Morgunblaðið - 13.07.1947, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.07.1947, Blaðsíða 4
4 MOflGUNBLAÐIÖ Sunnudagur 13. júlí 1947. ] T~ ----------—............ Jón H. Þorbergsson: MARGT KEMUR í HUGANN Á FERÐ Tvennir tímar. JEG ferðaðist um margar sveitir norðanlands í haust. Það var listitúr. Það er gaman að fara um sveitirnar, sjá þær myndir, sem þar bera fyrir augu, sjá lífið þar og hafa tal af fólkinu. Jeg var í þeim erind um að halda hrútasýningar fyr- ir hönd Búnaðarfjelags Islands. Það var ofurlítið merkilegt að fyrsta sýningin, sem jeg mætti á, var í Saurbæjarhreppi í Eyjafirði, en þar hjelt jeg fyrstu sýninguna, af þessu tagi, sem haldin var hjer á landi. Það var haustið 1911. Það haust komust ekki á nema tvær sýn- ingar, en eftir það fjöldi sýn- inga haldnar á hverju hausti. Þótt jeg segi sjálfur frá, þá lagði jeg mikla vinnu í það að koma þessum sýningum á um alt land. Þá voru ekki vjelrituð eða fjölrituð fyrir mann brjef- in. Hvert brjef varð jeg að skrifa sjálfur. Skrifstofan var í svefnherberginu og skrifstofu tíminn var stundum kvöld og morgna um sláttinn. Ekki mátti slá slöku við að vinna að sumr- inu til þess að reyna að hafa eitthvað í aðra hönd, því að ferðirnar, um landið, voru svo lítið borgaðar hjá Búnfjel. ísl. að þær báru sig ekki fyrstu árin. í haust ferðaðist jeg í bíl. Það þektist nú ekki hjer áður, þá varð maður að ferðast gang- andi eða á hestum. Stundum um tvo mánuði á sýningar að haustinu á hestum og svo gang- andi að vetrinum fram á vor. Oft var erfitt að ferðast yfir. vötn og torfærur ýmsar og í okkar íslensku stórhríðum, sem varla hafa sjest nú í marga vet ur. Eitt haustið fór jeg suður Kjöl. Þá vaknaði jeg á laugar- dagsmorgun í Stóradal í Húna- vatnssýslu, en fór ekki að sofa fyrri en á miðvikudagskvöld á Gýgjarhóli í Biskupstungum eftir 110 tíma vöku og hrakn- inga á fjöllum. Lenti jeg þar í stórhríðum og snjó og var þ'etta hin mesta glæfraför. Þetta var haustið 1914 og var jeg að fara til að halda sýningar á Suður- landi. Jeg gæti sagt rtiargar ferðasögur frá þeim tímum. Við víkjandi sýningum sá jeg draum minn rætast,'menn lærðu af þeim og munu læra af þeim í framtíðinni. Sveitasælan. Jeg treysti mjer ekki til að lifa í þessu landi ef engin væri í því „sveitasælan“ og jeg held áreiðanlega að sveitasælulaus þjóð yrði blóðlítil og dauf í bragði. Meðan jeg var á ferð- inni í haust, stóðu haustannir sem hæst: Göngur, slátrun fjár, síðustu heyhirðingar, upptekt úr görðum o. s. frv. Allir höfðu yfrið nóg að gjöra. Það var hlegið, hlaupið og spjallað á bæjunum. Maturinn þrunginn af bætiefnum, kýrnar gengu á túnunum, garðmaturinn nýr og kjötið nýtt. Jeg kom á afdala- bæ, þar var sýning, þar var fjöldi gesta einkum krakkar og unglingar. Veðrið var unaðs- legt, túnið stórt og sljett, krakk arnir hlupu við fót með hlátr- um og hávaða, sum voru á hest um. Jeg varð hrifinn að sjá alla þessa unglinga og börn inn í afdal. Bara þau vildu eiga þar ávalt heima! Fólksfæðin. Það sem mest skyggir á sveitasæluna nú á dögum er fólksfæðin í sveitunum. Vegna hennar leggjast jarðir nú mjög r eyði og horfur á að á næstu árum muni fjöldi jarða fara sömu leið. Örfátt af ungu fólki vill nú byrja búskap í sveit og á miklum fjölda jarða eru hús- ráðendur gamalt gólk og sjer hvergi grilla í það fólk sem taka við af gamla fólkinu. Vegna fólksleysisins, verða mörg verk í sveitinni „undir snjónum“ og ótal mörg önnur verk þar, sem tilheyra byggingum og öðrum umbótum jarðanna, verða að bíða óunnin. Það er engin und- antekning að aðeins einn eða tveir karlmenn sjeu alt fólk á einu búi. Jeg kom á stórbýlis- jörð. Þar er 14 hundruð hesta tún, stórbú og alt í besta standi, þar var einn maður eftir. Hann gerði sjer von um að geta feng- ið vetrarmann, stúlku var ekki að fá, að vetrinum, frekar en glóandi gull. Jeg kom um kvöld í fjósið til þessa manns þegar hann var að mjólka. Hann hafði þar marga gripi og stund aði mjólkursölu. Jeg hefi hvergi sjeð betur um gengið í f jósi eða hreinlegar mjólkað. Jeg þreif ofan höfuðfatið- í virðingar- skyni við þennan heiðurs- mann er jeg sá þessa miklu trúmensku hans og mjer flaug í hug að sterk mundi okkar þjóð og allar þjóðir ef allir einstakl- ingar voru gæddir slíki’i dygð og trúmensku, sem þessi mað- ur. Jeg gisti á stórbýli. Annríkið var „upp fyrir höfuð“. Þegar jeg kom á fætur um morgun- inn hitti jeg bóndann, þar sem hann vann að því að stækka fjósið. Hann var einn við stein- steypuvinnu. Húsmóðirin kom úr fjósinu, sveitt, með fullar mjólkurfötur. Víðast er hús- móðirin ein af fullorðnu kven- fólki í bæjunum. Þær vita hvað þær hafa að gera blessaðar kon- urnar. Störfin þeirra eru -góð, nauðsynleg og þjóðholl. Þær mega hreint ekki gleyma því sjálfar, hve virðulegan sess þær skipa í þjóðfjelaginu. Jafnvel þótt þjóðin sjálf kynni ekki rjett að meta. Manni lá við að liggja heldur úti heldur en að beiðast gistingar til þess að bæta við mörgu verkin á bæj- unum. Een það var ekki fengist um það, mótttökurnar voru als staðar fullar af velvilja og greiðasemi, fullar af alúð. „Máttur moldar“. Á örfáum jörðum — þar sem börnin staðfestast heima — mátti sjá stórar umbætur, marg faldað tún, mikil íbúðarhús og önnu? hús ög fleiri umbætur. Þarna sjer djarfa fyrir framtíð íslenskra sveita. Jarðirnar verða stórar og breytast sumar í smá sveitaþorp. Máttur moldarinn- ar verður tekinn í notkun meir og meir. Öflug ræktunaralda hlýtur að rísa upp í þessu landi ef ekki í gleði og trú fólksins á sveitasæluna, þá fyrir nauð- syn til þess að þjóðin haldi lífi, sem sjálfstæð þjóð í eigin landi, til þess að þjóðin deyi ekki af bætiefnaskorti, til þess að aðr- ar þjóðir slái ekki eign sinni á dýrmætustú eign þjóðarinnar, sem er gróðurmoldin, til þess að börnin læri að vinna og hugsa um uauðsynlega hluti o. s. frv. Vinnutíminn. Þrátt fyrir fólksleysið í sveit unum, og sem veldur því fyrst og fremst, að umbætur, sem bændur vilja gera, komast ekki í framkvæmd, er ekki að neita að þær eru miklar. En bændur eru ekki lastverðir fyr- ir það, þótt að þeir í dag sjeu frumbyggjar í landi umbótanna og þeir eru, hvað sem hver seg ir, harðduglegir, það er vanda- laust að færa rök fyrir því, já! þrátt fyrir það, er leikur að lifa í sveitinni, og vinna þar, á móti því sem var um og fyrir síðustu aldamót. Það verður að vísu aldrei hægt að reka landbúnað með 8 stunda vinnudegi, því að nauðsyn brýtur lög. En þrátt fyr ir allt, er vinnudagurinn í sveit- inni nú, orðinn mildur á móti því sem að jeg man vel eftir. Þá áleit hver og einn sig skyld- ugan til að vinna, samkvæmt þörfinni, þótt hún kallaði fólk til vinnu 12—16 tíma í sólar- hring, stöðugt og jafnvel meira en það. Þá var fyrst og fremst hugsað um það að hafa í sig og á. í Reykjavík. Á ferðinni lenti jeg til höfuð- staðarins. Þar á'jeg margar ljúf ar endurminningar. Þar átti jeg heima árin 1915—1917. Þar var jeg vorið 1915 eini maðurinn í bænum sem gekk um með hesta plóg og herfi. Jeg var hjá mín- um gamla vini Einari heitnum Helgasyni í Gróðrarstöðinni. Hann hafði hesta og verkfæri og Ijet plægja fyrir fólk. Jeg vann aðallega matjurtagarða. Jeg man að jeg vann nýtt lánd fram í Skildinganesi fyrir Brynj ólf, föður þeirra prestanna Gísla á Kirkjubæjarklaustri og Eirík á Útskálum, og fyrir Hans póst. Það land var suður við Eskihlíð og er nú komið undir veg og lóðir, Jeg man líka er jeg sum arið 1924 gekk á milli nýbýlis- manna í landi bæjarins og skrif aði í vasabók mína sögur þeirra um aðstöðuna til að reisa ný- býlin. Þá var fjelagið Landnám að byrja að starfa. í stjórn þqss voru með mjer, Sigurður Sig- urðsson búnaðarmálastjóri, Jón Ólafsson stórútgerðarmaður, Pjetur Halldórsson borgarstjóri og Grímúlfur Ólafsson nýbýla- frömuður. Allir þessir menn voru stórmerkir, en eru nú allir dánir. Jafnvel þótt bærinn sje orðinn mjög stór — á okkar mælikvarða — finst mjer dap- urlegt að koma þangað vegna! þess hve margir af mínura gömlu vinum og kunningjum þar, eru nú dánir. — Meðan fólk ið í bænum var aðeins 10—12 þúsund manns, var gaman I Reykjavík. Leiðinlegt fanst mjer núna að vita af fólkinu í bröggum og smákofum út um alt. Jeg held nú bara að þeir fjúki ef fár- viðri gerði eins og það, sem geysaði við Faxaflóa 24. jan, 1925. En því líkt landsynn- ingsveður höfðu þálifandi menn aldrei sjeð. Fólkið í þess- um kofum ætti að búa í tómu og hálftómu bæjunum í sveitun um, þar hefði þáð nóg að bíta og brenna, þrátt fyrir f járpestir, Það virðist vera varhugavert að hrúga upp of miklum þægind um á einn stað. Rafurmagnið er þjóðarinnar mikla lyftistöng. Þjóðin á að gera öllum borgur- um sínum jafnhátt undir höfði að njóta rafurmagnsins. Það er nauðsynlegt og sjálfsagt sam- eiginlegt átak. Að endingu vil jeg nota tæki- færið og þakka öllum er veittu mjer góðar viðtökur og velvilja á ferð minni og óska þeim og öllum er sjá þessar línur árs og friðar. Jón H. Þorbergsson. \ Auðveldari verk. Nú eru, í landi umbótanna, algerlega horfinn stór hópur verka í sveitinni, sem áður var ekki hægt að komast af án, svo sem öll vinna við fráfærur, tó- vinna — svo að fólkið gengi ekki bert —moldarvinna vegna húsa og heyhirðingar, flutninga á hestbökum og margt fleira. Nú heyjar einn maður, með nú tíma tækni, á móti fjórum áður, nú þarf ekki að bera vatn í föt- um langar leiðir, nú þarf ekki að gyða mörgum dögum í flutn- inga frá og til heimilanna, nú þarf ekki að vinna heimilisverk in með skógerð og fatnað, án eldstóar, án skilvindu, án prjóna vjelar o. s. frv. Nú vantar sveit irnar, satt að segja ekkert nema fólk, sem trúir á sveitirnar, á mátt moldarinnar og á mátt sinn og megin. Þá kemur allt sem sveitirnar þarfnast. Stór vjeltæk tún, þjettbygðir bæir með varanlegum húsum og and- legur gróður í sveitalífi, í þjóð- lífi. Þó að þjóðin geti nú í dag stært sig af glæsilegri höfuð- borg og miklum sjávarútvegi, þá svarar það ekki til fullnustu komandi tímum. Gróðurmoldin — máttur hennar — sem Guð hefir gefið þjóðinni, — er henn ar undirstaða, hennar gjöf til máttar. Ef þjóðin lítilsvirðir þá gjöf og hagnýtir ekki þá deyr hún um aldir. Meistaramót Reykjavíkur í frjáls- um íþróttum hefst á morgun MEISTARAMÓT Reykjavíkur í frjálsum íþróttum hefst i íþróttavellinum á morgun og stendur alls yfir í fjóra daga eða fram á fimmtudag. Þátt í mótinu taka um 50 frjálsíþrótta- menn frá ÍR, KR og Ármanni. Alls verður keppt í 16 íþrótta- greinum. Meðal þátttakenda eru marg- ir bestu frjálsíþróttamenn landsins. í 100 og 200 m. hlaupi eru meðal keppenda Finnbjörn Þorvaldsson, Clausen-bræður og Ásmundur Bjarnason, í 400 m. hlaupi Kjartan Jóhannsson og Haukur Clausen, 800 m. hlaupi Kjartan Jóhannsson og Óskar Jónsson, í 1500 m. hlaupi Óskar Jónsson og Þórð- ur Þorgeirssoh, í 5000 m. hlaupi ÞórðúV Þorgeirsson og Sigurgeir Ársælsson, 110 m. grindahlaupi Finnbjörn Þorvaldsson og Skúli Guðmundsson, 400 m. grinda- hlaupi Haukur Clausen og Reynir Sigurðsson, í kúluvarpi Huseby og Vilhjálmur Vil- mundarson, kringlukasti Huse- by og Ólafur Guðmundsson, spjótkasti Finnbjörn Þorvalds- son og Þorvarður Arinbjarnar- son, langstökki, Finnbjörn, Örn Clausen og Torfi Bryngeirsson, hástökki Skúli Guðmundsson og Örn Clausen, stangarstökki Torfi Bryngeirsson, Bjarni Linnet og' Þorsteinn Löve, og fimmtarþraut Jóel Sigurðsson, Örn Clausen og Örn Eiðsson. — í 4x100 og 4x400 m. boð- hlaupi taka þátt sveitir frá öll- um íþróttafjelögunum. 143 þúsund sfríðs fangar Ijeku lausum hala MAX WIELEN, einn þeirra 18 SS-foringja, sem ákærðir eru um að hafa skotið 50 liðs- foringja úr flugherjum banda- manna, sagði í rjettarhöldum í Hamborg í dag, að 134 þúsund stríðsfangar, sem teknir hefðu verið úr hersveitum banda- manna, hefðu leikið lausum hala í Þýskalandi árið 1943. Wielen er fyrrverandi yfirmað- ur lögreglunnar í Breslau. Hann sagði, að þessir menn hefðu verið á ferð um allt Þýska land, og hefði lögreglan alltaf haft nóg að gera við það að leita að þeim. — Viðvíkjandi umræddum 50 flugmönnum sagði Mielen, að þeir hefðu ekki verið skotnir, heldur hefðu þeir sloppið úr fangabúðum í Schlesíu, enda þótt varúðarráð- stafanir hefðu verið gerðar í fangelsinu, eftir að fundist hefðu níutíu og níu jarðgöng, sem grafin hefðu verið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.