Morgunblaðið - 20.06.1947, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.06.1947, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIB Föstudagur 20. júní 1947 A FARTINNI dhe^niití^ree^iuíaeju eftir f-^eter (Sheuneu Bókhaldari Stórt fyrirtæki vantar góðan bókhaldara strax. Hátt kaup. Framtíðaratvinna. iTilboð, merkt: „Bókhaldari“, sendist afgreiðslu Mbk, fyrir 22. þ. m. 37. dagur „Þetta líkar mjer að heyra“, segi jeg. „En mig langar til að leggja fleiri spurningar fyrir yður. Kannist þjer við stúlku, sem heitir Dodo Malendas?“ Hún kinkar kolli. „Já, jeg kannast við hana“, segir hún. „Einhver sendi hana hingað og ljet Jiana taka sjer mitt nafn. Hún komst inn á Schribner í því augnamiði að fá að vita hvar Júlía er niður komin. En það er eins og þetta hafi farið í handaskolum fyrir henni, eða hvað“. Hún brosir. „Vitið þjer hvar þessi Dodo Malendas er núna?“ segi jeg. Hún hristir höfuðið. „Hvern Sg ætti jeg að vita það?“ segir hún.. „Jeg hefi aldrei sjeð hana“. Jeg stend á fætur. „Vitið þjer svo ekki meira?“ segi jeg. „Jeg hefi sagt yður alt, Lemmy“, segir hún. „Nú veit jeg ekki meira en þjer. Eigum við að hjálpast að?“ Jeg kinka kolli. „Sjálfsagt, Tamara“, segi 3eg- iií’jer látið mig vita hvar Júlía er og þjer sjáið svo um að jeg geti klófest Rudy Zimm an og fjelaga hans. Svo skal jeg hjálpa yður. Jeg skal sjá um það að enginn geti gert yður neitt mein. Jeg skal út- vega yður far og vegabrjef til Bandáríkjanna. Og jeg skal sjá um að þjer komist ekki í neitt klandur við lögregluna þar. Hvernig líst yður á það?“ Og jeg horfi einbeittlega-á hana. Hún stendur á fætur. Hún gengur til mín og segir: „Jeg er ánægð með þetta. Á jeg að segja yður það, Lemmy, að í fyrsta skifti, sem jeg sá yður — það var í New York að einhver sagði mjer að það væruð þjer — þá varð jeg bál- skotin í yður. Og það hefir ekki breyst síðan“. Hún leggur hendurnar um hálsinn á mjer og kyssir mig. Og jeg segi ykkur satt að hún gæti vel sett námskeið í því hvernig á að kyssa. Svo slepp- ir hún mjer og segir: „Nú erum við sátt. Þjer lát- Si miS vita hvar jeg get fundið yður“. Jeg segi henni það. Jeg segi henni númerið á húsinu í Jer- myn stræti og símanúmerið. Jeg segi henni að biðja hús- vörð fyrir skilaboð ef jeg verði ekki heima. Hún segir henni að biðja húsvörð fyrir skilaboð fe jeg verði ekki heima. Hún segir að það sje gott. Svo fylg- Sr hún mjer til dyra, og rjett- Sr mjer hattinn minn. Hún segir: „Lemmy, það er ekki víst að jeg eigi hægt með að koma heim til yðar. Væri ekki betra að við tækjum til annan stað *— þar sem það er ekki eins ábejrandi?“ „Hvaða staður ætti það svo sem að vera?“ segi jeg. „Við getum hist í húsinu hans Schribners“, segir hún. „Það er enginn þar núna, en jeg hefi lyklana. Jeg skal lána yður þá. Það er ágætt fyrir okk ur að hittast þar ef við þurfum á að halda“. „Sama er mjer“, segi jeg. „En hvað er um Schribner? Hvað er hann að gera? Er hann ekki heima?“ Hún hristir höfuðið. „Þjer skuluð ekki hafa nein- ar áhyggjur út af Schribner“, segir hún. „Hann er úr leik. Hann hefir fengið nóg af þessu. Hann er glópur, en þykist vera slægur — og er máske altof slægur“. Jeg kveiki í vindling. „Jeg skil“, segi jeg. „Þið haf ið sparkað Schribner. Hvað hef ir orðið um hann? Rudy hefir þó ekki kálað honum?“ Hún brosir íbygnislega. Jeg þykist sjá á henni að það muni hafa kastast í kekki milli þeirra Rudy og Zimman. „Jeg veit það ekki“, segir hún. „En við skulum sleppa Schribner. Hann er úr sögunni og bjer þurfir ekki að hugsa um hann“. „Jæja. þetta er víst góður staður“, segi jeg og glotti. „Að minsta kosti er hann miðstöð í ríki Rudy Zimman. Látið mig fá lyklana“. Hún fer þar niður í skáp- skúffu og dregur þar upp stóra lyklakippu og rjettir mjer. „Þarna hafið þjer þá, Lemmy“, segir hún og brosir blítt við mjer. „En hvað jeg hlakka til að eiga launfund með yður. Þjer hafið heillað mig_, Lemmy“. Jeg segi ekkert. Jeg er að hugsa um hvað jeg mundi gera við þessa stúlku ef jeg hefði hana á valdi mínu. Jeg er hræddur um að það yrði ekk- ert ástúðlegt. „Góða nótt, ljúfurinn“, seg- ir hún. „Og gleymið því ekki að nú er jeg á yðar snærum. Jeg ætla að hjálpa yður“. „Það þykir mjer vænt um“, segi jeg. „Góða nótt, Tamara“. Jeg loka hurðinni á eftir mjer og jeg þorði ekki að hlæja i fyr en jeg var kominn út á götu. Svo fer jeg þangað sem bíllinn er, sest upp í hann og nú er ferðinni heitið til Leat- ehrhead aftur. Jeg ek hratt, því að enn á jeg mikið ógert í nótt, og jeg er þegar orðinn svo þreyttur og syfjaður, að jeg held að jeg gæti sofið í mörg ár án þess að snúa mjer. Og margt hefi jeg nú um að hugsa. Þetta sem Tamara sagði mjer hefir kveikt í mjer. Sum ir ykkar halda nú máske að henni sje alvara með aftur- hvarfið. Jæja, jeg hefi ekki ann að ráð að gefa ykkur og mjer en að við skulum vera við öllu búnir. Jeg býst við því að hún hafi sagt mjer hæfilega mikið satt til bess að jeg þurfi að vera vel á verði. Hún Tamara er enginn glópur. En það sem mjer þykir ein- kennilegast er þetta með hann Schribner. Þið munið að hún sagði að hann væri úr leik. Hvers vegna? Ef Schribner var nógu góður til þess að vera með í leiknum frá upphafi — hvers vegna er honum þá varp að f.yrir borð núna? Það getur verið að jeg finni svarið við því á morgun — ef jeg verð þá lif- andi. Svo er það Nikolls. Hann er eitthvað blendinn í þessu. En jeg held að jeg viti nú hvernig því er farið. Mjer hefir dottið ýmislegt í hug. Sumar tilgátur mínar kunna að reynast rang- ar, en allar benda þær þó í sömu átt. og jeg ætla að kom- ast að því hvort þær eru rjett- ar. En hvernig sem um það fer, þá verður gaman að fást við þetta. Jeg fleygi vindlingsbút út um gluggann og kveiki í nýj- um vindling. Jeg er að hugsa um það hvernig þessi Júlía Wayles muni vera í hátt, ef maður skyldi einhvern tíma rekast á hana, og þó hefi jeg ekki hugmynd um hvernig hún er. — Þegar hjer er komið -er jeg kominn fram hjá Fulham og inn á Wimbledon veginn. Þeg- ra ieg kem að vegamótunum stöðva jeg bílinn. Hver veit nema þetta verði góð nótt eftir alt saman. X. KAFLI Klukkan er rúmlega fimm jeg kem til Leatherhead. Jeg skil bílinn eftir á sama stað og áður og jeg geng yfir brúna og heim að húsinu. Það er þoka þarna og hálf hráslagalegt. Nú hefði maður haft gott af því að fá sjer einn sterkan. Jeg laumast á bak við húsið og hlera. En jeg heyri ekkert. Jeg fer því inn sömu leið og áður. Jeg geng upp stigann og laumast eftir ganginum þang- að sem jeg skildi við þrælinn áður. Jeg opna skápinn og bregð upp ljósi. Honum líður vel. Hann er í sömu skorðum og jeg skildi við hann, nema hvað hann gefur mjer nú horn auga. Og mjer sýnist á augna- tillitinu að honum sje ekkert vel við mig. „Jæja, fjelagi“, segi jeg. „Hvernig gengur? Það getur vel verið að jeg leysi yður eft- ir dálitla stund og þá skuluð þjer svei mjer fá að tala“. „Hver á að yfirheyra mig?“ segir hann. „Jeg ætla að gera það“, segi jeg. „Og látið yður ekki detta í hug að jeg muni taka með silkihönskum á yður“. Svo loka jeg skápnum hljóð- lega og laumast svo að dyrun- um á klefa þeim, þar sem jeg skildi við Nikolls. Jeg gægist þar inn. Nikolls liggur enn í dái en honum er ekki jafn þungt um andardráttinn. Jeg hugsa að hann hafi nú unnið bug á svefnlyfinu. sem þeir gáfu honum, og sofi eðlilegum svefni. En svo kippist jeg við af ánægju, því að þarna við hliðina á honum liggur Dodo Malendas. Hún er með bönd á höndum og fótum eins og hún hafi verið fjötruð. TRÓÐ getum við útvegað beint frá verksmiðju, af öllum gerðum og með góðu verði. Leitið til- boða. Novoplastics Oehlenschlægersgade 21, Köbenhavn V. Einbýlishús % í Kleppsholti, 3 herbergi og eldhús, hefi jeg til sölu. 1 Baldvin Jón-sson, hdl., Vesturgötu 17, sími 5545. — % Síldarstúlkur Nokkrar vanar síldarstúlkur geta fengið pláss á söltun- arstöð vorri á Siglufirði í sumar. Upplýsingar í síma 3589, Reykjavík. Pólstjarnan h.f. Siglufirði. Brjefritari (Correspondent), karl eða kona, óskast til heildsölu- fyrirtækis frá næstu mánaðarmótum. — Þarf að geta samið og skrifað verslunarhrjef á ensku og einhverju Norðurlandamálanna. Upplýsingar í skrifstofu V. R., Vonarstræti 4. 3 til 5 herbergja íbúð Tilboð óskast í 3 til 5 herbergja íbúð. Tilgreinið verð og greiðsluskilmála. Tilboð, merkt: „Ibúð í júlí“, send- |> ist Mbl., fyrir mánudagskvöld. Húsgögn óskast Setustofsett, litið notað, óskast. Uppl. í síma 9151. Til sölu hásing ásamt fjöðrum og bremsum í Ford 1942, einnig t grind í Ford vörubil. BílaverkstæSi Hafnarfjarðar h.f. VJELAR Hef fyrirliggjandi á lager í Osló nýja og notaða Gufu- katla, Gufuvjelar, Þrýstisuðupotta, Dieselmótora, Ljósavjela-samstæður, Rafmagnsmótora, Vinnuvjelar (verkfæravjelar), Dælur, Grjótmulningsvjelar, Steypu- hrærivjelar, Loftpressur. Allt til byggingaframkvæmda og fleira. 2)ipi- ^3ncj. ÍÍjorten <33lachnarl Oslo, Postboks 2412. Símnefni: „Sildolje“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.