Morgunblaðið - 11.06.1947, Page 16
VEÐURÚTLITIÐ: Faxaflói:
HÆG suðaustan átt. —•
Þyknar upp.
„JEG GIFTIST DRYKKJU-
MANNI“. SíSari grein. — Sjá
bls. 9* ~
Virðuleg útför
Carðars
Þorsteinssonar
ÚTFÖR Garðars Þorsteins-
sonar, alþingismanns, fór fram
í gær að viðstöddu miklu fjöl-
menni.
Hófst athöfnin með hús-
kveðju á 'heimili hins látna á
Vesturgötu 19, en jarðsungið
var frá Dómkirkjunni. í kirkju
báru alþingismenn kistuna, en
Oddíellowar stóðu þar heiðurs-
vörð og báru kistuna úr kirkju.
í kirkjugarð báru fyrst þing-
menn úr Sjálfstæðisflokknum,
síðan meðlimir úr Lögmanna-
fjeiagi íslands og síðasta spöl-
inn bekkjarbræður og samstú-
dentar hins látna.
Athöfnin fór fram með mikl-
um virðuleik og kom glöggt í
Ijós, hve miklum vinsældum
htnn látni þingmaður átti að
fagna. Þá barst mikill fjöldi
blóma og kransa.
Ssbdingar hafa
skotið saman U
miljónum kr. til
erlendra frjóða
FRAMLÖG íslendinga til
nauðstaddra erlendis frá byrj-
un heimsstyrjaldarinnar fram
i apríl s.l. munu nema hátt á
24. miljón kr. og skiftast sem
næst þessu: (Samkv. upplýsing
um frá Lúðvík Guðmundssyni,
skólastjóra):
Finnlandssöfnunin 170.000.00
Síðari safnanir til
Finnlands .... 50.000.00
Noregssöfnunin 1.740.000.00
Rússlandssöfnunin 80.000.00
Frakklandssöfnunin 300.000.00
Barnasöfnunin 1944 450.000.00
Danmerkursöfnunin
(til flóttafólks) 650.000.00
Landssöfnun 1945 4.500.000.00
Mið-Evrópusöfnun-
in R. K, í. 1948 1.200.000.00
Þýskalandssöfn-
unin......... 1.250.000.00
Evrópusöfnunin
1946—1947 .... 500.000.00
Ungver j alandssöf n-
unin 1946—1947 15.000.00
Ymsar aðrar safnan
ir peningar, mat-
væli, hjúkr.gögn og
fatn.) sent fyrir
millig. einst. manna
nefnda og fjel. m.a.
R. K. .Í...... 1.000.000.00
Gjafab., aðall. frá
einstaklingum . . 2.500.000.00
Framl. íslendinga til
UNRRA.......... 9.198.000.00
Framlög íslend-
inga alls kr. 23.603.000.00
Nemur þetta um 183.00 kr.
§ hvern íslending, ef reiknað
ev með tölu landsmanna á
iniðju ári 1945 (ca 129 þús.)
128. tbl. — Miðvikudagur 11. júní 1947
Amertsk flotadeild í Miðjarðarhafi
STÓR AMERISK FLOTADEILD hefir undanfarið verið á
siglingu í Miðjarðarhaíi og heimsótt ýjnsar hafnir við
Miðjarðarhaf. Meðal annars kom hún til Egyptalands fyrir
skömmu. A myndinni sjest flugvjelamóðurskipið „Leyte“,
í höfninni í Alexandríu.
Knattspyrnumót
íslands ú
hefjast
KNATTSPYRNUMÓT íslands
hef st á Iþróttavellinum n.k.
föstudag. Fimm f jelög taka þátt j
í mótinu að þessu sinni. Það eruj
Reykjavíkurfjelögin fjögur, —
Fram, KR, Valur og Víkingurj
og ennfremur íþróttabandalag
Akraness (ÍA).
Fyrsti leíkurinn á föstudags-
kvöld verður milli Fram og Vík
ings, en annar leikur mótsins
fer fram á sunnudag. Keppa þá
Akurnesingar við Val.
Fjekk 63 hákarla í
einm
VJELBATURINN Huginn II.
frá Isafirði fór nýlega í tvær
hákarlaveiðiferðir og í þeirri
síðarj úeiddust 63 hákarlar.
Þeir voru frekar lifrarlitlir.
I fyrri veiðiferðinni var ekki
sótt langt og veiddust þá að-
eins nokkrir hákarlar, en nokk
uð af flyðru. í seinni ferðinni
fór Huginn vestur á Græn-
landshaf, þar til hann átti eft-
ir um 30 mílur til Grænlands-
strandar og þá veiddust 63
hákarlar í fjórum iögnum.
Skipstjóri á Huginn II. er
Guðbjartur Jónsson,
Bíll velfur í Eyja-
fjarðará
Akureyri, laugardag.
S.L. SUNNUDAGSKVÖLD
var jeppabíll að koma norðan
Svalbarðsstrandarveginn á leið
til Akureyrar. Er hann fór
vestur þjóðveginn, sem liggur
skamt innan við bæinn, yfir
hólmana í Eyjafjarðará, vildi
það slys til, er bíllinn Jcom að'
vestustu brúnni, að hann fór út
af veginum, og fjell í ária og
þeir, sem í bílnum voru.
í bílnum voru auk bílstjór-
ans: Sr. Þorvarður G. Þormar,
prestur 1 Laufási, kona hans og
soriur þeirra og önnur kona.
Björguðust þau öil, og voru
flutt tií Akureyrar.
Frú Þormar handleggsbrotn-
aði og var flutt í sjúkrahús. En j
aðrir þeir, er í bílnum voru
munu ekki hafa slasast.
' — H. Vald.
LONDON: — Samkomulag
hefu'r orðið um það, að Bretar
fái á næstunni frá Ungverja-
landi alifugla, flesk og egg. ]
sfeypuröri
ÞAÐ BAR við á Baróns
stígnum í gærdag, að lítill
snáði, 3—4 ára, festist með
annan fótinn í steypuröri
og varð að brjóta rörið til
að losa fót hans.
Skúli Sveinsson lög-
regluþjónn var á ferðinni
þarna, er maður kailaði
tii hans og bað hann að
koma íil aðstoðar litlum
dreng, sem væri í vanda.
— Sá litli hafði verið að
fikta við að stinga öðrum
fætinum ofan í niðurfalls
rör frá húsrennu og fest
sig. Hann bar sig þó vel
og þegar búið var að losa
hann úr klemmunni, sem
var þó hreint ekki svo auð
velt, gat hann sagt til
nafns síns og að hann ætti
heima á Lindargötu 63.
Meðal fjölda áhorfenda,
sem þarna voru, var mað-
ur, sem kannaðist við
drenginn og fór með hann
heim til hans.
Hátíðahöld á Akureyri
á Sjómannadaginn
----:--- |
Ti! sfyrkfar Dvalarheimili sjómanna
Akureyri í gær. Frá frjettaritara vorum.
Á AKUREYRI fóru fram mikil hátíðahöld í sambandi við
Sjómannadaginn. Á laugardagskvöld var keppt í kappróðri. í
kappróðri karla tóku þátt 6 sveitir, í kappróðri kvenna kepptu
4 sveitir. Þá kepptu og tvær drengjasveitir. í kappróðri karla
sigraði Vjelstjórafjelag Akureyrar á 4 mín. 15,7 sek. Vega-
lengdin var 1000 metrar og vann sveitin farandbikar. — I
kappróðri kvenna varð hlutskörpust Slysavarnadeild Akur-
eyrar á 2 mín. 7,2 sek. Vegalengdin var 500 metrar. Veðbanki
var starfræktur í sambandi við kappróðurinn.
Á sunnudaginn hófust há-'®'
tíðahöldin kl. 10 með hópgöngu
sjómanna undir fána frá
Torfunesbryggju og þaðan um
bæinn og til kirkju. — Sjera
Pjetur Sigurgeirsson flutti sjó-
mannamessu. Lúðrasveit Akur
eyrar ljek lög meðan hópgang-
an fór fram.
Kl. 4 hófst útiskemmtun við
sundlaugina og á túnunum
surinan sundlaugarinnar. Keppt
var í stakkásundi, 30 m. björg-
unarsupd, 30 m., reipdrætti,
tunnu- og pokahlaupi. Fyrstur
í stakkasundi varð Hilmar Ás-
grímsson á 46,9 sek., í björg-
unarsundi Jón Andrjesson á
m.s. Rifsnesi. Tími hans var
37,2 sek. Atlasstöngina, sem
gefin er af Vjelsmiðjunni Atli
fyrir hæsta samanlagða stiga-
tölu í íþróttum dagsins hlaut
Alfreð Finnbogason með 44
stigum.
í reipdrætti kepptu 3 sveit-
ir. Frá Skipstjórafjelagi Norð-
lendinga, Vjelstjórafjelagi Ak-
ureyrar og Sjómannafjelagi
Akureyrar. Sigurvegari varð
Skipstjórafjelag Norðlendinga
og hlaut að launum faVandbik-
ar KEA. í reipdrætti kvenna
tóku þátt Slysavarnadeild
kvenna og sveit kvenna úr
Glerárþorpi. Sigraði sveit Slysa
.varnafjelagsins. Einnig tóku
þær þátt í tunnu- og poka-
hlaupi.
Um kvöldið voru haldnir
dansleikir í samkomuhúsi bæj-
arins og að Hótel Norðurland.
Þar var útbýtt verðlaunum
dagsins. Merki dagsins voru
seld á göt.unum og Sjómanna-
blaðið sömuleiðis. — Ágóðinn
rennur til Dvalarheimilis aldr-
aðra sjómanna.
Nýi Alliance togar-
inn kominn
TOGARINN, sem Alliance
keypti í Englandi og sagt hefur
verið frá í blaðinu áður, er kom
inn til landsins. — Hann hlaut
nafnið ,,Kári“.
Kári er nýlegt skip og hið
fríðasta far að öllu leyti. Hann
ligguf nú hjer í höfn í Reykja-
vík.
í KVÖLD kl. 8 hefst síðasíí
leikur „Queens Park Rangers"
við Isíendinga. Verður það „úr-
valsliðið“ endurnýjað, sem mæt
ir Bretunum að þessu sinni. í
keppninni við Dani í fyrra
komu íslensku knattspyrnu
mennirnir á óvart í síðasta
leiknum með því að vinna glæsi
lega, og eru margir sem gera
18124
kom upp, er dregið var í bif-
reiðarhappdrætti K. R. í gær.
Mr. Victor Rae.
ráð fyrir harðari mótspyrnu af
hálfu íslendinga í kvöld en ver-
ið hefur á hinum leikjunum við
Q. P. R. — Breski knattspyrnu-
dómarinn Mr. Victor Rae dæm-
ir leikinn.
Að leiknum loknum í kvöld,
eða um kl. 11, heldur móttöku-
neíndin skemtun í Sjálfstæðis-
húsinu, þar sem Bretunum verð
ur boðið.
Prófsprengingar vi
Sogið fyrirhugaðar
BÆJARRÁÐIÐ hefur faiið
rafmagnsstjóra' að láta fram-
kvæma prófsprengingu fyrir
undirgöngum í sambandi við
fyrirhugaða viðbótarvirkjun
Sogsins.
Ennfremur hefir bæjarráðið
samþykt að heimila rafmagns-
stjóra að ráða A. B. Berdal
verkfræðing, sem ráðunaut
virkjunarinnar, en hann hefir
starfað hjá Rafveitunni um
tíma.
Er liklegt að prófsprenging-
arnar hefjist innan skamms.