Morgunblaðið - 08.07.1947, Qupperneq 16
Fyrirætlanir Hitlers í Nor-
cgi og á íslandi. Sjá grein á
bls. 9.
SjáSfstæðismenn
vinna kosninga-
sigur á Saulár-
króki
SJÁLFSTÆÐISMENN unnu
glæsilegan kosningasigur með
því að bæta við sig atkvæðum
í fyrstu basjarstjárnarkosning-
unura, sem fram fara á Sauðár-
króki. Vantaði listann aðeins 3
atkv. til að hafa hreinan meiri-
hluta í bæjarstjórn.
Listi Sjálfstæðismanna hlaut
190 tkvæði og kom að þremur
fulitrúum, en við hreppsnefnd-
arkosningas hafði hann fengið
1G2 atkvæði. Fuíltrúar í bæjar-
stjörn fyrir Sjálfstæðisflokkinn
eru þeir sömu sem voru í hrepps
nefnl: Eysteinn Bjarnason, Guð
jón Sigurðsson og Sigurður P.1
Jónsson.
/ Alþýðuflokkurinn bætti við
sig 2 atkvæðum frá hreppsnefnd
arkosningunum-og hlaut 144 at-
kvæði og þrjá fulltrúa, þá sömu
og áður, Magnús Bjarnason og
Kristinn Gunnlaugsson og nýjan
mann, Erlend Hansen.
Listi Framsóknarmanna tap-
aði atkvæðum frá fyrri kosning-
um, en hlaut samt einn mann
kjörinn, Guðmund Sveinsson. -—
Framsókn fjekk nú 84 atkvæði,
en við hreppsneíndarkosningar
95 atkv.
Kommúnistaflokkurinn tap-
aði einnig atkvæðum. Fjekk nú
47 atkv. en 55 áður ög engan
fulltrúa, en hafði einn áður.
Á kjörskrá voru 606 kjósend-
ur. Auðir seðlar voru 7 og 3 ó-
gildir.
Síðasta hlutfallstala var 48
og vantaði Sjálfstæðismenn því
ein þrjú atkvæði til að ná hrein -
um meiri hluta í hinni nýju bæj-
arstjórn.
Rvenskálafjelag
Skömrnu eftir gereyðingu tjekkneska þorpsins Lidice, efndu
breskir námumenn til íjársöfnunar, í því skyni að hjálpa til við
endurreisn þorpsins. Fjársöfnunin var kölluð „Lidice skal lifa“
og alis söfnuðust yfir 640,000 krónur. Sendinefnd frá námu-
mönnum afhenti Bcnes, forscta Tjckkóslóvakíu, upphæðina, og
er myndin tekin við það tækifæri. Krossinn stendur þar sem
fjöldamorðin áttu sjer stað.
Ben. G. Waage
endurkosinn forseti
Krisfjáns konungs 10. minnsf
ÁRSÞING íþ$>ttasambands íslands 1947 var haldið í Hauka-
dal í Biskuþstungum um síoustu helgi. Forseti Sambandsins,
Benedikt G. Waage, setti þingið. Minntist hann í upphafi Krist-
jáns konungs 10., sem var verndari I. S. I., og sýndi íþrótta-
málum íslands mikinn áhuga, sjerstaklega var hann hrifinn af
íslensku glímunni.
lj
Kvenskátafjelag Reykjavíkur
átti 25 ára afmæli í gær 7. júlí
og er það elsta og fjöimennasta
kvenskátafjelag landsins.
Afmælisins var minst með því
að fara um síðustu helgi í úti
legu austur að Úlfljótsvatni. —
Voru þar mættir auk Reykja-
víkurskátanna fulltrúar frá ýms
um skátafjelögum utan af landi.
í tilefni af afmælinu barst fje
laginu að gjöf frá Bandalagi ís-
Ienskra skáta fagur útskorinn
lampi, en Skátafjelag Reykja-
víkur gaf fjelaginu skála sinn
við Hafravatn. Afmælisins verð
ur minst hjer í Reykjavík í
haust.
KVENSKÁTAR FARA Á MóT
í DANMÖRKU.
Nýlega fóru 14 íslenskir kven
kkátar til þess að taka þátt í
landsmóti, sem KFUK skátar
halda þar. Mótið mun standa yf-
ir dagana 23. júlí—1. ágúst. En
vikuna á eftir verður þeim boð-
ið að dvelja á skátaheimilum
víðsvegar um landið, á þeim
stöðum, sem þær helst vilja.
Einnig mintist forseti Sam-
bandsins tveggja nýlátinna
manna, sem höfðu unnið í-
þróttamálunum mikið gagn,
þeirra Jens Benediktssonar,
blaðamanns og Árna B. Björns
sonar, gullsmíðameistara.
Forseti þingsins var kosinn
Sigurður Greipsson í Haukadal,
en Guðjón Einarsson fyrsti
varaforseti og Ármann Dal-
mannsson annar varaforseti. —
Ritarar voru kosnir Jóhann
Bernhard, Þoí'björn Guðmunds
son og Frímann Heigason.
Forseti sambandsins las
skýrslu stjórnarinnar, sem er
ítarleg og gefin út prentuð. I
I. S. í. eru nú 19 hjeraðasam-
bönd, 3 sjersambönd og auk
þess 15 einstök fjeiög, sem eru
utan bandalagssvæða. — Alls
eru sambandsfjelögin 221 að
tölu með um 22 þús. fjelags-
menn
Gjaldkeri sambandsins Krist
ján L. Gestsson, las upp reikn-
inga þess og voru þeir samþykt
ir. Heildarniðfirstöðutölur voru
kr. 157.745,07, en eignir sam-
s>-----------------------------
bandsins nema nú alls kr.
102.198,34 Einnig iagði gjald-
keri fram fjárhagsáætlun fyrir
íjæsta starfsár og var hún sam
þykt.
Benedikt G. Waage var end-
urkosinn forseti sambandsins.
Einnig voru varaforseti þess,
Þorgeir Sveinbjarnarson og
fundarritari,' Erlingur Pálsson,
báðir endurkosnir. Fyrir í fram
kvæmdástjórninni eru Kristján
L. Gestsson, gjaldkeri og Frí-
mann Helgason ritari. Þá átti
að ganga úr stjórninni með-
stjórnandi fyrir Norðlendinga-
fjórðung, Hermann Stefánsson
og meðstjórnandi fyrir Vest-
firðingafjórðung, Þorgils Guð-
mundsson, en þeir voru báðir
endurkosnir. Meðstjórnandi fyr
ir Austfirðingafjórðung er Jó-
hannes Stefánsson, en fyrir
Sunnlendingafjórðung Sigurð-
ur Greipsson. í varastjóm var
kosinn Sigurjón Pjetursson
(Ræsi), en endurskoðendur
Erlendur Ó. Pjetursson og Sig-
urgísli Guðnason.
Óveður uui ult land
—■— i
Skemdir á landbúnaðarsýningunni
og í Tivoli
FRÁ ÞVÍ eldsnamma á sunnudagsmorgun þar til seinnipart
dags í gær, geisaði norðan stórviðri með gífurlegri rigningu um
því nær land allt. Ekki munu skemmdir hafa orðið alvarlegar
af völdum veðuroísans. Veðurhæðin mun hafa orðið hvað mest
hjer við sunnanverðan Faxaflóa. Hjer í Reykjavík og á Þing-
völlum mældist veðurhæðin mest 10 vindstig. Á Austfjörðum
náði veðurhæðin 9 vindstigum.
112 lítrar.
Eins og fyr segir var mikil
rigning samfara veðrinu. — í
Fagradal við Vopnafjörð varð
úrkoman langsamlega mest. —
Frá því kl. 6 á sunnudagsmorg
un þar til kl. 6 í gærmorgun
mældist úrkoman þar 112 mm.
Lætur það nærri, að ef vatns-'
magnið pr. ferm. væri mælt,
myndi það vera 112 lítrar
Veðurfræðingar hafa skýrt
svo frá, að veður og úrkoma
sem hjer hefir orðið, sje mjög
óvanalegt fyrirbrigði á þessum
tíma árs.
Skemmdir á Landbúnaðarsýn-
ingunni.
I veðurofsanum urðu nokk-
urar skemdir á landbúnaðar-
sýningunni og var henni lokað
fram eftir degi í gær, meðan
verið var að lagfæra og hreinsa
til. Þar urðu talsverðar skemd-
ir á veitingaskála sýningarinn-
ar og vatn komst í básana í
sýningarskálanum. Tvær eða
þrjár fánastengur brotnuðu.
í skemtistaðnum Tivoli urðu
einnig nokkrar skemdir. Tjald
ið yfir bílabrautinni rifnaði og
tók af. Sama er að segja um
tjaldið yfir barnahringekjunni.
Síniabilanir.
Þá skýrði Landssíminn Morg
unblaðinu svo frá að nokkrar
skemdir hefðu orðið á síma-
kerfinyi. Á svonefndum Steina-
sandi, sem er á milli Hala og
Kálafellsstaðar, A.-Skaftafells-
.sýslu, brotnuðu þrír símastaur
ar. Vegna veðurs tókst ekki að
setja upp nýja staura í gsw. Þá
bilaði Norðurtendslínan við
Hvalfjörð og urðu því truflanir
á fjölsímanum norður. -—■ Við
þetta tókst fljótlega að gera. Þá
slitnaði Patreksfjarðarlínan þar
sem hún liggur um Laxárdals-
heiði. Skömmu eftir hádegi
var sambandið komið á að nýju.
Heyskaði.
Ekki hefur blaðið frjett, að
heyskaðar hafi orðið svo telj-
andi sje, enda lítið farið að slá.
Hjer á Kjalarnesi urðu þeir
bændur er áttu hev flatt, fyrir
lítilsháttar tjóni. Þeir sem áttu
hey í sætum gátu bjargað því.
Ólafur bóndi í Brautarholti
sagði Morgunblaðinu, að þetta
hafi verið með mestu veðrum,
sem komið hafa á Kjalarnesi.
í höfninni.
Hjer í höfninni liggja nú all-
mörg flutningaskip ,sem komið
hafa meðan á Dagsbrúnardeil-
unni stóð. í gærmorgun átti að
«--------------------------
taka nokkur þeirra inn, en
ekki var viðlit að hreyfa við
þeim stærstu, til dæmis eins og
Salmon Knot og kolskap af
sömu gerð og fleiri skip.
Veðurspáin.
Veðurstofan gerir fastlega
ráð fyrir því, að lægð sú, er
þetta veður stafaði frá, fari
minkandi. Má því gera ráð fyr-
ir að hjer geti verið sólskin og
gott veður í .dag.
Maðisr hrapar í ki-
mannagjá
ÞAÐ SLYS vildi til aðfara-
nótt s. 1. sunundags austúr á
Þingvöllum, að maður úr Rvík,
Sæmundur Guðmundsson, að
nafni, fjell niður, er hann var
að klífa upp Almannagjá og
meidd.ist töluvert.
Eftir því sem blaðið hefir
frjett, hefir hann verið kom-
inn nokkuð hátt upp gjábarm-
i inn, er hann fjell. Fólk í bíl,
sem ók þar framhjá var manns
ins vart, þar sem hann lá í
gjánni og flutti hann til Val-
hallar. Þangað var svo náð í
hann í sjúkrabíl og hánn flutt-
ur í Landsspítalann.
Æ|ir lagður af úí§
hsimleiSis
VARÐSKIPIÐ Ægir sern sent
var til Bergen á vegum ríkis-
stjórnarinnar til þess að sækja
líkneski Snorra Sturlusonar, fór
þaðan á sunnudagskvöld.
Það er gert ráð fyrir, að skip-
ið verði þrjá til þrjá og hálfan
sólarhring á leiðinni hingað til
lands og ætti því að geta verið
komið á fimtudagsmorgun. Æg-
ir mun fara beint til Borgar-
ness, en þaðan verður líkneskið
flutt til Reykholts.
SLÖKKVILIÐIÐ var kallað
út fimm sinnum nú um helgina.
Um mjög lítinn eld var að ræða
á f jórum stöðum og skemdir því
nær engar. En á sunnudags-
kvöld kom upp eldur í varöbátn
um Óðir.n og urðu talsvert rnikl
ar skemdir í skipinu.
Þegar slökkviliðið kom á vett-
vang, en skipið liggur við Ægis-
garð, var lúkarinn því nær al-
elda. Eftir nokkra stund hafði
tekist að ráða niðurlögum elds-
ins, en skemdir urðu miklar þar
niðri.