Morgunblaðið - 26.06.1947, Síða 8

Morgunblaðið - 26.06.1947, Síða 8
MORGUNB.LAÐIU Fimmtudagur 26. júní 1947 ~ Meðal annara orlla Framh. af bls. 6 geta gengið án þess að eyði- leggja eigin atvinnulíf og sam- ræma hjálparstarfsemina við innanríkisaðstæðurnar. Sú nefnd mun verða skipuð mönnum, sem verða fulltrúar verslunar, fjármála, atvinnu, landbúnaðar og mentamála Bandaríkjanna. Auk athugana sem nefndin sjálf gerir, getur hún notað að vild allar fyrri skýrslur, sem stjórn Banda- ríkjanna hefir yfir að ráða.“ - Verkfailið pólitískf Framh. af bls. 2. ur skyldi halda að forseti Al- þýðusambandsins hafi manna næmastar tilfinningar fyrir að það sjeu ekki nema fjelagsfund ir, sem eigi rjett á að gera sam- þyktir í þessum málum. Þessi felufundur Hermanns Guðmundssonar í Sandgerði, sem ekki var fjelagsfundur, þar sem hann fjekk 10 menn til að greiða atkvæði, ljest þó víta „ofbeldisverkin" í Borgar nesi!!! Heyr á éndemi(!) Nú er það orðið ofbeldis- verk að gera samþykt, sem er ekki eftir kokkabókum komm únista, einkum og sjer í lagi ef það eru ekki fjelagsfundir. Sandgerðisför „forsetans“ Hermanns Guðmundssonar, er einn af spaugilegustu þáttun- um í verkfallsbrölti kommún- istanna. En hún sýnir líka í skýru Ijósi ofbeldishneigð þessara manna, sem hafa lært ofbeldis- aðferðir hinna austrænu og eru nú að reka sig á að þær eiga ekki við, þar sem Islend- íngar eiga í hlut. - Vísir að þjó$- þingi Framh. af bls. 1 að nokkrar nýjar. Er það mat- vælanefnd, efnahagsnefnd, fjár- málanefnd, samgöngumála- nefnd og laganefnd. í ráði er að koma fljótlega á laggirnar vinnumálanefnd. - Erindi Bjarna Benediktssonar | Framh. af bls. 7 , hraðfrystihúsanna barst nefnd- Útflutningsmagnið af saltfiski! inni ákveðin tillaga um, að fullstöðnum var áætlað 70 þús- bjóða Sovjetríkjunum 2/3 hl. und tonn, af ísuðum fiski, slægð j af hraðfrysta fiskinum, en um og hausuðum, 100 þúsund: nefndin sem heild hefur ekki tonn. Þar af bátafiskur hjerum-1 orðið sammála um að fallast á HVEITI TIL ASTRALIU CAMBERRA: — Ástralska stjórnin hefur tilkynt, að Ástra lía muni á næstunni fá 18.00 tonn af hveiti frá Indlandi. bil 20 þúsund tonn og togara- fiskur hjerumbil 80 þús. tonn. Rússar áttu að kaupa megin afurðanna. í greinargerð nefnd&rinnar segir m. a.: „Nefndin er sam- mála um að þær vörur, sem mest eftirspurn er eftir, svo sem síldarlýsi, þorskalýsi, saltsíld og mjöl, beri að nota til að greiða fyrir sölu annara vara og útvegun nauðsynja, eftir því sem með þarf. Hinsvegar treyst ist nefndin ekki til að gera til- lögur um skiptingu allra hinna eftirsóttu vara milli væntan- legra samningslanda, því að i nefndin lítur svo á, að samn- ingaumleitanirnar verði að leiða í ljós, hve mikið af þessum vör- um muni bindast við sölu ann- ara miður seljanlegra vara. Á- kvarðanir um skiptinguna yrði (væntanlega rikisstjórnin), að taka síðar í samráði við samn- inganefndirnar, með tilliti til krafna viðsemjenda. Nefndin er sammála um, að reynt verði að selja Sovjetríkj- unum fyrir ofangreint verð: 75% af saltfiskinum. 50% af saltsíldinni. 50% af ísfiskinum. Alt að 20.000 tunnur af gróf- söltuðum hrognum. Alt að 1500 tonnum af hrað- frystum hrognum, þó án skyldu til að afgreiða meira en 75% af framleiðslunni. Alt að 1500 tonn hraðfryst þunnildi. Alt að 3000 tonn hraðfryst síld. Alt að 3000 tonn ísaða síld. Alt að 30.000 tunnur saltaða Faxa- og Austfjarðasíld. Alt að 250 tonn harðfisk. (Fimm síðustu liðirnir með sömu skilyrðum og hraðfrystu hrognin) og verulegan hluta af niður- suðuvörunum. Styðst nefndin í þessu við óskir og tillögur viðkomandi framleiðenda. Frá stjórn Sölumiðstöðvar í Paleslíny særa þá tillögu að svo stöddu, þar sem nefndarmenn telja líkur til, að unt verði að koma nokkr- iim hluta hraðfrysta fisksins á nýjan markað, sem gæti haft framtíðargildi, hernámssvæði Breta og Bandaríkjamanna í Þýskalandi.“ Ekki skýrir nefndin frá því á hverju hún byggir þessa trú sína á nær ótakmörkuðum sölu- möguleikum íslenskra afurða til Rússlands fyrir það verð, sem íslendingum þóknaðist að setja upp, þ. á. m. var ætlast til að Rússar keyptu yfir 50 þúsund tonn af saltfiski og 50 þúsund tonn af ísuðum fiski. Ákveða lýsishlutföllin með hliðsjón af afurðasölunni í heild. \ Svo sem fyrr segir, voru af- urðasölumálin rædd á fundi utanríkismálanefndar 10. febr. s.l. og var í þeim umræðum mjög bygt á framangreindu nefndaráliti. Á þessum fundi kom þó fram af hálfu ríkis- stjórnarinnar og formanns ut- anríkismálanefndar o. fl., að rjett mundi að bjóða Bretum og Rússum hvorum 40% af síldar- lýsismagninu til að byrja með. Halda sjer aðallega að Bretum um ísfiskinn og a. m. k. helm- ing af hraðfrysta fiskinum, en leggja því meiri áherslu á, að Rússar tæki saltfisk og' aðrar þær vörur, sem í nefndarálitinu er ráðgert að þeir kaupi. Utanríkisráðherra tók sjer- staklega fram, ,,að við verðum að geta breytt lýsishlutföllun- um eftir því sem hagkvæmt er að selja afurðir okkar í lönd- unum, en jeg tel ekki tímabært að taka aðra ákvörðun en skýrt var frá í upphafi. Verður og að líta á hvernig samningarnir tak ast í heild og athuga, að samn- ingsaðilar hafi aðstöðu til að kaupa ólíkar vörutegundir hvor um sig.“ Því miður varð raunin sú, að mun treglegar tókst til um sölu afurðanna en ráð hafði verið fyrir gert. London í gær. PALESTÍNUNEFND Samein uðu þjóðanna átti í gær að koma saman til fundar í byggingu einni í Tel Aviv. Nokkrum mín útum áður en fundurinn átti að hefjast, h'öfðu meðlimir ó- aldarflokksins Irgun Zwei Le- umi komið fyrir spjöldum framan við bygginguna, sem á var letrað: „Þetta er okkar eig- ið land. Burt með Bretana".' í Jerúsalem rjeðust óaldar- menn á breskan majór inni á heimili hans og hörðu hann í höfuðið með skammbyssu. — Kona majórsins, sem nærstödd var, hrópaði þá á hjálp, en of- beldismennirnir höfðu sig á braut. Á undanhaldinu skutu óaldarseggirnir nokkrum skot um og særðu breskan hermann er veitti þeim eftirför. Majór- inn var fluttur á sjúkrahús, en er ekki talinn alvarlega særð- ur. Punjabfylki skifl verður ÞING Punjabfylkis í Indlandi samþykti. í dag skiptingu fylkis- ins milli Hindúa og Múhameðs- trúarmanna. Munu um tveir þriðju hlutar fylkisins samein- ast hinu væntanlega Pakistan- ríki, en afgangurinn Hindustan. Lokaákvörðun um skiptingu Punjab mun þó endanlega verða tekin af sjerstakri landamæra- nefnd. Fregnir frá Lahore, höfuð- borginni, herma, að alt sje þar nú með tiltölulega kyrrum kjör- um. Þó hafa einstaka nýjar í- kveikjur og sprengjutilræði átt sjer stað. — Reuter. í búð 3—4 herbergja íbúð, eða hálf húseign, óskast til kaups nú þegar milliliða- laust. Mikil útborgun. •— Lysthafendur leggi nöfn sín á afgr. Mbl. merkt: „Mikil útborgun — 1542“ j^rir föstudagskveld. iúgóslavar, Búlg- arar og aðsloða gríska skæruliða Aþena í gærkvöldi. TSALDARIS, forsætisráð- herra grísku stjórnarinnar, hef- ur látið í ljós ánægju sína yfir áliti því, sem rannsóknarnefnd Sameinuðu þjóðanna hefur skil- að um ástandið í Balkanlöndun- um. Nefndin kemst í áliti sínu að þeirri niðurstöðu, að Júgóslavar Albanir og Búlgarar hafi aðstoð að grísku skæruliða í baráttu þeirra gegn Grikkjastjórn. — Reuter. Bevln flfpr lil London í gærkvöldi. í DAG var tilkynnt hjer í Lor.don, að Bevin hafi ákveðið að fljúga til París á föstudags- morgun. Þar mun hann, eins og kunnugt er, ræða við þá Molo- tov og Bidault um aðstoðartil- boð Bandaríkjanna. Clayton, aðstoðarfjármálaráð herra Bandaríkjanna, sem nú er staddur í London, mun vera víð staddur viðræður utanríkisráð- herranna, ásamt Gunnari Myr- dal, sem er yfirmaður efnahags- nefndar þeirrar, sem Samein- uðu þjóðirnar hafa skipað til að fjalla um efnahagsmál Evrópu- landa. — Reuter. JAPANSKUR HVAL- VEIÐ ALEIÐ AN GUR CAMBERRA: — Evatt, ut- anríkisráðherra Ástralíu, hef- ur skorað á allar þær þjóðir, sem á sínum tíma áttu í ófriði við Japan, að berjast gegn því, að gerður verði út þaðan nýr hvalveiðileiðangur til Suður- hafa. Jeppi | er til sölu og sýnis við = Leifsstyttuna á Skóla- | vörðuholti í kvöld kl. 7— I 9. Bifreiðin er nýkomin | utan af landi. Eflir Robert Stom I STUMBLED DOWN THE 6TREET...TW0 /MEN éTERPED OUT 0F A DOORWAV- MUZT have figured r wa& a DRUNK...THEY SLUööED /WE AND R0LLED MB! AND TME NEXT THlNö] Y0U RE/V1EM0ER 15 TMAT V0U CAM£ 70, " HERE ON TH£ FL0OR, WITH A GUN IN V0UR HAND - ANDA DEAD MAN NEXT 70 V0U ? Bing: Og geturðu ekki munað, hvað þú hefir gert, (eða hvar þú hefir verið undanfarinn mánuð. Corrigan:yÞað er rjett, Bing. Jeg man eftir því að Sherry Krater kom svefnlyfi í glasið mitt .... Jeg reikaði út úr íbúðinni hennar, til að reyna að finna hana .... Jeg sá engan af okkar mönnum, þegar jeg kom út. Þeir hljóta þó að hafa verið einhversstaðar í nágrenninu. Jeg gekk niður göt- una, og allt í einu komu tveir menn að mjer, börðu mig niður og rændu mig. Bing: Og það næsta, sem þú manst, er, að þú vaknaðir hjerna á gólfinu, með byssu í hendinni — og dauðan mann við hliðina á þjer.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.