Morgunblaðið - 12.06.1947, Side 11

Morgunblaðið - 12.06.1947, Side 11
1 Fimmtudagur 12. júni 1947 MORGUNBLAÐIÐ 11 Veisliinifstjettln á ekkl sök á gjaldeyilsskortlnum Ohróður, sem ætti ú þagna ÞAÐ er á allra vitorði, að verslunarstjettin hefur , allra stjetta lengst átt við höft að búa. Árið 1931 voru settar mikl- ar hömlur á starfsemi hennar og hafa þau höft, mismunandi víðtæk, staðið alla tíð síðan. Mikill skattþungi hefur hvílt á Verslunarstjettinni og í því efni hefur hún verið beitt ójöfnuði í hlutfalli við samvinnufjelögin og hefur enn ekki verið þar úr bætt. Á seinustu mánuðum var enn hert á reipunum og afkomu möguleikar hennar mjög skert- ir. Þá gerðist tvent: leyfð álagn ing á mjög margar vörur var Stórlega lækkuð og stjeítinni Var gert að innheimta fyrir rík- issjóð nýja stórfelda tollahækk- un og gert að greiða veltuút- svar af allri þeirri hækkun en breyting á álagningu ekki leyfð. Það hefur því gerst aö það sem verslunarstjettin ber úr býtum var skert og aö gjöld hennar til hins opinbera hafa yerið aukin. Ætla mætti að slíkt væri upp- haf þess að aðrar stjettir verði líka með svipuðu valdboði látn- ar klifra niður „dýrtíðarstig- ann“ og sker framtíðin úr um það. Það hefur löngum klingt við að verslunarstjettin beri ábyrgð á því að gjaldeyrisforði þjóðar- innar er nú mjög þorrinn og eru vafalaust margir, sem trúa þeim áburði. VERSLUNARSTJETTIN OG HINAR OPINBERU NEFNDIR. Sú ásökun að verslunarstjett- ín beri slíka ábyrgð lítur harla einkennilega út, þegar þess er gætt að hún hefur þurft að íeyta leyfis til innflutnings á hverju sem var til nefndar eða ráðs, sem skipuð var af stjórn- málaflokkunum. Þeir, sem halda slíku fram, sýnast vera í þeirri trú, að verslunarstjettin hafi þau ráð og þær nefndir, sem hún hefur þurft að sækja til, algerlega í hendi sjer, geti snú- ið slíkum stofnunum sem stjórn málaflokkarnir hafa skipað, í kringum sig að vild. Flestir ættu að sjá hvílík firra annað eins og þetta er. Fyrir nokkrum dögum gaf að heyra hlutlausa skýringu á gjaldeyrisskortinum og greinar- gerð fyrir innflutningnum á síðasta ári, sem jós svo mjög úr lindum gjaldeyris okkar. Það var þegar Emil Jónsson, við- skiptamálaráðherra, flutti ræðu um viðskiptamálin á síðasta að- alfundi Verslunarráðs íslands, en útdráttur úr þeirri ræðu hef- ur birst hjer í blaðinu. 'GJA LDE Y RISEIGNIN. 1 ársbyrjun 1946 nam gjald- eyriseignin alls um kr. 478 millj., en í ársbyrjun 1947 var hún 220 milj. kr. Af þessari Upphæð, sem við áttum í árs- byrjun 1947 voru 131 millj. kr. á nýbyggingareikningi og á- byrgðir bankanna námu kr. 59 millj. Þess vegna voru í upphafi millj. kr. til að afla venjulegra innflutningsvara. Ráðherrann taldi orsakirnar til gjaldeyrisþrotsins tvennar. 1) Óhagstæður verslunarjöfn uður árið 1946. 2) Hinar svonefndu duldu tekjur eru horfnar. Því til skýringar má minna á, að sá gjaldeyrisforði, sem skap- ast hafði var ekki nema að hluta aðeins til fyrir útflutn- ing. Það er kunnugt hve miklar gjaldeyristekjur landsmenn höfðu af setuliðinu, sem .hjer dvaldist á styrjaldarárunum. — Setuliðin hurfu að mestu á ár- unum 1944 og 1945 og að fullu og öllu að heita má árið 1946. „Duldar tekjur" af veru þessara manna hjer á landi hurfu því á þessum tíma og útflutningstekj- urnar urðu svo það, sem lands- menn höfðu úr að spila. INNFLUTNINGURINN 19J,fí. 0. P. R. fer hjeðan ósigrað í GÆRKVÖLDI vann „Queens Park Rangers“ íslendinga enn með yfirburðum. Útkoman varð 6:1, eða svipuð og í leikjunum við Fram og KR, en þó hefir liðið í gær sennilega verið það sterkasta, sem hjer hefir verið teflt fram að þessu sinni. skiptamálaráðherrann skyldi gefa svo skýrar upplýsingar, sem hann gerði og mun versl- unarstjettin kunna að meta það. Rógnum um verslunarstjett- ina ætti nú að linna. Þeir, sem slíkt hafa mest um hönd haft, ættu að sjá að sífeldar endur- tekningar þess, sem ósatt er duga ekki lengur. Það var gömul þjóðtrú að fengi maður bólu á tungu sína væri gott meðal við slíku að segja: Ein bóla á tungu minni, engin á morgun, tvær bólur á tungu minni, engin á morgun, og endurtaka slíkt í sífellu þangað til komið var upp í hundrað. Nú er slíkt talið með kreddum og þessi síður lagður af. Eins ætti það að vera með róginn um innflytjendurna, menn ættu að sjá að endurtekn- ing hans getur ekki lengur komið að gagni í stjórnmála- baráttunni. Árið 1946 varð mesta inn- flutningsár í sögu landsins, en þá var flutt inn fyrir 443 millj króna. Það skal strax tekið fram að ráðherrann taldi í ræðu sinni aö þessi mikli innflutningur hafi veriö rjettlátur og aö ekki hafi veriö variö neiúni veru- legri upphœö til kaupa á mun- aöarvöru. Eins og þeir muna, sem lásu útdráttinn úr ræðu ráðherrans hjer í blaðinu, taldi hann upp nokkra aðalvöruflokkana og komst að þeirri niðurstöðu að á árinu 1946 hefoi af þeim vör- um verið flutt inn fyrir 120 millj. meira en árinu áður. — Meðal þessara vöruflokka voru skip,' rafmagnsvjelar, veiðar- færi, efni til bygginga, biíreið- ar o.s.frv. Ráðherrann taldi að af þeim 120 millj. kr., sem getið var um, gæti ekkert talist til munaðarvöru, nema ef svo yrði talið um bíla innflutninginn. En vitaskuld teljast í þeim innflutn ingi allar þær mörgu bifreiðar til flutnings á varningi og mönnum, sem framleiðsla lands manna og viðskiptalíf þurfti nauðsynlega með. Ráðherrann benti á, að hafa yrði hugfast, að við notuðum miklar upphæðir af erlendum gjaldeyri algerlega fyrir utan alla verslun og hefði sú upphæð numið milli 70 og 80 millj. kr. s.l. ár. Er þar um að ræða ým- iskonar greiðslur, svo sem námsskostnaður, íerða- og dvalarkostnaður, tryggingar- gjöld, eignayfirfærslur, yfir- færslur vinnulauna o.s.frv. SKÝRINGAR, SEM ERU ÁVINNINGUR. Nú virðist svo sem falla ætti niður að fulla og öllu sú firra að verslunarstjettin beri ábyrgð á gjaldeyrisskortinum og að erfiðleikarnir, sem nú eru vegna skorts á erlendum gjaldeyri sje að kenna vítaverðri ásælni versl unarstjettarinnar. Það var vissu Flyfur fyrirlestra um heimspeki HINN KUNNI fyrirlesari Edwin C. Bolt frá Cambridge, sem komið hefur oft hingað til lands og flutt fyrirlestra og haft hjer sumarskóla er fyrir nokkru kominn til Islands. Sumarskóli hans var að þessu sinni haldinn á Laugarvatni og stóð í rúma viku. Sóttu hann rúmlega 30 manns. Mr. Bolt er í þann mund að hefja fyrirlestra hjer í Reykja- vík og heldur þann fyrsta í kvöld kl. 9. Aðalviðfangsefni hans er aust urlanda heimspeki. Fyrirsagnir fyrirlestranna eru m. a. þessar: Endurfæðingin og annað líf, maðurinn og alheimurinn, lífið eftir dauðann, kristindómurinn og kristnir menn, dulspeki stefn ur, örlögin og einstaklingurinn o. s. frv. Allir fyrirlestrarnir verða haldnir í húsi Guðspekifjelags- ins og hefjast kl. 9 síðdegis. Frú Guðrún Indriðadóttir er túlkur fyrirlesarans. Mr. Bolt flutti hjer fyrirlestra s.l. sumar við mikla aðsókn. Hann er hámentaður maður og hefur flutt fyrirlestra og hald- ið sumarskóla sína í flestum löndum Evrópu. Síðar í sumar mun hann ferð ast um Noreg, Svíþjóð og Dan- mörku. Fyrri hálfleikur. Bretarnir byrjuðu með sókn í fyrri hálfleik, en íslendingun um tókst þó að gera nokkur upphlaup og það svo alvarleg, að hjartað fór að slá örar, og var leikurinn oft fjörugur. — Fyrsta markið kom á 11. mín. Setti hægri útherji Bretanna það úr þvögu. Leikurinn var nú all jafn um stund, en svo sóttu Bretar mjög á og var oft „pressa“ fyrir framan mark Is lendinga, en Hermann varði vel í þessum leik. Á 30. mín. var svo dæmd vítaspyrna á Islendinga. Knötturinn lá í netinu ('2 : 0). Bretar sækja en fast að marki landanna og á síðustu mínútu hálfleiksins liggur knötturinn inni í þriðja sinn. Miðframherjinn hafði skallað í markið. 3:1 í seinni halfleik. í byrjun síðari hálfleiks var leikurinn fjörugur, upphlaup til skiftis. Á fimtu mínútu fengu Bretar víti á sig. Sveinn Helgason skaut, ætlaði knett- inum í vinstra hornið, en hann lenti í stönginni. Á 19. mín- útu setti íslenska liðið mark, en því miður hjá sjálfum sjer. Knöttuipnn hrökk úr Óla B. í markið. Yar það í þvögu. En svo loksins kom að því, að úr- valinu tækist að skora. Ellert fjekk knöttinn á vinstra kanti, hljóp með hann uþp, gaf honn síðan vel fyrir til Richards, sem sendi hann með föstu skoti í markið. Þetta er annað markið þessa árs aðeins tæplega 30 lega ávinningur að sjálfur við- sem Richard skorar hjá Q. P. R., og hefir hann heiðurinn a# því að vera eini Islendingur- inn, sem það hefir gert. Eftir markið fjekk íslenska liðið allt anuan svip. Knattspyrnumenn irnir fengu traust á sjálfum sjer og sóttu fast á, en svo dró smám saman af þeim aftur. Á 32. mín. skorar miðframherji Q. P. R. enn með skalla og er um 5 mín. voru eftir fengu Bretar aukaspyrnu rjett við vítateig og í sjötta sinn lá knött urinn í marki íslendinga. Sterkasía liðið. Eins og áður er sagt er þetta sennilega sterkasta liðið, sem leikið hefir hjer á móti Bret- unum. Veikasta hlið þess var, hve íslenska knattspyrnumenn irnir virtust lítið þekkja hvern annan og samleikurinn fór því oftast út um þúfur. Það var líka áberandi, hve liðið ljek mikíð á miðju vallarins í stað þess að nota kantana meira. Annars gæti jeg trúað, að þetta lið, eða lið svipað þessu, gæti með góðri æfingu sýnt góðan leik á móti Norðmönnum í júlí. Breski dómarinn, Mr. Victor Rae, dæmdi leikinn og gerði það af miklu öryggi. Síðari hálfleiknum var lýst í útvarp- inu. — Gerðu það Björgvin Schram og Guðjón Einarsson, og hefir mjer verið tjáð af mönnum, sem á útvarpið hlust- uðu, að lýsingin hefði tekist ágætlega. — Þorbjörn. MUNDI FLYTA ATOM- RANNSÓKNUM NEW YORK: — Dr. J. Robert Oppenheimer, einn af fremstu atomsjerfræðingum Banda- ríkjgnna, hefur lýst yfir þeirri skoðun sinni, að alþjóða atom- ráð mundi flýta fyrir þróun atomorkunnar til friðsamlegra nota. Dagskrá Sambandsþings ungra S|áifstæðismanna 20.-23. júní á AkureyrL EINS og áður er skýrt frá efna ungir Sjálfstæðismenn til Sambandsþings á Akureyri í þessum mánuði dagana 20.—23. júní. * Dagskráin hefir verið ákveðin í stórum dráttum á þessa leið: Föstudagur 20. jún: Kl. 10 f. h.: Þingsetning — Skýrlsa formanns um fjelagsmálefni og störf sambandsins. — Kosning nefna. Lögð fram frumvörp að ályktunum. Kl. 4 e. h.: Umræður um þingmál. Nefndarálit. Kl. 9 e. h.: Ávörp þingfulltrúa. — Kaffidrykkja. Laugardagur 21. júní: Kl. 10 f. h.: Framhaldsumræður um þingmál. Afgreiðsla mála. Kl. 2 e. h.: Stjórnarkosning og önnur störf. Kl. 9 e. h.: Kvöldskemmtun. Sunnudagur 22. júní: Kl. 2 e. h.: Útisamkoma í Naustaborgum, — skemmtistað Sjálfstæðismanna á Akureyri. — Ræðuhöld. — Skemti- atriði. — Dans. — Þingslit. ★ Unnið hefir verið kappsamlega að undirbúningi þinghaldsins og er búist við góðri þátttöku. Fulltrúar frá Reykjavík og Hafn- arfirði eru beðnir að tilkynna þátttöku sína í skrifstofu Sjálf- stæðisflokksins fyrir helgi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.