Morgunblaðið - 11.06.1947, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.06.1947, Blaðsíða 1
16 síður 34. árgangnr 128. tbl. — Miðvikudagur 11. júní 1947 ísafoldarprentsmiðja h.f. Ramadier telur ástandið 9 mjög alvarlegt aliiS ógnar öEiit hagkerfi Fra' ’ París í gærkvöldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. FRANSKI forsætisráðherrann Ramadier skýrði frá því í dag í þinginu, að verkfall jámbrautarstarfsmanna væri nú komið á það stig, að hagkerfi Frakklands væri alvarleg hætta búin. Lýsti hann því jafnframt yfir, að stjórnin mundi ekki láta neinn bilbug á sjer finna, þrátt fyrir verkfallshót- anir opinberra starfsmanna. KOLAV ANDRÆÐI EINKUM BAGALEG. Ráðherrann neitaði því, að þjer væri verið að reyna, hvort sterkara væri ríkisvaldið eða verklýðssamtökin. Hann sagði: ,,Jeg skírskota til skilnings verkamannanna á þessari hættu legu stundu“. Hann taldi kola- vandræðin vera orðin mjög al- varleg í ýmsum verksmiðjum og skýrði frá því a hann hefði átt viðræður við forustumenn! frönsku verklýðssamtakanna. 'þeir hafi ekki viljað taka á sig ábyrgðina á afleiðingum verk- fallsins, en hann hafi þá sagt þeim, að enginn gæti verið hlut laus áhorfandi að því, sem væri 'að gerast. VERKFALLSMENN RÆÐA VIÐ FRAKKLANDS- FORSE.TA. Verkfall járnbrautarverka- rnanna er nú algert, nema að því, er snertir" þá, er matvæli flytja, og það breiöist út til starfsmanna við gas- og rrif- magnsstöðvar. Ramadier bauð seinni hluta dags í gær forustu- mönum CGT, þeim Leon Johaux og Bendit Frachon til fundar við sig til að ræða um hin pólit- isku vandamál, er skapast hafa vegna verkfallsins. Samhand járnbrautarverkamanna hefur á hinn bóginn lýst því yfir, að það hafi farið þess á leit við forseta Erakklands Vincent Auriol, að hann ætti viðræður við foringja ■ sambandsins og hafa gefið í skyn, að þær við- ræður kynnu að leiða til sam- komulags, þannig að vinna gæti hafist innan nokkurra klukku- stunda. Ætiuðu að kngja broltnumdu Kviknar í sænsku skipi SKIPSMENN af bandaríska skipinu „Mathew J. O’Brien" eru nú komnir um borð í 2000 tonna sænskt skip, sem yfir- gefið hafði verið, eftir að eld- ur kom upp í því. Skip þetta, sem heitir „Lena Brodin“, er undan Burmuda. „Mathew J. O’Brien" er nú á leið með hið brennandi skip til Bermuda, en breskt flotaskip er farið fil aðstoðar. Jerusalem í gærkvöldi. I KVÖLD var skýrt frá því hjer í Jerúsalem, að ofbeldis- menn þeir, sem rændu bresku lögregiumönnunum tveimur í gær í sundlaug í Tel Aviv, hefðu tilkynt þeim, að þeir múndu verða hengdir, ef nokk- ur þeirra firnm Gyðinga, sem sakaðir eru um þátttöku í á- rásinni á Acre fangel^ið á dög- unum, yrði tekinn af lífi. Svo kann að fara, að ofan- greindir fimm menn verði líf- látnir af Bretum, en í fangelsis- árásinni komst f jöldi fanga und an, auk þess sem nokkrir ljetu lífið. Lögreglumennirnir tveir sluppu frá ofbeldismönnunum 2Q mínútum eftir að breskir hermenn höfðu umkring Gyð- ingahverfi í námunda við Tel Aviv. Seinna fanst hengingar- ól í húsi því, sem mennirnir voru hafðir í haldi. námi Þýskalands Kaupmannahöfn. í FYRSTU vímunni eftir frelsun Danmerkur lofuðu Dan ir að senda 11,000 menn til að taka þátt í hernámi Þýskalands. Síðar, þegar tími vanst til að athuga málið nánar, rjenaði nokkuð áhuginn á málinu. Það var því fyrst í vikunni sem leið, að fyrstu hermennirnir voru sendir, en þeir voru aðeins 4000. í „Gallup" atkvæðagreiðslu, sem hjer fór nýlega fram, kom í ljós, að 56% þjóðarinnar er mótfallin allri þátttöku í her- námi Þýskalands. Þessi and- staða er talin byggjast á því að- allega, að Bretar neituðu að lána nauðsynlegan útbúnað til hernámsins, en heimtuðu í þess stað 3,500,000 pund fyrir tæki þau, sem þeir töldu sig mega missa. — Kemsley. Bretar vilja kaupa fisk til Þýskalands Sigraður íingi <■ eok'i • KANJI ISIIIHARA, japansk- ur hershöfðingi, var yfirmað- ur hers Japana ,í Kvaníung. — Har.n hefur veiið dreginn fyr- ir stríðsglæparjeííihn í Tokíó, en má fara ferða sinna í tak- mörkuðu hverfi í borginn. Á myndinni sjest hann í einskon ir rúllustói. VJ fyrir rúm 11 þés. pund HINN NÝI togari Akureyrar- bæjar, Kaldbakur, seldi afla sinn í fyrsta sinn í Bretlandi í gær. Seldi hann íyrir 11,309 pund, sem er mun betri sala en íslensku togararnir hafa gert núna að undanförnu. Kaldbakur seldi í Grimsby. Hafa snúið sjer til íslands um það efni LONDON í gærkvöldi. Einkaskeyti til Morgunbl. frá Reuter. VERA MÁ, að bresku hernámsyfirvöldin i Þýskalandi neyðist til að stækka þýska fiskiflotann, ef orðsendingar þær, sem sendar hafa verið ríkisstjórnum Noregs, Dan- merkur, Svíþjóðar, Islands, Belgíu og Hollands, bera engan árangur. I orðsendingunum, sem afhentar voru ríkisstjórn- um ofangreindra sex landa síðastliðinn mánuð, er spurst fyrir um það, hvort þau geti sent með lánskjörum til Þýska- lands þann fisk, sem þau megi sjálf án vera. nyjum kosningum í Ungverj landi Budapest í gærkvöldi. ÞESS er nú almennt vænst, að nýjar kosningar verði látn- ar fara fram í Ungverjalandi í j haust, er kornmúnistar og sós- íalistar telja sig örugga um sig- ur. Þegar hefur verið ákveðið, að þeir menn, sem fangelsaðir L'iía verið vegna „pólitískra afbrota* verði sviptir kosningarjetti. Þá er og kveðið.svo á, að þeir, sem dvalið hafa í sömu húsum og ofangreindir menn, fái ekki að neyta atkvæðisrjettar síns. Hinn nýji forsætisráðherra Ungverjalands mótmælti því á þingi í dag, að stjórn hans hefði komist til valda á ólýðræðis- legan hátt. Sagði hann að frið- ur ríkti nú í landinu, en stjórnin virti rjett borgaranna. Hann gat þess að lokum, að Ungverj- ar vildu vináttu Breta og Banda ríkjamanna, en þó mest Rússa. ^EKKERT SVAR. Breska stjórnin hefur nú nokkrar áhyggjur af því, að ekkert svar hefur ennþá borist við orðsendingunum. Þegar hef- ur þó þótt ljóst, að hollenska stjórnin að minsta kosti dr ólík- leg til að verða við tilmælum Breta. Hefur hollenska útvarp- ið þegar látið þá skoðun í ljós, að Hollendingar hafi ofrað nógu miklu í styrjöldinni. ÁHYGGJUR VEGNA AUKN- INGAR FISKIFLOTANS. Opinberir embættismenn í Bretlandi gera sjer hins vegar ljóst, að sumum af löndum þeim sem orðsendingar voru send- ar til, mundi als ekki falla það í geð, ef Bretar gripu til þeirra ráða, að auka fiskiflota Þjóðverja. Er á það bent, að Noregur hefur þegar látið í ljós nokkrar áh.yggjur út af aðgerð- um þýskra fiskimanna. fiia Títo vil! kljúfa Make- doníu frá Grikklandi Aþenu í gær. GRÍSKA herforingjaráðið lítur nú svo á, að Tito mar- skálkur, stefni að því að koma á fót sjerstöku ríki í grísku Makedoniu, og hafa borgina Florina sem höfuðborg. Margir grískir embættismenn fallast á þessa skoðun herforingja- ráðsins. . SKÆRULIÐAÁRÁS. Alment er litið svo á, að árás sú, sem 1500 skæruliðar fyrir skömmu gerðu á Florina, hafi verið hluti af vandlega undir- búinni tilraun til að ná yfirráð- um yfir stórum hluta af Norð- ur-Grikklandi, sem síðan hafi átt að lýsa ,,frjálst“ landsvæði. Tilraun skæruliðanna mis- tókst með ölíu og talið er mjög ólíklegt, að hún verði endurtek- in. Herstyrkur grísku stjórnar- innar í Norður-Grikklandi er nú töluverður, og búist er við að }aukin hergögn berist innan skamms. (Kemsley). sjúkdóma Washington í gær. EINN íslenskur fulltrúi mun mæta á ráðstefnu, sem haldin verður í New York dagana 14. til 17. júlí, og á að fjalla um barnasjúkdóma. Sextíu og tveimur löndum hefur verið boðið að senda full- trúa á ráðstefnu þessa, en til- gangur hennar er meðal annars sá, að skiptast á upplýsingum um nýungar við meöferð ýmis- konar barnasjúkdóma. Kjötskömtun lekin upp í Danmörku Kaupmannahöfn. DANSKA stjórnin hefur nú ákveðið að hefja skömtun á kjöti frá 1. júlí. Skamturinn verður 8 lóð af nautakjöti eða kálfakjöti á viku, og að auki 10 lóð af fiski. Lambakjöt, kindakjöt og ali- fuglakjöt verður ekki skamtað. Kemsley.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.