Morgunblaðið - 11.06.1947, Qupperneq 2
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 10. júní 1947
íslendingar meta vináttu Norðmanna
SJALDAN HEFIR þjóð búist
til að veita annari vinsamle'gri
eða virðulegri heimsókn en
Norðmenn.hyggjast gera Islend
ingum á þessu sumri.
Þar verður í fararbroddi*
sjálfur ríkiserfingi Noregs, Ol-
afur prins, sá maður, sem þjóð
hans hefur í einna mestum
hávegum. í fylgd með honum
verður forsætisráðherra Nor-
egs, landvarnarráðherra og
fjöldi annars stórmennis, ‘sem
fremst er í ýmsum greinum
menningar og atvinnu landsins.
Norðmenn vilja heimsækja
alfrjálsa vini.
Tilefni fararinnar er það, að
Norðmenn ætla að afhenda Is-
lendingum að gjöf styttu er
fremsti myndhöggvari Norð-
jnanna, Wigeland, hefur gert
af-fiafnkunnasta Islendingi, er
lifað hefur, Snorra Sturlusyni.
En Snorri hefur með ritum sín-
um haft meiri þý.ðingu fyrir
endurreisn og þjóðerni Norð-
manna en flestir aðrir, jafnvel
úr þeirra eigin hópi. — Nafn
Snorra Sturlusonar tengir því
saman Norðmenn gg íslendinga
fremur flestu öðru.
Það er þess yegna eðlilegt,
áð afhending styttu Snorra
Sturlusonar sje notuð sem til-
efni hinnar frábæru heimsókn-
ar Nox'ðmanna hingað til lands.
En ástæðan fyiár því, hversu
heimsókn þessi á að vérða með
miklum brag glæsimensku og
virðuleika, er dýpri Með heim-
sókninni vilja Norðmenn votta
Isíendingum vináttu sína sem
alfrjálsri þjóð. íslendingar
skilja og heimsóknina umfrám
állt á þenna veg og fögnuður
þeirra byggist einmitt á vitund
inni um þá vinsemd, sem á bak
við býr.
A ófriðarárunum urðu forn
ættartengsl og ný kynni til
þess, að Islendingar fundu
meira til með Norðmönnum en
nokkurri annari þjóð. Samúð
Islendinga með Norðmönnum
þá var svo almenn, að ekki
leyndi sjer, að þeir litu á þá
sem bræður og vini.
Náin hagsmunatengsl.
En það er ekki aðeins forn
frændsemi og ný vinátta, sem
tengir þessar þjóðir saman'. —
Efnahagur þeirra beggja og at-
vinnumöguleikar eru mjög sam
tvinnaðir. Fiskveiðarnar eru
vérulegur þáttur í afkomu Nor-
egs, en aðalundirstaðan fyrir
velgengni Islands. Þó að bein
viðskifti á milli landanna sjeu
ekkf ýkja mikil, þá er þó ljóst,
að samstarf þeirra í efnahags-
málum, og þó einkum um fisk-
veiðar, getur haft mikla þýð-
ingu fyrir þær báðar, en ekki
síst Islendinga.
Eins og nú standa sakir eru
vafalaust 'miklir örðugleikar á,
að koma slíku samstarfi á. —
Munurinn á framleiðslukostn-
aði þjóðanna er svo mikill, að
mjög erfitt er að koma sjer sam
an um t. d. sameiginlegt út-
hoðsverð á fiski.
Terðbólgan veldur vandræðum.
= Fyrir okkur íslendinga er
jjað lærdómsríkt, að þegar því
liefur verið hreyft, hvort Norð-
ihettn mundu ekki fáanlegir til
Eitraður áróður komm-
unista mun ekk'i megna
að spilla á milli
119 stúdentar Ijúka
prófum í háskólanum
að hækka verð á fiskafurðum
sínum svo, að samsvaraði ís-
lenska verðinu, þá munu Norð-
menn hafa svarað því til, að
þeir kærðu sig ekki um þetta
vegna þess, að það mundi hafa
í för með sjer verðbólgu í Nor-
egi, sem þeir teldu efnahags-
lífi sínu hættulega.
í bili eru þess vegna áreið-
anlega örðugleikar fj?rir;hendi
um að koma á þeirri samvinnu,
sem báðum þjóðunum er hag-
stæð, þegar til lengdar lætur.
— Dýrtíðarvandamálið hjer á
landi virðjst vera erfitt að leysa
og töluvert skorta ejm á skiln-
ing manna á þeim hættum, sem
í því eru fólgnar fyrir hvern
og einn. En sú stund kemur,
að það leysist þannig, að ís-
lenska þjóðin verður um aðal-
útflutningsvöru sína samkeppn
isfær við aðra.
Þá er um að gera, að þannig
hafi verið búið í haginn, að
æskileg samvinna geti tekist við
þá -þjóð, sem við eigum meira
undir samvinnu við um þessi
efni en nokkra aðra, og um
leið er okkar nánasta frænd-
og vinaþjóð, sem sje Norðmenn.
Vanda varð val sendiherrans.
Að svo vöxnu máli er það
ekki vonum fyrr, að íslenska
stjórnin hefur nú ákveðið það,
Sem lengi hafði verið ráðgert,
að setja upp sjersíakt íslenskt
sendiráð í Osló. Auðvitað Varð
að vanda sjerstaklega til vals
á þeim sendiherra, sem fyrstur
átti að taka setu í Noregi. Ekki
síst, þar sem val hans bar að
um þær mundir, sem Norðmenn
bjuggust með heimsókn sinni
að sýna okkur einhverja þá
mestu vinsemd, sem þjóð getur
sýnt annari.
Öll þessi sjónarmið hafa að
sjálfsögðu verið höfð í huga,
þegar Gísli Sveinsson var kjör-
inn fyrsti sendiherra íslands,
með búsetu í Oslo. íslendinga
skortir enn nægilega stóran
hóp æfðra manna til að sinna
til hlýtar utanríkisþjónustu
sinni. — Til þeirra starfa
hafa nú þegar valist all-
margir álitlegir menn. En flestir
þeirra eru yngri en svo, að þeir
verði á þessu stigi gerðir sendi-
herrar, þó að að því komi þeg-
ar tímar líða og þörf er fyrir
hendi. Þess vegna er eðlilegt, að
til slíkrar sendifarar sem til
Noregs, sje tekinn maður marg-
reyndur að ágætu starfi í opin-
beru lífi þjóðarinnar.
Skipaði heiðurssess 1944.
Gísli Sveinsson hefur lengst
af starfstíma síns setið í sýslu-
mannsembætti og ætið gegnt
því forustustar’fi hjeraðs síns
óaðfinnanlega og svo að mjög
hefur verið rómað. Hann er for
maður í stjettarfjelagi starfs-
bræðra sinna. Hann hefur haft
góð og heillarík skifti ®af
stjórnmálum landsins og um
langa hríð setið á Alþing’i.
Þegar mikils þótti við þurfa
um virðulega framkomu, er
endurreisa skyldi lýðveldi á ís-
landi 1944. var Gísli Sveins-
son kjörinn til þess að vera
forseti Sameinaðs Alþingis. —
Kom það þess vegna í hans hlut
að lýsa endurreisn hins íslenska
lýðveldis..
Það er mörgum að þakka, að
sú gleðistund rann upp í lífi
íslensku þjóðarinnar, en af þá-
verandi alþingismönnum, var
enginn maklegri en Gísli Sveins
son til að skipa virðingarsess-
inn á Alþingi 1944. Með vali
Gísla Sveinssonar sem fyrsta
sendiherra íslands til norsku
þjóðarinnar einnar, er þess-
vegna sýnt, að íslendingar hafa
viljað vanda til fulltrúans og
með honum votta Norðmönnum
sjerstaka virðingu sína. Norska !
stjórnin hefur og þegar sam- J
þykt valið á Gísla Sveinssyni
og íslendingar hafa almennt
látið uppi ánægju sína með það,
þeir, sem það láta sig nokkru
máli skifta.
Rógberinn lætur til sín heyra.
Eitt hljóð hefur þó komið úr
horni. Þjóðviljinn hefur notað
þetta tækifæri til þess að sví-
virða Bjarna Benediktsson ut-
ahríkisráðherra og bera Gísla
Sveinsson nasistabrigslum.
• Stjórnm.afskifti Gísla Sveins
sonar eru um of kunn til að
þessar álygar þurfi að ræða.
Þjóðviljinn prentaði einmitt
sjálfur upp sönnunina fyrir því,
að áburður hans er ’gersamlega
tilhæfulaus.
Gísli hafði fyrir 14 árum
skrifað grein, þar sem hann
mælti á móti stofnun þjóðern-
isflokks hjer á landi og sýndi
með glöggum rökum fram á,
að þeir, sem sýna vildu sanna
þjóðrækni, og vildu á grund-
velþ laga og rjettar láta hana
vera leiðarstjörnu í stjórnmál-
um, ættu að auðvitað að starfa
innan vjebanda Sjálfstæðis-
flokksins.
Það er þessi leiðarstjarna, að
meta gildi frelsis og manndóms
þjóðarinnar, sem hefur orðið
Norðmönnum einna heillarík-
ust. Og engir munu betur en
Norðmenn kunna að meta þann,
sem þessari leiðarstjörnu hefur
fylgt alla sína æfi, svo mjög
sem þeir sýndu þjóðrækni sína
'f eldraun ófriðarins.
Vinátta, sem ekki verður spilt.
Asakanir kommúnista eru
þess vegna svo gersamlega til-
efnislausar og svo auðvelt að
hrekja þær, að hin kommún-
istiska þrenning: illviljinn,
rógshneigðin og kvikindishátt
urinn stendur öll berstrípuð eft
ir. Auðvitað væri Islendingum
ekkert hættulegra en ef þeir
sendu gamlan nasista út til Nor
egs. Einmitt af því, að kommún
Framh. á bls. 6 1
PRÓFUM í •Háskókr Islands
er nú að mestu lokið.
. Þessir stúdentar hafa lokið
prófum:
1 GUÐFBÆÐI:
Andrjes Ólafsson II. eink.
betri 190 stig. Kristján Bjarna-
son I. eink. 127% stig.
EMBÆTTISPRÓF
í LÆKNISFRÆÐI:
Björn Jónsson I. eink. 176 %
stig. Björn Þorbjarnarson I.
184%. Erlendur Konráðsson I.
161%. Grímur Jónsson II. betri
141%. Henrik Linnet I. 160%.
Jón Gunnlaugsson I. 157. Ric-
hard Thors I. 179%. Þóroddur
Jónasson I. 187%.
EMBÆTTISPRÓF
1 LÖGFRÆÐl:
Ari Kristinsson I. eink. 197%
stig. Axel Ólafsson II. betri
146%. Brynjólfuf Ingólfsson I.
180. Eggert Kristjánssön I.
224%. Einar Ágústsson I. 214%
Friðjón Þórðarson I. 221%.
Guðjón Hólm Sigvaldason I.
182. Guðm. Vignir Jósefsson I.
217. Guðm. Pjetursson II. betri
149. Guðm. Ingvi Sigurðsson I.
210%. Haukur Hvannberg I.
212%. Lárus Pjeturss. I. 188%.
Magnús Árnason I. 204%. Val-
garður Kristjánsson, II. betri
161%. Vilhjálmur Jónsson I.
196. Önundur Ásgeirsson II.
betri 176%.
KANDIDA TSPRÖF
í BYGGINGARVERKFRÆÐI:
Á ófriðarárunum var tekin
upp kensla í verkfræði við Há-
skóla íslands, þar sem venju-
legar námsleiðir íslenskra verk-
fræðistúdenta Voru þá að mestu
lokaðar. Var í upphafi aðeins
gert ráð fyrir, að kent yrði til
fyrra hluta prófs í verkfræði,
en vorið 1943 var ákveðið að
taka upp kennslu til fullnaðar-
prófs í byggingarverkfræði fyr-
ir þá stúdenta, sem þegar höfðu
lokið fyrra hluta prófi. Hafa 6
kandidatar gengið undir fulln-
aðarprófið, luku þeir því að
mestu leyti í fyrra vor, en skil-
uðu úrlausnum í sjergrein s.l.
haust. Er nú fyrir skömmu lok-
ið við að dæma um úrlausnir
þessar. — Nú hefur kensla til
fullnaðarprófs verið lögð niður,
og mun aðeins einn stúdent til
viðbótar ljúka því prófi að
sinni.
Hinir nýju verkfræðikandidat
ar eru þessir:
Ásgeir Markússon I. eink. 6,63.
Guðm. Þorsteinss. I. eink. 7,13.
Helgi H. Árnason I. eink. 7.26.
Ingi Magnússon I. eink. 6,43.
Ólafur Pálsson I. eink. 6.19.
Snæbjörn Jónasson I. eink. 7.26.
Fyrjra hluta prófi í verkfræði
hafa þessir stúdentar lokið:'
Eggert Steinsen II. eink. 5,36.
Jóhann Indriðason I. eink. 7,22.
Sig. Magnússon II. eink. 5,36.
Sigurður Þormar I. eink. 6,16.
Skúli Guðmundss. I. eink. 6,07.
Theódór Árnason II. eink. 5,02.
PRÓF í HEIMSPEKI:
I. ÁGÆTISEINKUNN:
Aðalbjörg Björnsdóttir, Adda
Bára Sigfúsdóttir, Bjarni Stein-
grímsson, Friðrik Sigurbjörns*
son, Guðlaugur Hanness., Guð-
munduJr Þórðarson, Guðrún Þoh
varðardóttir, Gunnar Biering,
Ingeborg Christensen, Ingi R.
Helgason, Ingibjörg Jónsdóttir,
Ingibjörg Sigurlinnadóttir, Ing£
mar Jónasson, Jón Finnsson,
Jónas Gíslason, Kristín Jöns-
dóttir, Magnús Ásmundsson,
Ólafur Halldórsson, Steíanía
Gísadóttir, Tómas Helgason,
Þórunn Bjarnadóttir.
I. EINKUNN
Ágúst Helgason, Anna Ing-
varsdóttir, Ármann Krisíinss.,
Baldur Jónss. stuá. med., Björrt
Bergþórsson, Björn Þórðarson,
Davíð Stefánsson, Einar Itelga-
son, Garðar Ólafsson, Gírli Is-
leifsson, Guðjón S. Sigurosson,
Guðmundur Benediktsson, Guð-
mundur Gíslas'on, Guðmundur
Jónsson, Guðrún Jónsdóttir,
Halldór Arinbjarnar, Haildör
Hansen, Halldór Sigurðsson,
Haraldur Bjarnason, Ingólfur
Aðalsteinsson, ívar Björnsson,
Jóhannes Guðmundsson, Jón ís-
berg, Jónatan Skagan, Katrírx
Arason, Kjartan Jónsson, Krist
björg Jakobsdóttir, Páll Sigurðs
son, Pjetur Sæmundsen, Ragna
Samúelsson, Richard Björgvins-
son, Sigríður Jónsdóttir, Sig-
valdi Þorsteinsson, Soffía Guð-
mundsdóttir, Unnur Áskelsdótt-
ir, Þorbergur Kristjánsso:;, Þór*
unn Clementz.
II. EINKUNN BETRI:
Baldur Jónsson, stud. mag.’,
Björn Sveinbjarnarson, Egill
Björgúlfsson, Einar Einarsson,
Gestur Eysteinsson, Gísli Jóns-
son, Guðni Hannesson, GunnaP
Zoéga, Hörður Adólfsson, Jó-
hannes Gíslason, Jón Hjörleifs-
son, Sigurjón Jóhannesson, Ste-
fán Guðjohnsen, Sveinn Ragn-
arsson, Sveinn Snorrason, Þór-
arinn Þór, Þorsteinn Thoraren-
sen.
II. EINKUNN LAKARI:
Agnar Gústafsson, Benedikt
Sigurðsson, Erik Mogensen, Jórí
Magnússon, Ólafur Jensson,
Sveinn Björnsson.
Leigubílar slöðvasf
vegna bensínskorfs
ÞAÐ MUN láta nærri, að umt
helmingur allra leigubíla í bæn-
um sjeu stöðvaðir sökum oen-
sínskorts. Bensín fæst ekki af-
greitt til bifreiða vegna Dags-
brúnarverkfallsins og eru ben-
sínstöðvarnar lokaðar nemai
hvað þær munu afgreiða ben-
sín á læknabíla.
Fleiri leigubílar munu bætast
við þá, sem þegar eru stöðvaðip
með hverjum deginum sem líð-
ur og búist er við, að flestir eða
allir leigubílar verði stöðvaðir?
þegar kemur undir helgina.
Ferðum hefur verið íælckað
á áætlunarleiðinni milli Reykja;
víkur og Hafnarfjarðar sökumi
bensínskorts. Þá hefur og verið!
dregið nokkuð úr strætisvagna-
ferðum innanbæjar af sömrj
ástæðum.