip, sem er á leið til Grænlands með flokk danskra vísindamanna, sem eru að fara til vesturstrandar Grænlands. I flokk þessum eru jarðfræðingar, veðurfræðingar og fleiri sjerfræðingar dönsku stjórnarinnar. Herskipið, sem kom hjer viö til 'að taka eldsneyti heitir „Niis Ebbesen" og er eitt af þeim skipum, sem Danir keyptu af Bretum. Það fór hjeðan aft- ur í gærkveldi. Brelar fá rússnesha elíu London í gær TILKYNNT hefir verið hjer í London, að Rússar muni inn- an skamms byrja á ný að selja Bretum olíu. Er gert ráð fyrir, að til Bretlands komi um 50 þús. tonn af olíu á þessu ári. —Reuter. ’ Sjálfstæðisverkamenn hvetja til baráttu gegn þeim ásetningi kommúnista að stofna atvinnu- lííi landsmanna í voða með pólitísku verkfallsbrölti, sem af hálfu kommúnista er eingöngu stefnt gegn ríkisstjórninni, — til.þess að torvelda stjórnar- frgmkvæmdir með því að spilla vinnufriði í landinu. í byrjun þessarar herferðar kommúnista voru þeir berorðir um þennan ásetníng og- Einar Olgeirsson lýsti því beinlínis yf ir, að uppsögn kaupsamninga og verkföll stjettasamtakanna skyldu vera svar launastjett- anna gegn löggjöf og stefnu stjórnarinnar. Nú eru kommúnistar orðnir deigari og vilja hyija áform sín bak við yfirskinsástæður. Þannig hefir æskulýðsdeild kommúnistaflokksins nýlega sent út rTeyðarkall til fjelaga sinna í brjefi, þar sem þeir eru grátbeðnir um að skýra endi- lega fyrir fólki að barátta kom- múnista „sje eingöngu hags- munabarátta fyrir verkamenn, en ekki pólitísk barátta"!! Þeir, sem byrja á undanhaldi áður en til orrustunnar dregur eru æði líklegir tii að tapa. Sjáifstæðisverkamenn sam- einast á fundinúm í kvöld gegn skemmdarstarfsemi kommún- ista. Fluttar verða stuttar ræð- ur og ávörp. Almenningjur mun áreiðanlega hafa fulla samúð með þeirri baráttu gegn komm- únistum, sem Sjálfstæðisverka- menn nú beita sjer fyrir. HöfSingleg gjöf III Neskfrkju Nýiega hafa hjón í Nessókn gef ið kr. 5000,00 til Neskirkju. Þar af kr. 4000,00 til minning- ar um fjögur látin börn þeirra og kr. 1000,00 til minningar um prófastshjónin Jón Jónsson og Margrjeti Sigurðardóttur, Stað aðfelli í Lóni. Fyrir þessa höfð inglegu gjöf færi jeg þeim hjón um fyrir hönd safnaðarins kærar þakkir.'— Jón Thorar- ensen. Varðskipsmaðurinn kominn frá Englandi HJÖRTUR BJARNASON, háseti á varðbátnum, sem tók enska togarann í landhelgi við Dyrhólaey fyrir nokkru, en sem sfrauk til Englands og tók varðskipsmanninn með sjer, er kominn aftur til íslands. Kom Hjörtur með skipinu „Björnefjeld“ frá Englandi. —• Hirti var sýnd full kurteisi um borð í togaranum og er til Aber deen kom bjó hann hjá togara- skipstjóranum. Ekki hefur togarinn nje skipstjóri hans komið til iands- ins aftur svo vitað sje og er ekkert um það hægt að segja hvort ensk yfirvöld framselja skipstjórann til þess að hana geti staðið fyrir máli sínu fyrir íslenskum dómstóli. , Öskufall úr Heklu fellur í Reykjavík í fyrsta sinn ASKA úr Heklu hefir fallið hjer í bænum og nágrenn- inu í gær og í fyrrakvöld og er það í fyrsta sinni síðan Hekla tók að gjósa að þessu sinni, að vitað er með vissu að aska hefir fallið hjer í bænum. Dr. Sigurður Þórarinsson®’-------------------------------- jarðfræðingur vann, að því í gær að safna öskusýnishornum hjer í bænum og verða þau rann sökuð í Atvinnudeild háskólans í dag. Sest á bíla, og augu manna. Menn urðu einna fyrst varir við öskufall hjer í bsenum á því, að það settist á. bíla og klestist á bílrúður. Maður sem var á leið milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar í fyrrakvöld í bíl varð að fara nokkrum sinn- um út til að þurka af framrúðu bílsins, þgr senyþurkur bílsins unnu ekki á öskunni. í fyrra- kvöld vai'ð fólk á íþróttavell- inum vart við að svart ryk sett- ist á yfirhafniir þess og var það Heklu aska. Fje í nágrenni Reykjavíkur ber þess greinileg merki, að öskufall hefir verið talsvert. Þá verða menn varir við ösku fall á þann hátt að það sest í augu manna, og svíður undan því. Mikið gos í Heklu. Allmikið gog hefir verið í Heklu undanfarna tvo daga eft- ir því, sem menn er koma að austan herma. Hefir öskufall orðð talsvert í Olfusi undanfarna tvo daga, í Grímsnesi og víðar vestur af Heklu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.