Morgunblaðið - 11.06.1947, Side 8

Morgunblaðið - 11.06.1947, Side 8
8 MOfiGUNBLAÖIÐ Miðvikudagur 10. júní 1947 tutfritoMfe Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði innanlands. kr. 12,00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók. \Jílverji ákri^ar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Eimskipafjelagið í SKÝRSLU stjórnar Eimskipafjelags íslands um hag fjelagsins og framkvæmdir á síðastliðnu ári getur margvíslegar upplýsingar. Hagnaðurinn á rekstri þess hefir orðið rúmlega 2,5 milj. kr. á árinu og er nokkru hærri en árið 1945. Þrátt fyrir þennan ágóða, sem orðið hefir á rekstri íjelagsins í heild hefir niðurstaðan orðið sú, að það hefir tapað rúmlega 1,7 milj. króna á rekstri sinna eigin skipa. Það tap er að vísu töluvert minna en árið áður, er það var rúmar þrjár miljónir króna. En þessi staðreynd, taprekstur fjelagsins á eigin skip- um, er samt hin uggvænlegasta. Það hlýtur að vera takmark íslendinga að nota sem mest eigin skip til siglinga sinna. Leiga erlendra skipa hefir fyrst og fremst byggst á því að þjóðin hefir ekki átt nægilegan skipastól til þess að annast nauðsynlegar siglingar til og frá landinu. Þessvegna hefir Eimskipa- fjelagið líka ráðist í það að semja um smíði á fjórum nýjum skipum. Eru þessi skip nú í smíðum. En hvernig stendur á hinni óhagstæðu útkomu á rekstri íslensku skipanna? Ástæður hennar kunna að vera ýmsar. En ein er þó þýðingarmest, hinn hái reksturskostnaður íslensku skip- anna og dýrtíðin innanlands. Framhjá þeirri staðreynd verður ekki gengið íslendingum er það metnaðarmál að eignast ný og stærri skip. Þeir vilja eignast skipastól, sem fullnægir þörfum þeirra, gerir þeim mögulegt að flytja sjálfir á eigin skipum allar vörur til og frá landinu. Og í raun og veru eigum við ekki að láta við það sitja. Við höfum að ýmsu leyti góð skilyrði til þess að verða siglinga- þjóð. Islenskir sjómenn eru dugandi farmenn, sem hafa sýnt það að þeir standa engum að baki. ' En íslendingar verða aldrei siglingaþjóð, ef þeir geta ekki siglt eigin skipum án þess að reka þau með tapi. Siglingarnar verða að borga sig, vera ábatasamur at- vinnuvegur, ef þær eiga að geta dafnað í samkeppni við aðrar siglingaþjóðir. En aðalatriðið er þó að þjóðin geti fullnægt sínum eigin þörfum með eigin skipum. Það hefir verið meg- intakmark Eimskipafjelags íslands alt frá stofnun þess. Á því sviði hefir fjelaginu orðið mikið ágengt. Sigling- arnar hafa stöðugt verið að færast meira í hendur landsmanna sjálfra. íslendingar hafa orðið æ minna háð- ir erlendum skipafjelögum. í gegnum tvær heimsstyrj- aldir hefir Eimskipafjelagið borið megin þungan í að- dráttunum til lándsins. Það, hversu vel þetta fjelag hefir rækt hlutverk sitt er þjóðinni mikið fagnaðarefni. Eimskipafjelaginu hefir verið vel stjórnað. Það bera reikningar þess með sjer. Þar hafa haldist í hendur nauðsynleg varfærni og djörfung í framkvæmdum. Eimskipafjelagið er nú, eins og við stofnun þess, óska- barn þjóðarinnar Og það hlýtur að verða það áfram. Það á miklu verki ólokið, þótt mikið hafi á unnist. Það er í þann mund að eignast ný og fullkomin skip,- En það þarf að eignast fleiri slík skip og stærri. íslend- ingar eiga að geta orðið siglingaþjóð. Þjóðin á að geta aflað sjer dýrmætra gjaldeyristekna með siglingum fyrir aðrar þjóðir. En til þess að það geti orðið þarf rekstur skipanna að geta orðið hagkvæmari. Engum hlýtur að vera þetta ljósara en íslenskurn sjó- mönnum. Með bættum mentunarskilyrðum þeirra verða fleiri og fleiri ungir menn færir um að taka að sjer skipstjórn og aðrar yfirmannstöður á skipunum. Þess fleiri ný og fullkomin skip, sem bætast í flotann, þess fleiri þeirra fá tækifæri til þess að hagnýta sjer þekk- mgu sína. Það er þessvegna hagsmunamál sjómanna og þjóðarinnar allrar að íslendingar geti rekið eigin skip með hagnaði. * Biðraðir. ޣРER í RAUNINNI öld- ung.i^ undravert hve fólk er fljótt að komast upp á lagið með hina og þessa nýbreytni í daglegum venjum. Það eru ekki mörg ár síðan, að ekki var til neins að bjóða Reykvíkingum upp á biðröð og ef það var gert þurfti að hafa lögregluþjóna í bak og fyrir til að tryggja það, að röðin væri haldin. Nú er öldin önnur. Það er biðröð við Sjálfstæðishúsið til að kaupa miða á revýuna, það er biðröð í skóverslunum þar sem seldir eru kvenskór. Bið- röð í bíó og biðröð í mjólkur- búðum. Maðurinn getur vanist öllu, það er víst óhætt um það. Spákonu-biðröð. UÝJASTA biðraðaundrið á götum höfuðstaðarins er spá- konu-biðröð. I marga daga var ösin út úr dyrum hjá spákon- unni, sem auglýsti eins og sendiherrarnir er þeir koma heim: „Verð til viðtals á Vest- urgötunni". Rafskinnubiðröð. „HEFURÐU KOMIST AГ, sagði Gunnar Bachmann við mig í gær er jeg hitti hann á Austurstræti. „Ætli það sje ekki rjett hjá þjer, að maður komist einhverntíma að, eins og hú segir í auglýsingunum", svaraði jeg. Og svo fór jeg að skoða Rafskinnu. Það hefðu víst allir svarið fyrir, þegar Bachmann byrjaði á að sýna Rafskinnu, að þetta myndi ganga lengi. En það er svo undarlegt, að Gunnar kemur altaf með eitthvað nýtt á hveriu ári og oftast tvisvar á ári og hænir fólkið og auglýs- endur að Rafskinnu. Og þetta verður vafalaust ekki síðasta útgáfan hjá honum. Kvartað yfir þjóð- vegunum. ÞEIR, sem ferðast hafa um' þjóðvegi landsins í vor og í sumar kvarta sáran yfir því hve slæmir þeir sjeu víða og! hafi komið illa undan vetrin- j um. Það sje sama og ekkert farið að gera að þeim ennþá og j sumstaðar, eins og t. d. í Hval- j firði sjeu þjóðvegirnir svo að segja ófærir ennþá. Það hlýtur að vera gild ástæða fyrir því, að vegabætur byrja seinna í ár en venjulega og verður við- haldi vega þá væntanlega hraðað þess meira sem síðar er byriað á því. Bifreiðaeigendur sem greiða skatta og skyldur ætlast til þess að vegunum sje haldið eins vel við og frekast er unt. • Vel þegið. ÞÁÐ ER alveg ótrúlegt hve ■ áhugi almennings fyrir æðri j tónlist er mikill hjer í bænum. Það er vafamál hvort nokkur annar bær í heimi á stærð við Reykjavík gæti sýnt annan eins tónlistaráhuga og hjer er. Beet hovenhátíð Tónlistarfjelagsins er menningarviðburður, ein- stakur í sinni röð. En hjer í dálkunum hefir áður verið að því vikið og skal ekki rætt frek j ar að sinni. En það er eitt, í j sambandi við þessa tónlistar- hátíð, sem áheyrendur eru þakk látir fyrir og það eru skýring- ar dr. Páls ísólfssonar á kvart- ettum Beethovens á undan hverju verki, sem Busch- kvartettinn leikur. Páll mun nú halda þessum skýringum sínum áfram á öll- J um tónleikunum, samkvæmt eindregnum tilmælum áheyr- enda. Þökk sje honum fyr.ir| það. Gjafmildi íslendinga. NÚ ER BÚIÐ að reikna út hvað Islendingar hafa gefið til bágstaddra erlendis síðan styrj öldin braust út. Það er hvorki meira nje minna, en 23 miljón- ir og 600 þúsund krónur. Það er gleðilegt að sjá hve íslendingar eru gjafmildir, að þeir skuli hafa látið af hendi rakna sem svarar 183 krónum á hvert einasta mannsbarn á landinu. Geri aðrir betur. Það er ábyggilegt að hlutfallslega hefir engin þjóð gefið eins mik ið til hjálpar starfsemi erlend- is sem íslendingar, nema ef vera skyldu Bandaríkjamenn, en því miður hefi jeg ekki í höndunum tölur um það. • Það hlýtur að vera gott land. Á DÖGUNUM hitti jeg Ósk- ar Fglldórsson útgerðarmann. Hann er seigur, eins og allir vita og ekki hræddur við að ráðast í eitthvað stórt, ef hann heldur að það sjeu framfarir í því. Þegar Óskar benti á það fyrir rúmlega 20 árum, að ekk- ert vit væri í. að byggja alla síldarútgerð á söltun einni og stakk upp á því að reistar yrðu síldarverksmiðjur, brostu flest ir að honum og það tók hann langan tíma, að sannfæra valda menr; landsnis um nauðsyn síld arverksmiðja. Nú kvartaði hann yfir því, að það væri erfitt að fá menn til vinnu á síldinni í sumar. „Við fáum ekki einu sinni Færeyingana nú í sumar. Það er alt í uppgangi hjá þeim og mikil nýsköpun. En þar eru heldur engir hagfræðingar til að rugla dómgreind fólksins og fáar ef nokkrar nefndir“, sagði Óskar. Það hlýtur að vera gott land Færeyjar. MEÐAL ANNARA ORÐA . ... Menn átta sig betur, er stumiir líða — Jæja. Hvernig lýst þjer á atkvæðagreiðsluna um verk- fallið, spurði kunningi minn, er við hittumst á götunni í gær. Þykir þjer Þjóðviljinn ekki vera nokkuð kampakátur? — Ekkert tiltökumál þykir mjer það. Kommúnistar hafa að því unnið að koma á sem víðtækastri vinnustöðvun. Og þeim hefir tekist að koma þessu .sínu áhugamáli fram. — Þjóðviljinn talar líka um að aldrei hafi verkamenn stað- ið cvis einhuga og nú. Hjer sje alveg um einstakan viðburð að ræða í sögu verkafólks á Is- landi. — Ekki get jeg skilið, að þeir geti staðið við það, frekar en annað sem í Þjóðviljanum stendur. Af 2155 fjelagsmönn- um, sem greiddu atkvæði, voru það þó um 800, sem fengust ekki til að fylgja því, að lagt yrði út í verkfallið. Jeg get ekki sjeð, að þetta sje meiri einhugur en áður hefir sjest, bæði meðal verkamanna og ann ara fjelagsheilda. En það er ýmislegt annað, sem _er alveg einstakt við þetta verkfall Dagsbrúnar. Þegar verkalýðsfjelög hafa fyrr á ár- um farið fram á, að fá hækkað kaup meðlima sínna, þá heíir þ-að verið gert í þeirri von, að f jelagsmenn fengju með því! kjarabætur. Á kreppuárunum fyrir styrjöldina voru verka-' menn þó alment búnir að reyna, að ef kaupið var hækk- að, þá fækkaði vinnudögum, svo kauphækkun kom þeim ekki að gagni. Hið einstæða við þessa kaup- deilu, sem nú stendur yfir, er, að menn þeir, sem hafa barist fyrir því, að koma henni á, vita það allir sem einn, að kaup hækkun í auratali kemur verka mönnum ekki að gagni. Þao er í’jett sem margoft hefir verið tekið fram, og kommúnistar voru sammála um 1 fyrra. að auka þyrfti kaupmátt launanna — m. ö. o. vinna bug á dýr- tíðinni. Síðan þeir menn, sem kom- ið hafa verkfallinu af stað, hjeldu þessu fram, hefir dýr- tíðin aukist m. a. fyrir tilverkn að kommúnistanna. Þeir vita þó alveg eins og aðrir að með hækkun kaupsins í krónutölu, nálgast sú stund að grundvöll- urinn undir framleiðslunni bilar og menn missa at- vinnu. Þetta er einsdæmi, að menn, sem berjast fyrir kauphækkun- um í aurum, viti það eins og tveir og tveir sjeu fjórir, að þeir eru að gera verkamönnum ogagn. Svo er það annað mál, að meðal fjelagsmanna í Dags- brún voru of fáir um síðustu helgi, sem höfðu ekki áttað sig á þessu, og vildu heldur, að úr því á annað borð var komið út í verkfail þá yrði því hald- ið áfram. Það þurfti 250—300 fjelagsmönnum fleiri í Dags- brún. sem áttuðu sig á málinu til bess að úrslitin yrðu önnur. Við því er ekkert að segja eins og þú sjerð. Hjer á landi ræður meirihlutinn í fje- lagsmálum yfirleitt. Á því byggist lýðræði okkar og því verðum við að treysta, að þeg- ar til lengdar lætur, sje það heilbrigð dómgreind almenn- ings, sem mestu ræður í þjóð- fjelaginu. — Jú. En var ekki 552 at- kvæða meirihluti með því að halda verkfallinu áfram. — Víst var svo. En skilurðu það ekki, að ef 250 af þeim hefið þá verið á annari skoðun, þá hefði verið snúið þarna við, á hinni hættulegu braut að auka dýrtíðina í landinu til tjóns fyrir verkamenn. Sá dag- ur kemur, að þeim fjölgar um mei:>. en 250 Dagsbrúnarmönn um, sem sjá, að hjer er haldið út á braut, sem einkum þeirn sjálfum er hættuleg.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.