Morgunblaðið - 20.06.1947, Page 7
Föstudagur 20. júní 1947
liöRGUNBL AÐIÐ
pfTfW^fF'P!1 f'
Magnús A.
Sæmundsson
Minningarorð
1 DAG verður til moldar
borinn frá heimili sínu á Grett
isgötu 83, hjer í bænum,
Magnús Á. Sæmundsson, mál;
arameistari, sem andaðist á St.
Jóseps sjúkrahúsinu 11. þ. m.,
eftir tveggja mánaða kvala-
fvdla sjúkdómslegu, aðeins 35
ára gamall.
Magnús heitinn var óvenju-
lega listelskur maður, og gekk
að starfi sínu með þeirri elju
og samviskusemi, sem einkenn
ir þá eina, sem elska starf sitt.
Hugur hans stóð þó áreiðanlega
til hinna æðri viðfangsefna, því
í tómstundum sinum mun
hann hafa fengist þó nokkuð
yið að mála ýmsar myndir,
einkum landslag. Fagurri tón-
list unni Magnús mjög og naut
hennar með miklum skilningi.
Magnús var mjög ástsæll af
öllum sem kynntust honum, og
það er margt fólk, sem á ó-
gleymanlegar minningar frá
mörgum samverustundum á
heimili hans og utan þess, því
hinn dagfarsprúði maður var
jafnan hrókur alls fagnaðar og
hafði einstakt lag á því að
skapa gleði og ánægju þar sem
skemmtun var um hönd höfð.
Þungur harmur er nú kveð-
inn að eftirlifandi konu hans,
Jódísi Sigurðardóttur og litla
drengnum þeirra. Minningin
Um hinn ástríka eiginmann og
umhyggjusama hehhilisföður
mun þó megna að græða harma
sárin, og hjálpa þeim á ókomn-
um ævistundum.
Guð blessi þig, vinur, og
annist ástvini þína alla.
E. Ó. G.
„Drotlningin" fer
meSvörurnar
úl aftur
M.S. Dronning Alexandrine
kom hingað til Reykjavíkur um
klukkan tvö í gærdag. -— Með
skipinu voru 157 farþegar og
fjöldi íslendinga meðal þeirra.
Á leiðinni hingað heim
minntust fslendingarnir þjóðhá
tíðarinnar 17. júní með ræðum,
söng og öðrum gleðskap.
Skipið var með dálítinn slatta
af allskonar vörum, þó ekki
matvöru og fara þær aftur út
með skipinu. Þá var með því
um það bil y2 smálest af pósti,
en honum var skipað í land aí
póstmönnum sjálfum.
í kvöld klukkan 11 fer skip-
ið hjeðan og eru með því um
130 farþegar.
17. júní mólið:
Finnbjörn setti íslandsmet í100 m.
og vann „Konungsbikarinn"
Á frjálsiþróttamótinu 17.
júní setti Finnbjörn Þorvalds-
son, iR, nýtt Islandsmet í 100
m. hlaupi, hljóp á 10,7 sek., og
vann ennfremur „Konungs-
bikarinn" fyrir besta afrek
mótsins. Þá setti boðhlaupssveit
fR nýtt Islandsmet í 1000 m.
boðhlaupi, og bætti það fyrra
um 1,6 sek. 1 öðrum greinum
náðist einnig yfirleitt góður
árangur.
Erlendur Ó. Pjetursson setti
mótið eftir að iþróttamenn
höfðu gengið fylktu liði inn á
völlinn. Áhoi'fendur skiptu
þúsundum, en á meðal þeirra
var forseti Islands.
10,7 — 11,0 — 11,1 — 11,3.
1 100 m. hlaupi hefur aldrei
á nokkru móti hjerlendis náðst
eins góður árangur og að þessu
sinni. I úrslitin komust þrir
iR-ingar, Finnbjörn Þorvalds-
son, Haukur Clausen og örn
Clausen, og Ásmundur Bjarna-
son, KR. Hlupu þeir allir
mjög vel. Finnbjörn náði for-
ystunni þegar i upphafi og
vann öruggt á nýju íslensku
meti, 10,7 sek., en fyrra metið,
sem hann átti sjálfur, var 10,8
sek. Flaukur varð annar á 11,0
sek., sem er sami tími og
drengjametið, er hann setti í
undanrás á mánudaginn. örn
hljóp á 11,1 sek., sem er per-
sónulegt met og Ásmundur á
11,3, sem fyrir tveimur árum
hefði þótt vel boðlegur tími
fyrir fyrsta mann í 100 metr-
um.
Hástökk.
Skúli Guðmundsson, KR,
vann hástökkið, eins og vitað
var, en náði ekki að stökkva
l, 90, eins og á KR-mótinu, en
það mun mikið hafa stafað af
því, hve mikill dráttur varð á
keppninni og óþarfa truflanir,
þannig að hann var orðinn
þreyttur, er mest á reyndi. —
örn Ciausen kom aftur á móti
mjög á óvart í hástökkinu með
því að stökkva 1,80 m. rjett á
eftir hinni hörðu keppni í 100
m. hlaupinu. Er þessi árangur
Arnar aðeins 2 cm. lakari en
drengjamet Skúla Guðmunds-
sonar.
Kúluvarp.
Fluseby vann kúluvarpið
eins og vænta mátti. — Hann
náði ekki eins góðum árangri
og á KR-mótinu, en kastaði þó
vel. Vilhjálmur Vilmundarson,
KR, var með 13,99 m. og vann
nii Sigfús frá Selfossi í barátt-
unni um annað sætið.
Óskar vann 800 metrana.
Það var ekki fyrr en við
þriðju tilraun að 800 m. hlaup-
ararnir legðu af stað. Fyrst var
þjóístartað (sem er sjaldgæft í
MetílOOOm. boðhlaupi
Erlendur Pjetursson afhendir Finnhirni Þorvaldssyni verð-
laun sín eftir 100 m. hlaupið. Haukur Clausen er lengst til
vinstri, en Örn Clausen til hægri.
800 m.!), en byssp ræsisins
„klikkaði“ í það næsta. —
Árni Kristjánsson, Á, tók for-
ystuna í byrjun og leiddi fyrri
hringinn, en þá tók Óskar
Jónsson, iR, við forystunni og |
er um 300 m. voru eftir var
Kjartan Jóhannsson, lR, orð-
inn annar. Eftir það háðu þeir
fjelagar harða baráttu um
fyrsta sætið, en Kjartani tókst
ekki að vinna upp það forskot,
sem Óskar var búinn að ná.
Hörður Hafliðason,Á, varð
þriðji. Fór hann fram úr Árna
er um 200 m. voru eftir.
Langstökk.
Langstökkskeppnin var núna
ekki eins hörð og skemmtileg
og á KR-mótinu, og árangur
ekki eins góður. — Finnbjörn
vann ljett, en þó háði það
honum, að keppt var í spjót-
kasti samtimis og þar var hann
einnig meðal þátttakenda. —
Sama er að segja um Halldór
Sigurgeirsson.
Ármann vann „Kaldals-
bikarinn“.
1 5000 m. hlaupi var bæði
einmenningskeppni og sveita-
keppni (þriggja manna Sveitir)
! um nýjan biKar. sem ÍR hefur
gefið og kennt við Jón Kaldal,
methafa og frægasta 5000 m.
hlaupara, sem Islendingar hafa
átt. Ármann var eina fjelagið,
sem sendi þriggja manna sveit
í hlaupið að þessu sinni og
vann því bikarinn. — 1 hlaup-
inu var mjög hörð keppni um
fyrsta sætið á milli Þórðar Þor-
geirssonar, KR og Sigurgeirs
Ársælssonar, Á. Þórður leiddi
hlaupið fyrst framan af, en
síðan tók Sigurgeir við og
reynd að hlaupa Þórð af sjer,
en það tókst ekki, og er um 300
m. voru eftir greikkar Þórður
sporið og vann örugglega.
Þingeyingur vann spjótkastið,
1 spjótkastinu urðu þau ó-
væntu úrslit að ungur Þingey-
ingur, Hjálmar F. Torfason,
bar þar sigur úr býtum. Virð-
ist hann öruggur 50 m. maður
og bar af keppinautum sínum.
Finnbjörn Þorvaldsson varð
annar. Misheppnuðust honum
öll sin köst. — Sigurvegurun
um í öllum greinum voru af-
hent verðlaun sín á vellinum
á þar til gerðum palli strax að
keppni lokinni — nema í spjót
kastinu. Ekki trúi jeg þó, að
hinn ungi Þingeyingur, eða
hinir, sem þar hlutu verðlaun,
hafi verið ver að þeim komnir
en sigurvegarar í öðrum grein
um. Voru þetta mjög leið mis-
tök.
íslandsmct í 1000 ni.
boðhluupi.
I 1000 m. boðhlaupi (100,
200, 300 og 400 m.) bar A
sveit iR af og bætti íslands-
metið um 1,6 sek. Leiddi sveit-
in frá byrjun. Finnbjörn hljóp
100 m., örn Clausen 200,
Haukur 300 og Kjartan 400.
KR-sveitin var örugg í öðru
sæti, en um þriðja sætið háði
B-sveit IR harða keppni við
sveit Ármanns. B-sveit lR var
| á undan við siðustu skiptingu,
en Guðmundur Sigurðsson, sem
hljóp 400 m. fyrir Ármann,
fór fram úr óskari Jónssyni,
er hljóp fyrir IR, strax eftir
Framh. á bls. 8
Af sjerstökum ástæðum
er nýtt
Kús lil sölu
Húsið er 3 herbergi og eld* |j
hús. auk kjallara og erfða %
festulands. Húsið fæst fyr §.;
ir gott verð ef samið er |!
strax. — Semja ber við § j
Olaf Benediktsson
Digranesblett 120
I i
3 I
a I
Reikrsingshald & endurskoðun.
onar
^JJjartar jJjeturóá
Ca nd. oacnn
8/tió?«træt) 6 — ötmi 3023
imruDinuimtMiiiMHiMiimmimiitiHiiHMiiiM
Faliegur
Skautbúningur
óskast keyptur. Uppl. í
síma 5780 kl. 10—12 f.m.
í dag og á morgun.
Til sölu járnvarinn
timburskúr
80Q m. að flatm. 240 sm.
undir loft. Raflýstur,-
hentugur fyrir iðnað eða
sem vörugeymsla. Leiga
kemur til greina. Tilboð
merkt: „Iðnaður — 1210“
sendist afgr. Mbl. fyrir kl.
12 á laugardag 21. þ. m.
Húseigendur
Takið eftir! — Hver
vkkar vill leigja hjónum
með eitt barn, 1-—2 her-
bergi og eldhús, nú þegar
eða í haust. Nokkur fyrir-
framgreiðsla eða húshjálp
í boði. Tilboð sendist MbJ.
fyrir n.k. mánudagskvöld,
merkt: „Iðnaðarmaður —
972“.
Unglingsstúlka j
óskast til Magnúsar Jóns 1
sonar, prófessors, Laufás |
veg 63, sími 3877.
| nUf^u % oriaciuó |
hæstarjettarlögmaður
Gæfa fylgir
trúlofunar
bringunuin
frá
S1GURÞÓR
Hafnarstr. 4
Reykjavík.
Margar gerÖir.
Sendir gegn póstkröfu hveil
— Sendiff nákvwmt mál —
ó land sem er.