Morgunblaðið - 08.07.1947, Page 12
12
MOEGUNBLAÐIB
Þriðjudagur 8. júlí 1947
lllar uppskeruhorfiir
í Evrópu
Washington í gærkvöldi.
í NÝÚTKOMINNI skýrslu
landbúnaðarráðuneytis Banda-
ríkjanna segir, að illa horfi um
hveitiuppskeruna í Evrópu í ár.
Alt bendi til þess að hún verði
um 10% minni en í fyrra. Hins-
vegar sjeu góðar vonir um það.
að uppskeran í Bandaríkjunum
verði meiri en nokkru sinni fyrr
eða um 1400 milljónir skeppna.
•— Loks segir í skýrslunni, að
uppskeruhorfur í Asíulöndum
sjeu svipaðar og í fyrra.
— Reuter.
Landvisfarleyfi
heimilislausra
í Bandaríkjunum
Washington í gærkvöldi.
TRUMAN forseti hefur farið
fram á það við Bandaríkjaþing,
að allmiklum fjölda heimilis-
lausra manna frá Evrópuríkj-
unum verði leyft að setjast að
í Bandaríkjunum. Sagði forset-
inn, að sjerstakrar lagasetning-
ar væpi þörf, ef gefa ætti þessu
óhamingjusama fólki færi á því
að lifa lífinu við mannsæmandi
kjör. — Reuter.
Upptökubeiðni Aust
urríkis afhent
Lake Succes, New York
í gærkv.
SENDIHERRA Austurríkis í
Washington afhenti í dag form
lega beiðni Austurríkis um
upptöku í Sameinuðu þjóðirn-
ar. Beiðnin er sett fram í sjer-
stöku erindi, stíluðú til Trygve
Lie, aðalritara S. Þ.
— Reuter.
ÞAKKAR BANDA-
RÍKJUNUM
MANILA: — Á þjóðhátíðar-
degi Bandaríkjanna flutti Rox-
as, forseti Filipseyja, ávarp í
tilefni þess, að ár var þá liðið
frá því, er Bandaríkjamenn
lýstu yfir fullveldi eyjanna.
Sagði hann að Filippseyingar
væru þakklátir fyrir það
„drengskaparbragð, sem hefði
gefið nýjar vonir þeim miljón-
um manna, sem þráðu frelsi
sitt“.
Samkomtilagsum-
Iðitanir bregðasl
London í gærkvöldi.
HIN opinbera frjettastofa
rússnesku stjórnarinnar skýrði
írá því í dag, að samkomulags-
umleitanir Rússa og Bandaríkja
manna í Koreu hefðu farið út
um þúfur. Reuter.
Um 40 þúsynd
GESTAFJÖLDI Landbúnaðar
sýningarinnar nálgast nú óð-
um fertugasta þúsundið. Þrátt
fyrir sunnudagsveðrið komu
þangað um 4000 gestir.
Nú hefur sýningarnefnd á-
kveðið að hafa sýninguna opna
frá kl. 2 til 11 síðdegis.
Gera má ráð fyrir að næst-
komandi sunnudag verði sýning
unni lokað.
FRÚ PÉRON í RÓM
RÓM: —• Kona Pérons Argen
tínuforseta ér nú stödd í Róm.
Á þjóðhátíðardegi Bandaríkj-
anan heimsótti hún bandaríska
sendiherrann, James Dunn, og
færði honum heillaóskir.
Waldosa skemtir
á Akureyri
Akureyri, mánudag.
TÖFRAMAÐURINN Waldosa
kom hingað til Akureyrar s.l.
laugardag. Þá um kvöldið efndi
hann til skemtunar í samkomu-
húsi bæjarins.
Aðsókn var svo mikil sem hús
ið rúmaðí og skemtu áhorfendur
sjer framúrskarandi vel þá er
hann sýndi listir sínar. Endur-
tók- Waldosa samkomuna á
sunnudagskvöld og þrátt fyrir
versta veður var húsið troðfult.
— H. Vald.
Fimm mínúfna krossgáfan
SKÝRINGAR:
Lárjett: — 1 karldýr — 6 vilt
.—8 reið — 10 upphrópún — 11
ljóð — 12 tveir eins — 13 titill
— 14 fornafn — 16 ól:
Lóðrjett: —- 2 fangamark —
3 farartæki — 4 forsetning —
5 lokaði — 7 krydd — 9 klæði
— 10 sjór — 14 dýramál —
15 tveir samhljóðar.
Lausn á síðustu krossgátu:
Lárjett: — 1 gasið — 6 R. K.
O. — 8 is — 10 sá — 11 saur-
inn — 12 sl. — 13 æa — 14 fum
— 16 sárna.
Lóðrjett: — 2 ar — 3 skortur
— 4 I.O. — 5 nissa — 7 dánar
— 9 sal — 10 snæ — 14 fá •—
15 mn.
Viðskiflasamningar i
Svía og Júgóslafa
Belgrad í gærkv.
EITT af blöðum kommúnista
í Belgrad skýrir svo frá í dag,
að viðskiftasamningar hafi tek
ist með Svíum 'og Júgóslövum.'
Samkvæmt samningunum eigi
Júgóslavar ag flytja til Svíþjóð
ar vörur fyrir 30 miljónir
sænskra króna, en Svíar hins-
vegar til Júgóslavíu ýmsan
varning fyrir 130 miljónir kr.
Ennfremur eru í samningununr
ákvæði um það, að Svíum skuli
bætt að fullu verðmæti þeirra
sænskra eigna, sem dregn^r
voru undir þjóðnýtinguna rí
Júgóslavíu. — Reuterr’
1 Kvennadeild Slysavarna-
I fjelagsins fer -
| Skemtif erð
1 að Ásólfsstöðum fimtu-
í dagsmorgun n. k. kl. 8 f.h.
| Uppl. í síma 4374 og 2182.'
í Farseðlar seldir í Verslun
| Gunnþórunnar Halldórs-
i dóttur.
Orðasenna íPale-
stínunefnd
, Jerúsalem í gær.
TIL orðasennu kom á fundi
Palestínunefndar sameinuðu/
þjóðanna í dag milli fulltrúa
Indverja í nefndinni og David
Ben Gurion, formanns Jevvish
Agency.
Ben Gurion hafði lokið við að
skýra frá kröfum Gyðinga um
aukinn innflunting kynbræðra
þeirra og stofnun sjálfstæðs
Gyðingaríkis, þegar indverski
fulltrúinn spurði hann, hvort
hann ætlaðist til þess, að sam-
einuðu þjóðirnar beittu vopna-
valdi, til þess að koma tillögum
Gyðinga í framkvæmd. Kvaðst
hann líta svo á, að ef gengið
yrði að öllum kröfum Jewish
Agency, mundi það óhjákvæmi-
lega hafa í för með sjex styrj-
öld milli Araba og Gyðinga.
— Reuter.
VIII láta til skarar
skríða
Aþena í gærkv.
GEORGES Papandrou, inn-
anríkisráðherra Grikklands og
?|eiðtogi sósíaldemókrata, lagði
ildag af stað frá Aþenu áleiðis
til París, en þaðan mun hann
halda áfram til Bandaríkjanna
til viðræðna við yfirmenn ut-
anríkisráðuneytisins í Washing
'ton. — Ráðherrann sagði 1 við-
tali við blaðamenn, að sigur
yrði að vinnast á grísku komm
únistunum á þessu ári, og kvað
það vera ætlun sína að koma
/á viðræðum milli hernaðarfull-
trúa Breta og Bandaríkja-
manna í Grikklandi og fulltrúa
.grísku herstjórnarinnar í því
Skyni að finna ráð til þess að
ná því marki. 1— Reuter.
Munu taka boðinu
Khöfn í gærkvöldi,
Einkaskeyti til Mbl.
UTANRÍKISRÁÐHERRAR
Danmerkur, Noregs og Svíþjóð-
ar munu koma saman til fund-
ar í Kaupmannahöfn á miðviku-
daginn kemur til þess að ræða
um boð Breta og Frakka til ráð-
stefnu í París til að fjalla um
tillögur Marshalls varðandi efna
hagslega viðreisn Evrópuríkj-
anna. Er búist við því, að ráð-
herrarnir sjeu hlyntir því, að
boðinu verði tekið.
Enginn innilutning-
ur frá sieríings-
svæðinu
Kaupmannahöfn.
DANSKA viðskiptaráðið hef-
ur ákveðið að leyfa engan inn-
flutning frá sterlingssvæðinu,
fyr en bresk-dönsku viðskipta-
samningunum er lokið. Samn-
ingaumleitanir byrja um næstu
mánaðamót, og gera Danir sjer
vonir um hærra verð fyrir land-
búnaðarafurðir sínar.
— Kemsley,
Framh. af bls. 1
á morgun (þriðjudag) til þess
að ákveða afstöðu sína. Frjetta-
ritarar telja líklegt að Ungverj
ar, Rúmenar og Júgóslafar
muni fara að dæmi Finn^ og
hafna þátttöku í ráðstefnunni.
Frá Varsjá berast þær fregnir,
að pólska stjórnin sje ennþá
að athuga boð Englendinga og
Frakka.
Vekur athygli.
Afstaða Tjekkóslóvakíu hef-
ur vakið mikla athygli og marg
víslegar bollaleggingar stjórn-
málafregnritara. Sumir telja,
að þetta beri vott um það, að
Tjekkar hafi varpað af sjer í
þessu máli oki Rússa. — Að.rir
halda því fram, að um sje að
ræða einhverja baksamniriga
Tjekka og Rússa, eða líta jafn
vel svo á, að Rússar muni ekki
hafa neitt á móti því, >að lepp-
ríki þeirra taki þátt í ráðstefn-
unni, vegna þess að þeir hugsi
sjer að njóta góðs af þeirri fjár
hagsaðstoð, sem þeim eigi að
falla í skaut, ef þau gerast að-
ilar að samkomulagi um fram-
kvæmd endurreisnartillagna
Marshalls.
• j
Bevin á ráðstefnuna.
Tilkynt hefir verið í London
að Bevin utanríkisráðherra
muni fara til ráðstefnunnar. —•
Þykir sumum þetta benda til
þess, að pólitískur blær muni
verða á ráðstefnunni og hún þá
ekki snúast um það að afla
fræðslu um staðreyndir, eins
og látið hefur verið í veðri
vaka. En miklu fleiri líta svo
á, að hjer sje einungis um að
ræða kurteisi í garð þeirra
ríkja, sem boðið hefur verið
til ráðstefnunnar.
Þ-
X-f
Eftir Robert Siorœ
^ FRALE, l'D FEEL
AWFUL, |F TME FIN6ERPRINTS
WE FOUNfl IN PLEED'E’ 'OFFICE
TURNED OUT TO B£ W-
í BECAUE’E TriAT W0ULD MAKE V0U ElTHER
A /VIURDERER. OR AN ACCESSORN! VOU DON'T
LOOK LIKE A KIU-ER TO Mh... /VlAVBE TME
JURV W0ULD ÓIN/F AN ACCE650RV A BREAK!
IF N0U £H0WED TME JURV A
DIMPLED KNEE, TNEV /W6HT
LET VOU 0FF VMITH LlFE —
0R EVEN A FEW VEARC- ~
/MUCH BETTER THAN
THE ELEC—
$top! ST'OP!
I THEREÍ
I KNOW WH0
KILLED AtR.
PLEED!
w
Copr. 1946. King Fcatures Syndicate, Inc., Wotld rights rcscr\
Bing: Það kæmi sjer ekki vel fyrir þig, að fingra-
förin í skápnum á skrifstofu Pleeds reyndust til-
heyrá þjer. Það mundi þýða það, að annaðhvoxt
hefðir þú myrt hann, eða vitix að minnsta kosti
hver morðinginn er. Það getur raunar verið að
þú fengir ekki líflátsdóm, en .... Frale: Hættu
þessu, hættu þessu! Jeg var á skrifstofu Pleeds,
þegar morðið var framið. Jeg veit hver myrti hann.